Morgunblaðið - 06.01.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 35
fyrnst að fullu. Rússar hertóku þann
hluta landsins þar sem fjölskylda
Georgs bjó, þeir svívirtu móður hans
og sjálfur var hann um tíma í fanga-
búðum þeirra. Það er okkar skoðun
að hann hafí borið ör á sálunni eftir
þetta alla tíð.
Fyrst eftir komu sína til íslands
starfaði Georg sem landbúnaðar-
verkamaður. Hann hóf nám í
múraraiðn og lauk sveinsprófí 1958.
Meistararéttindi í faginu öðlaðist
harni 1926. Eins og alkunna er eru
störf múrara með þeim erfíðari og
varð atvinnusjúkdómur þegs valdandi
að hann varð að láta af þeiín störfum
mun fyrr en reiknað hafði verið
með. Við hjónin vissum fyrir víst að
hann var verkmaður góður og sjálf
sáum við verk eftir hann sem lofuðu
meistarann.
Það er öruggt að það er ekki tek-
ið út með sitjandi sældinni að vera
kippt úr leik svo snemma á vinnuæ-
vinni og leið hann fyrir það alla tíð.
Það sem bjargaði Georg þó var ró-
semi hans og lagðist hann því ekki
í vol og víl. Georg hafði alla tíð mik-
inn áhuga á ferðalögum, hvort held-
ur var innanlands eða utan og síðast-
liðið sumar fór hann í heimsókn til
ættingja sinna í Þýskalandi og Pól-
landi. Fyrir honum var þessi ferð,
og aðrar sambærilegar, sem píla-
grímsferðir. Við minnumst þess sér-
staklega hversu mikla ánægju hann
hafði af því að sýna okkur hjónum
og öðrum kunningjum, myndir frá
æskuslóðum.
Við minnumst einnig með mikilli
ánægju ferðar sem við fórum með
Georg og Steinu til Mallorca fyrir
nokkrum árum. Einnig skýtur upp í
hugann svipmyndum úr mörgum
ferðum með þeim heiðurshjónum,
Steinu og Georg, til Knarrarness á
Mýrum svo og til ýmissa annarra
staða hér innanlands.
Síðasta ferðin var í tjaldútilegu í
Þjórsárdal í sumar sem leið.
Það var mikill munur á honum og
innfæddum íslendingum. Honum var
í blóð borin virðing fyrir verðmætum
Páll elstur, sendum við okkar samúð-
arkveðjur og biðjum þeim Guðs bless-
unar, styrk og huggunar í sorginni
yfir þeirra mikla missi.
Garðar.
Sem bliknar faprt blóm á engi
svo bliknar allt, sem jarðneskt er
ei standa duftsins dagar lengi
þótt dýran fjársjóð geymi í sér.
Það eitt, er kemur ofan að,
um eilífð skín og blómgast það.
(NFS Grundtvig - Vald. Briem)
Eftir stutta og erfiða sjúkrahús-
legu er elsku Diddi farinn frá okkur.
Okkar hugur hefur verið mikið hjá
honum í þessum veikindum og þó
sérstaklega yfir hátíðarnar, þar sem
við umgengumst mjög mikið þá.
Diddi var alla tíð sem afi fyrir okk-
ur, en þó sérstaklega fyrir Önnu
Siggu, sem var það ung þegar Ingv-
ar afi dó. Að koma heim til Huldu
og Didda var eins og að koma heim
til ömmu og afa.
Diddi var mikill náttúruunnjindi.
Ekki voru þær fáar ferðirnar sem
við fórum með Huldu og Didda um
fáfarnar slóðir upp á hálendið.
Við eigum eftir að sakna Didda
mikið. Takk, elsku Diddi, fyrir allar
góðu stundirnar, við munum alltaf
minnast þín.
Elsku Hulda, Kiddý, Frímann,
Hrefna Lína, Biggi Palli og fjölskyld-
ur, við og fjölskyldur okkar í Svíþjóð
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur, okkur þykir leitt að
geta ekki komið heim til að fylgja
honum til grafar. Guð veri með ykk-
ur á þessari erfiðu stundu.
Karen og Sigríður Anna
Garðarsdætur, Svíþjóð.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Já, kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Þessar hugsanir koma upp í
huga okkar systkinanna er við kveðj-
um hann Didda frænda, eins og við
kölluðum hann. Á gamlársdag frétt-
og alla tíð var honum ljóst að ekkert
fæst átakalaust og að fyrir öllu verð-
ur að hafa og því fór hann einstak-
lega vel með öll fjárverðmæti. Hann
sóaði aldrei, en nýtti skynsamlega.
Af honum mátti margt læra, en eins
og flestum er kunnugt er ekki saman
að jafna fyrirhyggjusemi og ráðdeild
Þjóðverja annars vegar og Islendinga
hins vegar. Með þessu er þó ekki
sagt að hann hafí verið gallalaus en
hver er það ef grannt er skoðað.
Það duldist engum sem til þekkir
að makaval Georgs var gott. Steina
kona hans var honum alla tíð stoð
og stytta í lífinu og heimili þeirra
einkar aðlaðandi. Steina má nú horfa
á eftir eiginmanni sínum langt fyrir
tímann en hún var sjö árum yngri
en hann. Hún á sem betur fer góða
að sem standa með henni og styðja
hana.
Við hjónin, Soffía, mágkona
Georgs heitins og Ólafur, svili hans,
sendum Steinu einlægar samúðar-
kveðjur svo og öllum þeirra nánustu.
Fyrstu kynni mín af mági mínum
voru þegar Steina systir kom með
Georg á heimili okkar á Flókagöt-
unni. Ég var þá á fermingaraldri og
var vissulega forvitin að sjá kærasta
stóru systur minnar. Það fór vel á
með okkur þá og alla tíð síðan sýndi
Georg mér og minni fjölskyldu ávallt
vinsemd, þó við hefðum oft ólíkar
skoöanir á hlutunum. Eflaust var það
mjög þungbært fyrir ungan mann
að þurfa að hverfa burt frá sínum
nánustu og byija nýtt líf, bæði að
læra framandi tungumál og kynnast
ólíkri þjóð. Það kom stundum fram
hjá honum að hann ætti erfitt upp-
dráttar hér á íslandi. Ég held að
ættjarðarböndin hafi verið mjög
sterk hjá honum og fann maður til
með honum hversu fjarri hann var
frá ættingjum sínum.
Við megum alltaf búast við því
að missa þá sem okkur eru kærir
en það hefur enginn vald né burði
til að taka frá okkur endurminning-
arnar.
Soffía og Ólafur.
um við að stuttri en erfiðri baráttu
hans við krabbameinið hafði lokið
með sigri þess síðarnefnda.
Diddi, sem var yngstur bræðranna
frá Gunnólfsvík, var einnig síðstur
þeirra að flytja til hinna nýju heim-
kynna, er bíða okkar allra.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæinn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst um
sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferð-
ardaginn.
(Tómas Guðmundsson.)
Á þessum tíma hrannast upp
minningarnar um manninn, sem þótti
svo annt um okkur öll. Manninn, sem
vildi fylgjast svo vel með öllum af-
komendum bræðra sinna og reyndist
þeim, sem væru þau hans eigin.
Manninn, sem mátti ekkert aumt
sjá, þá var hann rokinn til hjálpar.
Já, manninn, sem hver móðir myndi
óska að væri ímynd sona hennar.
Síðustu þrjátíu árin rak Diddi með
félögum sínum smurstöðina í Öskju-
hlíðinni. Þjónustulundin var ávallt í
fyrirrúmi enda hélt hann sömu við-
skiptavinum, svo áratugum skipti. í
frítíma sínum naut hann þess að ferð-
ast um landið á jeppanum og ávallt
var veiðistöngin með í farteskinu.
Að renna fyrir silung var hans líf
og yndi og ósjaldan hefur hann stað-
ið á tröppunum hjá einhveiju okkar
með afrakstur slíkra ferða tilbúna í
pottinn. Hann naut þess að gefa það
sem flestir aðrir hefðu haldið fyrir
sig. Hann var skemmtilega bráðlátur
og vildi hespa hlutunum af í hvelli.
Orðið leti var ekki til í hans orðabók.
Dyr heimilis þeirra Huldu stóðu
ávallt opnar og þar var gestrisni og
höfðingsskapur hafður í fyrirrúmi.
Það var sama hvenær komið var,
elshúdborðið var alltaf tertum hlaðið.
Minningin um góðan dreng mun
varðveitast í hugum okkar allra um
ókomna tíma.
Elsku Hulda, Kiddý, Frímann,
Hrefna Lína, Biggi Palli, tengdabörn
og bamabörn, megi allar góðar vætt-
ir styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Systkinin frá Gunnólfsvík
og fjölskyldur þeirra.
MINNINGAR
+ Karl Jakobsson,
húsasmíða-
meistari, fæddist í
Haga í Aðaldal í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 3. maí 1911.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 27. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jakob Þorgrímsson
bóndi í Haga og
Rannveig Jón-
asdóttir. Hann átti
níu systkini, þar af
fimm hálfsystkini.
Á lífi er einn bróðir, Forni, en
látin eru Þorgeir, Jóna, Andr-
és, Ragnar, Jón Helgi, Jónas,
Adam og Hólmfríður. Hinn 24.
október 1936 kvæntist hann
Auði Eiríksdóttur, ljósmóður,
f. 20. september 1902 á Borgum
í Þistilfirði, d. 8. júlí 1979 í
Reykjavík. Þau eignuðust tvo
syni. 1) Þráinn, verkfræðingur
í Reykjavík, f. 9. júní 1938,
kvæntur Birnu Magnúsdóttur,
handavinnukennara, f. 16. des-
ember 1935. Þau eiga fjögur
börn, Magnús, sonur hans er
Þráinn Arnar, Karl, kvæntur
Helgu Melkorku Óttarsdóttur,
dóttir þeirra er María, Björgu
Jakobinu, sambýlismaður henn-
ar er Guðmundur Torfason og
eiga þau nýfædda dóttur, og
Auði, unnusti hennar er Marco
Dellernia. 2) Örlygur, aðstoðar-
skólameistari á Selfossi, f. 2.
maí 1945, kvæntur Steingerði
Jónsdóttur, skólaritara, f. 10.
apríl 1945, og eru börn þeirra
þrjú, Kári, Jón og Auður.
Sambýliskona
Karls frá 1980 var
Aðalbjörg Björns-
dóttir frá Ytritungu
á Tjörnesi, f. 19.
desember 1912, d.
7. mars 1992. Karl
fluttist til Vest-
mannaeyja 1933 og-
lærði þar húsasmíði
en fluttist til
Reykjavíkur 1946
og hóf þá strax
störf hjá Bygginga-
félaginu Brú og
vann hjá því fyrir-
tæki á meðan það
starfaði. Fyrsta byggingin sem
hann vann við var Gagnfræða-
skóli Austurbæjar. Árið 1953
hóf hann vinnu við Borgarspít-
alann en grunnur hafði verið
tekinn að þvi húsi árið áður.
Karl varð fljótlega meistari við
Borgarspítalann og vann siðan
einnig á eigin vegum við inn-
réttingu spítalans. Hann vann
einnig við margar aðrar stór-
byggingar í Reykjavik, m.a.
Skúlatún 2, Laugalækjarskóla,
Vogaskóla og Kaffibrennslu O.
Johnson & Kaaber svo nokkrar
séu taldar. Hann sat í stjórn
Meistarafélags húsasmiða um
nokkurra ára skeið. Eftir að
byggingu Borgarspítalans lauk,
þ.e. A- og E-álmu, tók Karl að
sér að stjórna smíðaverkstæði
Borgarspítalans og sá um við-
hald við spítalann. Þegar hann
Iét af störfum vegna aldurs árið
1981 hafði hann starfað við spít-
alann óslitið í 28 ár.
Útför Karlg fer fram frá
Bústaðakirkju í dag.
KARL
JAKOBSSON
í DAG, þegar við kveðjum Karl Jak-
obsson, tengdaföður minn, langar
mig að minnast hans í fáeinum orð-
um.
Á annan dag jóla hittist öll fjöl-
skyldan í í jólaboði hjá Þráni og
Birnu eins og svo mörg undanfarin
ár, öll nema Karl Þráinsson og fjöl-
skylda hans, sem býr erlendis og
Kári, sonur okkar, sem var að vinna.
Karl var hinn hressasti og var kom-
ið fram yfir miðnætti er við ókum
honum heim um leið og við fórum
austur. Þegar við kvöddum hann þá
grunaði okkur ekki að það væri í
síðasta sinn. Daginn eftir var hann
allur. Það er gott að minnast þessa
síðasta kvölds sem við áttum saman,
Karl talaði um veiðar í Þingvalla-
vatni næsta sumar, hann var mynd-
aður með nýfæddri dóttur Bínu og
Guðmundar og fór vel á með honum
og þessum yngsta afkomanda hans.
Þegar ég kynntist Karli var liðið
á starfsævi hans. Hann sá þá um
viðhald á Borgarspítalanum, en
hafði áður stjórnað byggingu hans
og duldist engum að hann var stolt-
ur af þeirri byggingu og þótti vænt
um vinnustað sinn. Hann og Auður
kona hans voru nýflutt í Hjallaland-
ið, í raðhús sem Karl byggði og bjó
Þráinn sonur hans í næsta húsi -
og býr enn.
Karl var ættaður úr Suður-Þing-
eyjarsýslu, fæddist og ólst upp í
Haga í Aðaldal í stórum hópi systk-
ina. Sem unglingur vann hann á
bæjunum í kring í kaupavinnu.
Hann var í Laugaskóla í tvo og
hálfan vetur en fór í ársbyrjun 1933
á vertíð í Vestmannaeyjum eins og
svo margir ungir menn gerðu á
þessum tíma. I Eyjum hóf hann
fljótlega vinnu við smíðar, m.a.
bátasmíði hjá Helga Benediktssyni
sem var umsvifamikill athafnamað-
ur í Eyjum. í Vestmannaeyjum
lærði hann einnig húsasmíði og þar
kynntist Karl konuefni sínu, Auði
Eiríksdóttur, ljósmóður, ættaðri úr
Þistilfirði og gengu þau í hjónaband
fyrsta vetrardag 1936. í Eyjum
fæddust synir þeirra báðir, Þráinn
og Örlygur, en 1946 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og settist
fljótlega að í Drápuhlíð 28, þar sem
þau bjuggu lengi, í húsi sem Karl
byggði ásamt sveitungum sínum að
norðan
Þegar litið er til baka er margs
að minnast og bera minningarnar
um Karl allar vitni um mikinn öðl-
ingsmann og traustan og tryggan
vin. Á fyrstu búskaparárum okkar
Örlygs í Reykjavík, þegar kom að
því að finna dagvistunarpláss fyrir
yngri son okkar, komu þau í heim-
sókn einu sinni sem oftar, Auður og
Karl, og var erindið að bjóða Jóni
að vera hjá ömmu sinni á daginn.
Hún hafði reyndar litla trú á leikskól-
um og slíkum stofnunum og þótti
víst nóg um að sá eldri þyrfti að
dvelja þar daglangt. Var þetta góða
boð þegið með þökkum og var sá
stutti í vistinni á þriðja ár. Ekki veit
ég hvort var sælla, amman eða
drengurinn en besta stund dagsins
var þegar afínn kom heim úr vinn-
unni með kaffibrúsann sinn og þeir
karlmennirnir fengu sér „brúsakaffi".
Auður og Karl voru mjög gestris-
in og dvöldu ættingjar og vinir að
norðan og úr Eyjum oft á heimili
þeirra, þegar sinna þurfti ýmsum
erindum í höfuðborginni. Á afmælum
sínum, í maí og september, héldu þau
veglegar veislur og buðu frændum
og vinum. Þessi boð eru okkur minn-
isstæð og minnast ekki síst bama-
börnin þeirra með gleði. Auður átti
oft við heilsuleysi að stríða og annað-
ist Karl hana af einstakri umhyggju
og víst er um það, að vel kunni hann
til húsverka, hvort heldur það voru
þrif, þvottar eða matseld, löngu áður
en þær sjálfsögðu kröfur voru gerðar
til karlmanna að þeir tækju virkan
þátt í heimilisstörfum.
Auður lést í júlí 1979 en um haust-
ið 1980 hóf Karl sambúð með Aðal-
björgu Björnsdóttur sem þá var
ekkja og búsett á Húsavík. Var það
báðum heillaspor og áttu þau nokkur
góð ár saman þar sem þau tóku
þátt af lífi og sál í því margvíslega
starfi sem öldruðum er boðið uppá
- spiluðu félagsvist, fóru í sólar-
landaferð og dönsuðu, en Karl hafði
gaman af að dansa og á sínum yngri
árum dansaði hann alltaf við allar
stúlkurnar á böllunum í sveitinni,
þar var engin skilin útundan. Á ve-
turna dvöldu þau Aðalbjörg í Reykja-
vík, en á sumrin á heimili hennar á
Húsavík. Ósjaldan fengum við send
vel þegin ber að norðan, aðalbláber,
en Karl og Aðalbjörg fóru gjarnan
á beijamó og tíndu þá jafnan mikið
af beijum.
Karl hafði yndi af því að renna
fyrir silung og lax og var slyngur
veiðimaður. Hygg ég að hann hafí
átt sínar bestu stundir við Þingvalla-
vatn, en þar áttu tengdaforeldrar
Þráins sumarbústað og fóru þau
Auður oft austur um helgar á sumr-
in. Nú, síðustu sumrin, eftir lát Aðal-
bjargar, fór Karl með Þráni og fjöl-
skyldu flestar helgar austur og sigldi
Þráinn með þá Karl og Magnús,
tengdaföður sinn, út á vatn og komu
þeir oft með dijúgan afla að landi.
Nú eru hásetarnir hans Þráins báðir
komnir í annað skipsrúm, en Magn-
ús lést fyrir rúmu ári. Síðustu æviár
Aðalbjargar voru þeim báðum erfið
vegna alvarlegra veikinda hennar
og þurfti hún oft að dvelja langdvöl-
um á sjúkrahúsum. Þá komu mann-
kostir Karls enn í ljós en hann sýndi
henni einstaka umhyggju og var hjá
henni öllum stundum á sjúkrahúsinu
þar til yfír lauk. Börn Áðalbjargar,
fjögur, sem öll eru búsett á Húsa-
vík, studdu Karl vel á þessum tíma
og héldu tryggð við hann eftir að
hann fluttist aftur suður.
Á seinni árum fór heilsa Karls
nokkuð að gefa sig og þurfti hann
nokkrum sinnum að leggjast inn á
sjúkrahús, en hann náði góðum bata
og allt síðastliðið ár gat hann verið
heima í notalegu íbúðinni sinni í
Hæðargarði, sem hann kunni vel við
sig í og hugsaði þar að mestu um
sig sjálfur. Þráinn, sonur hans, hitti
hann á hveijum degi og var sam-
band þeirra feðga allra einkar gott.
Karl var ákaflega vel gerður mað-
ur, hægur en traustur, mikill verk-
maður og vandvirkur. Þegar við flutt-
um í húsið okkar á Selfossi komu
þau austur Karl og Aðálbjörg, hann
setti upp skápa og eldhúsinnréttingu
en hún málaði með okkur húsið. Ein
besta afmælisgjöf sem ég hef fengið
var sú sem' Karl færði mér þegar ég
varð fertug, en þá kom hann austur
með hillur sem hann hafði smíðað
og setti upp í búrinu hjá okkur. Hann
þóttist fara nærri um það hvað hús-
móðurinni kæmi best.
Ég kveð Karl tengdaföður minn
með kærri þökk fyrir samfylgdina.
Hann var börnum okkar góður afí
og minnast þau hans með hlýhug
og þökk. Öll samskipti við hann voru
góð og byggð á traustum grunni
eins og byggingarnar sem hann
reisti. Blessuð sé minning Karls Jak-
obssonar.
Steingerður Jónsdóttir.
Það var fyrir nær þrj átíu árum
að fundum okkar nafna bar saman
í fyrsta sinn. Ég var ráðinn við Borg-
arspítalann nýja sem þá var í bygg-
ingu, byggingameistarinn, Karl Jak-
obsson, sem þá var byggingameist-
ari hjá Byggingafélaginu Brú. Með
okkur urðu strax góð kynni sem síð-
ar meir áttu eftir að verða nánari,
er við urðum nágrannar í raðhúsa-
lengju við Hjallaland í Fossvogi sem
við byggðum okkur. Þar vorum við
góðir grannar í fimmtán ár. Við
hjónin gleymum aldrei hvað nafni
minn og hans ágæta kona Auður
hvöttu okkur áfram að byggja þrátt
.fyrir lítil auraráð. Þau sáu alltaf ein-
hveija leið til að við gætum haldið
sama striki og hinir. Það var laugar-
dag fyrir páska 1967 sem byijað var
að grafa með stórvirkum vélum og
inn var flutt 1. nóvember 1970. Án
þeirra hvatningar hefðum við ekki
getað byggt það hús. Ég ætlaði svo
sannarlega ekki að gera honum
nafna mínum það að skrifa um hann
einhveija lofrullu, það hefði ekki
verið að hans skapi. Ég hringdi í
hann rétt fyrir hátíðina, sem ég
gerði samt svo sannarlega of sjald-
an, þá var hann kátur sem fyrr, og
var ekki að heyra að hann hefði
nokkru gleymt húmornum. Nú hefur
hann kvatt um leið og árið kveður
okkur.
Við hjónin erum ævilangt þakklát
þeim nafna og Auði fyrir trygga
vináttu. Guð blessi minningu þeirra,
og veri með sonum, tengdadætrum,
barnabörnum og öðrum ættingjum
um ókomna tíð.
Karl Ormsson.