Morgunblaðið - 06.01.1995, Page 18

Morgunblaðið - 06.01.1995, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 PLl IY BORGARKRINGLUNNI Hjörþyngdarnámskeiö FULLORÐINNA Erum að fara af stað með þetta vinsæla námskeið fimmta árið í röð. Námskeiðið stendur í þrjá mánuði og er undir stjórn næringarfræðings. Innifalið í námskeiði: C# Vikuleg mætingtil næringarfræðings. ^ Aöhald frá íþróttakennara sem sér um leikfimi fyrir þátttakendur í kjör- þyngdarhóp. CC Mælingar: þol, húðfita, blóðþrýstingur - í upphafi og enda námskeiðs. í||| Frjáls mæting í stöð, hvort heldur í leikfimi eða tæki. Verið velkomin! Kjörþyngdarnámskeiö UNGUNBA Aldur 10 -16 ára. Námskeiðið stendur í 12 vikur. Fyrirkomulag: Unglingurinn: 431- mætir ásamt fot;eldri/foreldrum til næringarfræðings sem kennir viðkomandi á „Stigakerfi Máttar". mætir vikulega til næringarfræðings sem fer yfir matardagbók og viktar. H| mætir reglubundið í leikfimi undir stjórn íþróttafræðings. |§| mætir í þolmælingar og húöfitumælingar í upphafi og í enda námskeiðs. FAXAFENI 14 REYKJAVIK SIMI 689915 FAXAFENI 14 REYKJAVIK SIMI 689915 FRÉTTIR: EVRÓPA Portúgal tekur við formennsku í VES Vilja samræmingu njósna og sam- eiginlega stjórnstöð Lissabon. Reuter. PORTÚGÖLSK stjómvöld, sem tóku við formennsku í Vestur-Evrópusam- bandinu (VES) um áramótin, vilja koma á fót samræmingu njósnastarf- semi aðildarríkjanna, setja upp sam- eiginlega stjórnstöð hemaðarað- gerða og gera ýmislegt fleira til að gera bandalagið skilvirkara. VES á með tíð og tíma að verða varnarmála- armur Evrópusambandsins. VES hefur lengi staðið í skugga Atlantshafsbandalagsins (NATO). Munurinn á bandalögunum tveimur er meðal annars sá að NATO hefur haft samhæfða stjórnstöð og hefur yfir fjölmennum hersveitum að ráða, en VES hefur ekki haft neitt hernað- arskipulag og fáar hersveitir teljast „VES-herlið“. Úr þessu vilja portúg- ölsk stjómvöld nú bæta. VES keppi ekki við NATO Portúgalar vilja hins vegar ekki að VES keppi við NATO. Jose Manu- el Durao Barroso, utanríkisráðherra Portúgals, sagði á blaðamannafundi að starfsemi VES mætti aldrei verða til að spilla hernaðarsamstarfi NATO-ríkja í Evrópu og Ameríku. Fernando Nogueira, varnarmála- ráðherra, sagði að mikilvægt væri að skipulag VES og NATO félli vel saman. „Við teljum að allur hefð- bundinn herafli, sem aðildarríki VES fá NATO til umráða, eigi jafnframt að teljast hersveitir VES,“ sagði hann. Nogueira sagði að ekki væri ætl- unin að VES kæmi sér upp eigin leyniþjónustu, heldur ætti að setja upp miðstöð, sem myndi samhæfa njósnir og greina upplýsingar, sem aðildarríkin og NATO öfluðu. Portúgalir vilja leggja fram herlið til Miðjarðarhafsflotadeildar, sem verið er að setja á laggimar undir merkjum VES, og til flotadeildar, sem Bretar og Hollendingar hyggjast setja á fót. Ekki fleiri ríki í bili Durao Barroso lét svo um mælt að VES ætti ekki að taka inn fleiri aðildarríki um stundarsakir, heldur væri það forgangsverkefni að styrkja innra starf samtakanna. Hin nýju aðildarríki Evrópusambandsins, Sví- þjóð, Finnland og Austurríki, munu fá áheyrnaraðild að samtökunum á næstunni. ísland er aukaaðili að VES ásamt Noregi og Tyrklandi. Reuter Kohl og Balladur funda HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Edouard Balladur, forsæt- isráðherra Frakklands, áttu í gær fund í bænum Chamonix í Frakk- landi en þar á Balladur hús. Frakkar og Þjóðverjar eru ekki eins samstíga í Evrópumálum og þeir hafa verið á undanförnum árum og er það talið geta haft áhrif á niðurstöðu ríkjaráðstefnu ESB. Nýtt viðmiðunarverð sjávarafurða • NÝTT viðmiðunarverð á sjávaraf- urðum tók að vanda gildi í Evrópu- sambandinu um áramót. Að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, sjávar- útvegsfulltrúa við sendiráð íslands í Bmssel hefur viðmiðunarverð ýmissa sjávarafurða lækkað lítið eitt frá fýrra ári. Verðið er reiknað út frá méðalverði í nokkmm innflutnings- höfnum ESB síðastliðin þijú ár og er nú tekið tillit til ára, sem verðið hefur verið lægra. Evrópusambandið getur lagt tolla á sjávarafurðir frá Islandi, séu þær seldar á Evrópu- markaði undir viðmiðunarverði. A það reyndi t.d. á síðasta ári við inn- flutning sjófrysts fisks til Bretlands. • BRESKA blaðið The Times segir í gær að aukinn stirðleiki í samskipt- um Frakka og Þjóðveija muni líklega hafa mikil áhrif á dagskrá ríkjaráð- stefnunnar á næsta ári. Mikil óvissa ríki um stuðning Frakka við sam- bandsríkjahugmyndir, fyrr en að loknum forsetakosningum, og hug- myndir Þjóðveija um að dýpka Evr- ópusamstarfið hafa hlotið litinn hljómgrann í Frakklandi. • NIALL Ferguson, sem kennir nútímasögu við Oxford-háskóla, seg- ir í grein í Daily Telegraph í gær að ESB styrki jaðarsvæði aðildarríkj- anna með byggðastefnu sinni og þró- unarstyrkjum. Það hafí leitt til þess að mikill stuðningur sé við ESB inn- an Skoska þjóðarflokksins og öðmm svæðisbundnum stjórnmálaflokkum í Evrópu. • BRESK fyrirtæki em mjög óör- ugg í samskiptum sínum við fram- kvæmdastjórnina, segir í skýrslu sem gerð var fyrir lögmannafyrirtækið Clifford Chance og greint er frá í Financial Times í gær. Er það niður- staða skýrslunnar að mörg fyrirtæki telji sig verða undir í samkeppni, þar sem þau hafi ekki nægilegan skilning á uppbyggingu ESB. • STUÐNINGUR við aðild að ESB verður sífellt meiri í Finnlandi sam- kvæmt skoðanakönnunum. Sam- kvæmt nýrri könnun telja 67% Finna að aðild sé þjóðinni í hag en 20% ekki. Alls töldu 78% að ESB sem slíkt væri góð stofnun eða vom hlut- lausir en einungis 17% töldu sam- bandið slæmt. 54% eru hins vegar andvíg sameiginlegum gjaldmiðli. í þjóðaratkvæðagreiðslunni á síðasta ári samþykktu Finnar aðild með 56% atkvæða. 4 c I c c € I I 4 4 4 C í i c i { ( < i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.