Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ L KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga spennumyndina Terminal Velocity, eða Banvænn fallhraði eins og hún kallast á íslensku. Með aðalhlutverk í myndinni fara Charlie Sheen og Nastassja Kinski. 1993 lék hann svo í fram- haldmynd sem nefndist „Hot Shots! Part Deux“. Fyrir skömmu Iék Sheen í „The Three Musketeers" og „Major League 11“ og þá kom hann fram í gesta- hlutverki í sálfræðitryllin- um „Deadfall", sem Chris Coppola leikstýrði. Þá lék hann í „The Chase“ sem sýnd var hér á landi í fyrravor, og væntanleg er dramað „Fixing the Shadow“, en í henni leikur Sheen óeinkennisklæddan lögreglumann. Hinn fjöl- hæfi Charlie Sheen hefur einnig lagt stund á ritstörf og hefur hann meðal ann- ars sent frá sér ljóðabók með myndskreytingum eftir Adam Rifkin, leik- stjóra „The Chase“. Hasarleikur í háloftunum ÞAÐ er ekki aðeins fólk sem fer í frjálsu falli um háloftin í Banvænum fallhraða. HINN kærulausi fallhlíf- arstökkskennari Ric- hard „Ditch“ Brodie (Charlie Sheen) flækist í hringiðu alþjóðlegra njósna og spennu þegar gullfalleg og dularfull kona sem kallar sig Chris (Nastassja Kinski) skráir sig í fallhlífarstökk hjá honum og í fyrsta stökki hennar opnast hlífin ekki. Þegar eftirlitsmenn að ósekju kenna Ditch um dauða konunnar og loka skólanum, ákveður hann að komast sjálfur til botns í málinu. Hann kemst fljótlega að því að ekki er allt sem sýn- ist - alla vega ekki Chris sem snýr aftur ljóslifandi, en í ljós kemur að hún er fyrrum KGB njósnari. Ban- vænn fallhraði var frum- sýnd í Bandaríkjunum í kjöl- farið á hinni geysivinsælu Speed, og er myndinni ætlað að höfða til sama áhorf- endahóps. Það var handritshöfund- urinn David Twohy, sem var meðhöfundur handritisins að „The Fugitive“ sem átti hugmyndina að því að gerð yrði kvikmynd um konu sem sviðsetti eigið banaslys í tengslum við fallhlífarstökk, en með því vildi hann flétta saman áhuga sínum á há- loftaíþróttinni og skrifum. Framleiðendur myndarinn- ar, þeir Scott Kroopf og Tom Engelman, hrifust strax af hugmyndinni, enda segja þeir að ómögulegt hafi verið að leggja frá sér kvikmyndahandritið fyrr en það hafí verið lesið til enda. Þar hafi ráðið miklu að aðalsöguhetjan er ekki ein- hver hefðbundin hasar- myndahetja heldur ósköp venjulegur náungi sem sýnir að töggur er í honum þegar hann flækist í aðstæður þar sem annaðhvort er að duga eða drepast. Þeir félagar fengu svo til liðs við sig leikstjór- ann Deran Sarafian, sem meðal annars hefur gert hasar- myndimar „Death Warrant“ með Jean-Claude Van Damme, og „Back in the U.S.S.R.". Honum fannst Banvænn fallhraði vera hæfíleg blanda af spennu og kímni, og að eigin sögn gladdi það hann að fá í hendumar kvik- myndahandrit sem fjallaði um raunverulegt fólk og ótrúlegar aðstæður og inni- hélt að auki ákveðinn boð- skap. Engin spurning um aðalleikara Hvað Sarafian varðaði var það engin spuming hvern hann vildi fá til að fara með aðalhlutverkið í myndinni, en Charlie Sheen var efstur á óskalistanum alveg frá upphafi. „Hann býr yfir ákveðinni við- kvæmni og miklum vits- munum, og þetta hefur ver- ið eitt besta samstarf sem ég hef átt með leikara til þessa.“ Sjálfur segir Charlie She- en um hlutverk sitt sem Ditch að það sem hann í fyrstu hafi haldið að væri ósköp venjuleg hasarmynd um stráka og leikföng þeirra hafi mun frek- ar snúist um frammi- stöðu. „Ég er alltaf á höttunum eftir því að leika persónur sem ég sem áhorfandi hefði gaman að því að fylgj- ast með á hvíta tjaldinu. Myndir um náunga sem eru ósköp venjulegir meðalmenn sem sogast inn í einhveijar snarvitlausar og óvenjulegar aðstæður hafa alltaf höfðað til mín, myndir þar sem ein lítil ákvörðun, t.d. um það hvort þú átt að beygja til hægri eða vinstri, skiptir sköpum og verður þess vald- andi að þú .ert kominn á ein- hveija braut fáránleikans. Það er einmitt það sem hend- ir Ditch í myndinni." Kinski snýr aftur Hin þýskættaða Nastassja Kinski sem fer með hlutverk Chris, fyrrum KGB njósnar- ans, er dóttir leikarans Klaus Kinski, sem er látinn, og er skammt síðan hún snéri sér á nýjan leik að kvikmynda- leik eftir að hafa einbeitt sér í nokkur ár að uppeldi þriggja bama.sinna. Evr- ópskur uppruni Nastössju Kinski réð því að hún var valin til að leika Chris, en Sarafian telur hana hafa fært hlutverkinu mun meira en glæsilegan framandleika. „Nastassja er ákaflega til- fínninganæm og viðkvæm manneskja sem skyndilega var þeytt inn í þessa banda- rísku kvikmynd með banda- rískan mótleikara og leik- stjóra í þokkabót. Það eru svo sannarlega gjörólíkar vinnuaðstæður frá því sem DITCH Brodie heldur að hann sé að kenna algjörum byrjanda þegar hann tekur að sér að kenna hinni dularfullu Chris Morrow fallhlífarstökk. fram á yfirgefinni flugstöð í Arizona, og einnig í Tuc- son, Phoenix og í Kalifomíu, en myndatökum lauk í Moskvu í apríl á síðasta ári. Áhættuleikarar voru einatt í eldlínunni og reyndist Ariz- ona vera tilvalið baksvið fyr- ir áhættuatriðin sem gegn- umgangandi eru í myndinni, og stórbrotið landslagið leiddi vel í ljós ógnarfall- hraða fallhlífarstökkv- aranna. Framleiðandinn Scott Kroopf segir að allt of oft vilji brenna við í myndum þar sem háloftin ein eru sviðsmyndin að fallhlífar- stökk virðist ekki eins ógn- vekjandi og það í raun og vem sé. „Það sem er áhuga- vekjandi fyrir áhorfendurna að sjá getur skapað ýmsar hættur fyrir áhættuleikar- ana, og lentum við vissulega í miklum sviptivindum og erfíðri myndatöku. Það er erfitt að segja til um hvaða atriði voru hættu- legust; hvort það til dæmis var að varpa bílum út úr flutningavél í háloftunum eða að láta fallhlífarstök- kvarana lenda í hálfgerðum fmmskógi vindrafstöðva skal ósagt látið, en fyrir mestu er að allt tókst okkur þetta á endanum án þess að nokkur slasaðist." Leikstjór- inn Sarafian segir að heil- miklir og nákvæmir útreikn- ingar hafi oft og tíðum legið að baki myndatökunni þar sem margt af því sem gert var hafi reynst ákaflega hættulegt, en öryggið hafi ætíð verið haft í fyrirrúmi. hún hefur átt að venjast. Henni tókst hins vegar að gera persónu sína ákaflega trúverðuga, en hún er kraft- urinn í gegnum alla mynd- ina, árásaraðilinn sem leikur bæði á Ditch og áhorfend- ur.“ Um hlutverk sitt í mynd- inni segir Kinski að um sé til þess að hún fékk hlutverk í mynd hans „False Move“, sem gerð var árið 1975. Ferill hennar komst á veru- legt skrið í kjölfarið og sat hún meðal annars fyrir á tískuljósmyndum sem Ro- man Polanski tók og birtar vom í jólahefti Vogue árið 1976. Kynni hennar af Pol- CHRIS Morrow sviðsetur eigið banaslys með því að fá Ditch til að kenna sér fallhlífarstökk, en honum er svo kennt um að eiga sök á „slysinu“. að ræða viljasterka og ábyrga konu sem sjaldnast hafi tíma til að hugsa um eigin velferð. „Hún býr einn- ig yfír einhvers konar sjál- fleysi sem heillaði mig, og sömu sögu er að segja um líkamlegu þrautirnar sem hún gengur í gegnum, en einungis það að geta flogið um loftin blá var sérstaklega spennandi." Kinski var aðeins þrettán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir leikstjóranum Wim Wenders, og leiddi það anski urðu til þess að hann valdi hana til að fara með aðalhlutverkið í „Tess“ og eftir það lék hún í myndum á borð við „One from the Heart“, „Cat People“, „The Hotel New Hampshire", „Exposed“, „Unfaithfully Yours“, „The Moon in the Gutter", „Revolution“ og „Paris, Texas“. Áhættuleikarar í eldlínunni Kvikmyndataka Banvæns fallhraða fór að miklu leyti í fremstu víglínu CHARLIE Sheen hefur um nokkurt skeið verið í fremstu víglínu bandarískra leikara, en hann öðlaðist fyrst veru- lega frægð fyrir leik sinn í óskarsverðlaunamynd Olivers Stones, „Platoon“, árið 1986, en einniglék hann í „Wall Street" sem Stone gerði. Sheen hefur leikið í fjölda annarra kvikmynda sem öðlast hafa vinsældir bæði meðal almennings og eins hjá gagnrýnendum. Fyrsta kvikmyndahlutverkið lék hann aðeins níu ára gam- all, en það var í myndinni „The Exeeution of Private Slovik", en í henni lék fað- ir hans, Martin Sheen, að- alhlutverkið. Hann dvaidi um skeið á Filippseyjum á meðan á tökum „ Apoc- alypse Now“ stóð, en í henni lék faðir hans aðal- hlutverk, og þessi innsýn í heim kvikmyndaleikar- ans varð til þess að Sheen ákvað að gera kvikmynda- leik að ævistarfi. Charlie Sheen byijaði á því að gera 16 mm stutt- myndir, en síðan fram- leiddi hann, leikstýrði og skrifaði handritið að sinni fyrstu breiðtjaldsmynd sem heitir „R.P.G. II“. Hann hefur leikið í fjölda mynda og má þar t.d. nefna „Ferris Bueller’s Day Off“, „Eight Men Out“, „Young Guns“ og „Major League". Aðeins á árinu 1990 lék hann í fjór- um kvikmyndum, en það voru „Navy Seals“, „Men at Work“, „The Rookie“ og ;,Cadence“. Arið 1991 lék Sheen í gamanmyndinni „Hot Shots!“, sem var ein vin- sælasta mynd ársins, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.