Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 22

Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FLYTJENDUR á nýárstónleikunum í Listasafni íslands á sunnudaginn. Mögnleikhúsið Aukasýn- ingá Trítiltoppi AUKASÝNINGAR verða á barna- leikritinu „Trítiltoppi" í Möguleik- húsinu um helgina. Leikritið var frumsýnt í byijun desember og sýnt þijátíu og sex sinnum fyrir jól, oft- ast fyrir fullu húsi. Til stóð að ljúka sýningum fyrir áramót, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveð- ið að bæta við tveimur aukasýning- um. Þær verða laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. janúar og hefjast kl. 14 í Möguleikhúsinu við Hlemm. I kynningu segir: „Trítiltoppur" er íslenskt ævintýraleikrit sem segir frá tröliastráknum Trítiltoppi sem leggur af stað í leiðangur til að leita að jólunum. Leitin reynist honum þó erfiðari en hann gerir ráð fyrir. Hann lendir í ýmsum ævintýrum, hittir góðhjartaða álfakónginn Arf- ítus, þarf að beijast við illskeytta dverginn Garra, þiggur gistingu í helli Grýlu og Leppalúða o.fl.“ Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz, Helga Rún Pálsdóttir hann- ar leikmynd og búninga og Alfreð Sturla Böðvarsson sér um lýsingu. Leikarar eru Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson og Stefán Sturla Siguijónsson. STEFÁN Sturla og Alda í hlutverkum Arfítusar álfa- kóngs og Trítiltopps. LISTASAFN íslands heldur ný- árstónleika sunnudaginn 8. jan- úar kl. 20.30 í safninu að viðstödd- um forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta eru aðrir nýárstónleikar Listasafnsins. Flytjendur eru allir í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og má þar nefna Blásarakvintett Reykjavíkur, Þóru Einarsdóttur sópran, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og marga fleiri. Á tónleikunum verður meðal annars Ieikin tónlist eftir Bach, Mozart, Schubert og Keisaravals- inn eftir Jóhann Strauss yngri. Efnisskrá Tónleikarnir hefjast á verki eftir Johann Christian Bach: Kvintett i D-dúr op. 11 nr. 6 fyrir flautu, óbó, fiðlu, víólu og selló. Næst verða flutt þrjú sönglög fyrir sópran og píanó eftir Jón Þórarinsson: Þjóðvísan Fuglinn í fjörunni, Islenskt vögguljóð á hörpu við ljóð Halldórs Laxness Nýárs- tónleikar Lista- safnsins og Jeg elsker dig við texta Magda- lene Thoresen. Þá verður flutt Fantasía um La Traviata eftir Verdi fyrir klarínett og píanó eftir Donato Lovreglio og Opus number Zoo fyrir blásarakvintett eftir Luc- iano Berio. Ljóðið í síðartalda verkinu er eftir Rhoda Levine og Hslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar. Eftir hlé verður Wolfgang Amadeus Mozart á dagskrá. Flutt- ur verður Kvartett í D-dúr K 285 fyrir flautu, fiðlu, víólu og selló. Der Hirt auf dem Felsen op. 129 fyrir sópran, klarínett og píanó er eftir Franz Scubert, ljóð- ið eftir Miiller og von Chézy. Að lokum hljómar Keisaravals- inn op. 437 eftir Jóhann Strauss yngri. Flytjendur eru sem fyrr segir kunnir og vel metnir tónlistar- menn sem starfa hér á landi og erlendis. Þeir eru Þóra Einars- dóttir, sópran, Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðla, Helga Þórarinsdótt- ir, víóla, Richard Talkowsky, selló, Richard Xorn, kontrabassi, Kristinn Örn Kristinsson, píanó, Steef van Oosterhout, slagverk, Blásarakvintett Reykjavíkur, Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jó- hannesson, klarínett, Jósef Ogni- bene, horn og Hafsteinn Guð- mundsson, fagott. Gallerí Sólon * Islandus Ljósmynd- ir eftir Davíð Þor- steinsson DAVÍÐ Þorsteinsson opnar sýningu á Jjósmyndum í Gall- eríi Sólon íslandus við Banka- stræti á morgun, laugardag, kl. 15. Um er að ræða hátt á þriðja tug mannamynda sem flestar eru teknar á götum Reykjavíkur á árunum 1993-1994. Davíð er áhugaljósmyndari sem áður hefur haldið fjórar einkasýningar, allar á Mok- kakaffi í Reykjavík. Sýningin á Sóloni stendur til 24. janúar og eru allir velkomnir jafnt á opnunina sem aðra daga. Daníel Þor- kell í Galleríi Sævars Karis FYRSTA sýningin í Galleríi Sævars Karls á árinu 1995 er sýning Daníels Þorkels Magn- ússonar, en hún verður opnuð í dag, föstudag. Daníel stundaði nám í_Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og hefur tekið þátt í §ölda sam- sýninga og haldið einkasýning- ar víða. Þetta er hans önnur einkasýning í Galleríi Sævars Karls. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Lög úr söngleikjum á mánudagskvöldið LISTAKLÚBBURINN hefur starf sitt á nýju ári á léttum nótum mánu- dagskvöldið 9. janúar en þá munu þijár ungar söngkonur flytja gestum lög úr söngleikjum við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Ámi E. Blandon fjallar um sögulegan bak- grunn laganna með aðaláherslu á Leonard Bemstein, höfund tónlistar söngleiksins West Side Story sem fmmsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Valgerður Guðnadóttir og Garðar Thór Cortes annað parið af tveimur sem leika Maríu og Tony í sýningu Þjóðleikhússins syngja við píanóundirleik Jóhanns G. Jóhanns- sonar hljómsveitarstjóra. Söngkonumar em Ágústa S. Ág- ústsdóttir, Harpa Harðardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Ágústa og Harpa hafa báðar stundað nám við Söngskólann í Reykjavík og luku þaðan söngkennaraprófi síðastliðið vor. Þær hafa tekið þátt í fjölda sýn- inga hjá íslensku ópemnni og í nóv- ember sl. héldu þær saman tónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stundaði nám við söngskólann í Reykjavík, Tónlist- arskólann í Vínarborg og Manhattan School of Music í New York. Hún hefur síðan tekið þátt í ópemupp- færslum í Mið-Evrópu og hér á landi og haldið tónleika erlendis og á ís- landi. Nú síðast fór Ingveldur Ýr með hlutverk Fjóthildar og Valþrúðar í Niflungahringnum eftir Wagner og með hlutverk Preziosilla í Valdi örlag- anna eftir Verdi. Listaklúbburinn heldur nú upp á eins árs afmæli um þessar mundir, en hann var stofnaður 3. janúar 1994. Dagskráin á mánudagskvöldið hefst um kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr. 500 en kr. 300 fýrir félaga Lista- klúbbsins. Þá mun liggja frammi dagskrá klúbbsins fyrir janúar og febrúar. Boðiö að stjórna Sinfóníunni STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar ís- lands hefur ákveðið að bjóða Guðna A. Emilssyni, hljómsveitarstjóra í Þýskalandi, að koma hingað á starfs- árinu 1995-96. Hann myndi þá stjórna Sinfóníunni á einum áskrift- artónleikum næsta vetur. Enn er hvorki Ijóst hvenær þetta gæti orðið nákvæmlega né hver efnisskráin yrði. Guðni hlaut nýlega verðlaun og styrk Herbert von Karajan-stofnun- arinnar í Berlín fyrir tónleikahald og framúrskarandi árangur í keppni. Hann er nú stjómandi Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar í Túbingen skammt frá Stuttgart og hefur á undanförn- um árum komið víða fram sem gesta- stjórnandi. 'í viðtali við Morgunblaðið á þriðjudag kvaðst Guðni eiga sér þann draum að koma heim og stjórna Sinfóníuhljómsveitinni hér. Og nú virðist ljóst að draumurinn rætist. Grafík- sýning Þórdísar í Stöðlakoti ÞÓRDÍS Elín Jóelsdóttir opnar grafíksýningn í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á morgun, laugardaginn 7. janúar, kl. 14. Þórdís stundaði myndlist- amám á listasviði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og útskrif- aðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988. Hún er meðlimur myndlistar- hópsins Áfram veginn sem rek- ur grafíkverkstæði í Þingholts- stræti 5. Hópurinn hefur hald- ið nokkrar samsýningar, síðast í Ásmundarsal 1990. Þetta er önnur einkasýning Þórdísar. Myndirnar eru handlitaðar ætingar unnar í kopar. Sýning- in er opin daglega frá kl. 14-18, en henni lýkur sunnudaginn 22. janúar. Fyrstu leirlistarverk- in og myndir Kjarvals A KJARVALSSTOÐUM __ hefjast tvær sýningar á morgun. Önnur er yfirlitssýning um íslenska leirlist og hin með myndum af mörgu tagi úr Kjarvalssafni. Hún markar upphaf þess að verk eftir Jóhannes Sveins- son Kjarval verði jafnan til sýnis í safninu. Kristín G. Guðnadóttir valdi myndirnar eftir Kjarval i austursal hússins, en Eiríkur Þorláksson hafði umsjón með leirlistinni í vestursal og miðsal. Þar gefur að líta sýnis- horn fyrstu leirlistaverkanna frá því um 1930 og síðan er reynt að rekja þróunina. Verk 21 myndlistarmanns eru á sýningunni. Forráðamenn Kjarvalsstaða hafa gegnum tíðina fengið óskir um að ganga megi að verkum Jóhannesar S. Kjarvals vísum í húsinu. Og nú hefur menningarmálanefnd ákveðið að taka einn sal undir þær. Þannig verða verk Kjarvals sýnd næstu vikur og einnig á sumarsýningu safnsins.' Það á mikið af myndum eftir lista- manninn og uppistaðan er gjöf hans til Reykjavíkurborgar frá 1968 á 5.000 verkum, mest skissum og teikningum. Síðan hafa fjölmargir einstaklingar aukið við hana. Á sýningunni, sem opnuð verður á morgun, er áhersla lögð á fjölbreyti- leika og frumleika í verkefnavali og myndmáli Kjai-vals. Myndir af þekkt- um Islendingum eru á sýningunni, landslagsteikningar, olíumálverk, uppstillingar og teikningar af furðu- verum í myndheimi málarans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.