Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 41 FÓLK í FRÉTTU Stjörnuhliðið - hliðið til himintunglann verkið, hirðingjastúlkunnar Sha’uri, er í höndum ungrar ísraelskrar leikkonu, Mili Avital. Hún hóf ferilinn á ævintýralegan hátt. Hún flutti til Bandaríkjanna á síðasta VORU guðimir geimfarar? Rithöf- undurinn Erik von Daniken velti þeirri spurningu fyrir sér við góðar undirtektir í samnefndri bók fyrir nokkrum árum og viðfangsefnið hefur heillað marga, bæði vísinda- menn og listamenn. Hvað ef guðirnir voru í raun geimfarar og skildu ekki aðeins eftir sig rúnir eða önnur um- merki, jafnvel pýramída, heldur líka útbúnað til að komast aftur til baka út í himingeiminn? Hlið til himintungl- anna, út í geiminn? Um þennan mögu- leika fjaliar ævintýramynd leikstjór- ans Roland Emmerich, Stargate eða Stjömuhliðið. ÍRIS Erlingsdóttir fór á blaða- mannafund í Los Angeles vegna frumsýningar kvikmyndarinnar í Bandaríkjunum. Þar sátu aðalleikarar Stjömuhliðsins Kurt Russell og James Spader, auk leikstjórans Rolands Emmerichs, fyrir svömm. Á blaðamannafundinum kom fram aðStjörnuhliðið, sem kostaði 50 millj- ónir dala í framleiðslu er afsprengi leikstjórans Rolands Emmerichs og Deans Devlins, en þeir skrifuðu hand- rit myndarinnar. „Mig hafði alltaf langað til að gera mynd með pýr- amída Egyptalands í bakgrunninum," segir Emmerich. „Devlin dreymdi aft- ur á móti um að gera mynd um eyði- merkurveröld á annarri plánetu. Þeg- ar við tengdum þetta tvennt varð útkoman Stjörnuhliðið." Myndin, sem á að mestu leyti að gerast á annarri plánetu, var tekin í Yuma í Arizonafylki þar sem gullnir eyðimerkursandar mynda hóla og hæðir eins langt og augað eygir. Það tekur aðeins klukkustund að fljúga til Yuma frá Los Angeles, sem var hentugt fyrir alla þá sem unnu að myndinni. Það var samt hægara sagt en gert að koma sviðsmyndunum fyrir, enda engar smásmíðar. Auk þess þurfti að halda sandhólunum sporlausum og sléttum, en til þes var notast við þyrl- ur, öflugar viftur og hundruðir manna sem voru stöðugt með sópana á lofti. „Gljúpur sandurinn var ekki eina vandamálið sem við áttum við að etja. Hitinn í eyðimörkinni fór oft yfir 40 stig og olli því jafnvel að það leið yfír leikarana." sagði Emmerich. Hann lét síðan eina hrakfallasögu fylgja með: „í einni af stærstu mynda- tökunum, með næstum því tvö þúsund aukaleikurum, rugluðust þeir sem fremst fóru eitthvað í ríminu og helm- ingurinn af leikurunum fór til hægri og hinn helmingurinn til vinstri. Við þurftum að taka allt upp á nýtt.“ Upphaf myndarinnar á að eiga sér stað í Giza í Egyptalandi árið 1928. Þar vinna hundruð manna við fomleif- auppgröft og virðast hafa komið nið- ur á merkilegar menjar. Spennan liggur í loftinu og risastór hringur er reistur upp úr sandinum, en áletr- un hans veldur skelfíngu meðal inn- fæddu verkamannanna og þeir hlaupa skelfíngu lostnir í burtu. Leyndardómur stjömuhliðsins er enn hulinn þegar sögunni víkur að Los Angeles rúmum sextíu ámm síð- ar. Það fellur í hlut harðsoðins yfír- manns í bandaríska hemum, Jacks O’Neil, sem leikinn er af Kurt Russ- 'el, og Daníels Jacksons, ungs prófess- ors í egypskum fræðum, sem leikinn er af James Spader, að leysa gátuna. Fyrir O’Neil er leiðangurinn um ;Stjömuhliðið eins og hvert annað verkefni og aðeins hluti af skyldum hans við herinn. Fyrir prófessorinn unga er förin í gegnum hliðið hans stóra tækifæri þar sem jafnvel fjar- lægustu draumar hans geta ræst. „Eg leik mann, sem hefur engu að tapa,“ segir Kurt Russell. „Hann hefur nýlega orðið fyrir fjölskyldu- harmleik og stendur á sama um ailt. Hann er dularfullur og hættulegur og um leið ánægjuleg persóna að glíma við.“ Kurt Russell fer með hlutverk „töffarans" í Stjörnuhliðinu, en per- sóna James Spaders er algjör and- stæða hans. „Daníel Jackson er eins og barn,“ segir Spader, sem vakti athygli fyrir leik sinn í stónnyndinni Wolf á árinu. „Undir venjulegum kringumstæðum leik ég illgjörn af- styrmi, en þetta hlutverk er algjör undantekning." Guðinn, Ra, er leikinn af Jaye Davidson, en þetta er fyrsta mynd hans síðan hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni „The Crying Game“. Davidson veitir ekki viðtöl, en Emm- erich segir það hafa verið sérstaka upplifun að vinna með honum og Russell og Spader taka í sama streng. Við það myndast þögn á blaðamannafundinum, þar til Emm- erich hlær vandræðalega. „Ja, við skulum bara segja að það hafí verið mjög ... sérstök reynsla. Ég myndi ekki hika við að vinna með honum aftur á morgun. Hann [David- son] kemst ef til vill best að orði sjálfur: „Guðinn á að vera eins og tíu þúsund ára gamall spilltur krakki - alveg eins og ég.““ Aðalkvenhlut- ári og vann sem þjónustustúlka á veitingahúsi þegar hún var uppgötv- uð af einum gestanna, sem var um- boðsmaður. Innan tveggja vikna var hún búin að fá stórt hlutverk í Stjörnuhliðinu. Kvikmyndagerðarmennimir létu ekki aðeins endurgera annan heim fyrir myndina, heldur hristu þeir líka nýtt tungumál fram úr erminni. Stu- art Tyson, prófessor við Fomleifa- fræðistofnun, Fowler-safnsins í Ka- lifomíu var beðinn um að „búa til“ egypsku, eins og það mál gæti hugs- anlega hljómað í dag, eftir nokkur þúsund ára þróun. Eftir ítarlega rannsókn á orðum og setninga- hlutum tókst honum að útbúa reglur sem hann gat byggt not- hæfar málfræðireglur á. Leikamir náðu flestir fljót- lega tökum á málinu, sérstak- lega aðalleikkonan, Mili Avital, sem talar hebresku og arabísku, en Kurt Russell segir ekki orð á „egypsku" í myndinni. „Ég leit yfír handritið og sagði: Er það ekki örugglega rétt skilið hjá mér að ég þarf ekki að láta orð út úr mér á þessu tungu- máli?“ Það er kannski viðeigandi að gefa Russell lokaorðið, þegar það er haft í huga að hann þénaði fjörutíu milljónir króna á myndinni: „Stjörnuhliðið hef- ur ekki aðeins skemmtanagildi. Einn helsti boðskapur myndar- innar er sá, að sama hvert í veröld- inni mannskepnan ferðast, þótt það sé á hjara véraldar, losnar hún aldr- ei undan þeim kvöðum sem fylgja því að vera manneskja." MIKIÐ var lagt í að gera stjömuhlið- ið sannfærandi. ATAK IFITUBRENNSLU 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakíló. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Einfaldar og árangurs- ríkar æfingar. Athugið!!! Námskeiðið hefst 9.janúar. HRESS Skráning og nánari upplýsingar í síma 65 22 12 UKAMSRÆKT OG LJÓS ÆT MT •/ O BÆJARHRAUNI4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/SlMI 65 22 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.