Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 1
88 SIÐUR B/C/D 4. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vara við hruni fiski- stofna í Norðursjó London. Daily Telegraph. FISKISTOFNAR eru í bráðri hættu í fiskveiðilögsögu Evrópusam- bandsins (ESB) og breytinga er þörf á sjávarútvegsstefnu þess ef næsta kynslóð á að geta notið þorsks og ýsu, að sögn ráðgjafar- nefndar Johns Majors forsætisráð- herra Bretlands. Nefndin heldur því fram í fyrstu ársskýrslu sinni, sem birt verður síðar í mánuðinum, að ofveiði sé sá vistkerfisvandi sem heiminum stafi mest hætta af. Hún spáir því, að fiskistofna í Norðursjó og írlandshafi bíði að óbreyttu álíka hrun og varð við Nýfundnaland fyrir tveimur árum. Það er ein af megin niðurstöðum nefndarinnar, að sjávarútvegs- stefna ESB hafi ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlast, þ.e. að viðhalda fiskistofnum. Þorsk- Ráðgjafar Johns Majors gagnrýna sjávarútvegs- stefnu ESB og ýsustofnar hafi aldrei verið minni í Norðursjó og evrópskum stjórnmálamönnum hafi mistekist þrjú ár í röð að fara að tillögum vísindamanna um 30% aflasam- drátt. Þetta álit er óheppilegt fyrir bresk stjórnvöld sem hingað til hafa lagst gegn gagngerri endurskoðun sjáv- arútvegsstefnunnar áður en hún rennur sitt skeið árið 2002. Leggur nefndin til að ný stofn- un, Milliríkjaráðstefna hafanna, verði sett á fót til þess að meta vísindalegar og félagslegar afleið- ingar ofveiða. Það er álit vísindamanna hjá Alþjóða hafrannsóknarráðinu, sem leggur á ráðin um stjórn veiða í lögsögu ESB, að flestir fiskistofnar í Norðursjó séu við eða undir mörk- um þess að geta talist sjálfbærir. Ráðgjafamefndin heldur því fram, að sjávarútvegsstefna Norð- manna — sem nýlega höfnuðu ESB-aðild — sé mun skilvirkari hvað verndun stofna áhrærir en sjávarútvegsstefna ESB. Sama megi segja um veiðistjórnun við Kanada, Bandaríkin, Astralíu og Nýja Sjáland. Hún gagnrýnir bresk stjórnvöld einnig harðlega fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar um að fjármagna úreldingu 20% breska fiskveiðiflotans. Nýtt frímerki BANDARÍSKA póstþjónustan gaf í gær út nýtt frímerki en á því er mynd af leikkonunni fyrr- verandi og kyntákninu Marilyn Monroe. Ugáfan var kynnt í veitingahúsinu Hollywood- stjarnan í New York, sem þótti viðeigandi. Vetrarhörk- ur valda erfiðleikum VETRARHÖRKUR, frost og stormur ollu umferðaröngþveiti í sunnanverðri Evrópu í gær. Hundruð bæja og borga á ítal- íu, Rúmeníu og Búlgaríu voru án vatns, gass og rafmagns. Víða var einnig simasambands- laust. Þrír menn hafa dáið af völdum kuldanna á ítal- íu, þar af einn í Róm og annar í Genúa. Fannfergi og frost var í Róm og á Norður-Italíu hefur frost aldrei mælst meira, en það var 25 gráður í borginni Mar- molada. I Rúmeníu og Búlgaríu varð veruleg röskun á samgöngum og daglegu lífi vegna storma og siyókomu. Myndin var tekin við óvenjuleg- ar aðstæður í borginni Compo- basso á Mið-Ítalíu í gær. ■ ■ ■ Reuter Tsjetsjenar taka aftur stærstan hluta Grosní Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR þingmenn sögðu í gær að hermenn Tsjetsjena hefðu náð stærstum hluta Grosní, höfuð- staðar Tsjetsjníju, á sitt vald að nýju eftir harða bardaga við rúss- neskar hersveitir í gær. Rússneska stjórnin sagði að hermenn Dzhok- hars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjníju, væru að flýja borgina en Interfax- fréttastofan hafði eftir þingmanni í nágrannahéraðinu Ingushetíu að tsjetsjenskir hermenn flykktust nú inn í borgina þeim til aðstoðar. „Um kvöldið höfðu stuðnings- menn Dúdajevs náð flestum hverfum Grosní á sitt vald,“ sagði þingmaður- inn Aivars Lezdinsh, en bætti við að rússnesku hersveitirnar væru að fá liðsauka. „Við getum búist við annarri tilraun til að ráðast á Grosní." Aðrir þingmenn í Ingushetíu sögðu að rússneskar herþotur hefðu gert sprengjuárásir á forsetahöllina í Grosní þótt Borís Jeltsín forseti hefði fyrirskipað hernum að hætta slíkum árásum, að sögn Interfax. í yfirlýsingu frá rússnesku stjórn- inni sagði hins vegar að engum sprengjum hefði verið varpað á Grosní. Rússneskar herþotur væru „notaðar víða fyrir utan borgina til að styðja fótgöngulið" og að helstu skotmörk loftárása væru „vígi Dúdajevs, hermenn og vopn“. Kohl hvetur til sátta Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, kvaðst í gær hafa hringt í Jeltsín á miðvikudag til að leggja áherslu á að rússneska stjórnin þyrfti að fínna leið til að binda enda á blóðsúthelling- arnar í Tsjetsjníju. Hann hefði jafn- framt látið í ljós óánægju með hversu margir óbreyttir borgarar hefðu fallið í hernaðaraðgerðum Rússa. Þjóðveij- ar eru nánustu bandamenn Rússa á Vesturlöndum, hafa veitt þeim mikla fjárhagsaðstoð og eru helsta við- skiptaþjóð þeirra. Eins og flestir aðr- ir vestrænir leiðtogar hefur Kohl hingað til verið tregur til að gagn- rýna Jeltsín. Fyrrverandi bandamaður Jeltsíns, Sergej Kovaljov, sem hefur mótmælt hernaðaraðgerðunum harðlega, sagði í gær eftir ferð til Grosní að rúss- neska stjórnin gengi lengra en Josef Göbbels, áróðursmeistari nasista, í lygum sínum um bardagana í Tsjetsjníju. „Það er ekki eitt einasta orð sannleikanum samkvæmt í þeim opinberu yfirlýsingum sem stjómin hefur sent frá sér,“ sagði hann. 54 sjó- menn taldir af HAFNARYFIRVÖLD í Constanta í Rúmeníu töldu áhafnir tveggja flutningaskipa af í gær en skipin sukku við mynni hafnarinnar í fyrri- nótt. Talið var, að allt að 54 sjó- menn hefðu farist með skipunum sem rak á brimbijót við mynni hafn- arinnar. Skipin sukku strax eftir ásigling- una og allar björgunaraðgerðir fóru forgörðum vegna veðurofsa. Lík fjögurra manna höfðu fundist í gær nokkra kílómetra frá slys- staðnum á Svartahafsströndinni. Þá fundust björgunarbelti á fjörum eða sáust fljótandi á sjó úti. Skipin sem fórust hétu París, sem var 25.957 tonna skip skráð á Möltu, og You Xiu frá Hong Kong. Þau voru bæði með lausan farm. Vélarvana í áhöfn Parísar vbru 23 Filippsey- ingar, þrír Grikkir, þ.á m. skipstjór- inn, og einn Búlgari, en samsvar- andi upplýsingar um You Xiu voru ekki fyrir hendi. Skipin misstu vélarafl og hrökt- ust að landi undan sex metra háum öldum og hríðarbyl þar sem vind- hraði mældist átta vindstig. Bardot mistókst að bjarga dúfunum París. Reuter. FRÖNSKU leikkonunni og dýravininum Brigitte Bardot mistókst að stöðva áform sveitarstjórans í þorpinu Bessieres, skammt frá Toul- ouse í Suður-Frakklandi, um að útrýma bæjardúfunum. Bardot boðaði komu sína til bæjarins með sérstakar leysi- geislabyssur til þess að fæla dúfurnar frá Bessieres. Jean- Claude Seguela sveitarstjóri hafði úr^kurðað að dúfna- flokkar væru alltof ijölmennir í þorpinu og íbúum til ama. Hvatti hann skotveiðimenn til þess að koma til bæjarins og aðstoða við að fækka dúf- unum. Brugðust þeir vel við og skutu rúmlega þúsund fugla í gær. Lét ekki sjá sig Sjónarvottar sögðu að til- raunir samverkamanna Bard- ot með leysigeisla í nágrenninu hefðu engan árangur borið. Bardot hafði vonast til þess, að fallist yrði á, að dúfurnar yrðu fældar með friðsamlegum hætti frá bænum með ljósbloss- um. Leggur hún og til, að fóðr- unarbyrgi verði síðan reist fyr- ir utan bæinn og dúfurnar fóðr- aðar þar með ófijósemiskorni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.