Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GATT OG ORÐSTIR ÍSLENDINGA EFASEMDIR um að GATT-samkomulagið um stofnun Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) verði samþykkt á Alþingi fyrir áramót hafa heyrzt að undanförnu. Þar virðist ráða mestu tregða þingmanna að samþykkja samkomulagið fyrr en útfærsla á innflutningi landbúnaðarafurða, sem samn- ingurinn leyfir, liggur fyrir í smáatriðum. Sumir talsmenn stjórnarliðsins hafa talað eins og það skipti ekki máli, þótt GATT-samningurinn verði ekki samþykktur fyrr en eftir áramót og ísland verði þar með ekki stofnríki WTO. Það má rétt vera að nokkurra vikna dráttur á fullgild- ingu samningsins af Islands hálfu myndi ekki skipta öllu hvað varðar efnislegan hag af samningnum. Hins vegar skiptir það miklu fyrir orðstír íslands á alþjóðavettvangi að vera stofnríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Evrópusambandið fullgilti GATT-samninginn í gær og nærri öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafa fullgilt samninginn eða munu samþykkja hann fyrir ára- mót. Eina undantekningin er Sviss, sem verður að láta renna út þriggja mánaða frest fyrir almenning að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn. Tvö önnur Evrópulönd verða að fresta staðfestingu af stjórnskipulegum ástæðum; Liechten- stein vegna tollabandalags við Sviss og Kýpur vegna skipting- ar landsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur með réttu bent á að hægt sé að samþykkja GATT-samninginn á réttum tíma, þótt fyrirkomulag innflutningsmála verði ekki frágengið fyrr en nokkrum vikum síðar. Þetta var gert í Noregi og var GATT-sam- komulagið staðfest á Stórþinginu með þremur mótatkvæðum. Það er þess vegna algerlega óþarft að ísland verði eina ríkið í hópi Vesturlanda, sem ekki fullgildir GATT á réttum tíma vegna innbyrðis pólitískra deilna um landbúnaðarmál. Það er mikilvæg pólitísk yfirlýsing af hálfu íslands að vera stofnríki WTO og ákveðin vísbending um að íslenzk stjórnvöld haldi fast við markmið GATT-samkomulagsins um fríverzlun, afnám viðskiptahindrana og skjóta og skilvirka lausn viðskiptadeilna. Fríverzlun er markmið, sem allir flokkar á Alþingi lýsa stuðn- ingi við — alltént í orði, og að minnsta kosti þegar um réttindi íslendinga á erlendum mörkuðum er að ræða, þótt sá stuðning- ur dvíni stupdum þegar kemur að því að uppfylla gagnkvæmar skyldur um innflutningsfrelsi hér heima. Menn hljóta að spyrja hvort einhverjir alþingismenn telji að fella beri GATT-samkomulagið, sem skila mun íslendingum og öðrum þjóðum ótvíræðum hagsbótum, vegna framkvæmdaatr- iða varðandi innflutning landbúnaðarvara. Varla kemur annað til greina en að uppfylla skilyrði GATT um slíkan innflutning — alþjóðasamningar eru til að standa við þá í heild en ekki til að skjóta sér undan sumum ákvæðum þeirra — og þess vegna eru rökin fyrir því að fórna tækifærinu til að verða stofnríki WTO vandséð. Þingmenn ættu því að sýna stuðning sinn við fríverzlun í verki og vinda bráðan bug að því að fullgilda GATT-samkomu- lagið á Alþingi milli hátíðanna. PÓLITÍSK ENDALOK BERLUSCONIS AFSÖGN Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, er mikið áfall fyrir Ítalíu og ítölsk stjórnmál. Þegar hægri- flokkarnir unnu afgerandi sigur í þingkosningunum í mars á þessu ári þótti það vera tákn þess að nýir vindar blésu í ítölsk- um stjórnmálum. Þegar Silvio Berlusconi stofnaði flokk sinn Afram Italía og hellti sér út í stjórnmál lofaði hann að hreinsa til í kerfinu. Sjö mánuðum síðar verður hann að segja af sér embætti grunað- ur um spillingu og án þess að hafa tekist að stokka upp hið óhagkvæma og spillta ítalska ríkiskerfi. Einn mesti ósigur hans var er honum tókst ekki að knýja í gegn breytingar á hinu rándýra lífeyriskerfi landsins. Frá upphafi var ljóst að róðurinn yrði Berlusconi erfiður. Ákveðinn ferskleiki einkenndi framboð hans í upphafi. Kjósend- ur hrifust af manni er hafði óflekkaða pólitíska fortíð og von- uðu að honum tækist jafnvel upp við stjórnun efnahagsmála landsins og við rekstur eigin fyrirtækis, Fininvest. Berlusconi tókst hins vegar aldrei að sannfæra þjóðina um að hann setti hagsmuni hennar ofar hagsmunum Fininvest. Að sama skapi reyndist það honum erfitt að sætta sig við þær pólitísku málamiðlanir, sem nauðsynlegar eru í samsteypu- stjórnum. Afsögn hans hefur legið í loftinu um nokkurt skeið og var óhjákvæmileg úr því sem komið var. Þegar stjórn Berlusconis tók við stóðu vonir til að honum tækist að binda enda á hina pólitísku ringulreið á Ítalíu. Hún er jafnvel meiri nú en þegar Berlusconi tók við völdum. Reynt að mynda stjórn áður en Sameinuðu þjóðirnar h\ FRIÐAR- GÆSLAN KVEÐUR í nóvember sl. var ákveðið að draga friðar- gæslulið Sameinuðu þjóðanna út úr Sómalíu fyrirmarslok 1995. Steinar Berg Bjömsson, framkvæmdastjóri friðargæslunnar þar, sagði Elínu Pálmadóttur að jafnframt sé vonast til að andspænis þessum tímamörkum neyðist stríðsaðilar til að ná samkomulagi um ein- hverja ríkisstjóm. STEINAR Berg Björnsson, frani í Sómalíu, á leið til Kigale í ei EFTIR að 90 Sómalíumönnum var sagt upp gerði mann- STE fjöldi aðsúg að búðum friðargæsluliðsins og heimtaði fé. fran Steinar, með glæran skotskjöld, sljórnar á þakinu öryggis- ann£ vörðum, sem tókst að skakka leikinn. STEINAR Berg Björnsson er kominn heim til íslands í hálfs mánaðar jólafrí. Síðan hann tók alfarið við fram- kvæmdastjórn friðargæsluliðs SÞ í Sómalíu í byijun júní hefur hann lít- ið getað hreyft sig út fyrir búðirnar nema í 5 tonna brynvörðum bíl með átta sentimetra skotheldum rúðum og umkringdur sex bílum með örygg- isvörðum. „Ég er maðurinn sem borga eða borga ekki og maður tek- ur enga áhættu, segir Steinar og kímir þegar það berst í tal. Nú kem- ur líka í hans hlut að segja upp fólki og taka ákvarðanir sem ekki er gef- ið að öllum líki í þessu landi stríðs- manna. Það er tiltölulega friðsamt núna, segir Steinar þegar spurt ev um hvað sé að gerast þama. Að minnsta kosti er ástandið ekki sambærilegt við það sem var þegar hann leysti í 2-3 mánuði af þáverandi framkvæmda- stjóra sumarið 1993. Þá var friðar- gæslulið SÞ UNOSOM, nýtekið við af bandaríska herliðinu. Komið þang- að með 28 þúsund manna lið með það verkefni að þröngva friði upp á stríðandi öfl í hörmulegu ástandi. Það hefur að vísu ekki tekist, segir Stein- ar, en nú er ekki lengur óheft styij- öld milli hinna ýmsu hópa þótt enn séu skærur. Á milli er friðsamlegt. Svo er farið að skjóta og verða átök. Þarna er ákveðin þróun í gangi, svo að fólkið getur nú brauðfætt sig. Það hrynur hvergi lengur niður úr hungri. Friðargæsluliðið hefur orðið til þess að hægt hefur verið að koma á hjálp- arstarfi og venjulegir borgarar geta nú bjargað sér sjálfir. Þrátt fyrir allt er margt jákvætt í geijun fyrir til- stilli þess. Þjóðin er betur í stakk búin til að takast á við vandamálin. Steinar segir aðalverkefni sitt að undanförnu hafa verið að senda menn og tæki frá Sómalíu, ýmist til friðargæsluliðsins í Rúanda, vestan Sómalíu, eða annað. Liðið, sem sam- anstendur að stærstum hluta af Ind- veijum og Pakistönum og færri her- mönnum frá Bangladesh, Zimbabve, Malasíu, Egyptalandi og fleiri lönd- um, er nú komið niður í 15 þúsund hermenn. Verða aðeins 10 þúsund um áramótin. Fækkun heldur áfram í liðinu og fyrir 15. mars hafa Banda- ríkin lofað að senda 2.000-3.000 manna lið til að tryggja að þeir síð- ustu komist heilu og höldnu út með sín tæki. Brottflutningur hergagna er vandaverk. Liðið hefur verið með 13-14 flugvélar og 20 þyrlur í Sómal- íu. Þegar Steinar er spurður hvort stríðandi hópar muni ekki reyna að koma í veg fyrir brottflutning her- gagna úr landi, kvað hann alltaf hættu á því. „Auðvitað hafa þeir stol- ið frá okkur bílum og reyna það áreið- anlega. En við erum með ákveðnar áætlanir um að draga okkur út í áföngum og ég held vel utan um þær“, segir hann. Ótryggur friður Áður ferðaðist Steinar nokkuð út um landið og jafnvel til Rúanda, en nú segir hann að friðargæsluliðið sé nær eingöngu í Mogadishu, og þeir hafi aðstöðu í nokkrum húsum á hæð við flugvöllinn. Hvað gerist í landinu þegar friðar- gæslulið SÞ fer? „Vonandi tekst áður en við förum að koma á einhvers konar ríkisstjórn, sem Sameinuðu þjóðirnar geta veitt þróunaraðstoð. í samþykkt Öryggisráðsins um brott- för er gert ráð fyrir því, svo fremi þar komi stjórnvöld sem hægt er að aðstoða. Ég vona og trúi því að þessi ótryggi friður haldist, að styijöldinni sé lokið þótt hópar eigi í skærum. Þetta er þjóð sem að mestu leyti er hirðingjar og á langt í Iand að koma á lýðræðislegu stjórnarfari. En ég held að nú þegar þeir standa and- spænis því að fá enga utanaðkom- andi aðstoð eftir tiltekinn tíma, muni takast að koma einhveiju skipulági á. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna eru í stöðugum viðræðum við hópana, og verður haldið áfram að reyna að finna flöt á málinu fram á síðustu stundu. Þarna eru tvær meginfylk- ingar, sem svo skiptast í ótal hópa. Alþjóðasamfélagið hefur sett þeim skilyrði, að ef þeir geti ekki komið sér saman um skipan mála og ríkis- stjórn, þá sé það ekki tilbúið til meiri afskipta og það held ég að muni binda endahnútinn á samkomulag. Svo verður maður bara að bíða og sjá hvað verður. Getur brugðið til beggja vona, en ég vil vera bjartsýnn." Tilraun með stórátak Steinar bendir á að alþjóðasamfé- lagið hafi gripið inn í mál Sómalíu með stóru átaki. Það sé ákveðin við- leitni, tilraun til að leysa úr svona máli í heimi í geijun. Það sem hafí sannast með þessari tilraun í Sómal- íu sé að alþjóðasamtökin geti hjálpað til, en lausnin verði að koma frá heimamönnum. Ekki sé hægt að neyða þá til friðar. „Þú verður að athuga að við kom- um þarna inn í lok kalda stríðsins. Ógnaijafnvægið ríkti ekki lengur. Þetta er á sama tíma sem Bush Bandaríkjaforseti er að tala um „The New World Order“, nýja heimsskip- an. Þetta var tilraun til að taka á vanda með miklum herafla, að stilla til friðar með valdi. Fram að því hafði friðargæslan beinst að því að fylgja eftir og halda við friði. Þótt þetta tækist ekki þrátt fyrir stóran her, var þó komið í veg fyrir fullt stríð. Við erum með 7 þúsund manna lið frá Pakistan og 5 þúsund frá Ind- landi og ef maður hugsar til þess hve lítið brot þetta er af 1,2 milljóna manna her Indveija, er það ekki mikið. Og þessar þjóðir eiga svo gríð- arlega mikið undir því að lifa í frið- samlegum heimi. Ákveðin þróun er í gangi. Heims- myndin er að færast í lýðræðisátt og alþjóðasamfélagið hlýtur að taka þátt í henni. Við erum ekkert enn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.