Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 23 an og svo var prentað erlendis.- Annars eru póstkortin öll prentuð í Offsetmyndum. Vinnan sem þessir menn inntu og inna af hendi er í hæsta gæðaflokki og sýnir enn og aftur að hérlendis er til fagfólk af bestu gerð í iðngreinum. Spilastokkamir hafa vakið at- hygli innanlands sem utan. Hér hafa þeir selst vel og vestan hafs er hið virta stórfyrirtæki Orvis að íhuga að setja þá í næsta vörulista sinn. Þá hafa aðilar í Finnlandi og Noregi verið í sambandi og vilja koma vörunni á framfæri á Norður- löndum. Það má því segja að þetta nýjasta ævintýri sé aðeins háifnað." Skilningurinn... — Nú kemur þú reynslulaus inn í það svið sem þú starfar nú við. Stendur nú í iðnaðarframleiðslu. Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Það mætti að sjálfsögðu tína eitt og annað til, en eitt er ljóst, að markaðurinn á íslandi er lítill og vænlegt að líta yfir hafið eftir sölumöguleikum eins og ég er nú að gera með spilin. Það hlýtur að liggja í augum uppi hversu arðvæn- legt það gæti verið að geta selt iðn- aðarframleiðslu til útlanda. En þeg- ar ég fór út í þessa hlið málsins skildist mér loks hvers vegna Islend- ingum ferst þetta svo illa úr hendi. Flutningurinn frá landinu er hrika- lega dýr. Það kostar 20 krónur að flytja 100 gramma pakka til lands- ins. Að flytja hann út kostar hins vegar 30 krónur! Þessu þyrfti að snúa við, í það minnsta jafna það út. Danir eru t.d. fyrir löngu búnir að átta sig á þessu og kippa í lið- inn. Þeir þurfa að flytja allt inn, framleiða úr hráefninu og selja frá sér. Og þéna vel. Við Islendingar veiðum bara fiskinn og seljum hann út. En við eigum orku og ódýrasta vinnuaflið. Tilhugsunin hvað hægt væri að gera ef flutningur frá land- inu væri ekki svona dýr 'er næstum óbærileg! Við eigum nóg bijóstvit, nóg hug- vit. Hollendingar kunna þetta líka. Á hvetjum morgni fara sex flugvél- ar í loftið með afskorin blóm til landa um allan heim. Við eigum næga orku og nægan hita til að leika það eftir. Hér er toppfagfólk í flestum greinum og það hreinlega gengur okkur úr greipum vegna þessa ástands. Nei, ég held að það þyrfti að taka nokkra „hreppstjóra" út úr kerfinu og setja á eftirlaun. Og fylla ekki í skörðin eftir þá.“ Og loks... Eyþór segir að eftirspurnin eftir kortum sínum sé meiri en hann getur sinnt. Samt situr hann einn í kjallaranum í Mjölnisholtinu og það er ekki asanum fýrir að far. — Hvers vegna ekki að fjölga starfs- mönnum, auka framleiðsluna úr því að eftirspurnin er svo mikil? „Sko, fyrirtækið er enn í smíðum. Þó ég beri hitann og þungann af starfseminni þá er þetta hlutafélag innan fjölskyldunnar og það koma fleiri inn í og vinna sjálfboðavinnu. Hugmyndin var aldrei að þetta yrði eitthvert stórfyrirtæki og eins átti aldrei að fara út í beina samkeppni við aðila innanlands, ekki fara í spor annarra. Enda hafa ýmsir hér á landi verið að gera mjög góða hluti i kortaútgáfu. En ég tel þó að sá tími sé að koma að kortaframleið- endur verða að íhuga vandlega að lækka verð á vöru sinni vegna sam- keppni við erlenda aðila. Framleið- endur verða að horfa fram í tím- ann. Átta sig á því hvað kortið er sterkur miðill og landkynningar- tæki. Það þarf því að greiða götuna fyrir því að póstkortið nái enn meiri hylli og útbreiðslu. Það er verðugt og skemmtilegt viðfangsefni.“ MALÞING um menningarmá! í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dagskrá: 10.00 Skráning þátttakenda. 10.15 Setning málþings, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar: tistsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi borgarinnar. Umrœður og fyrirspurnir. 13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík - viðhorf listamanna: Myndlist: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist. leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. Kaffihlé 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005. Þáfttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið verður i Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrifstofa borgarstjóra PÓSTUR OG SÍMI mundu! ~Iffstafa Frd og meö l.jcmúar 1995 breyttist val til útlanda. í staö 90 hemur OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.