Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Pappírslaust hvern dag Á skömmum tíma hefur Morgnnblaðið stigíð stór skref á sviði upplýsingatækni. Guðni Einarsson kynnti sér hvemig nú er hægt að lesa Morgunblaðið í pappírslausri útgáfu. Glefsur úr tölvupóstinum UNDANFARIÐ hafa verið stigin skref sem gefa staðhæfingunni „Morg- unblaðið - blað allra landsmanna“ nýja vídd. Nú geta all- ir þeir sem hafa aðgang að upplýs- ingaveitunni Internet, hvort heldur í Neskaupstað eða á Nýja-Sjálandi, nálgast efni blaðsins hvern útgáfu- dag. Með hagnýtingu nýjustu tölvu- tækni geta blindir hlustað á texta blaðsins daglega. Gagnasafnið Þegar tölvuvæðing blaðsins hófst árið 1977 byrjaði nýr kafli í sögu þess. Árið 1986 var lagður grunnur að tþlvutæku gagnasafni blaðsins. Gagnasafnið geymir nú upplýsingar um 38 þúsund greinar sem birst hafa í blaðinu allt frá árinu 1976. Þar er skráð nafn höfundar, heiti greinar og birtingardagur. Þá eru til á tölvuformi um 200 þúsund greinar og fréttir sem geymdar eru í heild. Minningargreinar í tölvu- bankanum eru um 70 þúsund. Dag- lega bætast við gagnasafnið að meðaltali um 170 fréttir og greinar. Gagnasafn Morgunblaðsins er einstakur gagnabanki um íslenskt þjóðfélag undanfarin níu ár. Það er ljóst að margir geta haft hag af því að tengjast gagnabanka af þessu tagi. Árið 1993 hófst sam- starf milli Morgunblaðsins og Strengs hf. um að gera gagnasafn- ið aðgengilegt tölvunotendum utan blaðsins. Eftir undirbúningsvinnu hóf Strengur hf. að selja viðskipta- vinum sínum aðgang að gágnasafni Morgunblaðsins i febrúar.1994. Efni blaðsins dag hvern er yfir- farið og síðan sent gegnum há- hraðanet Pósts og síma til Strengs hf. þar sem það bætist við gagna- safnið sem fyrir er. Að sögn -Hauks Garðarssonar, framkvæmdastjóra Strengs hf., eru það einkum stofnanir og stærri fyr- irtæki sem keypt hafa áskrift að gagnasafninu. Meðal þeirra sem nota sér þessa þjónustu má nefna Alþingi, Islandsbanka og bókasöfn. Þá hefur skólum boðist aðgangur í gegnum íslenska menntanetið. Innan tíðar gefst almenningi kostur á að tengjast gagnasafninu með einföldu upphringisambandi. Þá verður auglýst símanúmer sem hægt verður að hringja í með tölvu- mótaldi. Gjald fyrir þessa þjónustu verður innheimt eins og þegar hringt er í hin ýmsu símatorg. Þá er verið að gera tilraunir með aðgang að gagnasafninu í gegnum Intemet og má vænta frekari frétta af því innan tíðar. Móttaka efnis á Internet Þann 9. desember síðastliðinn var lesendum blaðsins kynnt sú nýjung að Morgunblaðið hefði eignast sína heimasíðu og netfang á Intemet. Netfangið virkar eins og póstfang á þessari upplýsingaveitu sem teyg- ir arma sína um allan heim. Á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar um blaðið, símanúmer og símbréfsnúmer, netfang blaðsins og nokkurra starfsmanna þess. Það er fyrirtækið Miðheimar sem ann- ast um heimasíðu Morgunblaðsins. Margir hafa notfært sér þann möguleika að senda blaðinu greinar í gegnum Intemet enda er það hand- hægt fyrir þá sem em í tengslum við upplýsingaveituna. Til dæmis hafa alþingismenn aðgang að Inter- neti, fjöldi kennara og námsmanna allt frá grunnskóla upp í háskóla og starfsmenn fjölda fyrirtækja. Einn starfsmaður Morgunblaðs- ins hefur það hlutverk að „gá í hólfið“ að minnsta kosti fjórum sinnum á dag. Hann skoðar póstinn sem hefur borist, flokkar hann og sendir áfram um tölvukerfið innan blaðsins til réttra viðtakenda. Þann- ig fara minningargreinar til um- sjónarmanns þeirra, aðsendar greinar til ritstjórnarfulltrúa og aðsend bréf á sinn stað. Myndsendingar utan af landi Tölvuvæðingin hefur opnað marga nýja möguleika. Þannig hafa nokkrir fréttaritarar blaðsins fengið þjálfun í að senda myndir til blaðs- ins í gegnum tölvur. Mönnum er í fersku minni giftusamleg björgun sex skipveija af Goðanum sem fórst í Vöðlavík fyrir um ári. Björgunar- þyrlurnar brutust austur við illan leik og komust síðan til Neskaup- staðar með skipbrotsmennina. Það var ófært að austan og til Reykja- víkur, hvort heldur á lándi eða í lofti, en síminn var opinn. Fréttarit- ari blaðsins á staðnum hitti skip- brotsmennina að máli þegar þeir komu til Neskaupstaðar og tók af þeim myndir. Filman var framköll- uð fyrir austan og búnar til mynd- ir. Þær voru síðan skannaðar inn á tölvu í Neskaupstað og tölvuboðin send símleiðis til blaðsins. Þessi tækni gerði Morgunblaðinu kleift að birta mynd af þeim sem björguð- ust og björgunarmönnum þeirra daginn eftir atburðinn. Þann 10. desember opnaðist Frá Þýskalandi: ►,,Ég þakka þetta frábæra framtak að koma Mogganum á netið.“ Frá viðskiptaneti í Bandaríkjunum: ► „Mig langaði bara að láta vita að þessi þjónusta er framúr- skarandi góð og tímabær. Það sem mig langar til að vita er hvernig áskrift verður hagað og hvað hún kemur til með að kosta...“ Frá stofnananeti í Bandaríkjunum: ► „Þetta er skemmtileg þjón- usta, en kostar dálítið, sérílagi fyrir fólk eins og mig, sem þarf að kaupa Internetaðgang dýru verði. Það eru kannski helst námsmenn (sem kvarta um dýra áskrift) sem geta helst lesið þetta, þvi allflestir þeirra hafa Internet-aðganginn ókeypis...“ Frá menntaneti í Bandaríkjunum: ► „Fyrir okkur sem ekki not- um íslenskt letur daglega er nokkuð óþjált að lesa þetta...“ Frá Noregi: ► „Velkomnir með Moggann á WWW. Þetta verður nytsöm þjón- usta fyrir íslendinga í útland- inu...“ Frá íslandi: ► „Góðan daginn. Mér finnst þetta framtak með Moggann mjög gott. Að vísu finnst mér vanta myndir með greinum til að gefa þessu „sömu tilfinningu" og þegar þú lest Moggann." Frá Ástralíu: ►,,Ég er I Sidney þar sem er sól og blíða og töluverður raki í Iofti...“ Frá menntaneti í Bandaríkjunum: ► „Verðið er of hátt. Það er ekki sambærilegt að silja með Mogg- ann yfir morgunmatnum, renna augunum yfir síðuna, skoða myndir o.s.frv. og að vesenast þetta á tölvuskjá..." Frá íslandi: ►„Sko, mér finnst að myndirnar mættu vera á Morgunblaðinu, þó svo að það taki sinn tíma og allt það.“ Frá Kanada: ► „...þetta er hið merkasta fram- tak hjá ykkur og án efa verður þróunin í blaðadreifingu í þessa átt. Ég vona að það verði nógu margir sem hafa efni og áhuga á þessu til að þetta framtak beri sig.“ Frá Noregi: ►„Verð bara að byrja á að þakka ykkur fyrir þetta frábæra fram- tak að setja Moggann á WWW. Það er ansi mikið þægilegra að geta blaðað í gegnum hann svona daglega, heldur en að þurfa að fá sendan stóran bunka af blöð- um sem maður nennir svo aldrei að lesa.“ Frá Japan: ► „Töl vukerfið hér þekkir ekki nafnið “www.strengur.is“ né nokkuð annað netfang á íslandi.“ blindum sá möguleiki að lesa Morg- unblaðið daglega. Ný tækni, tal- gervill og forritið Texttalk, gera þetta kleift. Komið var upp tölvu- sambandi á milli Blindrafélagsins og Morgunblaðsins og geta blindir nú flett upp í blaðinu og heyrt texta þess í gegnum talgervilinn. „Ég var nú að enda við að lesa grein um aðgerðir við nærsýni með leysitækni,“ sagði Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafélags- ins, þegar haft var samband við hann um reynslu blindra af því að lesa Morgunblaðið með aðstoð tölvu. Að sögn Helga er það fyrst um sinn sjö manna tilraunahópur sem hefur kerfið til reynslu í tvo til þijá mánuði meðan verið er að sníða af því agnúa og byijunarörð- ugleika. Helst hafa komið upp vandamál í sambandi við efnisflutn- inginn frá blaðinu til Blindrafélags- ins og hefur tekist að leysa úr þeim. Helgi segir að þegar búið er að yfirfæra textann til Blindrafélags- ins gangi greiðlega að lesa efni blaðsins. „Fólk er misjafnlega vant að nota tölvur en það nær fljótt leikni í þessu.“ Helgi segir mikinn mun á því að fá Morgunblaðið með þessum hætti og því að hlusta á efnið af segul- bandi. „Maður styður á einn hnapp til að fletta upp á efnisyfirlitinu og hlusta á fyrirsagnimar. Til að hlaupa á milli jgreina er nóg að styðja á hnapp. Aður þurfti að spóla segnlbandið á milli greina og það tók mun meiri tíma.“ Helgi segir að notandi talgervils- ins ráði því hvað hann les hratt. Hann gerði litla tilraun á kafla úr blaðinu og las um 150 orð á þægi- legum hraða og 210 orð þegar lesið var hratt. „Maður þjálfast í að hlusta á þetta, það er líka hægt að hlaupa á greinum með því að láta lesa enn hraðar.“ Að lesa Morgnnblaðið á Interneti Á aðfangadag var lesendum blaðsins tilkynnt að frá áramótum yrði mögulegt að lesa Morgunblaðið daglega á upplýsingaveitunni Inter- net. Strengur hf. annast þessa þjón- ustu og hófst hún með fyrsta tölu- blaði þessa árs, 3. janúar síðastlið- inn. Það má segja að þama sé byggt á þeim gmnni sem lagður var með samvinnu blaðsins og Strengs hf. um gagnasafnið. Hinn „daglegi skammtur" af efni blaðsins fer nú annars vegar inn í gagnasafnið hjá Streng hf. og hins vegar inn á Inter- fl fl 4 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.