Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Þrjú N-Afríkuríki Viðræður um sam- einingu Túnisborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Súdan, Líbýu og Chad ræða nú hugsanlega samein- ingu þessarra Norður-Afríkuríkja eftir kosningar sem fram eiga að fara í Chad 9. apríl, að sögn innan- ríkisráðherra Súdans á föstudag. „Forsetar landanna þriggja ræddu sameiningarmálið í september þegar haldið var upp á byltingarafmælið í Líbýu,“ sagði innanríkisráðherrann, Taieb Kheir. „Afstaða bræðra okkar í Chad er sú að þeir eru að undirbúa kosningar og þeir verða að leita eft- ir skoðun þjóðarinnar og eftir það geta þeir tekið stórar ákvarðanir sem krefjast samstöðu stjórnvalda og þjóðarinnar.“ „Súdanir hafa ekkert á móti sam- einingu ef bræður okkar í Líbýu og Chad fallast á hana,“ sagði ráðherr- ann og bætti við að ekki hefði verið ákveðið hvemig að sameiningunni yrði staðið. Áður höfðu farið fram viðræður um hugsanlega sameiningu milli Líbýu og Súdans og Líbýu og Chads. Líbýa og Chad hafa lengi eldað grátt silfur, en samskipti ríkjanna virðast hafa batnað frá því Líbýu- menn létu af hendi landamærasvæð- ið Aouzou samkvæmt úrskurði Al- þjóðadómstólsins. ------» » » Suður-Afríka Joe Slovo látinn Jóhannesarborg. Reuter. JOE Slovo, formaður kommúnista- flokks Suður-Afríku og húsnæðis- málaráðherra í ríkisstjórn Nelsons Mandela, lést úr krabbameini á föstudag, 68 ára að aldri. Slovo varð árið 1985 fyrstur hvítra manna félagi í framkvæmda- Stjórn Afríska þjóðarráðsins, ANC og var herráðsforseti vopnaðra sveita ráðsins, Umkhonto we Siswe. „Joe Slovo helgaði líf sitt barátt- unni fyrir réttlæti, lýðræði og frelsi í landinu okkar“, sagði Mandela í yfirlýsingu þar sem skýrt var frá andlátinu. Er aðskilnaðarstefnan var við lýði töldu margir hvítir menn Slovo hættulegasta andstæðing ríkisins, ekki síst vegna tengsla hans við Sovétríkin. SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 7 Alltaf í fararbroddi Lágmúla 4 sími 569 9300, i Hafnarfirði sfmi 565 2366. í Kejlavík simi 1 13 53. á Akureyri sími 2 5(1 00. á Selfossi simi 21 666 ■ og bjá umboðsmönuum um latui aíll. þegar ævintýrin gerast erlendis DIR NOTT ÁRI í Farklúbbur VISA og Úrval-Útsýn bjóða Gull- og Farkorthöfum tvær einstakar draumaferðir með austurlenskum munaði til vinsælustu baðstrandarborgar Marokkó. 29. jaiiúar - 4. februar 5. -11. febrúar 6 nætur á ftmm stjömu hóteli fyrir aðeius 46.940 kr. á manninn. Innifalið: Bcint leiguflug til Agadir, gisting á 5 stjömu lióteli með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjóm og flugvallarskattar. Við Agadir leikur svalandi hafgola um sólheita 10 kin langa tandurhrema sandströnd. Sjóböð, sólböð, teimis, golf, siglingar, reiðtúrar, sjóskíði og köfun era aðeins brot af því sem hægt er að stunda sér til hrcssingar og upplyftingar á þessum besta árstíma í Marokkó. Einstök golfparadis ineó frábærum golfvöllum. Peter Salmon er sérstakur golffararstjóri í báöuin ferðum ^ Spennandi skoðunarferðir m ÚRVAL-ÚTSÝN Edinborg er frábær verslunarborg, rómuð menningarborg og tvímælalaust ein fallegasta borg á Bretlandseyjum. íboði eni ijölbreyttar skoðunar- og skemmtiferðir. Á ijölunum er m.a.: Joscph and the amazing Technicolour Dreamcoat Söngleikur eftir Andrew Loyd Wehber í Playhouse. Cinderella Ballett í Festival Theatre. Helgarterð 11.-14. tebrúar Verð 26.790 kr * Urvals-fólk<<«< Vikuferð 11.-18. febrúar á frábæru verði. Skemmtilegasti ferðaklúbbur á íslandi í fallegustu borg Bredands. Verð 34.600 kr.* Fararstjóri í báðum ferðunum verður Rebekka Kristjánsdóttir. * lnnifalið: l'lug til Glasgow, akstur til lidinborgar, gisting með morgunverði á Hotel Mount Royal, íslensk fararstjórn og llugvallarskaUar. Austurríki Wagrain 28. jan. 10 sæti laus Vikuferð með skíðapassa 4. feb. 2 sæti laus ll.feb. 12sætilaus 18. feb. örfá sæti laus 25. feb. laus sæti Austurríki Saalbach-Hinterglemm 4. feb. 4 sæti laus ll.feb. uppselt 18. feb. örfá sæti laus 25. feb. laus sæti Frakkland Meribel-Mottaret 28. jan. 6 sæti laus ítalía Val Gardena 4. feb. uppselt / biðlisti ll.feb. 4sætilaus 12.jan. uppselt 26. jan. 7 sæti laus 9. feb. 9 sæti laus 16. feb. 17 sæti laus 2. mars 20 sæti laus 9. mars 11 sæti laus 23. niars laus sæti m ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4 sími 569 9300, í Hafnarfirði sími 565 2366, í Keílavík sími 1 13 53, á Akureyri sími 2 50 00, á Selfossi síini 21 666 - og hjá umboðsniönnum um land alit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.