Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPA
ERLENT
Aðildarríki ESB
sektuð vegna of-
greiðslna til bænda
Brussel. The Daily Telegraph.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins sektaði á mið-
vikudag tíu aðildarríki sambands-
ins um rúma 120 milljarða króna
þar sem þau höfðu heimilað niður-
greiðslur til bænda umfram það
er þeir höfðu rétt á samkvæmt
reglum.
Harðast er Ítalíu, Spáni, Þýska-
landi og Grikklandi refsað en
þyngst vegur að þau ríki stóðu
ekki við kvótaskuldbindingar sínar
í mjólkurframleiðslu.
„Svarti sauðurinn“ í hópi ESB-
ríkjanna er Ítalía en ítölsk stjórn-
völd verða að greiða rúma 60 millj-
arða í sektir, þar af um 40 millj-
arða vegna mjólkurframleiðslu. Þá
verða ítalir að greiða um 2 millj-
arða fyrir að láta það viðgangast
að ólífuolíuframleiðendur tóku við
tvöföldum niðurgreiðslum.
Spánveijar urðu aftur á móti
að greiða tæpa 40 milljarða vegna
mjólkurframleiðslu og Þjóðverjar
rúmlega 10 milljarða, annars vegar
vegna mjólkurframleiðslu og hins
vegar fyrir að nautakjötsframleið-
endur í austurhluta landsins þáðu
niðurgreiðslur fyrir pólska fram-
leiðslu.
Tóbakið brennt
Grikkir verða að greiða um 9
milljarða, fyrst og fremst vegna
tóbaksframleiðslu. Grískir tóbaks-
framleiðendur þáðu niðurgreiðslur
fyrir fullvinnslu tóbaks og síðan
útflutningsbætur að auki vegna
útflutnings til Aibaníu. í ljós kom
að gæði framleiðslunnar voru það
lítil að framleiðendur höfðu ekki
hirt um að fullvinna afurðina held-
ur fluttu hana út til Albaníu þar
ÍRSKIR bændur
í kröfugöngu.
sem tóbakið var brennt á risavöxn-
um bálkestum.
Einungis Lúxemborg og Holland
sluppu við sektargreiðslur. Þó að
hollenskir bændur hafi orðið upp-
vísir að smávægilegum svikum
áttu þeir nægilega miklar kröfur
á hendur sambandinu útistandandi
til að jafna dæmið út. Landbúnað-
arframleiðsla Lúxemborgar var
hins vegar of lítil til að mælast.
Réne Steichen, sem fer með
landbúnaðarmál í framkvæmda-
stjórninni, sagði að aðildarríkin
yrðu að hafa virkt eftirlit með
óréttmætum kröfum á hendur
sameiginlegum sjóðum ESB og
grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.
ESB stað-
festir GATT
• RÁÐHERRARÁÐ Evrópu-
sambandsins staðfesti GATT-
samkomulagið um stofnun Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar í
gær. Mörg aðildarríki ESB hafa
þegar fullgilt samkomulagið. 011
helztu viðskiptastórveldin; ESB,
Japan og Bandaríkin, hafa nú
fullgilt GATT-samkomulagið.
• VERÐBÓLGA í ESB-ríkjum
hefur staðið í stað í þrjá mánuði
og er 3% að meðaltali, samkvæmt
upplýsingum frá EUROSTAT,
hagstofu Evrópusambandsins.
Lægst er verðbólgan í Frakk-
landi, 1,6%, en hæst í Grikk-
landi, 10,6%. í Finnlandi, sem
gengur í ESB Um áramót, er
verðbólgan sú sama og í Frakk-
landi.
• FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins og Eftirlits-
stofnun EFTA hafa samþykkt
styrki til landbúnaðar og
byggðamála í Finnlandi og Aust-
urriki. f Finnlandi munu svæði,
sem um 31% íbúa landsins búa
á, njóta byggðastyrkja.
• ALAIN Juppe, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði í gær
að innan Evrópusambandsins
hefðu menn áhyggjur af þróun
mála í Tsjetsjníu og sambandið
myndi senda frá sér yfirlýsingu
um átökin þar bráðlega. Juppe
lagði áherzlu á að Tsjetsjnía
væri hluti af rússnesku land-
svæði. Hann sagðist jafnframt
hafa hvatt stjórnvöld í Moskvu
til að forðast blóðsúthellingar og
semja við leiðtoga hinna herskáu
tsjetsjensku þjóðernissinna.
Finnar hafa áhuga á
áheyrnaraðild að VES
Helsinki. Reuter.
FINNSKA ríkisstjórnin hefur lýst
því yfir að hún vilji áheyrnaraðild
að Vestur-Evrópusambandinu
(VES), sem á að verða varnarmála-
armur Evrópusambandsins.
í yfirlýsingu stjórnarinnar segir:
„Finnska ríkisstjómin hefur upplýst
hollenzk stjórnvöld, sem nú fara
með formennsku í VES, um áhuga
sinn á áheyrnaraðild að samtökun-
um. Þessi kostur er áhugaverður
þar sem Finnland verður aðildarríki
Evrópusambandsins."
Finnska þingið mun ræða málið
í janúar og líklegt er talið að Finnar
sæki formlega um áheyrnaraðiid
snemma á næsta ári. Haft er eftir
embættismönnum að málið ætti að
fara auðveldlega í gegnum þingið,
enda hafa stjómarflokkamir öragg-
an meirihluta.
Sjálfstæð varnar-
stefna áfram
Finnar hafa lýst því yfir að þeir
muni hafa sjálfstæða landvarna-
stefnu þótt þeir gangi í Evrópusam-
bandið. Stjómin hefur hins vegar
ekki útilokað aðild að NATO í fram-
tíðinni.
Um þrenns konar aðild að VES
er að ræða; fulla aðild, aukaaðild
og áheyrnaraðild. íslendingar hafa
aukaaðild og felur hún í sér meiri
áhrif og skuldbindingar en áheyrna-
raðild.
Sprenging í neðanj arðarlest í New York
Einn hinna slös-
uðu ákærður
New York. Reuter.
MAÐUR sem hlaut alvarleg bruna-
sár í sprengingu sem varð í neðan-
jarðarlest í New York í fyrradag
en flúði af slysstað, var í gær
ákærður fyrir tilraun til að myrða
45 manns er slösuðust í sprenging-
unni. Hún olli geysilegu uppnámi
og öngþveiti í Wall Street fjármála-
hverfinu. Maðurinn er 49 ára, fyrr-
um starfsmaður tölvufyrirtækis.
Sprengingin varð um miðjan dag
á miðvikudag. Hún sprakk í klefa
neðanjarðarlestar er var á leið inn
á Fulton Street-stöðina í Wall
Street. Segir lögregla hana hafa
sprungið í kjöltu mannsins. Um var
að ræða glerkrukku með eldfimum
vökva og utanáliggjandi kveikibún-
aði. Ekki er vitað hvað kom spreng-
ingunni af stað.
Lestarvagninn var troðfullur og
gaus upp mikill eldur. Reyndu skelf-
ingu lostnir farþegar hvað þeir gátu
til að slökkva hver í öðrum og einn
þeirra fann slökkvitæki, sem hann
gat notað. Fjórir farþeganna eru
með alvarleg brunasár.
Sá sem bar sprengjuna, Edward
Leary, lagði hins vegar á flótta eft-
ir neðanjarðargöngum en fannst
tæpri klukkustund síðar í Brooklyn.
Hann er með þriðja stigs brunasár
á um 45% líkamans.
Leary er einnig grunaður um að
hafa staðið að baki svipuðu tilfelli
er varð í síðustu viku en þá kvikn-
aði skyndilega í bakpoka skóla-
stúlku í neðanjarðarlest og hlaut
16 ára piltur alvarleg branasár.
Ekki er vitað hvað Leary, sem
er atvinnulaus, gekk til.
Pilla gegn
getuleysi
New York, London. The Daily Telegraph.
í BRETLANDI fara nú f ram til-
raunir með fyrstu pilluna, sem
gerð hefur verið fyrir karlmenn
til að sigrast á getuleysi. Fyrstu
niðurstöður þykja uppörvandi,
þeir sem reynt hafa Iyfið eru sagð-
ir hafa getað notið kynlífs í fyrsta
sinn í mörg ár.
Lyfið er kallað UK-92 480 og
er búist við því að tilraunir geti
hafist um heim allan á næsta ári,
að sögn hins bandaríska framleið-
anda. Fyrstu tilraunirnar fólust í
því að sjálfboðaliðar, sem fengu
greiddar sem svarar 500 kr. á tím-
ann, tóku lyfið og horfðu á klám-
myndir en skynjarar mældu við-
brögðin.
Verði árangur tilraunanna góð-
ur, er talið að salan kunni að nema
sem svarar rúmum hálfum millj-
arði kr. á ári. Að sögn rannsóknar-
manna hrjáir getuleysi einkum þá
sem eru sykursjúkir og eldri
menn, um 20 milljónir karla í
Bandaríkjunum einum. Lyfið slak-
ar á spennu í vöðvum innan í
æðunuin og verður til þess að
auka blóðflæði í liminn.
Ekki eru þó allir á eitt sáttir
um ágæti nýja tilraunalyfsins.
Breskur þvagfærasérfræðingur
segir að um lyf við hjartakveisu
sé að ræða. Minnir hann á að í
helmingi tilfella sé um andlegar
orsakir getuleysis að ræða og lík-
lega muni þeir karlar helst njóta
góðs af lyfinu. Mikilvægt sé fyrir
lyfjafyrirtækið að taka með í
reikninginn lyfleysuáhrifin, þ.e.
að margir læknast af kvillum sem
eiga sér sálrænar orsakir vegna
þess að þeir trúa á lyfið en ekki
vegna lífefnafræðilegra áhrifa
þess. Tilraunimar séu svo sem
ágætar, „nema hvað stinningin
geti staðið tímunum saman.“
Óvænt töf varð á tilraununum
fyrir skömmu, er brotist var inn
á tilraunastofuna og öllum klám-
myndunum stolið.
jReuter
LÍBANSKUR hermaður stendur vörð um bílflak en sprenging
í bílnum varð þremur að bana.
Mannskæð sprenging í Líbanon
Hizbollah kenn-
ir Israelum um
Reuter
Syndir
yfir Atlants-
hafíð
FRAKKINN Guy Delage, sem
hér hvílir sig á fleka sínum,
hyggst synda yfir Atlantshafið
og hélt hann af stað í fyrradag
frá Grænhöfðaeyjum með stefnu
á eyjuna Martinique á Karíbahaf-
inu. Flekann með matarbirgðum
og öðrum hjálpargögnum dregur
hann á eftir sér á sundinu og
verður að gera ráð fyrir því að
hann ætli að sofa um borð.
----» ♦ ♦----
Meint skatt-
svikarannsókn
Brundtland
sökuð um
íhlutun
Ósló. Reuter.
NORSK yfirvöld vísuðu í gær á bug
þeirri staðhæfingu í blaðinu Dagens
Næringsliv að Gro Harlem Brundt-
land forsætisráðherra hefði reynt
að hafa áhrif á rannsókn sem verið
er að gera á meintum skattsvikum
Torsteins Molands seðlabanka-
stjóra.
Mál Molands var nærri því búið
að velta stjórn Brundtland fyrr á
árinu en hann fjárfesti ásamt tug-
um annarra m$hna í félagi um
kaup á Airbus-'flugvél. Saksóknari
fór á þriðjudag fram á fangelsis-
dóma yfir íjórum kaupsýslumönn-
um, sem aðild eiga að málinu. Þeir
eru sagðir hafa falsað dagsetningar
til að fá skattafrádrátt.
Bcirút. Reuter.
ÞRÍR íétust er bílsprengja sprakk í
hverfi shíta-múslima í Beirút á mið-
vikudag. Þar með var endir bundinn
á lengsta friðartímabil, 10 mánuði,
sem verið hefur í borginni í tvo ára-
tugi. Hryðjuverkasamtökin Hizbollah
saka ísraela um að standa að baki
sprengingunni.
Talsmenn Hizbollah segja að til-
ræðið hafi komið í kjölfar hótana
ísraela gegn samtökunum á síðustu
dögum og aukinnar spennu á víglín-
unni í suðri, þar sem ísraelar og
Hizbollah beijast. Sprengjan sprakk
í verslunargötu og særðust ellefu
manns auk hinna þriggja sem létust.
Myndaðist mikill gígur í götunni, auk
þess sem hús og bílar í nágrenninu
skemmdust mikið.
Ef frá er talinn syðsti hluti Líban-
on hefur ekki sprungið sprengja í
landinu frá því í febrúar sl. er ellefu
manns létust og 50 særðust þegar
sprenging varð í kirkju.
Hefur ekki verið svo lengi friðsam-
legt í Líbanon frá upphafi borgara-
stríðsins sem geisaði 1975-1990.
Líklegt er talið að sprengjan verði
til þess að einhveijir erlendir fjárfest-
ar haldi að sér höndum en menn
óttast þó ekki að fleiri sprengingar
muni fylgja í kjölfarið.
Sprengjan sprakk tveimur dögum
eftir að íslamskir hryðjuverkamenn
drápu tvo ísraelska hermenn við
landamærin en nítján ísraelar hafa
látið lífið í Líbanon á árinu.