Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jóhanna braut stjórnarskrána HÆSTIRÉTTUR hefur nú dæmt, að úrskurður Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þáverandi félagsmálaráðherra, um kosningamar í Helgafellssveit 16. apríl sl. var rangur. Eg er þeirr- ar skoðunar, að Jóhanna hafi kveðið þennan úrskurð upp gegn betri vit- und, einungis til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. Úr- . skurður Jóhönnu stangast á við stjórnarskrá íslands, - og þessi gjörð hennar er ekki sú eina í sveitarstjóm- armálum, sem stangast á við stjórn- arskrána. Þegar liggur fyrir, að vegna hennar athafna voru ólöglegar kosningar haldnar í fimm sveitarfé- lögum sl. vor, þ.e. í Stykkishólmi, Hólmavík, Dalabyggð, Isafirði og Höfn í Homafirði. I dag er einungis löglega kjörin sveitarstjórn á Hólma- vík. Jóhanna Sigurðardóttir hefði orðið að segja af sér vegna þessa dóms, sæti hún enn í embætti. Stjórnmálamaður, sem vísvitandi brýtur stjórnarskrá landins til þess eins að svala metnaði sínum, getur ekki setið í ráðherraembætti, - og það er heldur ekki hægt að treysta ' honum til þess að fara með slíkt vald í framtíðinni. Aðdragandinn Samstarfsnefnd um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar lét kjósa um sameiningu þess- ara sveitarfélaga 16. apríi 1994. Almennur framboðsfrestur rann út 30. apríl sl. vor. Til þess að kjósa mætti í nýju sameinuðu sveitarfélagi varð því að sameina sveitarfélögin fyrir 30. apríl og birta þá auglýsingu í B-deild stjómartíðinda, sbr. 118. gr. sveitarstjómarlaga. Var Jóhönnu ljóst, „að eigi yrði hjá því komist að undirbúningur að kosningum til sveitarstjómar hins nýja sameinaða sveitarfélags hæfist áður en búið var að birta augiýsingu um staðfestingu á sameiningu sveitarfélaganna." (Tilvitnun í bréf félagsmálaráðuneyt- isins til ríkislögmanns dags. 23. nóv- ember 1994, og lagt var fram í Hæstarétti við flutning Jóhönnu- mála.) Hér er einfaldlega staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að fara ekki eftir fyrirmælum 27. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að birta eigi lög. Kosningin var kærð 18. apríl. Hinn 23. apríl var félagsmálaráðuneytinu kunnugt um, að kosningin hafði ver- ið kærð. Þar með var hveijum manni ljóst, að sameining gat ekki átt sér stað fyrr en eftir almennar sveitar- stjórnarkosningar, því að útilokað var að afgreiða þessa kæru fyrir lok framboðsfrests. Þá þegar átti ráðu- neytið að tilkynna, að ekki yrði kos- ið sameiginlega í sveitarfélögunum. Þar fyrir utan mátti hver maður sjá, að gegnsæir kjörseðlar hlutu að leiða til ógildingar kosninganna, og lá fyr- ir Hæstaréttardómur frá 1982 um slíkt efni. En þessu vildi Jóhanna Sigurðardóttir ekki una. Og raunar gerði hún grín að þessu á flokkþingi krata, þegar hún tapaði kosningu fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni. Það sáu landsmenn í sjónvarpi. I fyrrnefndu bréfi félagsmálaráðu- neytisins frá 23. nóvember 1994 seg- ir um þetta efni: „Með hliðsjón af upplýsingum sem ráðuneytinu (þ.e. Jóhönnu) bárust um niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar hinn 16. apríl 1994 strax að þeim loknum .... taldi ráðuneytið (Jóhanna) ekki ástæðu til að leggjast gegn því að kosið yrði í almennum sveitarstjórnarkosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveit- arfélagi.“ Hins vegar ákvað Jóhanna Jóhanna var ákveðin í að sameina sveitar- félögin, hvað sem taut- aði og raulaði, segir Haraldur Blöndal. Hana varðaði ekkert um lög og rétt. að „fresta því að staðfesta formlega sameiningu sveitarfélagannatveggja þar til niðurstaða í því kærumáli lægi fyrir“. Með öðrum orðum: Það átti að sameina, sbr. orðið „fresta", og búið var að ákveða niðurstöðuna án þess að sjá gögn og rökstuðning. Og seg- ir enda í bréfinu: „Ráðuneytið (Jó- hanna) taldi ennfremur, að þegar því bárust upplýsingar um að atkvæða- greiðslan hinn 16. apríl 1994 hefði verið kærð, þ.e. hinn 25. (sic) apríl 1994, hefði verið of seint að stöðva undirbúning að kosningum til sveit- arstjómar hins nýja sameinaða sveit- arfélags, því hann var vel kominn á veg og m.a. má nefna að framboðs- frestur vegna almennra sveitar- stjórnarkosninga vorið 1994 rann út hinn 30. apríl 1994. Þar af leiðandi hefði verið of seint að hefja undirbún- ing að kosningum til sveitarstjóma í hvora sveitarfélagi fyrir sig þar sem aðeins 5 dagar vora eftir af fram- boðsfresti.“ En: „Ráðuneytinu (Jóhönnu) var þó ljóst að réttarstaðan var ekki að öllu leyti skýr hvað þetta varðar."!! Nú er komið í ljós, að allt sem ráðu- neyt.ið gerði var rangt. Og Jóhanna Sigurðardóttir fylgdist ineð öllu og ber stjórnskipulega ábyrgð á þessu öllu saman. Kosningin Kjörstjóm Helgafells- sveitar lýsir því svo í gerðabók, að kjörseðlar hafi verið „ ... úr svo þunnum pappír að sjá mátti í gegnum hann ..." Kosning fór þannig fram: „Tveir kjósendur neituðu að setja at- kvæðaseðil sinn í kjör- kassann nema hann væri hulinn og aðrir tveir hikuðu við, kjör- stjóm varð góðfúslega við því að skýla hjá við op kassans með kjörskrám sínum." Úrslit voru þau, að með tillögu um sameiningu vora 24, á móti voru 22,_en einn seðill var auður. Akváð kjörstjóm 18. apríl 1994, að kæra kosninguna. Úrskurður nefndar skv. 37. gr. sveitarstjórnar- laga, og í sátu þrír lögfræðingar, var kveðinn upp 5. maí 1994, og voru kosningamar felldar úr gildi. Þessi úrskurður var kærður til félagsmála- ráðuneytisins hinn 9. maí 1994. Efn- islega var hér um að ræða svipað sakarefni og Hæstaréttur hafði dæmt um árið 1982, en þá taldi Hæstiréttur það leiða til ógildingar kosninga, að kjörseðlar væru gegn- sæir. Hinn 13. maí 1994 kvað Jóhanna Sigurðardóttir þáv. félagsmálaráð- herra upp úrskurð sinn. Hún lýsir kjörseðlunum þannig: „ ... er það niðurstaða ráðuneytisins að of þunn- ur pappír hafi verið í atkvæðaseðlum ..." Hún bætir svo við, að hennar mat sé, að „sá galli sé þó ekki slíkur að ætla megi að hann hafi haft áhrif á úrslit atkvæðagreiðslunnar." Hún skrifar sjálf undir úrskurðinn. Niðurstaða Jóhönnu var þessi: „Úrskurður úrskurðamefndar, sem upp var kveðinn 5. maí 1994, er úr gildi felldur. Atkvæðagreiðsla sú sem fram fór í Helgafellssveit hinn 16. apríl 1994 um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar er gild.“ í framhaldi af þessu sameinaði Jóhanna sveitarfélögin og fór fram kosning 28. maí 1994. Sú kosning--var kærð 3. júní, m.a. af Hólmfríði Hauksdóttur, fomianni kjörstjómar Helgafellssveitar. Kæru- nefnd skv. 37. gr. sveit- arstjómarlaga úrskurð- aði kosningamar ógildar 28. júní 1994 og sú nið- urstaða var staðfest með úrskurði félagsmála- ráðuneytisins 2. ágúst 1994. Niðurstaðan var byggð á því, að aðgerðir ráðuneytisins um sam- einingu hefðu verið ólögmætar. Jó- hanna Sigurðardóttir var ekki lengur félagsmálaráðherra, þegar þessi úr- skurður var kveðinn upp. Dómur Hæstaréttar Hólmfríður Hauksdóttir skaut úr- skurði Jóhönnu Sigurðardóttur til dómstóla, og var honum hnekkt með dómi Héraðsdóms Vesturlands 6. október 1994 og 8. desember stað- festi Hæstiréttur þann dóm að niður- stöðu til. I dómi Hæstaréttar segir: „Eins og greinir í héraðsdómi var kjörseðilinn þannig úr garði gerður, að skrift sést í gegnum hann, þótt hann sé brotinn saman. Hann full- nægir ekki áskilnaði 2. mgr. 26. gr. laga nr. 8/1986, (Sveitarstjórn- arlaga, innsk.) sbr. 50. gr. laga nr. 80/1987. (Laga um kosningar til Alþingis, innsk.) Kjörseðillinn tryggir því ekki, að kosningin hafi verið leynileg skv. 14. gr. laga nr. 8/1986, sem er meðal grandvallarákvæða í íslenskum lögum um opinberar kosn- ingar, sbr. 87. gr. og 91. gr. laga nr. 80/1987 og 31. gr. stjórnarskrár- innar. Brestur í þessu efni er í eðli sínu til þess fallinn að hafa áhrif á úrslit kosningar ..." Þarf frekari orð um, að Jóhanna var ákveðin í að sameina sveitarfé- lögin, hvað sem tautaði og raulaði? Hana varðaði ekkert um lög og rétt. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Haraldur Blöndal Gjallvínnsla og náttúruvemd AÐ UNDANFÖRNU hafa fjöl- miðlar fj'allað á gagnrýnin hátt um gjallvinnslu og skemmdir á gjallgíg- um og hólum í kjölfarið. Það er e.t.v. tímanna tákn að fjallað er eins ítar- lega um þetta málefni og raun ber vitni og vonandi endurspeglar um- fjöllunin almenna viðhorfsbreytingu fólks í garð umhverfis- og náttúru- verndarmála. Á sl. tveimur árum hef ég í umboði Náttúruverndarráðs sinnt eftirliti með mannvirkjagerð á SV-landi og þekki til efnistöku á svæðinu. Að mínu mati er skipulag efnistöku og umhverfiseftirlits í ólestri og löngu tímabært að hreyfa við málinu. Það er hins vegar ekki sama hvernig vakið er máls á efn- inu. í frásögn DV af gjalltöku úr Eldborg við Trölladyngju á Reykja- nesi er málum stillt upp í æsifrétta- stíl, þannig að ætla má að um óspjallaða náttúruperlu hafi verið að ræða og að eftirlitsmaður hafi haft vald til að leyfa efnistökuna. Þetta er fjarri sanni. Þar sem DV hefur ekki leiðrétt þennan misskiln- ing á viðunandi hátt sný ég mér til Morgunblaðsins til að bera hönd fyrir höfuð mér. Eftirlit Náttúruverndaráð er hinn lög- bundni aðili sem á að standa vörð um að náttúruverndarlögin séu höfð í heiðri. í þeim tilgangi hefur Nátt- úruvemdarráð m.a. eftirlitsmenn á sínum snæram, en þeir eru verktak- ar í umboði ráðsins. Eftirlitið snýst fyrst og fremst um að meta áhrif mannvirkjagerðar á náttúruna og *er stuðst við viðkomandi lög í þeim efnum. Eftirlitið er byggt þannig upp að , framkvæmdaaðilinn á að hafa samband við Náttúruverndarráð og boða eftirlitsmann á vettvang, áður en framkvæmdir hefjast, til að meta áhrif framkvæmda á umhverfið. Þegar eftirlitsmaður hefur lokið vettvangsskoðun, sendir hann skrif- lega umsögn um framkvæmdina inn- an viku til Náttúruverndarráðs og framkvæmdaaðila. Ef Náttúru- verndarráð gerir ekki athugasemd innan þriggja vikna frá vettvangs- ferð, gildir álit eftirlitsmannsins um framkvæmdina. Ekki á að fara á milli mála að valdið er í höndum Náttúruverndarráðs, en ekki eftir- litsmanns. Jafnframt er augljóst að ef Náttúruverndarráð gerir ekki at- hugasemd við umsögn eftirlits- manns, þá er Náttúruverndarráð sammála eftirlitsmanni. Eldborg við Trölladyngju: fortíðarvandi Á Reykjanesi eru gjallgígar og gjallhólar tiltölulega algengir og hef- ur gjall verið tekið úr þeim um ára- tugaskeið, einkum til vega- og bygg- ingaframkvæmda. Á sjöunda ára- tugnum var þegar búið höggva stór skörð í marga gjallstaðina og þar á meðal í Eldborg við Trölladyngju. Árið 1968 var Eldborgin orðin það illa útleikin að þáv. form. Náttúru- verndarráðs, Eysteinn Jónsson ráð- herra, hafði á orði að of seint væri að bjarga henni. Síðla í maí 1993 fór ég í vettvangs- ferð að Eldborg við Trölladyngju vegna áhuga íslandsnámu hf. á gjall- töku þar. Rétt eins og Eysteini Jóns- syni, þá blöskraði mér útgangur Eld- borgarinnar; á brott var horfin öll Eftirlit með mannvirkja- gerð, segir Hilmar J. Malmquist, hefur ekki reynzt nægilega vel. austurhliðin, alveg inn að gígbarmi, en eftir stóðu um % gígsins með þverhníptu þili og hrúgöldum hér og þar á jafnsléttu. Það var álit mitt að það þjónaði málstað umhverfisvemd- ar betur að fjarlægja þennan ljóta blett og ganga snyrtilega frá, en að láta gígleifarnar standa áfram í þá- verandi ástandi. Af þessum ástæðum lagðist ég ekki gegn gjalltöku. Frá þessu öllu greindi ég í umsagnar- bréfí til Náttúravemdarráðs og ís- Iandsnámu hf. sem sent var sama dag og ég skoðaði Eldborgina. í umsögninni var jafnframt að finna tilmæli um vinnutilhögun og frágang á svæðinu. Of langt mál yrði að rekja hér málsatvik eftir að ég sendi umsögn mína, enda þótt þau séu farsakennd á kötlum. Ég vil þó koma þrennu að. í fyrsta lagi þá gerði Náttúruvemdar- ráð enga athugasemd við umsögn mína innan tilskilinna tímamarka. í öðru lagi, hafi aðilar ekki verið sam- mála áliti mínu, þá gafst þeim nægur tími til að gera ráðstafanir, því ís- landsnáma hf. aðhafðist ekkert í gjalltöku í hálft ár frá dags. umsagn- ar minnar. I þriðja lagi þá harma ég að íslandsnáma hf. stóð ekki við gefín loforð um að ræða um verká- ætlun við Náttúraverndarráð, um- hverfisráðuneytið og iðnaðarráðu- neytið áður en efnistakan byijaði. Björgum því sem vert er að bjarga Þrátt fyrir að víða hafi verið unnin spjöll á eldgígum á Reykja- nesi í gegnum tíðina, og ekki aftur snúið í mörgum tilvikum, þá eru enn til staðar ósnortnar og lítið skemmdar eldstöðvar, sem gosið hafa á nú- tíma. Einungis tvær slíkar nútímaeldstöðv- ar hafa verið friðlýstar fram til þessa, þ.e. Eld- borg við Drottningu í Bláfjöllum og Stóra- Eldborg undir Geitahlíð í Krýsuvík. Fleiri nútímaeldstöðvar á Reykjanes- inu, s.s. Eldborg milli Meitla í Þrengslunum og Nyrðri- og Syðri- Eldborg í Svínahrauni, eru því miður ekki friðaðar. Mikið ríður á að frið- lýsa þessa þrjá gíga o.fl., því að þrátt fyrir að þeir séu skráðir sem náttúruminjar, þá er engin trygging fyrir því að ekki verði ráðist í gjall- töku úr þeim. Til þess eru fjárhags- öflin of sterk og náttúruverndarlögin of veik. Ef þjóðinni er annt um fyrr- greindar jarðmyndanir ætti háttvirt- ur umhverfisráðherra að drífa í því að friðlýsa þær. í tengslum við frið- lýsinguna ætti jafnframt að huga að möguleikum á að lagfæra skemmdir sem unnar hafa verið í tveimur gíganna, t.d. með því að bera gjall í sár og e.t.v. dreifa mosa þar sem við á ofan á hraungrýtið, líkt og gert var við Ráðhús Reykja- víkur. Slíkar framkvæmdir yrði að sjálfsögðu að vinna í nánu samstarfi við Náttúruverndarráð og kalla til sérfræðinga. Lögum lögún Það fyrirkomulag sem er við lýði á eftirliti með mannvirkjagerð hefur ekki reynst nægjanlega vel. Reynsl- an staðfestir að framkvæmdaaðilar hafa oft ekki samband áður en fram- kvæmdir hefjast, með þeim afleið- ingum að umhverfinu hefur verið spillt. Á meðan slíkt óvirkt eftir- liti er við lýði, þ.e.a.s. að umhverfismatið sé háð framtaki fram- kvæmdaaðila sem jafn- framt borgar fyrir mat- ið, þá er ég hræddur um að óþarfa náttúru- spjöll eigi enn eftir að viðgangast í landinu. í stað þessa fyrirkomu- lags ætti Náttúru- verndarráð að hafa fólk á launum við virkt eftir- lit. Ný lög um mat á umhverfisáhrifum breyta þessu því miður ekki í meginatriðum. Lögin ná ein- ungis á skýran hátt til hinna um- fangsmeiri framkvæmda. Til dæmis er allt malarnám sem er undir 150 þús. rúmm. eða 50 þús. ferm. ekki háð mati skv. lögunum. Gjalltakan í Eldborg við Trölladyngju, þar sem áætlað var að vinna tæplega 150 þús. rúmm., hefði líklega sloppið við mat skv. nýju lögunum. Við þetta má bæta að í nýju lögunum er það framkvæmdaaðilinn, sem á fjár- hagslegra hagsmuna að gæta, sem metur umhverfisáhrifin, en Náttúru- vemdarráð, „vörður náttúrunnar", er hvergi nefnt á nafn. Þá er það einnig áhyggjuefni, að einungis einn fastráðinn starfsmaður Náttúru- verndarráðs skuli hafa á sinni könnu öll mannvirkja- og skipulagsmál landsins. Hér þarf að bæta lögin og starfstilhögun. Að endingu vil ég hrósa DV fyrir að vekja athygli á málefninu. Á hinn bóginn harma ég hvernig blaðamað- urinn „rt“ reyndi að gera þátt minn tortryggilegan, ekki síst þar sem hann hafði í höndunum gögn til að forðast það. Ég get a.m.k. ekki séð hvað slík blaðamennska hefur með umhverfisvernd að gera. Höfundur er forstöðumnður Náttúrufrœðistofu Kópnvogs og eftirlitsmnður Náttúruverndnrrnðs á SV-lnndi. Hilmar J. Malmquist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.