Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Erlend tryggingafélög frá sjö þjóðlöndum óska eftir að veita hér þjónustu Níu af alls sautján félögum eru bresk ALLS hafa sautján erlend vátrygg- ingafélög tilkynnt til Vátrygginga- eftirlitsins að þau hyggist veita þjón- ustu hér á landi án þess að setja upp starfsstöð. Þar er um að ræða níu bresk félög, tvö þýsk félög og tvö belgísk félög ásamt tryggingafé- lögum í Frakklandi, Hollandi, Sví- þjóð og Noregi. Ekkert félaganna veitir þjónustu í ökutækjatryggingum en þá þyrftu þau að hafa sérstakan uppgjörsfull- trúa hér á landi. Flest félögin sem hafa sent inn tilkynningar eru líf- tryggingafélög með víðtæka þjón- ustu og félög sem sækjast eftir við- skiptum við fyrirtæki. Sum þeirra hafa fyrst og fremst áhuga á trygg- ingum stórra fyrirtækja eða svokall- aðri stóráhættu. Samkvæmt EES-samningnum þurfa erlend tryggingaféiög sem hafa starfsleyfi í sínu heimalandi einungis að tilkynna að þau hyggist stunda hér starfsemi. Með nýjum lögum um vátryggingarstarfsemi sem gengu í gildi í maí var opnað fyrir þennan möguleika hér á landi en áður þurftu erlend félög að sækja um leyfi til að starfa hér. Tryggingamiðlarar að taka til starfa Helgi Þórsson, tölfræðingur hjá Vátryggingaeftirlitinu, sagðist í samtali við Morgunblaðið, sjá fyrir sér að erlendu félögin gætu tryggt sér viðskipti hér á landi með því að senda hingað sölumenn í nokkra daga. „Við vitum aðeins um eitt fyrirtæki sem hefur í undirbúningi að setja upp skrifstofu með íslensku starfsfólki. Annar möguleiki fyrir félögin er að bjóða þjónustu sína gegnum tryggingamiðlara eða ráð- gjafa. Tryggingamiðlarar hafa lítið starfað hér á landi en hugmyndin er sú að þeir stundi smásölu á trygg- ingum t.d. frá mörgum vátrygging- arfélögum. Reglugerð um tryggingamiðlun var sett í sumar en hún reyndist innihalda óaðgengileg skilyrði. Ný reglugerð var gefín út milli jóla og nýárs þannig að ég á von á því að nokkrir miðlarar taki til starfa fljót- lega. Við vitum að sumir þeirra munu leggja höfuðáherslu á inn- flutning á þjónustu." Helgi benti hins vegar á að nýju lögin kæmu íslensku vátryggingar- félögunum einnig til góða vegna aukins frjálsræðis. „Allt eftirlit með vátryggingarfélögunum breytist og þau þurfa nú ekki lengur að fá sam- þykki fyrir skilmálum og iðgjöldum." Ur Vátrygingafélagaskrá Eftirtalin erlend tryggingafélög hyggjast veita þjónustu hér á landi: wc Aetna National Accounts U. K. Limited Breskt Allianz Lebensversicherungs AG Þýskt The Association of Underwriters, Lloyd’s Breskt The British Aviation Insurance Company Limited Breskt Champagnie Francaise d’Assurance pour le Commerce Extérieur (COFACE) Franskt FM Insurance Company Limited Breskt Friend’s Provident Life Office Breskt Gan Minster Insurance Company Limited Breskt Heddington Insurance (U. K.) Limited Breskt Kemper S. A. Belgískt Maatschappij tot Onderlinge Verzekering Tegen de Geldelijke Gevolgen van Arbeidsongeschiktheid Movir U.A. Hollenskt NAMUR Assurance du crédit S.A. Belgískt Royal Insurance Plc. Breskt Sirius International Insurance Corporation Sænskt Sun Life Assurance Society Plc. Breskt UNI Storebrand Skadeforsikring AS Norskt Wúrttembergische Versicherung AG Þýskt Gengismál Spá gengislækkun á árinu Forsvarsmenn fyrirtækja í inn- og útflutningi svartsýnir í skoðanakönnun Gjaldeyrismála en seðlabankastjóri segir óttann ástæðulausan MÖRG af helstu fyrirtækjum lands- ins í inn- og útflutningi ásamt fjár- málafyrirtækjum o.fl. aðilum sem fylgjast grannt með gengismálum telja líklegt að gengi krónunnar lækki umfram 2,25% fráviksmörk fastgengisstefnunnar innan 12 mánaða. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun fréttabréfsins Gjaldeyrismála sem gefíð er út af ráðgjafarfyrirtækinu Ráðgjöf og efnahagsspám. Svör fengust frá 48 aðilum. Samkvæmt könnuninni töldu rúmlega 60% svarenda að gengið muni víkja frá fráviksmörkunum innan 6 mánaða og 91,5% svarenda sögðu að það myndi gerast innan 12 mánaða. Flestir þeirra sem vænta gengisbreytingar telja að gengið muni lækka eða 95,6%, tveir aðilar telja að gengið muni hækka en þrír að gengið verði óbreytt. Hins vegar sögðust 60% svarenda ekki telja meira en helmingslíkur á því að flotgengisstefna yrði tekin upp í stað fastgengisstefnu. Könnunin var gerð meðal áskrif- enda Gjaldeyrismála en þar á meðal eru mörg af helstu fyrirtækjum í inn- og útflutningi, sjávarútvegi, iðnaði og verslun ásamt bönkum, verðbréfafyrirtækjum, lífeyrissjóð- um og sveitarfélögum. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að fylgjast grannt með gengis- og gjaldeyrismálum. Fram kemur í fréttabréfinu að niðurstöður könnunarinnar séu án efa mótaðar af þeirri almennu fjár- málaóvissu sem nú ríki og stafi af þrennu í senn. í fyrsta lagi séu kjarasamningar lausir. í öðru lagi séu fjármagnshreyfingar að fullu fijálsar frá áramótum. í þriðja lagi verði þingkosningar haldnar í vor og óvissa ríki um hvers konar ríkis- stjórn taki við af núverandi stjórn. Að mati fréttabréfsins gæti upp- hafið að þrýstingi á gengi krónunn- ar orðið það að ótti skapist um að í kjarasamningum verði samið um óhóflegar kauphækkanir. í kjölfarið myndi ótti um gengislækkun magn- ast og fyrirtæki og einstaklingar grípa til kaupa á erlendum gjald- miðlum fyrir íslenskar krónur bæði framvirkra kaupa og á daggengi. Ásókn myndi síðan aukast í innlent fjármagn til að fjármagna gjald- eyriskaup og veija framvirka samn- inga sem aftur ylli vaxtahækkun. Þá myndi ríkissjóður auka hlutdeild erlendrar fjármögnunar hallans í því skyni að draga úr hækkun lang- tímavaxta og til að auka gjaldeyr- isforðann. Seðlabankinn myndi því næst grípa til sérstakrar vaxta- hækkunar í því skyni að draga úr ásókn í fjármagn til gjaldeyris- kaupa. Dæmi séu um að erlendis hafi vextir verið hækkaðir mjög mikið t.d. í Svíþjóð 1992 í 500%. „Ekki ástæða til að óttast kollsteypu" Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, benti á í samtali við Morgunblaðið að þátttakendur í skoðanakönnun Gjaldeyrismála væru ekki svartsýnni nú en í sams- konar könnun í fyrra. „í fyrra töldu allir að gengið færi út fyrir fráviks- mörkin innan tveggja ára en nú eru færri sem telja það. Þá bjuggust svarendur við því að meðaltali að gengið færi út fyrir mörkin eftir átta og hálfan mánuð. Niðurstaðan er svipuð núna. Þá svara rúmlega 60% svarenda því neitandi að meira en helming- slíkur séu á því að flotgengisstefna verði tekin upp aftur. Gengið hélst mjög stöðugt á árinu 1994 þannig að þeir sem spáðu gengislækkun þá höfðu augljóslega rangt fyrir sér. Ég er þeirrar skoðunar að svo muni verða aftur. í hinu almenna efnahagsum- hverfi er allt sem bendir til þess að gengið verði stöðugt. Raungeng- ið er í sögulegu lágmarki, viðskipta- jöfnuður hefur verið jákvæður á árinu 1994 og verðbólga er í sögu- legu lágmarki. Óvissan í kringum kjarasamningana á ekki að gefa neitt tilefni til þess að óttast neina kollsteypu." Tónlistarrisar kaupa hlut í STAR Honj? Kong. Reuter. FJOGUR af voldugustu tónlistar- fyrirtækjum heims hafa keypt hlut í popptónlistarrás STAR- sjónvarps fjölmiðlakóngsins Ru- perts Murdochs og samkeppni um hylli ungs fólks í Asíu hefur harðnað samkvæmt tilkynningu frá STAR. Poppstöðin tók til starfa í maí og þeir sem hafa keypt hlut í henni eru BMG Entertainment (Bertelsmann AG), EMI Music (Thorn EMI Plc), Sony Pictures Entertainment og Warner Music Group (Time Warner Inc). Samkvæmt góðum heimildum seldi Murdoch 50% hlut í gervi- hnattastöðinni, en sjálfur hyggst hann halda áfram að stjórna henni. EMI, Sony og Warner eiga einnig hlut í VIVA, tónlistarsjón- varpi í Þýzkalandi. Fyrirtæki Murdochs, News Corp, keypti 64% hlut í STAR TV 1993 fyrir 525 milljónir Bandaríkjadala og hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa greitt öf hátt verð. Talið er að stöðin, sem varstofnuð 1991, komi sléttútí ár. Helzti keppinautur STAR í Asíu er fyrrverandi samstarfsað- ili, MTV, gervihnattamúsíkstöð Viacom International Inc. STAR sendi út efni frá MTV í Hong Kong, en sleit samvinnunni í fyrra og hóf útsendingar á eigin tónlistarefni. I september hófust nýjar MTV- sendingar í Asíu, fyrst á Ind- Iandi, sem er mikill vígvöllur í popptónlistarheiminum. Innan tíðar verður meira popptónlistar- efni sjónvarpað um gervihnetti til Asiulanda á ýmsum tungumál- ’um. Gagnrýni á engilsaxneska einstefnu í tónlistarvali og fram- setningu verður tekin til greina og meiri áherzla lögð á innlent efni og innlenda kynningu. Vaxtamál Tveir bankar hækka vextí á víxluin BÚNAÐARBANKINN hækkaði í gær forvexti á bankavíxlum um 0,6-0,85 prósentustig miðað við 1. desember í kjölfar hækkunar á ávöxtunarkröfu ríkisvíxla. Lands- bankinn hækkaði forvexti á Lands- bankavíxlum úr 4,2% í 5,0% 3. janúar, að sögn Brynjólfs Helga- sonar aðstoðarbankastjóra. Friðrik Halldórsson, forstöðu- maður verðbréfaviðskipta Bún- aðarbankans, sagði að forvextir á bankavíxlum væru nú 5,25-6% og ávöxtunin 5,41-6,22%. Hækkunin væri tilkomin vegna hækkunar ávöxtunarkröfu ríkisvíxla um 0,8 prósentustig í útboði á miðvikudag, enda væru bankavíxlar í beinni samkeppni við ríkisvíxla. Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, sagði að hann reiknaði ekki með að hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisvíxla hefði áhrif á langtímavexti; það færi varla nein skriða af stað. Sigurveig Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi íslandsbanka, sagði að ekki hefði verið rætt í bankanum enn sem komið er um vaxtabreyt- ingar í kjölfar hækkunar á ríkis- víxlum. Vextir á Kjörbók hækka Brynjólfur Helgason sagði að grunnvextir á Kjörbók Landsbank- ans hefðu einnig hækkað úr 2% í 3%, en hækkanir verða svo lægri á seinni þrepum ef innistæða helst óhreyfð. Áður hækkuðu vextir um 1 prósentustig eftir 16 mánuði og 2 í viðbót eftir 24 mánuði, en nú verður hækkunin 0,4 prósentustig eftir 12 mánuði og 1 í viðbót eftir 24 mánuði. B&L vill BMW og Renault umboðin SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa yfir á milli Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. og Bíla- umboðsins hf. um að B&L taki við umboði fyrir BMW- og Renault-bifreiðar. Á starfs- mannafundum í fyrirtækjun- um í gærmorgun var skýrt frá því að samningar væru á loka- stigi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gísli Guðmundsson, for- stjóri B&L, vildi í samtali við Morgunblaðið ekkert tjá sig um þetta mál en Pétur Óli Pétursson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins, sagði að í þessu efni væri allt falt ef rétt væri boðið en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. B&L hafa umboð fyrir Huyndai- og Lada-bifreiðar. Á síðasta ári seldi fyrirtækið alls um 480 Huyndai-bifreiðar og 218 Lada-bifreiðar eða sam- tals um 698 bifreiðar. Þetta samsvarar tæplega 13% mark- aðshlutdeild af fólksbílamark- aðnum. Bílaumboðið seldi aftur á móti 226 Renault-bifreiðar og 28 BMW-bifreiðar eða um 254 bifreiðar. Fyrirtækið hafði því um 4,7% markaðshlutdeild á fólksbílamarkaðnum. Að auki seldi Bílaumboðið 33 sendibíla og nokkrar vörubifreiðar af Renault-gerð. Franskt fargjaldastríð París. Reuter. FARGJALDASTRÍÐ er hafið á einni fárra innanlandsleiða i Frakk- landi, þar sem samkeppni flugfé- Iaga er leyfð. Ríkisflugfélagið Air Inter, sem hef- ur hálfgerða einokun á innanlands- leiðum, hefur lækkað fargjöld á leiðinni París-Toulouse til bráða- birgða vegna samkeppni frá Air Liberté, Euralair og TAT, sem er í eigu British Airways. Franska stjórnin opnaði leiðirnar París-Toulouse og París-Marseille 1. janúar vegna baráttu Evrópu- sambandsins gegn höftum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.