Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skiptar skoðanir um hvort taka má veð í aflakvóta sem fylgir skipum
Deilt um réttaröryggi
og sameign fiskimiða
Ein grein í frumvarpi um samningsveð hefur
orðið tilefni deilna, sem samkvæmt úttekt
-------------------------
Olafs Þ. Stephensens, snúast annars vegar
um öryggi banka og innstæðueigenda við
lánveitingar til útvegsfyrirtækja og hins veg-
ar um tryggingu þjóðareignar á fískimiðum.
Metflutn-
ingar Eim-
skips milli
erlendra
hafna
MEIRI flutningar eru milli hafna
erlendis með skipum Eimskips í
þessari viku en dæmi eru um frá
því félagið hóf að leggja aukna
áherslu á starfsemi sína erlendis.
Samtals er um að ræða flutninga
á 420 gámaeiningum með vörum
af ýmsu tagi en ein gámaeining
samsvarar 20 feta gámi.
Margir þættir valda þessum
miklu flutningum, samkvæmt upp-
lýsingum Eimskips. Vegur þar
þyngst mikill útflutningur á frysti-
vöru frá Nýfundnalandi og einnig
mikill innflutningur þangað. Um
þriðjungur af útflutningnum frá
Nýfundnalandi í þessari viku fer til
Svíþjóðar. Útflytjendur leggja kapp
á að flytja sem mest af rækju þang-
að áður en tollar hækka um áramót-
in þegar Svíar ganga í Evrópusam-
bandið. Hluti af innflutningsvörunni
til Nýfundnalands er þorskur úr
Barentshafínu sem fluttur var frá
Gautaborg og Fredrikstad.
Flutningar milli erlendra
hafna hafa aukist um fjórðung
Áætlað er að Eimskip flytji um
100 þúsund tonn milli erlendra
hafna á þessu ári sem er um 25%
aukning frá árinu 1993.
Félagið rekur nú 14 eigin skrif-
stofur í 10 löndum í Evrópu og
Norður-Ameríku. Er áætlað að tekj-
ur af starfsemi Eimskips erlendis
verði um 1,5 milljarðar og hafa þær
aukist um 16% milli ára. Langtíma-
markmið félagsins er að tekjur af
starfsemi erlendis verði um 18-20%
af veltu.
RÉTTARÖRYGGI í lánveitingum og
þjóðareign á fískimiðum eru mark-
mið, sem togazt er á um í deilunni
um það hvort heimilt eigi að vera
að taka veð í aflakvóta, sem fylgir
fiskiskipi. Allsheijarnefnd Alþingis
reynir nú, í samráði við sjávarút-
vegsnefnd, að ná saman um lausn
á málinu, sem upp er komið vegna
frumvarps um samningsveð, sem
dómsmálaráðherra hefur lagt fram
á Aiþingi, og er jafnvel vonazt til
að það takist rnilli jóla og nýárs.
Alþýðuflokksmenn, með Sighvat
Björgvinsson viðskiptaráðherra í
broddi fylkingar, hafa mótmælt því
harðlega að veð í kvóta verði tryggt
með Iögum.
Forsaga málsins er í stuttu máli
sú, að við gildistöku nýrra laga um
stjóm fiskveiða i ársbyijun 1991
breyttist réttarstaðan að því er varð-
aði veð í veiðiheimildum. Fyrír þann
tíma gilti sú regla, að varanlegt
framsal kvóta vár óheimilt nema
viðkomandi fískiskip væri afmáð af
skipaskrá. Afskráning var háð því
skilyrði að ekki hvíldu veðbönd á
skipinu og í rauninni mátti því ekki
selja kvóta nema með samþykki
sjávarútvegsráðuneytisins.
Á þessum tíma gátu bankar, sem
lánuðu útgerðarfyrirtækjum gegn
veði í skipi, treyst því að skipið félli
ekki í verði við það að kvóti þess
væri seldur.
Lán veitt gegn skriflegum
yfirlýsinguni
Veð, sem voru í gildi þegar lögin
tóku gildi, haldast áfram, en hvað
varðar veðsamninga, sem gerðir
hafaverið eftir l.janúar 1991, verða
veðhafar að tryggja með öðrum
hætti að skipin rýrni ekki í verði
vegna þess að kvóti sé fluttur af
þeim.
Að sögn Áma Ármanns Árnason-
ar, lögfræðings í útlánastýringu hjá
Landsbankanum, hafa bankarnir
veitt lán gegn veði í- fiskiskipum
gegn því að eigendur skipanna hafí
um leið gefið út skriflega yfirlýsingu
um að þeir muni ekki framselja kvót-
ann á meðan veðsamningur sé í gildi.
Samkomulaginu hefur verið þinglýst
á skip, og það tilkynnt sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Árni segir hins vegar að þetta
veiti ekki nægilegt réttaröryggi, því
að kaupanda kvóta sé ekki skylt að
kynna sér þinglýsingabók. Sá mögu-
leiki sé því í raun opinn að lántakend-
ur selji kvótann, án þess að bankinn
geti mikið við því gert. Sjávarútvegs-
ráðuneytið stöðvi heldur ekki lengur
sölu á kvóta nema veðsetning skips
hafi átt sér stað fyrir 1991.
Árni segir að segja megi að þessi
óvissa hafi orðið til þess að bankarn-
ir hafí orðið tregari til en ella að
lána sjávarútvegsfyrirtækjum og
leitazt hafí verið við að taka trygg-
ingar í öðrum eignum, en þær séu
margar hveijar rýrar. Fiskvinnslu-
hús séu í mörgum tilfellum nánast
verðlaus. „Það er í rauninni það
sterkasta, sem til er, að taka öruggt
veð í kvóta,“ segir hann.
Trygging á öryggi banka og
innstæðueigenda
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra, sem lagði frumvarpið um
samningsveð fram, vill tryggja rétta-
röryggi bankanna. Þess má geta að
frumvarpið er raunar tilkomið að
tilstuðlan bankanna, sem fengu Þor-
geir Örlygsson lagaprófessor til að
taka saman heildstætt frumvarp um
samningsveð, en ákvæði um slíkt
voru áður mjög brotakennd. Ákvæð-
ið um veð í kvóta er hins vegar það
eina, sem ágreiningur er um á Al-
þingi.
„Aflaheimildir eru að sjálfsögðu
veðsettar í dag. Það er forsenda
þorra lánaviðskipta við útgerðirnar
í landinu og um leið það öryggi, sem
innstæðueigendur hafa,“ segir Þor-
steinn Pálsson. „Það væru ekki
margir fúsir að leggja sparifé sitt í
banka ef bankastjórunum væri
óheimilt að taka veð í aflaheimildun-
um, því að ekki er mikils virði að
taka veð í skipi, sem ekki hefur veiði-
rétt. Við búum hér við löggjöf, þar
sem er með skýrum hætti kveðið á
um að fiskimiðin eru sameign þjóð-
arinnar, en veiðirétturinn er á hönd-
um útgerðarinnar. Sá réttur felur í
sér verðmæti og er því takmörkuð
eignarréttindi. Það er heimilt að
framselja hann og það 'væri skringi-
legt ef menn gætu ekki ráðstafað
honum með takmarkaðri hætti með
því að veðsetja hann.“
Þorsteinn segir að með samnings-
veðslögunum sé ekki verið að mæla
fyrir um nein ný réttindi, heldur ein-
vörðungu að festa í sessi núverandi
venju og ákveða með skýrum hætti
hvernig farið sé með veðsetningar.
Stjórnvöldum gert erfiðara
fyrir að breyta kerfinu
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra segist hafa það á móti
umræddu ákvæði í samningsveðs-
frumvarpinu, að með því sé stjórn-
völdum gert erfiðara fyrir að breyta
fískveiðistjórnunarkerfinu. Fyrsta
grein laga um stjórn fiskveiða, þar
sem kveðið er á um að fiskimiðin
séu sameign þjóðarinnar og úthlutun
veiðiheimilda skapi ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt forræði yfir
veiðiheimildum, geri stjórnvöldum
kleift að breyta kerfinu án þess að
handhafar kvóta geti gert neinar
kröfur um skaðabætur. „Þeir, sem
hafa veitt lán út á skip, tekið veð í
þeim og fengið yfirlýsingar frá eig-
endum um að þeir muni ekki selja
eða leigja kvóta frá sér nema með
samþykki lánveitanda, hafa tekið
áhættuna af þessu. Þeir geta ekkert
sagt, þó svo gerð yrði breyting á
kvótakerfinu þannig að skipið yrði
aðeins skipsskrokksins virði,“ segir
Sighvatur. „Ef ákvæðið um veð í
kvóta yrði lögfest eins og það er í
frumvarpinu, væri hætta á því að
það væri hægt að túlka það svo að
ef ríkið breytti eða afnæmi kvóta-
kerfið, ættu þeir skaðabótakröfu,
sem hefðu tekið veð í skipi og veiðik-
vóta. Þá væri búið að veita þeim
lagastoð til að hafa þótzt ekki taka
neina áhættu. Ég vil ekki fallast á
að þannig sé hægt að fara bakdyra-
megin inn í kerfið."
Sighvatur segist vera til viðræðu
um að breyta samningsveðsfrum-
varpinu þannig að sú áhætta, sem
lántakendur taka nú, verði óbreytt.
„Ég geri mér alveg ljóst að hluti af
verðmæti skipa er aflaheimildirnar,
sem þau búa yfir. En í dag er það
áhætta lánveitandans, að stjórnvöld
kunni að breyta þessu, og því vil ég
ekki breyta,“ segir hann. Sighvatur
segist telja að með slíku verði sjávar-
útveginum ekki sköpuð verri skilyrði
en til þessa.
Ilugmyndir um tengingu
við kvótalög
í allsheijarnefnd Alþingis eru uppi
hugmyndir um að breyta núverandi
grein í frumvarpinu, en hún hljóðar
nú svo: „Þegar skip er sett að veði
er heimilt að semja í veðbréfi að
veðrétturinn nái einnig til veiðiheim-
ilda skips.“ Rætt er um að tengja
ákvæðið með einhveijum hætti við
1. grein fiskveiðistjómunarlaganna,
þannig að það verði í raun áfram
ljóst, að lánveitendur séu að taka
áhættu, eins og viðskiptaráðherra
vill. Rætt er um að greinin verði
einhvern veginn á þann veg, að hafi
ekki verið samið um annað í veð-
bréfi, eigi að líta þannig á að veðrétt-
ur í fiskiskipi nái einnig til kvóta
þess, en með þeim takmörkunum,
sem leiði af 1. grein fiskveiðistjórn-
unarlaganna.
Árni Ármann Árnason segir að
slíkt væri í raun ekki óeðlilegt. „Þessi
veðsetning er háð lögunum um
stjórn fiskveiða á hveijum tíma. Við
gerum okkur grein fyrir þeirri
áhættu, enda erum við í slíkum
áhættulánveitingum alla daga. Þetta
eru áhættuveð, en við verðum að
geta tekið veð í kvóta,“ segir hann.
NORÐURLAND EYSTRA
VESTRA
AUSTURLAND
SUÐUR-
LAND
Jólasiðakönnun Hagvangs: ÞORLAKSMESSUSKATAN SÆKIR A
Borðar þú yfirleitl skötu á Þorláksmessu?
1987
Skipt eftir aldri 1994
Svör % Karlar, % Konur, %
Já, nær alltaf 223 28,6 25,1 31,6
Já, stundum 89 11,4 13,1 9,9
Samtals 312 40,0 38,2 41,5
Nei, yfirleitt ekki 469 60,0 61,9 58,5
1989 Svör % Karlar, % Konur, %
Já, nær alltaf 247 32,0 31,6 32,6
Já, stundum 69 9,0 11,6 6,4
Samtals 316 41,0 43,2 39,1
Nei, yfirleitt ekki 454 59,0 56,8 60,9
1994 Svör % Karlar, % Konur, %
Já, nær alltaf 239 33,1 35,5 30,8
Já, stundum 77 10,7 10,7 10,6
Samtals 316 43,8 46,2 41,4
ao n%
Nei, yfirleitt ekki 406 56,2 53,8 58,6
SÍFELLT fleiri borða skötu á Þoriáksmessu af jólasiða-
könnunum Hagvangs hf. að dæma. Tæp 44% þeirra sem
spurðir voru í síðustu könnun sögðust borða skötu alltaf
eða stundum á Þorláksmessu. Árið 1987 var sambærileg
niðurstaða 40% og 1989 rúmlega 41%. Hagvangur hf. gerði
jólasiðakönnun um síðustu mánaðarmót. Meðal annars var
spurt: Borðar þú yfírleitt skötu á Þorláksmessu? 33,1 %
svarenda svaraði „Já, nær alltaf" og ef einnig eru teknir þeir
sem sögðu „Já, stundum" þá voru það 43,8% sem leggja
sér til munns þennan ýmist elskaða eða hataða fisk.
43,8%
41.1%
VESTFIRÐIR
;!»c;
51,7%
64,5%
50,7%
VESTURLAND
35,4%
35,7%
34,2%
REYKJAVIK
Skipt eftir landshlutum 1994
REYKJANES
Þegar svörun er greind eftir aldursflokkum sést að skatan er
vinsælust meðal eldra fólks, á aldrinum 50-67 ára. VesHjrðingar
eru eindregnastir í skötuátinu, þar voru 76,9% aðsr viss um
eða töldu líklegt að skata yrði á borðum hjá þei. ^essu,
einungis 23,1 % Vestfirðinga leggur skötu sér aldrc !
Fiskbúð Hafliða fengust þær upplýsingar að fyrir fjöi,
fjölskyldu væri passlegt að kaupa 1,5 kg af skötu. Ef re.
með 350 g á mann að meðaitali má ætla að landsmenn ht
milli 30 og 40 tonn af skötu á Þorláksmessu.