Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÓLITÍKIN ER LÍFIÐ Þótt oft hafi gustað um Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóra á Seltjamarnesi, á hann þó enga óvini eftir því sem hann segir Kristínu Marju Baldursdótt- ur. í þrjátíu ár hefur hann haldið um stjómtauminn á Nesinu og kunnað því vel enda þótt pólitíkin sé slæm hjákona að mati hans. BÆJARSTJÓRINN á Seltjarnarnesi hefur stundum verið umdeildur maður. Hann er einræðisherra á Nesinu segja sumir, en aðrir lofa hann fyrir uppbygginguna í bæj- arfélaginu. Hvað sem öllum fullyrðingum líður hefur fólki gefist nægur tími til að skrafa um Sigurgeir Sigurðsson, því að hann hefur setið í stóli sveitar- og bæjarstjóra í þijátíu ár. Um hitt verður ekki deilt, að Seltjamames hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því að Sigur- geir fluttist þangað ásamt fjölskyldu sinni árið 1957. Sigurgeir sem gerðist ungur sjálfstæðis- maður og reyndar útgerðarmaður líka, hefur auk þess komið víða við í pólitíkinni, verið um tíma á þingi og í tólf ár í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstjórinn er fyrst spurður hvemig á því standi að hann hefur haldið svo lengi um stjómtauminn, og hann segist oft hafa spurt sig þeirrar spurningar. „Það er engin einhlít skýring á því, nema kannski sú að þetta er framúrskarandi skemmtilegt starf. Maður hittir öll ógrynni af fólki og fær að spreyta sig á margvíslegum verkefnum. Ég ætlaði mér ekki í þetta starf í byijun, ég var sölumaður hjá Ford-umboðinu þegar ég fluttist hingað, en fór svo að vasast í pólitíkinni. Ég hef verið pólitískur frá því ég man eftir mér norður á Sauðárkróki, þar stóðum við strákamir á kosningadaginn og slógumst á tröppunum á kjörstað ef við vorum ekki sam- mála.“ - Hvað kom til að þú varðst sjálfstæðismað- ur? „Ég held að það hafi aldrei neitt annað komið til greina. Ég hef alltaf reynt að bjarga mér sjálfur og hef haft þá skoðun að menn fari best með það sem þeir afla sjálfir. Kannski hef ég líka litið á þau störf sem ég hef staðið í um dagana sem mín eigin.“ Strákpolli í stjórn Sigurgeir ólst upp á Sauðárkróki, sonur Sig- urðar P. Jónssonar kaupmanns og Ingibjargar Eiríksdóttur húsmóður. Segja má að hann hafí snemma lært að bjarga sér því að á fermingar- árinu gerðist hann útgerðarmaður. Þá lét hann smíða fyrir sig tveggja tonna bát sem hann gerði út á í ein þijú ár, jafnframt því sem hann stundaði skólann. „Ég er ekki viss um að ég þyldi að horfa upp á bamabörnin mín gera slíkt hið sama núna,“ segir hann. „En sennilega hefði ég gerst útgerðarmaður hefði ég ekki farið í póli- tíkina. Eg hef alltaf þurft að gösla í einhveiju. Það var engin tilviljun að ég fór í pólitík. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég kom hing- að suður til að fara í Verslunarskólann í kring- um 1950, leigði ég hjá frændfólki mínu í Laug- ameshverfi og fór þá strax í hverfasamtökin. Eftir þijú ár var ég strákpollinn kominn í stjóm þar.“ Sigurgeir lauk við þijá bekki í Verslunarskólanum en leitaði þá eins og marg- ir aðrir gæfunnar á síldinni og ætlaði að vinna sér inn stóran pening til að geta haldið áfram námi. „Ég var í tvö sumur á síld og kom jafn- blankur til baka. Þá lenti ég á vellinum eins og margir góðir íslendingar og starfaði þar í átta eða níu ár. Inn á milli vann ég í Lands- bankanum. Um þetta leyti kynntist ég konu minni og við fóram að búa 1956. Þá vora allar hugmyndir um að halda áfram námi úr sög- unni, enda var ég í ágætu starfí suður á velli og var auk þess kominn á kaf í byggingarstúss. Við keyptum fokheldan kjallara héma á Nesinu og fluttum inn í janúar 1957. Við vor- um staurblönk eins og annað ungt fólk á þess- um tíma og höfðum ekki efni á að kaupa hús- næði annars staðar. Ég man að fasteignasalinn sagðist eiga nokkrar íbúðir á Nesinu en hann ætti ekki von á að við vildum fara þangað! í þá daga vildu sem sagt fæstir fara á Nesið, en nú hælum við okkar af því að íbúð- ir okkar er 12-14% dýrari en sambærilegar íbúðir annars staðar og fólk sækist frekar eftir því að koma til okkar.“ Fórnað fyrir starfið Árið 1962 var Sigurgeir kominn í hrepps- nefnd og þremur árum síðar var hann orðinn sveitarstjóri. „Einn af okkur flokksbræðrunum þurfti að taka að sér starf sveitarstjóra og mér var eig- inlega fómað því að hinir vora taldir vera í betri störfum. Annar var aðstoðarbankastjóri og hinn forstjóri og ekki víst að þeir fengju gamla starfíð sitt aftur ef út í það færi, en öðra máli gegndi um mig sem var sölumaður." Sigurgeir segist tvisvar hafa gert tilraun til að skipta um starf á þessum þijátíu árum. „Ég fór tvisvar eða þrisvar í prófkjör og sett- ist inn á Alþingi nokkrum sinnum sem vara- þingmaður. Ég veit ekki hvort það var af leti sem ég gafst upp á því starfi eða hvort áhug- inn hafi ekki verið nægur, því að ég komst lengst í því að vera í 4. sæti á listanum í Reykjanesumdæmi. Áhuginn minnkaði eftir að ég fékk for- smekkinn af þingstörfum. Alþingi er alltof þungt í vöfum fyrir menn sem vilja skapa eins og þar stendur. Og kannski er skapferlið þannig að ég rekst ekkert of vel með hjörð- inni. Ætli ég hafi ekki metið stöðuna rétt því að ég var í góðu starfi hér og fann að það átti vel við mig. Ég var í framkvæmdum upp fyrir haus og gat látið sjá eitthvað eftir mig, ákvörðun var oft tekin að morgni og fram- kvæmd að kvöldi.“ - Gárangar segja að þú sért orðinn forn- gripur og að þú hefðir átt að hætta fyrir fimm- tán árum. Hveiju svarar þú því? „Því get ég svarað á stundinni. Fyrsta dag- inn sem mér leiðist í vinnunni, og ef einhver bendir mér á að ég endurtaki mig, hætti ég.“ Bæjarímyndin komin - Hvernig voru aðstæður á Seltjarnarnesi þegar þú komst þangað fyrir tæpum fjörutíu árum? „Þetta var dálítið einkennilegt samfélag," segir Sigurgeir. „Eins og ég hef áður sagt, var fólk ekki áfjáð í að flytja hingað. Þjónust- an var ekki mikil, það var lítil kjallarabúð á Melabrautinni, svo var verslað í skúr niðri á Vallarbraut og á Vegamótum var búð. Þá var kennt í gamla skólanum, sveitarstjómarskrif- stofan var í kjallaraherbergi og það var verið að byggja Mýrarhúsaskóla núverandi." - Ef þú lítur yfír ferilinn sem bæjarstjóri, hvaða framkvæmdum ertu þá stoltastur af? „Það er erfitt að velja á milli. Við höfum verið að hæla okkur af skólamálum sem eru í mjög góðu horfí. Skólar hafa verið einsetnir í nokkuð mörg ár og skóladagur er samfelldur. Við eram með hitaveitu sem við erum mjög stolt af, vatn okkar er um 45% ódýrara en í nágrannabyggðum. Hitaveitan hefur verið okkur geysileg búbót. Við vorum að bora fyr- ir vatni síðastliðið sumar og það verða von- andi lokin á því sem við þurfum að bora hér útfrá hjá okkur. Þetta er mjög góð hola sem gefur okkur líklega 35 til 40 sekúndulítra af 130 gráðu heitu vatni. Við búum hér í skemmtilegu sveitarfélagi sem hefur marga kosti lítils samfélags, fólk þekkist og það er sterk bæjarímynd komin. í kringum 1970 byggðum við hér félagsheimili sem varð til þess að hér vora stofnaðir alls kyns klúbbar og félög, þannig að Seltirningar eru og vilja vera miklir Seltirningar.“ - Eg hef heyrt að Seltirningar séu nokkuð ánægðir með það hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum. Eitt verkefni tekið fyrir í senn og því lokið, en ekki verið að grauta í mörgum í einu eins og oft tíðkast. En sumt hafa þeir gagnrýnt eins og til dæmis hitaveit- una, segja að hún hafi verið of kostnaðarsöm fyrir heimilin og þess utan sé vatnið það slæmt að það hafi skemmt hitalagnir og jafnvel blöndunartæki? „Við erum með 0,9% seltu í vatninu, það er alveg ljóst, en það er ekkert súrefni í þvíj þannig að það á ekki að virka tærandi. I mörgum tilvikum hefur þó sú orðið raunin og því var tekin ákvörðun um það fyrir tæpum fímmtán áram að forhitun yrði það sem koma skyldi. Forhitun kostar húseigendur um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.