Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 15 ÚRVERINU Morgunblaðið/Frímann Rígaþorskur af Austfj arðamiðum REYNIR Signrvinsson háseti á Kóp GK heldur á rígaþorski sem fékkst á Austfjarðamiðum fyrir skemmstu. Þorskurinn er því sem næst jafnstór Reyni og hefur efalaust lengi synt um Islandshöf áður en hann lenti í veiðarfærum Kóps. Norðmenn óska skýringa á löndunum Rússa hér NORSK stjórnvöld hafa í bréfi til rússneskra stjórnvalda farið fram á skýringar á því hvers vegna rússn- eskir togarar landi þorski á íslandi í trássi við bann. Þetta kemur fram í frétt í norska sjávarútvegsbiaðinu Fiskeribladet. Þar segir að a.m.k. fimm rússneskir togarar hafi landað þorski í íslenskum höfnum síðustu tvær vikur. I byijun júlí ákváðu útgerðir rúss- neskra togara fyrirvaralaust að selja ekki þorsk til íslenskrar fiskvinnslu og segir Fiskeribladet að Rússar hafi með þessu viljað sýna vanþókn- un sína á fiskveiðum íslendinga í Smugunni. Viðbrögð Rússa- hafi mælst vel fyrir hjá norskum stjórn- völdum sem lengi höfðu beðið eftir stuðningi frá Rússlandi} baráttunni við sjóræningjaveiðar íslendinga í Smugunni. Blaðið segir að nýlegar sölur rúss- neskra togara á íslandi gefi vart til kynna að Rússar hafi gefist upp í þessu máli heldur fremur að rúss- nesk stjórnvöld eigi í erfiðleikum með að stýra togaraflotanum. Blaðið segir það vandséð hvað komi út úr fyrirspurn norskra-stjórn- valda en hún gæti orðið til þess að Rússar telji nauðsynlegt að hafa strangara eftirlit með eigin flota. Ný lög um fjöleignarhús 1. janúar 1995 taka gildi ný lög um fjöleignarhús. Upplýsingabæklingur um hin nýju lög liggur nú frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, húsnæðisnefndum sveitarfélaga, á sveitar-, bæjar- og borgarstjórnarskrifstofum, hjá verkalýðsfélögum, Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu og Búsetafélögum. Þeir sem málið varðar eru hvattir til að kynna sér nýju lögin gaumgæfilega og verða sér úti um upplýsingabæklinginn. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir almennar upplýsingar um framkvæmd hinna nýju laga um fjöleignarhús. cSg húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 (kl. 8-16) • BRÉFASÍMI: 568 9422 GRÆNT NÚMER (utan 91-svæöisins); 800 69 69

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.