Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um samstöðu kvenna
í Alþýðuflokknum
„Kvennasamstaðan
í Alþýðuflokknum
hefur aldrei verið upp
á marga fiska“ segir
Ólína Þorvarðardóttir
fyrrverandi Alþýðu-
flokkskona í grein í
Morgunblaðinu 7. des-
ember sl. (Ólína er þó
ekki meira fyrrver-
andi en svo að hún
situr sem aðalmaður
fyrir Alþýðuflokkinn í
einni af nefndum
Reykj avíkurborgar).
Það er ekki einkenni-
legt að Ólína hafi
þessa skoðun á sam-
stöðu meðal kvenna í
flokknum því hún hefur sjálf geng-
ið fram fyrir skjöldu í þeim efnum
og vísa ég þá til dæmis til fram-
komu hennar sjálfrar í garð Val-
gerðar Halldórsdóttur, fyrrverandi
formanns Kvenfélagsins í Reykja-
vík. Fyrirsögn umræddrar greinar
er „Sannleikurinn er sagna best-
ur“. Þessu er ég sammála og sé
mig því knúna til að bæta nokkru
við „stórasannleikann“ hennar Ól-
ínu, sérstaklega vegna þess grein
hennar má skilja á þann veg að
almennt hafi Alþýðuflokkskonur
ekki sýnt Jóhönnu Sigurðardóttur
stuðning.
Hvítir englar
Eins og Ólína var ég viðstödd
umræddan kvennafund í Hafnar-
fírði í fyrrasumar, þar sem að-
alumfjöllunarefnið var tillaga Ól-
ínu og fleiri á þá leið að konur
sætu hjá við varaformannskjör á
komandi flokksstjómarfundi — og
ég skrifaði hjá mér það helsta sem
þar fór fram. En áður en við snú-
um okkur að fundinum sjálfum er
nauðsynlegt að fara aðeins í for-
söguna. Ólína segir í greininni að
Valgerður Gunnarsdóttir hafi leik-
ið tveimur skjöldum; þóst vera í
stuðningshópi Jóhönnu en verið á
sama tíma að vinna á móti henni
með stuðningsmönnum formanns-
ins! Þvílíkur þvættingur! Valgerður
hefur verið sú kona í flokknum
sem að undanfömu hefur unnið
einna ötulast því að efla samstöðu
meðal Alþýðuflokkskvenna en
ekki til að skipa flokknum upp í
kvenna- og karlalið
heldur til að efla
flokkinn í heild. Og
einmitt á þeim nótun-
um vilja flokkskonur
vinna og kom sú af-
staða mjög sterkt og
greinilega í ljós á ný-
afstöðnum Lands-
fundi Sambands Al-
þýðuflokkskvenna.
Konurnar í flokknum
- og þar með talin
Valgerður - vora allt-
af boðnar og búnar til
að veita Jóhönnu allan
þann stuðning sem
hún óskaði af okkur.
Einmitt til að sýna
þennan stuðning í verki stofnuðum
við sérstakan klúbb Alþýðuflokks-
kvenna og á ég þar við hina svo-
nefndu „Hvítu engla“. Sá félags-
skapur var stofnaður í framhaldi
af velheppnaðri afmælishátíð sem
konur héldu Jóhönnu. Afmælishá-
tíð þar sem konur lögðu sig fram
um að sýna Jóhönnu hversu mik-
ils þær mátu hana. Stofnfélagar
vora um 60 og markmiðið var að
hittast a.m.k. einu sinni í mánuði
til að heyra ofan í forystukonur
okkar - og þá sér í lagi ráðherr-
ann okkar, hana Jóhönnu - hvaða
mál væru efst á baugi og hvemig
þau snertu okkur konurnar. Þama
yrði að finna bakland fyrir þessar
konur auk þess sem tengslin
kvenna á milli efldust og yrðu
nánari. Konur vora mjög ánægðar
með þessa tilhögun og sáu þarna
langþráð tækifæri til að kynnast
Jóhönnu - sem þá var enn varafor-
maður flokksins, en eitt af hlut-
verkum hans er að efla innra starf
í flokknum - og að þama væri
stigið stórt skref í þá átt að sam-
hæfa vinnu kvenna í flokknum.
En hver varð raunin? í tvo vetur
starfaði klúbburinn; konur hittust
mánaðarlega og styrktu tengslin.
Af konum í forystusveit vora al-
þingiskonumar Rannveig Guð-
mundsdóttir og Petrína Baldurs-
dóttir, auk Valgerðar GunnarS-
dóttur varaþingmanns, duglegar
að mæta - en það markmið félags-
skaparins að virka sem bakland
fyrir Jóhönnu tókst ekki, því Jó-
hanna mætti aðeins tvisvar.
Sundrungsliðið, sem var
í minnihluta, er farið,
segir Bryndís Kristjáns-
dóttir. Eftir stendur
sterkur kjami kvenna.
Stuðningshópnum fannst hann illa
svikinn en þó var það varla rætt
upphátt því konur héldu mikilli
tryggð við Jóhönnu og vildu ekki
trúa því að hún hefði ekki áhuga
á að hitta þær. Þessi tryggð og
staðfesta hélst hjá öllum þar til
kom að fundinum afdrifaríka í
Hafnarfirði.
Hafnarfj ar ðarfundurinn
Hvað gerðist á þessum fundi? í
grein Ólínu kemur fram hennar
túlkun á því sem var að gerast á
þessum tíma. Það er ein túlkunin.
Fjölmargar konur túlkuðu atburð-
ina á annan veg. Tillaga Ólínu á
fundinum - sem Lára V. Júh'usar-
dóttir flutti - gekk út á hjásetu
við varaformannskjör til að mót-
mæla vinnubrögðum við ráð-
herraval. Mjög mörgum konum
fannst það blasa við að Rannveig
tæki við varaformannsembættinu,
eins og Valgerður Gunnarsdóttir
nefndi í grein sinni, og fannst það
besti kosturinn úr því Jóhanna sá
sér ekki fært að gegna því emb-
ætti lengur. Aðdragandi tillögunn-
ar var afsögn Jóhönnu úr emb-
ætti sínu sem varaformaður Al-
þýðuflokksins og því fór ekki hjá
því að konur ræddu hana, enda
gafst flestum konum þama fyrsta
tækifærið til að hitta Jóhönnu og
ræða þessa afdrifaríku ákvörðun
hennar. Konumar vora harmi
slegnar yfir því sem gerst hafði,
en fram kom m.a. að þeim hefði
þótt mjög miður að frétta fyrst
af afsögn Jóhönnu í fjölmiðlum
og fannst að á þessari átakastund
hefði hún t.d. getað kallað saman
þann hóp kvenna sem stóð að
„Hvítum englum". Einnig kom
fram að sumum fannst að með
afsögn sinni hefði Jóhanna tekið
mjög sjálfselska ákvörðun og ekki
verið með hagsmuni alls flokksins
og stjómarsamstarfið í huga. Jó-
Bryndís
Krisljánsdóttir
Húsnæðisspamaðar-
reikningur
Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985
um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri
reiknað út þær fjárhæðir sem um ræðir í 2. mgr. 2. gr.
laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1995;
Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna
verður 45.500 kr. og hámarksfjárhæð 455.000 kr.
Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna
verður 11.375 kr. og hámarksfjárhæð 113.750 kr.
Reykjavík, 21. desember 1994
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
hanna svaraði þessu að sjálfsögðu
og skýrði flokkssystrum sínum frá
því hvernig málin sneru að henni.
Stuðningur við Rannveigu
Hvað tillöguna varðaði þá skipt-
ust konur í tvo hópa; annars vegar
þær sem hana studdu og hins veg-
ar þær sem vildu að hún yrði dreg-
in til baka. Þær sem ekki kusu
hjásetuleiðina fannst það ekki
vænleg leið til að hafa áhrif á
framtíðarskipan kvenna í forystu
flokksins að missa konu úr vara-
formannsembættinu. Að auki voru
flestar þess fullvissar að ef karl
yrði kosinn þá myndi hann gera
allt sem í hans valdi stæði til að
halda embættinu áfram. Því væri
lítil von til þess að á flokksþinginu
tækist að koma karlinum úr sessi
og koma Rannveigu, eða einhverri
annarri konu, að í staðinn. Á fund-
inum kom fram áskoran á Rann-
veigu að gefa kost á sér en á þeirri
stundu var hún alls ekki til í að
gefa kost á sér og því var áskorun-
in dregin til baka. En þær konur
sem töldu að forysta flokksins
væra sterkust með konu sem vara-
formann við hlið formannsins gáf-
ust ekki upp og undirskriftarlistar
fóru í gang þar sem fjöldi kvenna
skoraði á Rannveigu að gefa kost
á sér. Að lokum fór það svo að
hún féllst á rök kvennanna og
ákvað að verða við áskoruninni. I
grein sinni segir Ólína að eðlilegt
hefði verið að taka ákvörðun um
slíka aðgerð á fundinum til þess
að fylgjendum „hjásetutillögunn-
ar“ gæfist kostur á að standa að
ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu
við Rannveigu. Hið rétta er að
Ólína tók til máls hvað þetta varð-
aði og sagði að sér fyndist ekki
rétt að bera upp áskoran á Rann-
veigu á fundinum af því Rannveig
hefði sagt að hún gæfi ekki kost
á sér. Meiri var stuðningsvilji
hennar við Rannveigu ekki.
Leikfléttan
Þó hjáseta við varaformanns-
kjör hefði verið áhrifarík leið til
að sýna að konur voru afar ósátt-
ar við vinnubrögðin við ráðherra-
valið, þá þótti þeim mörgum sú
leið of dýrkeypt og því var henni
hafnað. Einnig komu upp sú skoð-
un að þarna væri um að ræða
upphaf á leikfléttu. Leikfléttu sem
gengi út á það að Jóhanna ætlaði
að gefa kost á sér í embætti for-
manns flokksins á komandi flokks-
þingi og að þá veikti það verulega
sigurmöguleika hennar ef varafor-
maðurinn væri einnig kona. En
eins og allir vita sem fylgdust með
flokksþinginu í Keflavík í sumar,
þá kom á daginn að grunurinn um
þessa leikfléttu átti við rök að
styðjast. Það sem síðan hefur gerst
í framhaldi af því að um 60% Al-
þýðuflokksmanna höfnuðu Jó-
hönnu sem formanni flokksins
hefur verið afdrifaríkt og sárt fyr-
ir flokkinn - sem og aðra stjórn-
málaflokka. Það er þó of djúpt í
árinni tekið hjá Ólínu að segja að
þessir atburðir allir hafi orsakað
sundrungu í liðsheild Alþýðu-
flokkskvenna. Sundrungarliðið,
sem var í minnihluta, er farið og
eftir stendur sterkur kjami kvenna
sem stefnir að því að efla sam-
starf kvenna og karla í flokknum.
Þetta era sömu konurnar og stofn-
uðu stuðningsklúbbinn fyrir Jó-
hönnu - en jafnframt konurnar
sem völdu að ganga ekki sömu
leið og hún.
Höfundur er íslenskufræðingur
„Islands óhamingju
verður allt að vopni“
MITT í vaxandi
gúrkutíð vinnudeilna,
sem boða verkföll með
væntanlega blóm í
haga atvinnuleysingj-
anna, þá verður lítil
frétt í Mogga til þess
að jafnvel dauður
maður hrekkur við.
Zinkviðræðurnar
era sigldar í strand af
því að zinkarar vilja
borga 8-12 mills fyrir
kílówattið en Lands-
virkjun vill fá 20 mills.
Christian Roth í
Straumsvík var sosem
búinn að segja okkur
það að það væra engin vandræði
á að fá stóriðju til landsins ef við
vildum selja raforku á samkeppnis-
færu verði. Enda eru nú liðin mörg
ár frá Hjörleifi.
Okkur virðist þannig vera nokk-
uð sama um atvinnuástandið til
landsins. Hafi kvótagreifarnir
nægt og ódýrt vinnuafl til sjávarins
þá finnst okkur vera hér góðæri.
Enda hefur flest vitræn umræða
um nýjar leiðir í atvinnumálum
yfirgefið okkur íslendinga og öllum
virðist vera svo til sama.
Segjum að 8.330 virkir klukku-
tímar séu í árinu. Kílóvattið á 12
mills gefur þá 100 dollara á árs-
grandvelli. Megawattið 100.000
dollara á ári. Hundrað megawött
gefa þá 10 milljónir dollara á ári
eða 700 milljón kall. Fengjust 20
mills fyrir kílówattið fengist ellefu
hundruð milljón kall (kallað rúmur
milljarður þegar talað er um Tjár-
lagahalla og þykir ekki stórt).
Hvað þarf marga atvinnulausa
til þess að það kosti samfélagið
400 milljón kall á ári? Beint?
Óbeint? Hvaða áhrif hafa hver 400
ný störf?
Hver er munurinn á að hafa
eymdina hér áfram, keyra Blöndu-
virkjun í tómagangi (hún er okkur
hvoit sem er eilíflega fjárhagslega
glötuð vegna fjár-
magnskostnaðarins
sem hún getur aldrei
borgað fremur en
Krafla), borga at-
vinnuleysingjum bæt-
ur undir nauðþurft-
armörkum, halda öll-
um öðram verkfalla-
stéttum á hungur-
mörkum um ófyrirsjá-
anlega framtíð, eða
fara að bræða zink?
Kemur ekki til
greina að þjóðin verði
að sætta sig við að fá
ekki óskaverð fyrir
rafmagnið í stóriðjuna
til þess að fólkið fái vinnu? Hveiju
breytir það í kílówattverði að
lengja afskriftatíma virkjananna
upp í 100 ár? Þær sýnast ætla að
endast það ef ekki lengur.
Getum við skilið við svona
grandvallarmál í höndum ein-
Vitræn umræða um nýj-
ar leiðir í atvinnumálum
hefur yfirgefið okkur
íslendinga, segir Hall-
dór Jónsson. Öllum
virðist svo til sama.
hverra venjulegra kontórista uppi
í Landsvirkjun? Hvar er nú Guðrún
Helgadóttir og hennar líkar?
Skyldi ekki vera betra að láta
orkuna knýja eitthvað hér innan-
lands, sem þarf íslenzkra handa
við, heldur en að setja upp sírita-
mæla þar sem hundurinn liggur
til útlanda í einhverri þokukenndri
framtíð?
„íslands óhamingju verður allt
að vopni,“ sagði einhver þegar Jón
Eiríksson hoppaði út í kanálinn.
Höfundur er verkfræðingur.
Halldór Jónsson