Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 13
Reuter
JOHN Salvi mætir fyrir dómara í Norfolk i Virginíu ásamt lög-
fræðingi sínum. Salvi var framseldur til Massachussets, þar sem
hann hefur verið ákærður fyrir morð á tveimur konum.
Heilagt
stríð
John Salvi myrti tvær konur í Boston með
guð að leiðarljósi. Hryðjuverk Salvis er
óhugnanlegasti verknaðurinn í baráttu and-
stæðinga fóstureyðinga til þessa. Salvi var
sennilega einn á ferð, en, eins og Karl Blön-
dal, fréttaritari Morgunblaðsins í Bandaríkj-
unum, rekur hér, er grunnt á ofbeldinu þeg-
ar fóstureyðingar eru annars vegar og and-
stæðingar þeirra hvetja síst til friðsamlegra
aðgerða í málflutningi sínum.
FYRIR utan tvö hús á Beac-
on Street í Brookline, litlu,
velmegandi bæjarfélagi
'nálægt hjarta Boston,
liggja blómvendir í hrúgum og
kertaljós blakta í kvöldgolunni til
minningar um fórnarlömb Johns
C. Salvis III, sem á næstsíðasta
degi ársins 1994 gekk berserks-
gang, myrti tvær konur og særði
fjóra. Fórnarlömbin, Shannon
Lowney og Leanne Nichols, störf-
uðu á læknastofum fyrir óléttar
konur, þar sem gerðar eru fóstur-
eyðingar. Þeir, sem daglega mót-
mæla fyrir utan læknastofurnar
tvær, kalla þennan hluta Beacon
Street „götu dauðans" vegna fóst-
ureyðinganna, sem þar eru gerðar.
Nú er þessi spotti „gata dauðans"
í hugum allra Boston-búa.
Salvi er andvígur fóstureyðing-
um og föstudaginn 30. desember
ákvað hann að leggja málstaðnum
lið í verki. Áróðursstríðið um fóstur-
eyðingar harðnar stöðugt í Banda-
ríkjunum og grípa andstæðingar
þeirra - sem kalla sig „talsmenn
lífs“ - til stöðugt harkalegri að-
gerða. Verknaður Salvis hefur víð-
ast hvar verið fordæmdur, en hörð-
ustu andstæðingar fóstureyðinga
hefja hann til skýjanna. í þeirra
augum stendur yfir borgarastyijöld,
„heilagt stríð“.
Salvi lét sér ekki nægja að ráð-
ast á læknastofurnar tvær í Boston
með tíu mínútna millibili. Hann
hélt því næst til Virginíu-
ríkis og á gamlársdag
hleypti hann af 22 skot-
um fyrir utan læknastofu
þar sem gerðar eru fóst-
ureyðingar. Engann sak-
aði og hann var handtek-
inn skömmu síðar.
Salvi hefur ekki játað á sig morð-
in og í yfirlýsingu, sem hann gaf
út með samþykki lögfræðings síns
á fimmtudag, er hvergi minnst á
fóstureyðingar. Þar er hins vegar
höfuðáhersla lögð á „ofsóknir á
hendur katólskum mönnum", sem
fari fram „með fullri vitund" stjórn-
valda á öllum stigurn.
Aukið eftirlit
Verknaður Saivis hefur kallað
fram viðbrögð hjá Bill Clinton
Bandaríkjaforseta, Bob Dole, leið-
toga repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings, og frammámönn-
um kaþólsku kirkjunnar. Janet
Reno dómsmálaráðherra sagði að
eftirlit við læknastofur, þar sem
gerðar eru fóstureyðingar, yrði hert
til muna.
Salvi vann á hárgreiðslustofu í
New Hampshire, en yfirmaður hans
þar kvaðst hafa ætlað að reka hann
eftir að honum sinnaðist við við-
skiptavin á Þorláksmessu. Um jólin
sauð upp úr milli Salvis og foreldra
hans, sem búa á Flórída, en komu
til New Hampshire að heimsækja
son sinn um jólin. Salvi fór til jóla-
messu ásamt foreldrum sínum, sem
var öllum lokið þegar hann reis upp
í miðri guðsþjónustu og gagnrýndi
kaþólsku kirkjuna hástöfum fyrir
aðgerðarleysi.
Félagar hinna ýmsu samtaka,
sem beijast gegn fóstureyðingum,
kveðast lítið þekkja til Salvis. Hann
hafí af og til sést á mótmælavökum
og fyrir utan læknastofur, en alls
ekki haft sig mikið í frammi.
Fyrir er vitað til þess að Salvi
hafí reynt að grípa til aðgerða í
þágu málstaðar andstæðinga fóst-
ureyðinga árið 1993. Bjó hann þá
í bænum Everett fyrir norðan Bost-
on. Skammt frá heimili hans í Ever-
ett er kaþólsk kirkja, sem kennd
er við meyfæðinguna, og sagði
presturinn þar, Edmund Sviokle,
að Salvi hefði komið að máli við sig
í þeim tilgangi að efla baráttu kirkj-
unnar gegn fóstureyðingum. Salvi
vildi fá að dreifa myndum af fóstr-
um eftir fóstureyðingu til kirkju-
gesta. Presturinn kveðst hafa þver-
tekið fyrir slíkt, en Salvi
brá þá að sögn á það ráð
að standa fyrir utan kirkj-
una og rétta sóknarbörn-
um myndirnar. Á bíl sinn
límdi hann stóra mynd af
fóstri.
Salvi var gjarn á að vitna í heil-
aga ritningu og lýsa yfir afstöðu
sinni gegn fóstureyðingum. Hann
virðist ekki hafa verið í tengslum
við neinn ákveðinn söfnuð eða bar-
áttusamtök gegn fóstureyðingum,
en mynd yfirvalda af Salvi breytist
eftir því, sem fleiri gögn koma fram
í málinu.
Morðin þaulskipulögð?
Nýjar vísbendingar benda til
dæmis til þess að verknaðurinn
hafí verið þaulskipulagður. Dag-
blaðið The Boston Globe greindi frá
því á fimmtudag að Salvi sæist á
myndbandi, sem lögregla hefði
komist yfir, frá mótmælavöku fyrir
utan aðra læknastofuna 14. maí á
síðasta ári. Haft er eftir lögreglu-
þjóni að á myndbandinu sjáist Salvi
ganga fram og til baka fyrir fram-
an bygginguna og „virðist horfa
grannt á hana, líkt og hann væri
að reyna að sjá hvernig öryggi þar
væri háttað".
„Þetta virðist ekki hafa verið til-
viljanakennt athæfi bijálaðs
rnanns," hafði The Boston Globe
eftir lögregluþjóni, sem vinnur við
rannsóknina, á fimmtudag. „Við
höfum fundið vísbendingar um að
þetta hafi verið þaulhugsað. Hann
hafði verið að undirbúa þetta um
nokkurt skeið.“
Lögregla kannar nú einnig hvort
Salvi standi að baki morðhótunum,
sem kvensjúkdómalækni við aðra
læknastofuna í Brookline bárust í
síma hálfum mánuði áður en árásin
var gerð. Sá, sem hringdi, vissi allt
um hagi læknisins og bað um konu
hans með nafni. Læknirinn var
kallaður barnamorðingi og hótað
að drepa hann og fjölskyldu hans.
í íbúð Salvis fannst lesefni gegn
fóstureyðingum frá kirkju meyfæð-
ingarinnar í Everett. Þar fannst
einnig nafn og símanúmer Donalds
Spitz, prests og leiðtoga herskárra
samtaka, sem beijast gegn fóstur-
eyðingum. Þau samtök hafa um
langt skeið mótmælt .fyrir utan
Hillcrest læknastofuna, sem Salvi
réðist á í Norfolk í Virginíu, og
Spitz hefur opinberlega hrósað
Salvi og kallað hann píslarvott.
Spitz kveðst ekki þekkja Salvi, en
segist mundu hafa stutt hann hefði
hann leitað til sín.
Samsæri?
Þótt Salvi virðist enn sem komið
er hafa verið einn að verki eru
ýmsir, sem halda því fram að árás-
irnar hafi ekki verið nein tilviljun.
Allt frá því að Hillcrest-stofan var
opnuð níu mánuðum eftir að hæsti-
réttur leyfði fóstureyðingar árið
1973 hafa mótmælendur fylkt liði
fyrir utan dyr hennar.
Sjónvarpsklerkurinn Pat Robert-
son, sem meðal annars hefur verið
orðaður við forsetaframboð, er með-
al þekktari andstæðinga fóstureyð-
inga, sem búa í nágrenni Við Hill-
crest. Eleanor Smeal, forseti kven-
réttindasamtaka í Washington,
kveðst telja að Salvi hafi laðast að
Hillcrest vegna þess hve andstæð-
ingar fóstureyðinga hafi lagt mikia
áherslu á að mótmæla fyrir utan
stofuna.
„Við teljum að hér sé um að
ræða lausriðið net manna, sem
fylgja þeirri stefnu að myrða fyrir
málstaðinn," sagði Smeal í samtali
við fréttastofuna Associated Press.
„Hvernig gæti maður hafa skotið
og drepið fólk í Massachusetts,
stokkið upp í bíl, ekið til Norfolk í
Virginíu og valið fyrir tilviljun stofu,
sem málsvarar mannsmorða hafa
beint að spjótum sínum um langt
skeið?“
Ekki er víst að þessar vangavelt-
ur séu úr lausu lofti gripnar því að
bandaríska alríkislögreglan, FBI,
hefur síðan í sumar rannsakað
hvort samsæri liggi að baki ofbeld-
is- og skemmdarverkum við lækna-
stofur, þar sem framkvæmdar eru
fóstureyðingar.
Árið 1993 undirritaði Spitz
áskorunarskjal þar sem hann styður
beitingu ofbeldis, þar á meðal
manndráps, í því skyni að vernda
„líf ófæddra barna“. Spitz er kunn-
ingi Pauls Hills, sem fyrir skömmu
var dæmdur til dauða fyrir að
myrða John Britton lækni og James
Barett, lífvörð hans, í Pensacola í
Flórída 29. júlí á síðasta ári og
hefur ljósmynd af þeim saman ver-
ið birt víða í bandarískum fjölmiðl-
um.
Hill er prestur eins og Spitz og
hefur greiniléga ekkert á móti því
að verða píslarvottur í þágu mál-
staðar síns.
„í hreinskilni sagt vona ég að
þessum dómi verði ekki
haggað og ég verði tek-
inn af lífí,“ sagði Hill með
bros á vör í viðtali, sem
Associated Press tók við
hann 20. desember. „Eg
held að ég geti bjargað
fleira fólki lifandi en dauður. Og
það er köllun mín . . . að bjarga eins
mörgu saklausu fólki og hægt er.“
Þegar Hill var spurður hvort
hann teldi að Jesús Kristur myndi
hafa tekið í gikkinn svaraði hann:
„Skilyrðislaust." Og hann reyndist
forspár þegar spurt var hvoit hann
teldi að verk sín myndu egna aðra
til ofbeldisverka: „Án nokkurs
vafa,“ var svarið.
Prédikaði morð
Hill byijaði að prédika að það
ætti að myrða þá, sem fram-
kvæmdu fóstureyðingar, eftir að
læknirinn David Gunn var skotinn
til bana fyrir utan læknastofu í
Pensacola árið 1993. Michael F.
Griffin situr nú í lífstíðarfangelsi
fyrir morðið.
Ofbeldisverk virðast vera daglegt
brauð við læknastofur, þar sem
gerðar eru fóstureyðingar. Rúm-
lega helmingur stofa, sem þátt tóku
í könnun, er birt var í -desember,
greindi frá því að á sjö mánaða
tímabili hefðu borist morðhótanir,
þær orðið fyrir barðinu á íkveikjum,
innrásum eða sprengjuárásum, fólki
hefði verið varnað inngöngu inn í
þær, eða starfsfólk og sjúklingar
eltir á röndum. Þegar við bættust
skemmdarverk og mótmæli fyrir
utan heimili manna höfðu 67 pró-
sent fóstureyðingastofa, eins og
þær eru kallaðar í Bandaríkjunum,
orðið fyrir ágangi andstæðinga
fóstureyðinga.
Samkvæmt könnuninni virðist
ekkert hafa dregið úr ofbeldi við
læknastofur, þrátt fyrir lög, sem
samþykkt voru í maí á síðasta ári,
um að þyngja dóma vegna mót-
mæla. Læknar, sem vinna við fóst-
ureyðingar, fara til vinnu klæddir
skotheldum vestum. Sumir ganga
vopnaðir. Viðbúnaðurinn á eftir að
aukast eftin morðin í Boston. Clint-
on skipaði lögreglu á mánudag að
gera úttekt á því hvemig afstýra
mætti ofbeldi við læknastofur.
Víða stendur nú lögregluvörður,
þar sem lögregluþjónar fóru áður
af og til hjá. Margir hyggjast ráða
eigin öryggisverði og koma fyrir
kvikmyndatökuvélum og skotheldu
gleri.
Fóstureyðingar bannaðar 1880
Fóstureyðingar voru ekki bann-
aðar með öllu í Bandaríkjunum fyrr
en um árið 1880 og þá með þeirri
undantekningu að þær væru leyfí-
legar ef líf móðurinnar væri í hættu.
Rétturinn til fóstureyðinga virtist
þó njóta almenns stuðnings. Þær
voru áfram gerðar fyrir opnum tjöld-
um og fyrst um sinn sýknuðu kvið-
dómar þá, sem stunduðu fóstureyð-
ingar.
Fóstureyðingar hafa ávallt talist
synd í kristindómi, en var fremur
jafnað við kynlíf en morð hvað al-
varleika snerti. Kaþólska kirkjan
skar upp herör gegn fóstureyðing-
um árið 1869 þegar Píus páfí IV.
lýsti yfir því að allar konur, sem
gengjust undir slíka aðgerð, yrðu
bannfærðar. Páfagarður er hættur
að beita bannfæringarvopninu, en
Jóhannes Páll páfí II., sem tímarit-
ið Time valdi mann síðasta árs, er
andstæðingur fóstureyðinga. Páf-
inn sá.til dæmis til þess að tillaga,
sem Bandaríkjamenn studdu um
fjölskyldur og barneignir, var felld
af því að hann óttaðist að hún
myndi ýta undir fóstureyðingar.
Á sjötta áratug þessarar aldar
er talið að í Bandaríkjunum hafi
árlega verið gerðar um milljón ólög-
legar fóstureyðingar, sem hafi
dregið þúsund konur til dauða.
Áhættan var mest hjá minnihluta-
hópum. 90 af hundraði þeirra
kvenna, sem fóru í fóstureyðingu
voru hvítar, en 75 af hundraði
þeirra, sem létu lífið, voru úr minni-
hlutahópum.
Baráttan fyrir því að fóstureyð-
ingar yrðu leyfðar á ný hófst á
sjöunda áratugnum, um leið og
farið var að beijast fyrir
réttindum svartra og
mótmæla Víetnam-stríð-
inu. Sú barátta bar ávöxt
þegar hæstiréttur
Bandaríkjanna dæmdi í
máli „Roe gegn Wade“,
að „friðhelgi einkalífsins ... væri
nógu víðtæk til þess að taka til
ákvörðunar konunnar um það
hvort hún bindur enda á þungun
sína eða ekki“.
Aðgangur bandarískra kvenna
að fóstureyðingum hefur verið mis-
jafn eftir búsetu, en lítið hefur ver-
ið haggað við þessum úrskurði
hæstaréttar síðan, þótt hlutfall
íhaldssamra dómara í honum hafi
hækkað í forsetatíð Ronalds Reag-
ans og George Bush.
Baráttan gegn fóstureyðingum
hefur staðið linnulaust þá tvo ára-
tugi, sem fóstureyðingar hafa verið
leyfðar, og síðasta áratug hafa and-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
„Sífellt harka
legri og of-
beldisríkari
aðgerðir"
„Andstæðing-
um fóstureyð-
Enga fjölgar
á þingi“