Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 21 Við hringtorg Evrópu Sy stir j ólasveinanna BOKMENNTIR Barnasaga BOKMENNTIR Pcrsónusajia LANDNÁM ÍSLENDINGA í LÚXEMBORG Heimir G. Hansson tók saman og skráði. 256 bls. Útg. Sögunefnd Is- lendinga í Lúxemborg. Prentim: Oddi hf. 1994. BÚSETA íslendinga í Lúxem- borg hófst þegar Loftleiðir völdu staðinn sem endastöð Évrópumeg- in í Atlantshafsfluginu fyrir fjörutíu árum. Starfsemi Loftleiða óx hratt og örugglega og var reyndar ævintýri líkust. Síðan hafa tengsl íslands og Lúxemborg- ar eflst á margan hátt. Islendinganýlendan þar er orðin meira en nafn- ið. Hún er orðin saga. í bók þessari er sú saga rakin í þaula. í fyrsta kaflanum er sagt frá landi og þjóð og fyrstu umsvifum íslendinga í þessu gamalgróna her- togadæmi. Þá er greint frá daglegu lífi landans í hinum nýju heimkynnum, at- vinnustarfsemi, félagslífi og þar fram eftir götunum. Þótt Islend- ingar séu nú orðnir hagvanir á þessu hringtorgi Evrópu reyndist það vera fleira en færra sem í fyrstunni kom þeim spánskt fyrir sjónir. íslenskur almenningur var þá lítt tekinn að ferðast landa á milli. Sólarlandaferðir voru ekki BOKMENNTIR A n n á 11 ÁRIÐ 1993 Stórviðburðir í myndum og máli. Með íslenskum sérkafla. Fróði, 1994 — 344 síður. 5.396 kr. EINS og fyrri bækur sama efnis er þessi bók mikil að umfangi, myndrík og litskrúðug. Það freistar alltaf hins almenna borgara að geta riijað upp merka og stundum geigvænlega atburði sem sjónvarpið og aðrir fjölmiðlar færðu honum heim í stofu hvað- anæva úr veröldinni. Að lesa og skoða myndir í rólegheitum gerir atburðina umhugsunarmeiri og nærtækari, en þegar hin óskráða krafa um meðvirkni í æsileik frétta- mennsku augnabliksins krefst hug- ans. Höfuðheiti efnis bókarinnar eru tvo: Annáll ársina og Mannlíf og menning. Undirtitlar eru fjölmargir. 1993 Ár hinna stóru ákvarðana er einn veigamesti kaflinn, auk skýringar kortanna sem á eftir koma. Hver mánuður ársins á sína fréttaskýringu og inn í milli er skot- ið: Frá degi til dags. Myndir ýmist í litum eða svart/hvítar taka_ mikið rúm, stundum heilar síður. I þeim felast einnig þöglar frásagnir skelf- ingar eða gleði. Annars er þessi bók með sama sniði og bækurnar udanfarin ár. Engum sem kynnir sér innihaldið dylst að atburðir áranna taka sí- fellt á sig nýjar myndir og ef til vill er staðan í hinni viðsjálu veröld þekkingar og efnishyggju aldrei ógnarlegri en nú. íslenski kaflinn hefir sama yfir- bragð og áður, samviskusamlega og vel unnin í vanda þess að velja og hafna — með gagnrýni landans hafnar. Og fáir höfðu lagt leið sína til meginlands Evrópu, það er að segja lengra en til Kaupmanna- hafnar. Kyrrðin og stöðugleikinn í þessu þéttbýla smáríki kom ís- lendingum á óvart. í sumum grein- um virtust Lúxemborgarar vera beinlínis á eftir tímanum. Þá héldu íslendingar að hvarvetna um víða veröld mætti bjarga sér á ensku. Svo reyndist hreint ekki vera í hertogadæminu Lúxemborg. Hús- freyjurnar íslensku urðu því að temja sér látbragðslist áður en þær fóru út að versla. Lög og reglur reynd- ust harðari í sumum greinum; á öðrum sviðum vægari. Nafnavenjur íslend- inga gátu Lúx- emborgarar engan veginn skilið. Af því spruttu skringileg tilvik. Sömuleiðis þótti Lúxemborgur- um furðu gegna að par skyldi ekki drífa sig í hjónaband áður en barn fæddist! En svo gat undr- unin líka fallið yfir mann úr gagnstæðu áttinni. Lögreglumönnum, sem litu inn þar sem Islendingar voru að skemmta sér, var boðið í glas, bjór eða viskí — svona fyrir siðasakir! Annar þá strax bjórinn. Hinn hafði grunnmúraðri ábyrgðartilfinningu og lét ekki bjóða sér svo svæfandi værðardrykk í vinnunni: »Ég held ég þiggi frekar viskí, því að ég keyri,« svaraði hann hógværlega. yfir höfði þeirra er að honum vinná. Bjöm Jóhannsson valdi efni í kafl- ann og kann vel til verka og býr atburði ársins í áhugaverða, mál- farsgóða frásögn. Að lesa slíka bók og gaumgæfa myndefnið er í líkingu við að þreifa á slagæð umheimsins. Hún ætti að vera verðugt lesefni hveijum þeim er lætur sig varða framrás lífsins og örlög náttúrunnar í þessari firrtu efnisgnægðanna veröld. Jenna Jensdóttir Þó Lúxemborg sé eina sjálf- stæða ríkið í Evrópu sem hægt er að bera saman við Island að mannfjölda er vitanlega margt sem alls ekki verður saman jafn- að. Lúxemborg er staðsett mitt í þét'tbýlasta hluta álfunnar með greiðar leiðir til allra átta. Uppeldi barnanna miðast við það strax og þau fara að stauta: »Kennslan fer fram á Lúxemborgísku, sex ára gömul fara börnin að Iæra þýsku og sjö ára bæta þau frönskunni við. Ætlast er til þess- að þegar kemur fram á unglingsárin hafi börnin jafn gott vald á öllum mál- unum þremur.« Skólakerfið er tal- ið með því besta sem gerist. Eigi að síður hverfa margir unglingar heim til náms í íslenskum fram- haldsskólum. Nýlendunni íslensku verður því engan veginn líkt við landnámið í Vesturheimi fyrir aldamótin síðustu. Þangað fóru menn með þeim fasta ásetningi að gerast þegnar annars lands og snúa aldrei til baka. í Lúxemborg starfa landar við fyrirtæki sem eru íslensk að hluta eða í heild. Vegna daglegra samgangna við landið er þar stöðugur straumur íslendinga. Og margir starfa þar tímabundið en hverfa síðan heim að dvöl lok- inni. Tengslin við átthagana rofna því aldrei. Þótt Islendingar verði að laga sig að landsvenju á mörgum svið- um halua þeir jafnframt í sínar hefðir og rækja þjóðerni sitt eins og kostur er. Samheldnin er sterk og félagslíf fjölbreytt. Og heima- menn vita hveijir það voru sem rufu einangrun landsins og færðu því stöðugan straum ferðamanna og þar með atvinnu og peninga. Margir hafa unnið að samantekt og skráningu rits þessa. í síðari helmingi bókarinnar eru æviskrár íslendinga sem búið hafa og starf- að í landinu, ítarlegar og greina- góðar. íris Þorkelsdóttir og Þor- björg Jónsdóttir hafa tekið þær saman. Að lokum eru svo nafna- skrár og heimildatal. Þá er í bókinni mikill fjöldi mynda, flestar í lit. ,Mest eru það fjölskyldumyndir og aðrar hóp- myndir. Þar gefur að líta jafnt hversdagsamstur og skemmtanalíf landans sem sýnist vera bæði líf- legt og þar að auki á þjóðlegu nótunum. Landnám íslendinga í Lúxem- borg er prýðileg viðbót við rit þau sem fyrir eru um íslenska mann- fræði og persónusögu. RAGGI LITLI OG TÝNDI JÓLASVEINNINN eftir Harald S. Magnússon. Iðunn 1994 - 24 síður. 1.280 kr. AF HVERJU eru allir jólasvein- arnir karlkyns? Þyrfti ekki að breyta þessu lítillega? í þessari sögu um Ragga litla langar hann að fara og heim- sækja Grýlu, Leppa- lúða og jólasveinana á nýjan leik enda ánægð- ur í félagsskap þeirra. í þessari heimsókn er Grýlu mikið niðri fýrir. Hún tilkynnir Ragga að nú sé loksins karla- veldið að hruni komið og nú sé tækifærið til að afhjúpa ellefu hundruð ára gamalt leyndarmál. Raggi litli á að hjálpa til við það. Þegar búið er að bijóta upp alla lása kemur leyndarmálið í ljós sem er ekkert annað en jólasveinastúlka, systir jólasveinanna, sem búin er að sofa Þyrnirósusvefni allan þennan tíma! Heldur er hún gamaldags bæði í klæðnaði og málfari, enda talar hún það mál sem talað var á Is- landi af tröllum áður en víkingarnir settust þar að og larfarnir eru þeir sömu og notaðir voru þá. En nú eru tímarnir breyttir. Ekki lengur álitshnekkir að hafa kvenkyns jóla- svein og því er tekið til óspilltra málanna að undirbúa nýja liðs- manninn tii jólasveinaverka. Sagan um systur jólasveinanna er lipurlega skrifuð og hugmyndin skemmtileg. Grýla hefur greinilega komist í snertingu við kvennabar- áttuna og er því ákveðin í að gefa dóttur sinni sömu tækifæri og son- um sínum. Málfar sögunnar er lip- urt og Grýla talar tilgerðarlaust og gott mál. Þó hefði mátt gefa systurinni frum- lega jólasveinanafn. Í sögunni er hún látin heita Mjöll og hefur þar með enga skírskot- un í þau hrekkjabrögð sem jólasveinamir bræður hennar eru þekktir fyrir. Myndir Brians Pilk- ingtons eru fullar af glettni og falla mjög vel að textanum. Myndin af Grýlu í ham er tilþrifamikil en Leppalúði og jólasvein- arnir virðast vera mestu meinleysisgrey. Jólasveinastelpan er óttalega forneskjuleg þegar hún vaknar úr dvalanum en þegar búið er að sauma á hana nýjan búning og klippa hana er hún bara orðin myndarlegasta skinn, reiðubúin að gerast fyrirmyndar- jólasveinn. Raggi litli getur verið ánægður með árangurinn. Sigrún Klara Hannesdóttir. Erlendur Jónsson I jóíapakkann til Þeirra sem Þú vilt senda kærleik 02 Ijós.. Allar innlendar bækur um andleg málefni og sjálfsrækt m.a.: • Boðskapur Maríu til mannkyns, Annie Kirkwood. • Að elska er að lifa, Gunnar Dal. • Móðuraflið-Kundalini jóga, Sri Chinmoy. • Máttur bænarinnar, Norman Vincent Peale. • Tao til jarðar, José Stevens. • Fullkomið heilbrigði, Deepak Chopra. • Heimkoman, John Brashaw. BOOSKArUR MARlUTtL Mannkvnsins Urvals erlendar bækur sem hafa verið í metsölu undanfarna mánuði: • Celestine Prophesy, James Redfield. • Transforming your Dragons, ný bók eftir José Stevens. • The Ángel Book, Karen Goldman. • Bridge of Light, La Una Huffines. • Silfurskartgripir með orkusteinum og Transforminí; Your Drágons Jcvsí Stcvcns, Tli.n. kristölum frá kr. 1.390. Einnig módelskartgripir frá Margo Rener. Mondial orkujöfnunararmbandið, skart sem bætir heilsuna. Geisladiskar og snældur með hugleiðslu- og slökunartónlist, t.d. Angel Love, Silver Wings, Inner Harvest, hugleiðsluspólur leiddar af Guðrúnu Bergmann, Erlu Stefánsd. og Fannú Jónmundsd. o.m.fl. Reykelsi og ilmkerti í gífurlegu úrvali. Vandaðar og sérstæðar gjafavörur og skraut úr náttúruefnum, t.d. bókastoðir úr náttúrusteinum og mikið úrval af kærleikstrjám frá kr. 1.190. Náttúrulegar snyrtivörur frá Earth Science - herra og dömu. Víkingakortin, Tarotspil, Medicine Cards, Angelic Messenger Cards, The Book of Runes o.fl. Kærleikskorn kr. 790. Jákvæðar staðhæfingar kr. 950. Fallegar og ódýrar jólagjafir. Ný frábær stjörnukort frá Ágústi Péturssyni. Verð aðeins kr. 1.950 Ágúst kynnir kortin í versluninni frá kl. 15-18 21.-24. des. Hinar vinsælu Aura Cacia nudd- og baðolíur í miklu úrvali, einnig baðsölt og sápur. Chlorophyll blaðgrænan komin aftur. Munið að eiga Yucca Gull yfir jólin. Persónuleg þjónusta og ráðgjöf becRMip Rnrnnrkrinnlan Borgarkringlan, KRINGLUNNI4 - sími 811380 Erum með útibú f Píramídanum, Dugguvogi 2 sími 881415 Heimir G. Hansson Stórviðburðir liðins árs Haraldur S. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.