Morgunblaðið - 06.01.1995, Page 15

Morgunblaðið - 06.01.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 15 Alþjóðleg ráðstefna haldin í Reykjavík um viðreisn þorskstofnsins UR VERINU „Nýting þorskstofnsins skilar óviðunandi arðiu Sjávarútvegsráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um langtímanýtingu fiski- stofna á Hótel Sögu, föstudaginn 13. janúar 1995, kl. 12.00. Megin- viðfangsefni ráðstefnunnar verður að ræða leiðir til að ná hámarksaf- rakstri fiskistofna til lengri tíma lit- ið. Tilgangurinn er að efla skoðana- skipti stjórnmálamanna, vísinda- manna og hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og stuðla þannig að gagnkvæm- um skilningi þessara aðila. Er þess vænst að af umræðum á ráðstefn- unni skapist grundvöllur fyrir stefnumótun um skynsamlega nýt- ingarstefnu sem hefur langtíma- hagsmuni að leiðarljósi. Sjávarútvegsráðherra Kanada, Brian Tobin, mun flytja erindi á ráð- stefnunni sem nefnist: „Hrun og uppbygging þorskstofnsins við Kíinuda". „Án efa verður fróðlegt að heyra af reynslu Kanadamanna á þessu sviði en þar var talið nauð- synlegt að setja algert veiðibann á þorsk í því skyni að byggja stofninn upp að nýju,“ segir meðal annars í frétt ráðuneytisins um ráðstefnuna. Vinnuhópur á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar og Þjóðhags- stofnunar skilaði síðastliðið vor áliti sínu um hvernig nýta bæri einstaka fiskistofna þannig að hámarksaf- rakstri íslandsmiða verði náð til lengri tíma. Gerð var tillaga um að fylgt yrði fyrirfram ákveðnum regl- um um nýtingu fiskistofna, afla- reglum, í því skyni að halda þeim í þeirri stærð að þeir gefi há- marksafrakstur. Skýrsla vinnu- hópsins mun liggja frammi á ráð- stefnunni. Dr. Gunnar Stefánsson, tölfræð- ingur, formaður veiðiráðgjafar- nefndar Hafrannsóknastofnunarinn- ar, flytur erindi um Hagkvæma nýt- ingu fískistofna þar sem fjallað verð- ur um fiskifræðilegan grunn undir hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, fjallar um hagfræði- legan þátt aflareglu. Gunnar og Þórður áttu báðir sæti í framan- greindum vinnuhóp. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið Dr. Doug Butterworth pró- fessor við Háskólann í Cape Town, Suður-Afríku, til að halda erindi og svara spurningunni: „Eru aflareglur árangursríkasta leiðin til að tryggja langtímaafrakstur fiskistofna?" („Mánagement Procedures - the Best Approach for Securing Long Term Benefits from Fish Resourc- es?“) Pallborðsumræður Ráðstefnunni lýkur með pall- borðsumræðum um megin viðfangs- efni ráðstefnunnar. Brynjólfur Bjarnason, ráðstefnustjóri, mun stýra pallborðsumræðunum en þátt- takendur verða: Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar - Skagfirðings hf., Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnarins hf., Guðrún Marteinsdóttir, sjávar- líffræðingur á Hafrannsóknar- stofnuninni, Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Corp., Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf., Þorvaldur Garðarsson, skip- stjóri, Þorlákshöfn, og Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri, Samherja hf. Vakin er athygli á því að erindi erlendra fyrirlesara verða túlkuð samtímis af ensku á íslensku. Ráðstefnugjald er 3.500 krónur. Innifalið í verðinu er hádegisverður, kaffi og fundargögn. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 10. janúar til KOM hf. í síma 622411 eða með símbréfi 623411. Steinavík kaupir Jón Finnsson RE STEINAVÍK hf. nýtt útgerðarfé- lag sömu aðila og eru við stjómvöl- in hjá Ljósavík hf. í Þorlákshöfn hefur fest kaup á nótaskipinu Jóni Finnssyni RE. Að sögn Unnþórs Halldórssonar hjá Steinavík verður skipið áfram gert út frá Reylgavík en það var í eigu Gísla Jóhannes- sonar útgerðarmanns. Jón Finns- son er þegar farinn út eftir eig- andaskiptin með fimmtán menn í áhöfn. Gísli Jóhannesson hefur gert Jón Finnsson RE út frá árinu 1987 en fjölskylda hans hefur um ára- tuga skeið tekið þátt í útgerð skipa með sama nafni. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að horfa á eftir skipinu en ekki hafi verið um annað að ræða í stöðunni en að selja; það sé einungis fyrir „hina stóru“ að gera út í dag. Gísli gerir ráð fyrir að leggja árar í bát sem útgerðarmaður en Jón Finnsson var eina skipið sem hann hafði á sínum snæmm. Hann mun þó gefa sér góðan tíma til að hugsa málið. Gísli segir að skipið sé i góðum höndum. „Það eru ungir og dug- legir menn sem taka við og ég vona að þetta lukkist fyrir báða aðila.“ Hann reiknar með að sama áhöfn verði áfram á Jóni Finns- syni. „Þetta er að vísu allt breyt- ingum undirorpið, bæði til sjós og lands en ég vona að þeir verði allir áfram; það er valinn maður í hverju rúmi um borð og mikil eftirsjá í áhöfninni." Kaupverð skipsins hefur ekki fengizt uppgefið, en það er smíðað árið 1987 í Póllandi og 714 tonn að stærð. Jón Finsson hefur stund- að veiðar á rækju og loðnu. Á þessu kvótaári hefur hann rúmlega þús- und þonna þorskígildsikvóta og er uppistaðan loðna og rækja. Shjottu stoðum nnilir hiörgynarslarlið! (J(ed því aö kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkirðu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyöarstund. Opið viö Skátabúðina til kl. 20 Hjálparsveit skáta í Reykjavík Þ ö k k u m s t u ð n i n g i n n ! . EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Reykjavík Bókabúð Máls & Menningar Laugavegi 18 Bókahornið L augavegi 100 Penninn Kringlunni 8-12 Bóksala kennaranema S takkahlíð Bókabúð Máls & Menningar Síðumúla 7-9 Griffill hf. Síðumúla 35 Penninn Hallarmúla Hugborg Grímsbær Bústaðaveg Aníta hf.. Nethyl 2 Bókabúð Árbæjar Hraunbæ 102 Prentsm. Oddi Söludeild Höfðabakka Tækniskólinn bóksala Höfðabakka 9 Kópavogur Bókabúð Snælands Furugrund 3 Veda bóka- og ritfangaverslun Hamraborg 5 Keflavík Bókabúð Keflavíkur- Sólvallagötu 2 Nesbók bóka- og ritfangaverslun Hafnargötu 36 Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62 Akranes Bókaskemman Stekkjarholt 8 Bókaverslunin Andrés Nielsson Kirkjubraut 54 Grundarfjörður Hrannarbúðin Hrannarstlg 5 Hellissandur Verslunin Gimli Búðardalur Verslun Einars Stefánssonar ísafjörður Bókabúð JónasarTómasonar Hafnarstræti 2 Þingeyri Kaupfélag Dýrfirðinga Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hvammstangi KaupfélagV-Húnvetninga Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars Skagfirðingabraut Kaupfélag Skagfirðinga Akureyri Bókabúð Jónasar Jóhanns Hafnarstræti 108 Bókabúðin Edda Hafnarstræti 100 Kaupfélag Eyfirðinga Húsavík Prentstofan Örk Héðinsbraut 13 Raufarhöfn Bókabúðin Urð Tjarnarholt 9 Egilsstaðir Kaupfélag Héraðsbúa Kaupvangi 7 Bókabúð Hlöðum Fellabæ Eskifjörður Júllabúð Pöntunarfélag Eskfirðinga Neskaupstaður Kaupfélagið Fram Fáskrúðsfjörður Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar Höfn Hornafirði Kaupfélag A-Skaftfellinga Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.