Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 19 eru hér á landi. Til kosta töldu þeir góða þekkingu og menntun íslenskra forritara sem og lágan launakostnað miðað við það sem gerist í nágranna- löndunum. Þá töldu þeir gæði ís- lensks hugbúnaðar almennt mikil og tæknistig hátt. Þetta eru allt atriði sem styrkja samkeppnisstöðu Islend- inga gagnvart erlendum hugbúnað- arframleiðendum. Það sama má segja um þá staðreynd að gjaldskrá Pósts og síma er ein sú lægsta í Evrópu fyrir gagnasendingar eftir símalínum. Helstu ókostir sem fyrmefndir aðilar sáu við íslenska hugbúnaðar- gerð lutu að starfsskilyrðum þeirra. Að þeirra mati hafa stjórnvöld lítið sinnt því að búa íslenskum hugbún- aðarfyrirtækjum viðunandi starfs- umhverfi. Þeir bentu á að ekki tíðk- aðist hjá hinu opinbera að bjóða út verkefni á sviði hugbúnaðargerðar, þrátt fyrir að í raun beri þeim skylda til þess að bjóða út öll verkefni er kosta meira en 16 milljónir. Annað- hvort sé eigin tölvudeildum falið að vinna verkið eða það látið í hendur ákveðnum aðilum án útboðs. Jafn- vel sé leitað út fyrir landsteinana, þó inn- lendir aðilar séu full- komlega jafn færir eða færari um að takast á við verkið. Þetta hefur þó eitthvað verið að breytast að undanfömu. Að auki benda þessir aðilar á ýmislegt annað sem hið opinbera gæti gert til að bæta starfs- umhverfi hugbúnaðar- framleiðenda. Þar mætti t.d. nefna að samræma lög um virðisauka- skatt, flokka hugbúnaðarfyrirtæki sem iðnfyrirtæki í stað þjónustufyrir- tækja sem myndi minnka þá skatta sem fyrirtækin þyrftu að borga, taka meira tillit til hinnar hröðú úrelding- ar sem verður á vélbúnaði innan greinarinnar o.s.frv. Hugbúnaðarframleiðslan er iðn- grein sem hefur þurft að standa á eigin fótum. Hún hefur átt í fáa sjóði að sækja og bankakerfið hefur sýnt lítinn skilning á þeirra þörfum. Það virðast hafa verið óskráð lög hér á landi að fjárfesta ekki í hugviti held- ur einungis í áþreifanlegum hlutum eins og minkum og laxi. Þegar grennslast er fyrir um það hvaða sjóðir eða styrkir standa hugbúnað- arframleiðendum opnir hjá hinu opin- bera verður lítið um svör. Ráðuneyti eða deildir fá fjármagn til að kaupa eða þróa hugbúnað fyrir einstök verkefni en ekki er um heildarúthlut- un til þessa málaflokks að ræða. Þeir sjóðir sem formsins vegna ættu að geta staðið hugbúnaðarframleið- endum opnir virðast ekki hafa sinnt því að aðstoða þessa grein iðnaðar svo nokkru nemi. Að sögn Friðriks Sigurðssonar formanns SÍH hefur Rannsóknarsjóðurinn aldrei úthlutað til óháðra aðila. Einu styrkirnir það- an hafa runnið til rannsókna innan veggja Háskóla íslands. Hvaö þarf ad gera í apríl 1993 skipaði iðnaðarráðu- neytið starfshóp til að gera úttekt á útflutningi hugbúnaðarverka. Helstu niðurstöður og tillögur hópsins voru þríþættar. I fyrsta lagi taldi hann að hið opin- bera ætti að skapa þannig umhverfi fyrir fyrirtæki í hugbúnaðariðnaðin- um að þau sætu við sama borð og annar iðnaður hérlendis sem og hug- búnaðariðnaður erlendis. Til þess að ná þessu markmiði þyrfti að skil- greina hugbúnaðariðnaðinn sem iðn- grein sem myndi lækka tryggingar- gjald fyrirtækjanna og auka aðgang þeirra að áhættufjármagni. Einnig þyrfti skattaleg meðferð hugbúnaðar að taka mið af eignamyndun. í öðru lagi þyrftu yfirvöld að efla hugbúnaðarfyrirtækin til að þau geti, í ríkari mæli, orðið sjálfbær fram- leiðslu- og útflutningsfyrirtæki. í því skyni þurfa þau að efla samstarf sín á milli til að fullnýta sérþekkingu, aðstöðu og búnað til að stytta þróun- artíma og minnka 'heildarkostnað. Þá þyrftu þau að bæta stjórnun og efla markaðs- og viðskiptavitund. í þriðja lagi þyrftu fyrirtækin auk- ið og samstillt markaðsátak erlendis sem krefst utanaðkomandi stuðn- ings. I skýrslunni er gerð úttekt á fyr- Bjarni K. Þorvaldsson markaóssljóri hjó Tölvu- samskiptum. Skjófaxinu hef ur verió m jög vel lek- ió erlendis. Tryggvi Haróarson. mark- aósstjóri hjá íslenskri for- ritaþróun. Fyrirtœkió opn- aói nýlega systurfyrirtæki i Skotlandi og er þaó fyrsta skrefió i erlendri markaóssetningu Opus- Allt vióskiptahugbún- aóarins. Nokkur dæmi um íslenskan hugbúnad Aldamót: Orðabók Aldamóta Ferli hf: Boðgreiðslukerfi og verkbókhaldskerfi Friðrik Skúlason hf: Ný út- gáfa af ættfræðiforritinu Espólín og vírusleitarforritið Lykla-Pétur (F-Prot) Gagnaiind hf: Hugbúnaður fyrir heilsugæslustöðvar í samvinnu við heilbrigðisráðu- neyti Hugur: Stimpilklukkuhug- búnaður Hugvirki: Ferliforritið Mar- bendill og viðhaldskerfið Ferill íslensk forritaþróun hf: Við- skiptahugbúnaðurinn ÓpusAllt 2.0 Kerfi hf: Endurbætt útgáfa af Alvís upplýsingakerfinu Kerfisþróun: Ný útgáfa af Stólpa viðskiptahugbúnaðin- um Menn og mýs hf: Desktop Strip fyrir Machintosh Námsgagnastofnun: 17 is- lensk kennsluforrit Plúsplús hf: Fiskmarkaðs- kerfið Boði Káðhugbúnaður: Tollskýrslu- gerðarforritið TollRáð 3.0 Softis: Louis forritunar- grunnur Strengur hf: Markaðskerfi Team 200: Tölvuleikir eins og Bars, Puzzle, Shoot’em up og Platform Tðlvu- og hugbúnaðarþjón- ustan: Viðskiptahugbúnaður- inn Garri og tölvuleikurinn Sægreifinn Tölvunýting hf: Lagerstað- setningarkerfi Tölvupúki: Gluggapúki 3.0 sem er villuleitarforrit Tölvusamskipti: Skjáfax (Ath! Foritin sem hér eru nefnd voru valin af handahófi og ekki er um neina tæmandi úttekt að ræða.) irgreiðslu sem íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki hafa hlotið á síðustu árum. Þar er ekki um auðugan garð að gresja. Rannsóknarráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverk- efna þar sem um veiulegar nýjungar er að ræða og möguleikar eru til nýtingar í íslensku atvinnulífi. Vöru- þróunar- og markaðsdeild Iðnlána- sjóðs hefur veitt lán og styrki tii fyrirtækja sem vinna að þróun hug- búnaðar og tengjast þessar styrkveit- ingar fyrst og fremst markaðssetn- ingu erlendis svo sem þátttöku á al- þjóðlegum sýningum og starfí út- flutningshópa. Þá hefur Þróunarfé- lag Isiands gert nokkuð af því að fjárfesta í hugbúnaðarfyrirtækjum með kaupum á hlutafé. A fímm ára tímabili, 1988-1992, voru fjárveit- ingar til rafeinda- og hugbúnaðar- fyrirtækja samtals 233,4 milljónir króna þannig að ljóst er að ekki hefur verið mikið til skiptanna. í greinargerðinni segir þetta: „Ekki verður annað sagt en að ósamræmi sé á milli þeirrar fyrirgreiðslu sem hugbúnaðarfyrirtæki hafa hlotið og vaxtarmöguleika þeirra, sem m.a. endurspeglast í þeirri staðreynd að flestar nágrannaþjóðir okkar hafa veðjað á þessa grein umfram aðrar undanfarin ár.“ Auk framantalinna aðila hafa Afl- vaki Reykjavíkur hf. og Útflutnings- ráð lagt fram hlutafé í nokkur hug- búnaðarfyrirtæki. Skilyrði fyrir hlut- afjárkaupunum er að fyrirtækin séu með markaðshæfa vöru sem eigi er- indi inn á erlenda markaði. Á síðustu árum hefur einnig færst í vöxt að fyrirtæki og einstaklingar komi inn í rekstur hugbúnaðarfyrirtækja með kaupum á hlutafé. Framtióarsýn Um þessar mundir gæti verið að rofa til hvað varðar aðgang hugbún- aðarfyrirtækja að fjármagni. Sér- staklega eru horfumar bjartar ef horft er til Evrópu. Um nokkurra ára skeið hefur verið í gangi samstarfs- verkefni á sviði upplýsingatækni sem nokkur af Norðurlöndunum standa að og er ísland eitt af þeim. Árið 1986 var stofnaður samstarfshópur (data program gruppe) sem vinna skyldi að tölvumálum á vettvangi norrænnar samvinnu. Hópurinn mót- ar stefnu um samvinnu á sviði hug- búnaðargerðar og í hveiju landi eru opinber eða háifopinber fyrirtæki sem sjá um útfærslu þeirrar stefnu og ákvarðana sem hópurinn tekur. Sem dæmi um samvinnuverkefni af þessu tagi má nefna samnýtingu á kennsluforritum sem þróuð eru innan hvers lands fyrir sig. Hvert land legg- ur fram fjögur forrit í sameiginlegan pott og öðlast þar með aðgang að 16 forritum hinna landanna. Þetta er því nokkurs konar dreifingarkerfi fyrir kennsluforrit á Norðurlöndun- um. Námsgagnastofnun hefur verið framkvæmdaraðilinn í þessu verkefni hér. Hingað til hafa 17 íslensk forrit farið í dreifíngu á Norðurlöndunum með þessum hætti. Auk Norðurlandasamstarfsins hafa ýmsir möguleikar opnast með aðild Islands að Evrópska efnahags- svæðinu. Með aðildinni fær ísland aðgang að styrkja- og sjóðakerfí Evrópubandalagsins með þátttöku í útboðum á stærri verkefnum á sviði hugbúnaðargerðar. Áætlað er að um það bil 60% af nýjum störfum í Evr- ópu árið 2000 verði á sviði upplýs- ingatækni og um 40% af fjármagninu fari í þennan málaflokk. Væn sneið af þeirri köku ætti því að renna til hugbúnaðargerðar. Verkefni sem eru í burðarliðnum eru t.d. innan heil- brigðiskerfísins, umferðarstjórnunar, fjarkennslu og flugumferðarstjórnar svo eitthvað sé nefnt. Þarna er verið að keppa um háar fjárhæðir þannig að til mikils er að vinna fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sem gætu kom- ið inn í dæmið sem undirverktakar. Mikill kostnaður við gerð umsókna og langur afgreiðslutími þeirra eru helstu ókostirnir við þessa áætlun sem nefnist Fjórða rammaáætlunin. Af þessari samantekt má ráða að mikil gróska er í íslenskri hugbúnað- arframleiðslu um þessar mundir. Útlit er fyrir að þessi sjálfssprottni iðnaður geti orðið einn af helstu vaxt- arbroddunum í útflutningi á næstu árum ef rétt er að málum staðið. Höfundar eru nemendur í hagnýtri tföl- miðlafræði við Háskóla Isiands. Skjáfax á framabraut ► Gott dæmi um árangur hins ís- lenska hugbúnaðariðnaðar er fyrir- tækið Tölvusamskipti. Það var stofnað árið 1987 af Ásgrími Skarphéðinssyni og hjá því starfa nú átta manns auk tveggja sem vinna á skrifstofu þeirra í New York. ► Skjáfax heitir hugbúnaðurinn er þeir hafa þróað og snýst starfsemin í kringum hann. Allt frá upphafi var stefnt að því að koma honum á erlendan markað sem tókst með miklum ágætum. Tölvusamskipti selja til um þijátíu landa og að jafn- aði selja þeir til 10-15 landa í hveij- um mánuði. Miklu hefur verið til kostað við að koma upp góðu dreif- ingarkerfj og má segja að það sé verðmætasta „eign“ fyrirtækisins auk hugbúnaðarins sjálfs. Þeir eru með samstarfsaðila í hverju landi sem sjá um dreifingu til smásöluað- ila. Þessir dreifmgaraðilar eru nú um þijátíu og sá nýjasti er Hy- undai-samsteypan sem sjá mun um dreifingu í Kóreu. ► Stærstu markaðssvæðin _eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, ftal- ía og Skandinavía. Auglýsingar eru kostaðar af dreifíngaraðilunum og Tölvusamskiptum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að taka þátt í tölvu- og hugbúnaðarsýningum út um allan heim til að vekja athygli á Skjáfaxinu og hefur það gengið vel. Skemmst er að minnast þess að stærsti hugbúnaðarframleiðandi í heimi, Microsoft, valdi Skjáfax eða ObjectFax eins og það heitir á ensku til að kynna OLE 2.0 samskipta- grunninn á sýningu ásamt sínum eigin forritum, Word 6.0 og Exel 5.0. Þetta var mjög góð kynning og viðurkenning á ágæti Skjáfax-. ins. í september fékk Skjáfaxið síð- an stimpilinn „Editors’ Choice“ í tölvutímaritinu PC Magazine (Network edition), en hann fá ein- ungis þau forrit sem þykja skara fram úr á sínu sviði. i september fékk Sk|á- faxió, eóa ObjectFax eins og þaó heitir á ensku, stimpilinn „Editors' Cho- ice" i tölvutímaritinu PC Magazine (Network ed- ition), en hann fá einung- is þau forrit sem þykja skara fram úr á sinu sviói ► Vinsældir Skjáfaxins byggjast á þægilegu notendaviðmóti. Það er einfalt í notkun en fullkomið tækni- lega séð. Þá var forritið gert þann- ig úr garði að auðveit sé að þýða það sem eykur útbreiðslumöguleika þess mikið. Nú er t.d. verið að þýða hugbúnaðinn yfír á tékknesku og ungversku. Um 2000 faxkerfí hafa verið seld til notenda út um allan heim. Meðal þeirra má nefna fyrir- ' tæki eins og Coca Cola, Pepsi Cola, Kodak, Shell, Ericson, Electrolux, Citybank, Thorn EMI, Reuters, British Telecom, Dell Computers og svona mætti lengi telja. ► Innlendir aðilar sem nota Skjáfax eru Eimskip, Flugleiðir, Hagkaup, Morgunblaðið, Stöð 2, Landsbanki íslands, Póstur og sími, Landsvirk- un og ótal fleiri. Markaðs- og dreif- ingarmálin eru vel skipulögð hjá Tölvusamskiptum en það eru þau atriði er skipta hvað mestu ef vel á að takast til með sölu á hugbún- aði á erlendum vettvangi. Skjáfaxið stefnir hátt, það stefnir á toppinn. InnSýn i heim stærdfrædinnar ► Hugbúnaður er ekki eingöngu framleiddur í fyrirtækjum á Is- landi. Frá árinu 1989 hefur Tölvu- háskóli Verslunarskóla íslands út- skrifað kerfísfræðinga með mennt- un, sem nýtist beint í atvinnulífínu. Nemendur vinna að raunhæfu hug- búnaðarverkefni, oft í samvinnu við fyrirtæki, á síðustu önn sinni í skól- anum. Verkefnið felst í að greina, hanna og skrifa söluhæfan hugbún- að. Meðal útskriftamema síðastliðið vor voru þrír ungir menn, sem köll- uðu sig Norðanmenn. Þeir stóðu saman að gerð lokaverkefnis undir stjóm dr. Freys Þórarinssonar. Verkefnið, sem er kennsluforrit í stærðfræði fyrir framhaldsskóla, hlaut nafnið InnSýn. ► InnSýn er ætlað að efla tilfínn- ingu nemenda fyrir sambandi margliðu-falla og ferla þeirra með því að tengja saman myndræna og stærðfræðilega framsetningu á margliðum. Sem dæmi um notkun forritsins gæti nemandi búið til annarrar gráðu margliðu og teiknað feril hennar á skjáinn. Síðan getur nemandinn heildað margliðuna og diffrað; fengið snertla og sniðla; og skoðað núllstöðvar, beygjuskil og útgildi svo eitthvað sé nefnt. Það sem gerir InnSýn frábrugðið öðrum kennsluforritum í stærðfræði er einkum tvennt. í fyrsta lagi er ekki aðeins hægt að breyta ferlinum á skjánum með því að breyta jöfnu margliðunnar, heldur er einnig hægt að breyta jöfnunni með því að laga til ferilinn á skjánum. í öðru lagi er skilgreining diffurkvóta sýnd myndrænt á mjög einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Skjámynd úr InnSýn. ► InnSýn er skrifað fyrir windows og hefur allar hefðbundar windows- aðgerðir, s.s. prentun, vistun á disk og möguleika til að færa skjámynd- ir úr forritinu yfir í önnur windows- kerfí. Notendaviðmótið er mjög ein- falt og eru allar aðgerðir aðgengi- legar bæði með því að nota mús og lyklaborð. ► Fyrsta útgáfa af InnSýn var til- búin í vor en í sumar hafa höfund- arnir bætt við og lagað það sem þeim þótti að betur mætti fara. Þeir eru byijaðir að kynna forritið fyrir kennurum í framhaldsskólun- um og lofa fyrstu viðtökur góðu. Höfundamir eru stórhuga og stefna að því að reyna að koma forritinu á markað erlendis. Að þeirra sögn er það þó aðeins fjarlægur draumur. ► InnSýn er nokkur nýjung í hönn- un kennsluforrita í stærðfræði. Það líður helst fyrir það að efni þess er takmarkað við fjölliður. En ef viðtökur verða almennt góðar hafa Norðanmenn hug á að víkka út forritið eða skrifa fleiri forrit í sama stíl er taka á öðrum þáttum stærð- fræðinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.