Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 17 ERLENT Chile boðin aðild að Fríverslunarbandalagi N or ður-Amer íku Viðurkenning á fómum í þágu efnahagsbata VÍNEKRUR í Maipo-dal í Chile. Vín er mikilvægasta útflutningsvara landsins. í MÖRG ár hafnaði Chile aðild að efnahagsbandalögum en dró þess í stað úr viðskiptahömlum og opnaði dyrnar fyrir öllum inn- flutningi. Þetta hefur orðið flest- um þjóðum Mið- og Suður-Amer- íku fordæmi en nú leita Chile- búar nýrra leiða til að halda for- ystu sinni. Nýjasta dæmið um velgengni þeirra er boð um aðild að Fríverslunarsamningi Norður- Ameríku (NAFTA) á fundi Amer- íkuríkja á Miami fyrir skömmu. „Aðeins það að sjá Eduardo Frei standa í hópi þriggja forseta NAFTA-ríkjanna er geysileg upp- hefð fyrir land okkar,“ sagði Car- los Ominami, þingmaður sósíalista og fyrrum efnahagsmálaráðherra í samtali við dagblaðið San Franc- isco Chronicle. „Það bætir ímynd okkar erlendis og færir Chile nú þegar nokkurn ávinning.". Formlegar viðræður um aðild munu hefjast í apríl á næsta ári og Chile fær fulla aðild um mitt ár 1996. Fernan Ibanez fjármála- ráðgjafi minnir á að í byijun síð- asta áratugar hafi alvarleg kreppa skollið á landinu, m.a. vegna þess að það hafi látið af verndarstefnu. Boð um NAFTA-aðild nú sé „við- urkenning" á margra ára fórnum sem landsmenn hafi fært á meðan verið var að taka upp frjálst hag- kerfi. Efnahagur landsins hefur nú löngu náð sér. Dregið hefur úr þenslunni á síðustu tveimur árum en verg þjóðarframleiðsla vex að jafnaði um 6% á ári. Chile er eitt af fáum löndum sem hefur hag- stæðan viðskiptajöfnuð við útlönd, hann nam um 12 milljörðum dala á síðasta ári. Chile nýtur mests lánstrausts landa Mið- og Suður- Ameríku, BBB+ samkvæmt al- þjóðlegum staðli. Mest flutt út af víni Mestur ávinningur af NAFTA- aðild er sú að betur verður tekið eftir landinu í alþjóðaviðskiptum og að aðildin er staðfesting þess að öruggt sé að fjárfesta þar, að sögn Ibanez. Ekki er þó svo að heimurinn hafí hunsað Chile að undanförnu. Útlendingar Ijár- festu fyrir 3,6 milljarða frá janúar og fram í október, en aukningin nemur um 61% á milli ára. Chilebúar flytja mest út af víni, á síðasta ári nam vínútflutningur 87 milljón lítrum, er í níunda sæti á heimsvísu. Vina Concha y Toro, stærsti vínframleiðandi landsins er í þriðja sæti yfir þá sem flytja mest inn á Bandaríkja- markað. Vonast vínframleiðendur í Chile til að þrefalda útflutning- inn á næstu þremur tii fjórum árum. Aðrir þeir sem njóta munu góðs af NAFTA eru ávaxtaútflytjendur og námafýrirtæki, sem geta flutt inn ódýrari vélar. „Heimurinn mun líta okkur öðrum augum þegar við göngum í NAFTA,“ segir Haroldo Venegas, formaður Asexma, samtaka útflytjenda. Hann og aðrir sérfræðingar eru þó sammála um að stærsti mark- aðurinn sé Mið- og Suður-Amer- íka. Vilja í Mercosur Því reynir Chile nú að fá aðild að Mercosur-viðskiptabandalag- inu, sem Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ standa að. Þegar Mercosur var stofnað árið 1990, hafnaði Chile með öllu að sækja um aðild að því. „Efnahag- ur Chile byrjaði að opnast árið 1975 og undir lok níunda áratug- arins var Chile komið langt fram úr nágrannalöndunum. Við höfum lengi vitað að verndarstefna hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér,“ segir Venegas. En frá árinu 1990 hafa við- skipti við aðildarlönd Mercosur meira en tvöfaldast og það hefur breytt viðhorfi yfirvalda í Chile. Yfir tveir þriðju af alþjóðlegum fjárfestingum Chilebúa eru í Mercosur-löndum. Öflugt Merc- osur-bandalag er talin ein af for- sendum efnahagslegs samruna í Ameríku, sem er eitt af markmið- um Miami-fundarins. Líður fyrir smæðina Þótt hagvaxtarprósentan í Chile veki öfund margra stærri ríkja, líður það fyrir smæð hag- kerfísins og litla tæknivæðingu, sérstaklega í samanburði við NAFTA-ríkin; Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Talsmenn verkalýðssamtaka í Chile kreijast þess að auknar kröfur um að iðnaðurinn sé sam- keppnishæfur, muni ekki koma niður á verkamönnum. Sem stend- ur njóta verkamenn í Chile lá- marks lagaverndar. Benda tals- mennirnir á að eftir að Kanada gekk í NAFTA hafi atvinnuleysi aukist og að jafnvel þó að störfum hafi fjölgað í Mexíkó, séu þau unnin við slæman aðbúnað. Chile sé lítið og auk þess syðsta land heims. Ljóst sé að Chilebúa bíði mikið verkefni, eigi landið ekki að tapa á NAFTA-aðild. Reuter IBÚAR í Sarajevo kanna brak á markaðstorgi í borginni eftir að sprengju var varpað á það í gær. Tveir farast í sprengjuárás Serba á Sarajevo Samkomulag um vopnahlé á næsta leiti Sarajevo. Reuter. Lönd Austur-Asíu Þrælk- un barna útbreidd Bangkok. The Daily Telegrraph. HUNDRUÐ þúsunda barna í Aust- ur-Asíulöndum eru í vinnuþrælkun og sæta illri meðferð, að því er seg- ir í nýrri skýrslu UNICEF, Barna- hjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. Hafa hröð iðnvæðing og gífurlegir fólksflutningar úr sveitum til yfir- fullra borga orðið til þess að æ fleiri börn neyðast til þess að vinna í vændishúsum og ólöglegum verk- smiðjum, eða „þrælakistum". Efnahagsuppgangurinn hefur verið gífurlegur í mörgum Austur- Asíulöndum og stétt nýríkra spókar sig á dýrum bílum og í sérhönnuð- um fatnaði, með farsíma í hendi. En þetta efnahagsundur á sér dekkri hliðar. í skýrslunni er Tæland tekið sér- staklega fyrir. Telur UNICEF að þar séu um 10.000 götubörn og 100.000 börn stundi vændi, auk þess sem hættan á því að smitast af alnæmi sé mikil þar sem fímm- tugasti hver fullorðinn er smitaður. Dregið úr vannæringu UNICEF telur að um 200.000 götubörn séu í Kína, 100.000 filip- peysk börn stundi vændi og 50.000 víetnömsk börn eigi hvergi höfði sínu að halla. Hins vegar bendir skýrslan á það að dregið hafi úr vannæringu og að þrátt fyrir að 17% fólks í dreifbýli búi enn undir fátækramörkum, hafi miklar breyt- ingar orðið til batnaðar. YASUSHI Akashi, sérlegur sendifull- trúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði í gær að múslimar og Serbar væru „býsna nálægt lokasamkomu- lagi“ um vopnahlé í Bosníu, þrátt fyrir sprengjuárás á Sarajevo í gær, sem varð tveimur mönnum að bana. Kvaðst Ejup Ganic, varaforseti Bosn- íu, vonast til þess að vopnahléið gæti hafíst kl. 11 í dag, föstudag. Akashi sagði fréttamönnum að múslimar og Serbar væru nálægt því að ná samkomulagi um texta um vopnahlé og sagði hann þá hafa not- ið góðs af starfi Jimmys Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem átt hefur viðræður við leiðtoga þjóðanna. Það sem helst hefur komið í veg fyrir vopnahléssamkomulag er sú krafa Serba að herir múslima hörfi frá Igman-fjalli nærri Sarajevo, þar sem þeir gæta eina vegarins sem er á þeirra valdi til og frá borginni. Múslimar neita að hverfa á brott nema tryggt sé að friðargæslulið SÞ taki við eftirliti með veginum. Þá hefur einnig verið fundið að því að tillögur Carters og SÞ ná ekki yfir Serba í Króatíu og uppreisnar- sveitir múslima sem beijast við stjórnarherinn í Bihac. Þar er nú harðast barist og ólíklegt að bardög- um muni linna, jafnvel þó að samið verði um vopnahlé. Serbar neita árás Talsmaður Sameinuðu þjóðanna ýjaði að því að gær að það hefðu verið Serbar, sem vörpuðu sprengju á markað í Sarajevo í gærmorgun. Hún varð tveimur að bana auk þess sem sjö særðust. Er markaðurinn skammt frá aðalmarkaðstorginu, þar sem 68 manns létust í sprengjuárás í febrúar sl. Serbar neita þessu og segja musl- ima standa að baki árásinni. Múslim- ar segja sprengjuna enn eitt dæmið um það hvernig Serbar tali um frið en haldi stríðsrekstrinum áfram. Ottast blóðbað í Búrúndí HERMENN voru víða á götum úti í Bujumbura, höfuðborg Búrúndí í gær, vegna blóðugra ættflokkadeilna hútúa og tútsa. Var sett á útgöngubann í fyrrinótt til að reyna að stemma stigu við ofbeldinu en um þijátiu manns hafa látið lífið í vikunni. Óttast yfirvöld í Búrúndí að blóðbað í líkingu við það sem varð í grannríkinu Rúanda sé í uppsiglingu. Tvöfalt óhapp? LITLU munaði að flugvél frá Alsír lenti í árekstri nærri London, tveimur dögum áður en vél frá alsírska flugfélaginu brotlenti skammt frá flugvell- inum í Coventry. í báðum til- vikunum var um Boeing 737 vél að ræða en ekki hefur feng- ist uppgefið hvort það var sama vélin. Staðfest hefur ver- ið að lendingarbúnað þotunnar sem fórst í Coventry hafi ekki verið hægt að nota, þar sem hann var ekki samhæfður bún- aði flugvallarins. Vopnahlé í Líberíu LEIÐTOGAR vopnaðra hópa, sem eiga í borgarastyijöld í Líberíu, undirrituðu á miðviku- dagskvöld samkomulag um vopnahlé, sem taki gildi 28. þessa mánaðar. Samkomulag- ið vekur þó ekki miklar vonir almennra borgara enda hafa fyrri vopnahlé reynst haldlítil. Jeltsín neitar undirritun BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti neitar að undirrita lög sem þingið hefur samþykkt og kveða á um að útlendingar sem koma til landsins skuli skyld- aðir til að fara í alnæmispróf. Hefur Jeltsín sent lögin aftur til þingsins. Higuchi vill lögskilnað SUSANA Higuchi, eiginkona Alberto Fujimori forseta Perú, segist hafa orðið sér úti um lögfræðing og nauðsynlega pappíra til að sækja um lög- skilnað við mann sinn. Higuchi og Fujimori eru skilin að borði og sæng. Hugðist Higuchi bjóða sig fram til forseta en fékk ekki sökum ónógs fjölda stuðningsmanna. Nú hyggst hún bjóða sig fram í þingkosn- ingum. • • Orvhentir hermenn í meiri hættu ÖRVHENTIR lifa jafn lengi og rétthentir nema hvað lík- legra er að þeir deyi í stríði en rétthentir. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á gögnum um krikketleikara og nær um 200 ár aftur í tímann. Hún leiddi í ljós að 5,4% örv- hentra létust í stríði en 3% rétthentra. Líkleg skýring er talin sú að búnaður og þjálfun hermanna miðast við rétt- henta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.