Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÁFI situr að snæðingi með gestum sínum, m.a. Kim kardínála frá Suður-Kóreu. HEIMSÓKN PÁFA TIL ASÍU OG ÁSTRALÍU flLIPPSEYJAR Colombo SRI LANKA ÁSTRALÍA Prátt fyrir áhygjur manna af heilsufari hins 74 ára gamla Jóhannesar Páls páfa, heldur hann í vikunni í ferö til Asíu og Ástralíu sem mun i mjög á þrek hans © 12.-16. janúar Manila, Filippseyjum 16.-18. januar Port Moresby, Papúa Nýju Gíneu 18.-20. janúar Sydney, Ástralíu 20.-21. januar Colombo, Sri Lanka \ Asíu- og Astralíuferð páfa er 63 utanlandsferö hans frá því hann tók við embætti árið 1978. Að ferðinni lokinni mun hann hafa heimsótt 111 ríki og ferðast 904.175 km, sem jafngildir nærri því 23 ferðum umhverfis jörðina eða rúmlega ferð til tunglsins og heim aftur REUTER íhaldssami hirðirinn Gagnrýni á Jóhannes Pál II páfa eykst sífellt. íhaldssemi hans þykir hafa ýtt undir klofning innan kaþólsku kirkjunnar og hafa orðið til þess að flöldi fólks hefur yfírgefíð hana. FAGNAÐARLÆTI mann- flöldans er Jóhannes Páll II páfi birtist á svölum Péturskirkjunnar í Róm eru ekki hin sömu og fyrir sextán árum. Ástæður þess eru fjölmarg- ar, miklar breytingar hafa orðið í heiminum á þeim tíma sem liðinn er og eykst gagnrýni sífellt á páf- ann fyrir íhaldssemi hans. Þegar Karol Wojtyla var kjörinn páfi árið 1978, fyrstur Pólveija, vakti hann athygli og aðdáun fyrir lífsgleði og orku, hann synti, lék fótbolta, fór á skíði og hafði leikið á sviði. Hann hafði barist gegn kúgun kommúnista í heimalandi sínu og þótti einkar vel til þess fallinn að leiða kirkjuna inn í nýja tíma, til að kynna Vesturlandabú- um kirkjuna að nýju og blása nýju lífi ítrúboðkirkjunnaríþriðjaheim- inum. Fólksflótti úr kirkjunni Nú hefur aldurinn sett sitt mark á páfann. Þrátt fyrir að hann eigi enn miklum vinsældum að fagna og sé vel ern, hefur íhaldssemi hans skapað klofning innan kirkjunnar. Hún hefur hrakið frá sér fólk í iðn- væddum ríkjum og ýtt undir átök fijálslyndra og íhaldssamra í þró- unarríkjum. Páfi hefur verið sakaður um bók- stafstrú og ósveigjanleika, sérstak- lega hvað varðar fóstureyðingar og getnaðarvamir. Þá ver hann af festu það skírlífisheit sem prestar kaþólsku kirkjunnar eru skyldaðir til að gangast undir. Hefur það fælt ijölda manna frá þjónustu við kirkjuna. Skömmu fyrir lát sitt líkti rithöf- undurinn Graham Greene, sem gerðist kaþólikki á miðjum aldri, páfa við Ronald Reagan: „Hann var fyrrum leikari, sem var hrifinn af mannfjöida og myndavélum." Sú ákvörðun páfa að neita að Ijá fýlgi sitt svonefndri „frelsunarguð- fræði“, sem er undir sterkum áhrif- um frá marxisma, ýtti undir harð- vítugar deilur fylgismanna stefn- unnar og íhaldssamra biskupa og leiddi til fólksflótta úr kirkjunni. Þá hefur páfi hrakið frá sér ýmsa hópa kaþólskra í Bandaríkj- unum, s.s. meðal samkynhneigða, kvenréttindakonur og nýaldar- sinna. í Afríku og Asíu ógnar að- dráttarafl gamals og hefðbundins átrúnaðar í löndunum kaþólsku kirkjunni og jafnvel í Póllandi, einu öflugasta vígi hennar, hefur fylgis- mönnum hennar fækkað mikið. Slagorð á borð við „Sendum prest- ana til tunglsins" heyrast æ oftar og slagorð gegn kommúnisma; „Losum okkur við þá rauðu“ hefur breyst í „Losum okkur við þá svörtu [hempuklædda prestana]". Af þeim 63% sem sækja kirkju reglulega, telur þriðjungur að hún hafi ekki sinnt hlutverki sínu vel. Hættumerki Þessi hættumerki verða meira áberandi á sama tíma og heilsu páfans hefur hrakað. Mönnum er enn í fersku minni för hans til Zagreb fyrr í haust, þar sem hann virtist máttlítill og þjáður. Þegar páfinn tók við embætti var honum falið það verk að leiða kirkj- una á vit þriðja árþúsunds kirkjunn- ar. Leggur hann nú drög að mikilli hátíð í tilefni þess, auk þess sem hann hefur sett sér að ná sáttum við rétttrúnaðarkirkjuna í austur- hluta álfunnar. Sú spurning, sem gerist hins vegar æ áleitnari, er hvaða stefnu kirkjan eigi að taka undir stjóm eftirmanns hans. íhaldssöm öfl innan kaþólsku kirkjunnar eru þar ráðandi. Páfi hefur sjálfur skipað fjölmarga af kardínálunum og Ijóst þykir að næsti páfi mun án efa verða undir áhrifum Jóhannesar Páls II. Fijáls- lyndari kardínálar innan kirkjunnar eru ósáttir við þetta og sá frambjóð- andi sem þeir binda mestar vonir við, er kardínálinn í Mílanó, Carlo Maria Martini. Hann er 66 ára jesú- íti og gjarnan kallaður „verðandi páfi“. Hann lifir að minnsta kosti enn Heilsa páfans er æ oftar til um- fjöllunar. í júlí 1992 var fjarlægt æxli úr ristli páfa. í apríl á síðasta ári skrikaði honum fótur á snyrting- unni og hefur þurft að setja málm- plötur í mjöðm hans. Hann hefur ekki náð sér að fullu eftir fallið en harðneitar engu að síður að minnka við sig vinnu. „Hans heilagleiki vinnur hvem einasta dag vikunnar, 16 stundir á dag. Hann er 74 ára og tekur ekki frí um helgar,“ segir Joaquin Navarro Valls, talsmaður Páfagarðs. Fjölmiðlarnir, sem páfi nýtti sér svo vel á fyrstu árum sínum í emb- ætti, beina nú athyglinni að aldri hans og heilsubresti. Páfí gerir sér fylliiega grein fyrir þessu. Þegar mannfjöldinn við Péturskirkjuna hrópaði „lifi páfinn" í október sl. svaraði hann „Per ora vive“ (Hann lifír að minnsta kosti enn). Þrátt fyrir kímnigáfuna hefur páfi orðið æ fjarlægari og minna áberandi í fjölmiðlum. Hann hefur verið sagður eiga sér tvær hliðar; annars vegar heimspekingurinn og hins vegar hinn tilfínninganæmi og kraftmikli maður. Með áranum hef- ur hefur hin íhugula hlið orðið æ meira áberandi. Þetta kom ekki hvað síst í ljós í bók páfans sem út kom í haust. Textinn er upphaflega svar við spurningum sem ítalskur blaða- maður, Vittorio Messori, sendi páfa fyrir viðtal þeirra. Bókin þykir á köflum verða flóknar heimspekileg- ar vangaveltur, en hún hefur engu að síður náð metsölu um heim all- an, en það er sönnun þeirra vin- sælda sem páfinn nýtur þrátt fyrir aukna gagnrýni. Dómgreindarbrestur Þeir sem gagnrýnt hafa páfa vegna íhaldssemi hans, óttast áhersluna sem lögð er á óskeikul- leika hans. Benda þeir á það að dómgreindin hafi nokkrum sinnum Trrugðist honum illilega. Dæmi um það hafi verið sú ákvörðun að veita Kurt Waldheim, fyrram forseta Austurrikis, sem þagði um störf sín fyrir þýsku leyniþjónustuna í Króat- íu í síðari heimsstyijöldinni, orðu Páfagarðs fyrir þjónustu sína í þágu mannréttinda. Tilraunir páfa til að ná sáttum við rétttrúnaðarkirkjuna hafa mis- tekist. Hrun jámtjaldsins í Evrópu hefur ef eitthvað er breikkað bilið á milli kirkjudeildanna. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var neydd til samstarfs við sovétstjórnina og yf- irtók nokkrar kaþólskar stofnanir. Nú líta Rússar á Páfagarð sem stofnun sem kunni að vilja end- urheimta eignir sínar. í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu hefur blossað upp hatur á milli hinna rómversk-kaþólsku Króata og Serba, sem tilheyra rétttrún- aðarkirkjunni. Raunar lá Páfagarði svo á að viðurkenna sjálfstæði Kró- atíu að hann og Þýskaland urðu fyrstir til þess [ásamt íslandi]. Frá þeim tíma hefur páfi gert hvað hann getur til þess að draga úr áhrifum þessa. Serbar hafa ekki fyrirgefið páfa og neyddu hann til að hætta við heimsókn til Sarajevo í haust. Páfi stefnir að miklum hátíða- höldum í tilefni upphafs þriðja ár- þúsunds og er vonast til þess að allt að 40 milljónir manna muni halda til Rómar til slíkra hátíða- halda. Búist er við því að páfinn muni í tilefni afmælisins fara ofan í saumana á sögu kirkjunnar til að kanna hvar henni hefur skjátlast. Meðal þess sem án efa mun bera á góma er rannsóknarrétturinn, ofsóknir á hendur mennta- og vís- indamönnum (m.a. Galileo), stuðn- ingur kirkjunnar við nýlendustefnu í Ameríku og afstaða kirkjunnar í helförinni. Brjóta bann kirkjunnar Gagnrýnisraddirnar munu tæp- ast þagna. Kaþólska kirkjan er sök- uð um að hafa fjarlægst þegna sína og þótti það koma berlega í ljós á mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró í haust, en þá börðust fulltrúar Páfa- garðs hatrammlega gegn því að fóstureyðingar og getnaðarvarnir yrðu viðurkenndar. Kaþólska kirkj- an getur hins vegar ekki að eilífu neitað að fjalla um getnaðarvarnir, kvenpresta og skírlífi presta. Þessi málefni hafa valdið miklum deilum innan kaþólsku kirkjunnar. Fjölmargir kaþólikkar bijóta bann kirkjunnar við getnaðarvörn- um, enda eru kaþólsk lönd á meðal þeirra landa þar sem fæðingartíðni er lægst. Krafa Páfagarðs um skír- lífi presta (ekki skylda fyrr en á 13. öld) er ein aðalástæða þess að um 100.000 prestar hafa kastað hempunni á síðustu 25 árum. Enginn efast um sannfæringu páfa, þátt hans í hruni kommúnism- ans og í því að kynna fólki kirkjuna sem raunhæfan valkost þeirra sem sætta sig ekki við neysluhyggjuna á Vesturlöndum, sem páfí telur hafa skapað guðlausa veröld án raunveralegra gilda. En getur kirkj- an beðið í aldir með að leysa vand- ann sem fylgir því að draga úr fjölg- un mannkyns? Og er það hægt undir stjórn páfa með svo fastmót- aðar trúarskoðanir? Mikilvægasta verkefni kaþólsku kirkjunnar er að sameina kaþólikka að nýju. Hvort Karol Wojtyla er rétti hirðirinn til að leiða söfnuðina inn í næsta árþúsund á eftir að koma í ljós. Byggt á The Financial Times. Nýja bílasalan, Bíldshöfða 8, s. 673766 MMC Galant GLSI 4x4, árg. ‘92, ek. 38. þús. km, rauður, sumardekk, vetrardekk, beín- skiptur 5 g., spoiler, álfelgur, toppbíll með öllu. Verð kr. 1.490 þús. stgr. Eigum einnig árg. ‘90-’91. MMC L-200 Double Cab 4x4 dísel, árg. ‘92, ek. 75 þús. km., dökkgrænn, 5g., 31’’dekk, lengdur pallur, getur verið vsk. bill, jeppaskoðaðaur, upph. fyrir 33”, skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 1.550 þús. stgr. MMC L-300 4x4 dísel, árg. '90, ek. 147 þús. km, 8 manna, grár tvíl., 5 g., skiptii á ódýrari. Verð kr. 1.350 þús. stgr. Eigum einnig árg. ‘88—’93, bensín. MMC Colt GLXI, árg. ‘91, ek. 69 þús. km, dökkgrænn, sumardekk, vetrardekk, 5 g„ rafm. í öllu, skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 880 þús. stgr. Eigum einnig árg. '89—'92. Hyundai Sonata GLSI 16V, árg. '94, ek. 10. þús. km., vínrauður, framhjóladr., 4 sumardekk, 4 vetrardekk, 5. g„ skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 1.450 þús. stgr. VANTAR ALLAR GERÐIR AF NÝLEGUM BÍLUM Á SKRÁ OG Á STAÐINN. VottaKim hollustu Tókýó. Reuter. HER Norður-Kóreu vottaði Kim Jong-il, leiðtoga landsins, hollustu í fjöldagöngu hermanna á miðviku- dag, að sögn fréttastofu landsins. Fréttastofan sagði að Choe Kwang, forseti herráðs kóreska Alþýðuhersins, og fleiri ræðumenn hefðu lofað að efla herinn, „samein- aðan í einum huga um hinn mikla leiðtoga, félaga Kim Jong-il“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.