Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir (jXJA p'A, HVER.PBAKIC, v_, HVl'TLAUNSPUNSlMNp' TAKIE? EFTIF?] PABBI /fcTLAl^ /VP LESA HIKiA'AKLEGU JÓLASÖGU um ,xóta ._ . TKOÞ, S6M 8JAfSGAB» > v"-_. JÓLUUUM."' KOAIIP ÖLL HINSAP OG HLUSTIP X.' W« FAVíe Tommi og Jenni Smáfólk ■ Mamma segir að ég geti fengið Ætlarðu að standa þarna þangað Ég er mjög þolinmóður einstakl- herbergið þitt þegar þú ferð í til? ingur. menntaskóla... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Fátt réttlætir hrokann Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: FÁTT ER það í mínum huga, sem réttlætir þann peningaaustur sem fer í daggreiðslur í formi dagpen- inga til maka ráðherra í þeirra utan- landsreisum sem sumar hveijar mættu vera ófarnar. Það er mikið meira en nóg fyrir íslensku þjóðina að greiða flugfar, fæði og húsaskjól fyrir ráðherrann sjálfan í hans utanlandsreisum þó herrann sjálfur borgi fyrir konu sína sé hún með í för. Það er heldur engin þörf á að senda svo og svo fjölmennt skrautflibbalið með ráðherranum, bara til að eyða peningum okkar skattgreiðenda þar sem meiri þörf væri fyrir þá heima við til að laga fjárhagsstöðu lands og þjóðar. Til að kóróna allt saman heyrðist það og sást á öldum ljósvakans, að meiri háttar skömm væri að taka við þessum dagpeningagreiðslum svo aumar væru þær. Fyrir mér er þetta lægsta plan fáviskunnar, sem er kryddað fádæma hroka. I einu ráðuneytinu er dagpen- ingagreiðsla til maka meiri en árs- laun mín. Sennilega eru þeir pen- ingar undanþegnir slcatti, en mín árslaun ekki. Því gladdist ég mikið er ég sá og las sundurliðaðan lista ráðuneytanna nú fyrir stuttu. Sá fjárlagahalli ríkissjóðs á komandi ári yrði örlítið minni ef þessar millj- ónir (14.072.328) í dagpeninga- greiðslur maka hefðu farið í að þrengja gat fjárlagahallans á um- liðnum árum. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. Vegna athugasemda Valgerðar Gunnarsdóttur Að marggefnu tilefni Frá Ólínu Þorvarðardóttur: MORGUNBLAÐIÐ hefur nú í tvígang birt „athugasemdir" Val- gerðar Gunnarsdóttur við grein sem ég skrif- aði í það ágæta blað 7. desember sl. Augljóst er að einhverjum er það hjartans mál að koma skrifum Valgerðar á framfæri, og úr því sem komið er tel ég rétt að „kvitta" fyrir móttöku þeirra með örfáum lín- um. (Hafði annars hugsað mér að láta kyrrt liggja, því athugasemdir á athugasemdir ofan hafa aldrei verið til þurftar í opin- berri umræðu.) Greinin sem er tilefni umræddra „athugasemda" Valgerðar bar heitið „Sannleikurinn er sagna bestur". Hana skrifaði ég vegna ómaklegra árása Valgerðar Gunnarsdóttur á Jóhönnu Sigurðardóttur, og rang- færslna hennar varðandi varaform- annsafsögn Jóhönnu sumarið 1993 o g kjör Rannveigar Guðmundsdóttur í sama embætti skömmu síðar. Ef frá er talin ábending um það hve lengi Rannveig sat sem varaformað- ur Alþýðuflokksins (eitt ár — ég þakka leiðréttinguna), þá eiga marg- ítrekaðar athugasemdir Valgarðar lítið skylt við staðreyndaflutning. Þvert á móti bera þær vott um þrá- hyggju, sem ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við efnislega. Ég tel víst að Valgerði svíði það, að sjá rifjað upp á prenti margt það sem gerðist að tjaldabaki sumarið 1993, m.a. hennar eigin aðild að öllu saman. En Valgerður verður að lifa með því og eiga um við sína eig- in samvisku — ekki mig. Hún og þær flokks- systur hennar sem hafa farið mikinn í fjölmiðl- um að undanförnu, í árásarskrifum á fyrrum samheija sína úr Al- þýðuflokknum, hafa talað af mikilli kok- hreysti um stýrk og ágæti kvennasamstöð- unnar innar flokksins nú um stundir. Lesend- ur Morgunblaðsins geta sjálfir séð af þeim skrif- um út á hvað sú sam- staða gengur. Sjálfri þykir mér dap- urlegt að heyra gleiðgosalegar yfir- lýsingar þeirra stallsystra bergmála í veggjabrotum þeirra ijúkandi rústa sem áður var stjórnmálaflokkur. Ég held satt að segja að þeim væri holl- ara að skoða afleiðingar þeirra at- burða sem eru tilefni þessara blaða- skrifa. Staðreyndin er sú, að Alþýðu- flokkurinn hefur misst sinn hæfasta leiðtoga. Leiðtoga sem konurnar í flokknum náðu ekki samstöðu um að styðja sem vert var. Starfsaðferð- ir og stjórnarhættir forystumanna flokksins hafa gert það að verkum að flokkurinn er klofinn í herðar niður. Hann hefur misst á annað hundrað fylgismenn sem voru gangnir í flokkinn með aðild að Jafn- aðarmannafélagi íslands, og í raun réttri hrakið það fólk frá sér. Fylgi Alþýðuflokksins mælist nú 2,9% í Reykjavík á sama tíma og Þjóðvaki mælist með 25,9% fylgi á landsvísu. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR, Framnesvegi 36, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii'birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.