Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 11 Hvernig á að nýta efnahagsbatann? A að koma honum til skila sem raun- verulegum verð- mætum í hendur þeirra sem mest þurfa á að halda eða á að efna hér til bögglauppboðs pólitískra yfirboða og spellvirkja? eða er um réttmæta gagnrýni að ræða sem flokksforystan er blind á? „Einn helsti forystumaður flokksins, vara- formaður og ráðherra í tæpan áratug, Jó- hanna Sigurðardóttir, hefur sagt skilið við flokkinn eftir ósigur í formannskjöri á flokks- þingi og stofnað nýjan flokk. Ætli Sjálfstæðis- flokkurinn fyndi ekki fyrir því ef Þorsteinn Pálsson tæki upp á því að feta í fótspor Gunn- ars Thoroddsens eða Alberts Guðmundssonar? Sjálfstæðisflokkurinn var reyndar ekki lengi að rétta úr kútnum eftir þau áföll. Eins mun fara um Alþýðuflokkinn." Er það ekki ótvíræður klofningur Alþýðu- flokksins? „Það á eftir að koma í ljós. Ólíkt því sem gerst hefur fyrr, þegar forystumenn hafa klof- ið sig frá Alþýðufiokknum, þá er leitun að þeim forystumönnum í flokknum, sem gegnt hafa trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir hans hönd sem hafa elt votta Jóhönnu í flóttamanna- búðirnar. I þeim skilningi er flokkurinn ótrú- lega heill og meiriparturinn af þeim sem líkleg- ir eru til að manna skútu Jóhönnu kemur úr öðrum flokkum. Engu að síður reyna þessi umbrot á innviði Alþýðuflokksins. Auk þess er það svo að í þessu uppgjöri sínu hefur Jó- hanna haft uppi stór orð um að hún sé hinn eini sanni jafnaðarmaður og hefur borið fyrrum félögum sínum á brýn brigð við jafnaðarstefn- una. Það er að vísu ekkert nýtt því það gerði hún ótæpilega seinustu fjögur árin sem hún starfaði í okkar röðum. Hún var í sjö ár í ríkis- stjóm og bar alla ábyrgð á framkvæmd stefnu- mála en hafði gjaman þann háttinn á að þvo hendur sínar af óvinsælum ákvörðunum. Á löngum tíma dró hún upp þá mynd af Alþýðu- flokknum að hann væri klofínn og að við hin bærum ábyrgð á því sem ekki þótti til vin- sælda fallið. Þar sem hún stærir sig gjarnan af heiðarleika í pólitískum málflutningi þá er þetta falski tónninn í öllum hennar málflutn- ingi. Þess vegna hvarflar ekki að mér að fylgi við þau samtök sem hún myndar utan um sig, muni verða neitt í líkingu við það sem nú mælist í skoðanakönnunum þegar talið verður upp úr kjörkössunum," sagði Jón Baldvin. En felst ekki skýringin líka íþví að Alþýðu- flokkurinn hafi orðið viðskila við stefnu sína á ríkisstjórnarárun um ? „Fyrir utan þessa atburðarás eru aðrar skýringar sem liggja dýpra á því hvers vegna Alþýðuflokkurinn og formaður hans eru jafn umdeildir og raun bér vitni. Það varðar stefnu Alþýðuflokksins og sérstöðu hans í íslensku flokkaflórunni. Undir minni forystu hefur Al- þýðuflokkurinn skilgreint sig sem nútímalegan jafnaðarmannaflokk. Hann hefur talið sér einkum til ágætis að vera hvergi bundinn á klafa sérhagsmuna, hvorki til að sækja eða veija sérhagsmuni þröngra hópa. Hann er ekki gæslumaður sérhagsmuna útgerðaraðila. Við rekum ekki erindi landbúnaðarkerfisins. Við erum ekki í neinum tengslum við öfluga fjármagnseigendur og höfum óbundnar hend- ur í að reka þá pólitík sem við skilgreinum út frá almannaheill og þjóðarhagsmunum. Alþýðuflokkurinn er róttækur umbótaflokkur og hefur beitt sér fyrir mjög róttækum breyt- ingum á þjóðfélaginu gegn óbreyttu ástandi. í sinni pólitík hefur hann beitt sér gegn for- réttindum hinna fáu sem hafa víða einokunar- aðstöðu í þjóðfélaginu, og fyrir aukinni sam- keppni, gegn höftum bæði innan lands og al- mennt í efnahags- og atvinnulífi. Og hann hefur staðfastlega beitt sér fyrir opnun þjóðfé- lagsins og auknu frjálsræði í viðskiptum og samskiptum við aðrar þjóðir. Jafnramt skil- greinir Alþýðuflokkurinn sína stefnu út frá alþjóðahyggju og hefur oft verið sakaður um að vera ekki nægilega „þjóðlegur“. Við höfum vakið athygli á því að takmörk þjóðríkisins eru að verða æ augljósari í heimi sem er að verða sífellt háðari alþjóðlegu umhverfi. Þann- ig höfum við lent í átökum og árekstrum við mjög öfluga hagsmunahópa sem telja sig eiga hagsmuni sína að verja gegn breytingum sem við boðum. Við sættum hatrömmum árásum frá þjóðlegum íhaldsmönnum allra flokka gegn EES-samningnum. Nú er þessi samningur sjálft haldreipi þessara sömu manna, þegar þeir reyna að teija sjálfum sér og öðrum trú um að það sé þjóðarvoði ef íslendingar láta á það reyna með samningum, hvort þeir geti séð þjóðarhagsmunum betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Munurinn á stefnu- festu og hentistefnu er óvíða jafn skýr. Það hefur blásið um þennan flokk, hann hefur komið við kaun margra sérhagsmuna- hópa. Hann hefði getað látið reka með straumnum en þá hefði hann verið að bregð- ast stefnu sinni. Alþýðuflokkurinn hefur því ekki brugðist stefnu sinni. En hann geldur þess að sumu leyti í kjörfylgi að hann hefur ekki verið reiðubúinn til að falla frá stefnumál- um sínum, heldur sýnt af sér ábyrgðartilfinn- ingu og staðfestu," segir Jón Baldvin. Sameining hlýtur að snúast um mólefni Aðspurður um draumsýnina um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna segir hanil að margir líti á Reykjavíkurlistann sem einhvers konar fyrirmynd að sameiningu jafnaðar- manna. Sameining þeirra sem saman eigi í pólitík geti hins vegar aldrei snúist um það að sameinast gegn sérstökum flokki heldur hljóti að snúast um að sameinast um mái- efni. Hann geti alveg tekið undir sjónarmið þeirra sem gagnrýni núverandi flokkakerfi með þeim rökum að það endurspegli ekki skoðanamyndun í landinu. En það eigi ekki einungis við um vinstri flokkana heldur alla flokkana og taki þar með til Sjálfstæðisflokks- ins. „Hvar er víglínan dregin í íslenskri póli- tík? Er hún milli hægri og vinstri? Er hún milli einokunar og samkeppni? Er hún milli verndarstefnu eða fríverslunar? Er hún milli þeirra sem aðhyllast þjóðlega einangrun og þeirra sem eru alþjóðahyggjusinnar?" Hann sagði að hann hefði oft undrast gagn- rýni á meinta hægri slagsíðu Alþýðuflokks- ins. íhaldssemi væri að halda í það sem fyrir væri, andæfa breytingum og gæta eiginhags- muna í ríkjandi umhverfi. Hann vissi ekki betur en að Alþýðuflokkur hefði bæði sýnt það í orði og verki að hann vildi breytingar, hvort sem um væri að ræða sjávarútvegs- mál, landbúnaðarmál, aukið viðskiptafrelsi eða nauðsyn þess að tengjast Evrópusam- bandinu vegna þess að breytingar í umheim- inum hefðu takmarkað möguleika lítilla þjóð- ríkja til að hafa áhrif. Þannig mætti áfram telja. Með hvaða rökum væri hægt að halda því fram að Páll Pétursson, Egill Jónsson eða Eggert Haukdal væru umbótasinnar? Þeirra erindi í stjórnmálum væri það eitt að vera sendisveinar sérhagsmuna. Eða að arftakar gamla sovéttrúboðsins, Steingrímur Sigfús- son og Svavar Gestsson, sem væri að vísu á breytingaskeiði, væru fulltrúar róttækra sjón- armiða? Væri ekki nær að segja að það sem þeir ættu sameiginlegt væri ákveðin þjóðleg íhaldssemi, afneitun alþjóðahyggju og bar- átta fyrir óbreyttu ástandi. Mörg stefnumál Alþýðuflokksins ættu hljómgrunn meðal fijálslyndari hluta kjósenda Sjálfstæðis- flokksins og þó nokkurs hluta af kjósendum Alþýðubandalags og Framsóknar, einkum meðal yngra fólks. „En ég neita því ekki að mestu vonbrigðin í núverandi stjórnarsam- starfi eru þau þegar það kemur á daginn að fulltrúar íhaldssjónarmiða, verndarstefnu og einokunarhagsmuna eru ráðandi þegar það kemur að ákvörðun um utanríkismál, um opnun þjóðfélagsins og aukið viðskiptafrelsi," sagði Jón Baldvin. „Það er ekki nóg að tala um sameiningu jafnaðarmanna en afneita síðan þeim stefnu- málum sem jafnaðarmenn hljóta að beijast fyrir. Ég vil gjarnan leggja því lið að stokka upp flokkakerfið ef það yrði til þess að styrkja þau öfl yfir núverandi flokksvíggirðingar sem eru opin fyrir framtíðinni og eru r'eiðubúin að framfylgja umbótamálum sem tíðarandinn kallar á en eru ekki bundin á klafa fortíðarinn- ar,“ sagði hann ennfremur. Sú leið að efna til enn meiri glundroða jafnaðarmannahreyf- ingarinnar með nýju framboði væri þess vegna röng. Það veikti stöðu jafnaðarmannahreyf- ingarinnar og umbótagetu hennar. Líklegasta niðurstaðan væri auðvitað sú að þau öfl innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mest væri í mun að verja óbreytt ástand, rynnu saman. Nú hefur Alþýðuflokkurinn komið illa út úr kosningum áður eftir stjórnársamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þolir Alþýðuflokkurinn illa samstarf í tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Ég held að það verði ekki sýnt fram á neitt samhengi hvað þetta varðar. Þegar hinu langa viðreisnarsamstarfi lauk 1971 tapaði Alþýðuflokkurinn mjög verulega fylgi en það var við þær aðstæður að það var búið að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Samtök fijálslyndra og vinstri manna, sem að stofni til lýstu sér sem jafnaðarmannaflokki og höfðuðu til svipaðs kjósendahóps. Ég held að tilkoma þeirra sam- taka ásamt með mistökum við- reisnarstjórnarinnar að því er varðaði landhelgismálið hafi ráðið urslitum um þá útkomu Alþýðu- flokksins fremur en að flokkurinn hafi goldið viðreisnarsamstarfs- ins. Ef við lítum á mælingar á fylgi við flokka, skoðanakannan- ir, þá vekur það athygli mína að fylgi Alþýðuflokksins í skoðana- könnunum á þessu kjörtímabili hefur verið ívið hærra en það var lengst af á tímabili fyrri svokall- aðrar vinstri stjórnar. Á því varð fyrst og fremst breyting á þessu hausti í tengslum við tvennt; ann- ars vegar þann klofning, sem kenndur er við Jóhönnu og hins vegar við afar neikvæða Ijöl- miðlaumfjöllun um Alþýðuflokk- inn í tengslum við málabúnað á hendur Guðmundi Árna Stefánssyni. Hvað þetta tvennt varðar, annars vegar fylgisvænt- ingar Jóhönnu, þá var nú verið að birta skoð- anakönnun sem sýnir að fylgið er þegar farið að dala, áður en frambjóðendurnir eru komnir í leitirnar. Það er í samræmi við alla reynslu af slíkum skyndiframboðum. Ef ég man rétt þá voru fyrstu skoðanakannanir um stuðning við Albert Guðmundsson milli 20 og 30%. Mig minnir að það haffeinnig verið svo í fyrstu könnunum að því er varðaði stuðning við Vil- mund Gylfason. Niðurstaðan var um 10% og 7% að mig minnir. Þessi nýju samtök Jóhönnu eiga sér aðeins einn grundvöll. Það er víðtæk óánægja með lífskjörin í landinu eftir sex ára erfiðleikatímabil og að vissu leyti líka óánægja með íslenska flokkakerfið, en sjálfstæðan hug- myndafræðilegan grundvöll hefur þetta fram- boð ekki. Ég spái að þegar reynir á málefna- lega samstöðu einstaklinga af jafn ólíku sauða- húsi og þarna hafa hlaupið í eina rétt, inuni hjörðin brátt tvístrast. Hvað á „félagspakkalið- ið“ sameiginlegt með Ágústi Einarssyni? Holl- ustu við kvótann? Ráðdeild í ríkisfjármálum? Samningshörku í kjaramálum? BSRB-forystan kann alla vega vel að meta þá Þorstein Geirs- son og Indriða sjálfan við samningaborðið eftir að hafa kynnst Ágústi! Hafi Jóhönnu þótt ég lítt leiðitamur í útgjaldakröfum, þá á hún eftir að komast að því fullkeyptu þegar hún reynir að semja við frambjóðanda sinn í Reykjanesi. Og þó eru framboðsraunir Jó- hönnu aðeins rétt að byija.“ Spillingarorði komið ó flokkinn Hvers vegna hefur spillingarumræðan fyrst og fremst beinst að Alþýðuflokknum? „Að því er varðar spillingarákærurnar á Alþýðuflokkinn sem hafa verið í fjölmiðlasí- bylju á annað ár er margt um það að segja. Fyrst að því er varðar mál Guðmundar Árna þá er það svo að Guðmundur Árni hafði kjark til að taka afleiðingunum. Hann hefur sagt af sér. Hvað svo sem menn segja um einstök atriði í þeim máiabúnaði þá er niðurstaðan sú að hann hefur fyrstur manna sagt af sér embætti en jafnframt ákveðið að leggja sín mál undir dóm kjósenda, fyrst í prófkjöri og svo í kosningunum. Það er hæstiréttur í því máli. Að öðru leyti verð ég að segja það, af því ég held að það sé sannleikanum sam-' kvæmt, að þessi spillingarumræða gagnvart Alþýðuflokknum hefur verið einsýn, ósann- gjörn og lítt upplýsandi um umræðuefnið.“ Hver er skýringin á að umræðan er svona þrálát? „Heiðarlegt svar er að ég kann ekki fullkom- lega að skýra það. Ein skýringin er sú að menn gera meiri kröfur til umbótaflokks eins og Alþýðuflokksins, en t.d. hvort heldur er Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks. Hin ástæðan er sú að áhrifamiklum hagsmunaöfl- um er mikið í mun að hnekkja áhrifum Alþýðu- flokksins og svífast einskis til að koma á hann höggi, væntanlega af því að þessir aðilar ótt- ast hann. Árásirnar væru varla svona heift- ræknar ef Alþýðuflokkurinn þætti 'sauðmein- laus eða hvað? Það verður ekki fjölmiðlum umræðuefni þótt velflestir þeirra sem ráðnir hafa verið til að gegna störfum sýslumanna eða æðstu embættutn í dómskerfinu séu eða séu taldir vera sjálfstæðismenn. Sama máli gegnir um dæmi sem ég gæti nefnt ófá um að ráðherrar annarra flokka hafi nú og fyrr ráðið til starfa samflokksmenn sína í stjórn- kerfinu. Staðreyndin er einfaidlega sú að and- stæðingar Alþýðuflokksins hafa keppst um að koma þessu spiliingarorði á flokkinn og tókst það að verulegu leyti. Mér sýnist að í umfjöllun fjölmiðla um þau mál hafi hver end- urtekið eftir öðrum og umræðan hefur raun- verulega aldrei snúist um það að spyrja grund- vallarspurninga. Er spilling í íslenska stjórn- kerfinu mikil? Er mikil spilling í íslenskum stjórnmálum? Byggist það bara á mannaráðn- ingum, embættaveitingum eða er það eilífðar- umræðan um ráðherrabíia og dagpeninga? Er það spillingin? Nú er ég þeirrar skoðunar af þeirri reynslu sem ég hef af íslenskum stjórnmálum og samanburði við aðrar þjóðir að ísíensk stjórnmál séu tiltölulega óspillt sem betur fer. Að því er varðar minn eigin flokk þá vísa ég til þess sem ég sagði áður. Við erum hvergi hengdir á klafa neinna sérhags- muna. Við höfum áratugum saman haft það sem starfsreglu að leiða ekki þingmenn í freistni að því er varðar ráðstöfun á almanna- fé. Þeir eru ekki settir í bankaráð eða stjórn- ir sjóða þar sem teknar eru ákvarðanir um útdeilingu á fé á niðurgreiddum kjörum. Við erum eini flokkurinn sem hefur gert þetta. Við höfum ekki á herðunum marga minnis- varða um fjárfestingarmistök eða útdeilingu á fé eftir pólitískum formúlum sem síðan hafa reynst misráðnar fjárfestingar og skilið eftir sig langan slóða fjármálalegra mistaka. Ég þekki þann flokk sem ég er formaður fyrir og hef starfað í lengi út og inn og ég fullyrði að Alþýðuflokkurinn er ekki spilltur flokkur. Ef ég lít í eigin barm þá er ég ekki í stjórnmál- um til að auðgast. Ég er í pólitík af hugsjóna- ástæðum og verð í pólitík svo lengi sem ég tel að ég geti gert eitthvert gagn. Ég hef gefið kost á mér í þetta erfiða starf vegna þess að ég hef trú á því að þær hugmyndir og sú stefna sem ég og mínir samstarfsmenn beitum okkur fyrir væru þessari þjóð til gagns. Hið sama held ég að eigi við um flesta stjórn- málamenn. En auðvitað eru þeir eins misjafn- ir og þeir eru margir og vinnubrögð stjórn- málaflokka og staða þeirra í stjórnkerfmu er ólík. Lítið á stjórn Byggðastofnunar. Þar sjáið þið á fleti fyrir marga þingmenn sem sitja í stjórnum og eru þar í aðstöðu til að úthluta fé oft á niðurgreiddum kjörum til fyrirtækja eða verkefna í kjördæmum sínum. Þingmenn eru þar leiddir í meiri freistni en ef þeir væru utanþingsmenn vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga eða einstaklingar leita fast á og það þarf að vera heilagur maður, og það eru fáir heilagir menn í póli- tík, sem aldrei lætur undan þrýstingi. Það á ekki að leiða stjórnmálamenn í þá freistni. Það á að gera greinarmun á því hvort þeir eru í pólitík, sinna löggjafarstörfum eða sitja á vegum framkvæmdavaldsins eða hvort þeir eru skömmtunarstjórar fjármagns í opinberum sjóðum eða bankastofnunum." Er ekki staðreyndin sú að Alþýðuflokkurinn er að einangrast? Hefur til dæmis ekki Evrópu- stefna þín beðið hnekki og engar undirtektir verið í öðrum flokkum við áherslum þínum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu? „Alþýðuflokkurinn hefur kveðið upp úr um að við viljum láta reyna á hvort við getum séð okkar brýnustu þjóðarhagsmunum borgið í aðildarsamningum við Evrópusambandið," svarar Jón Baldvin. „I umræðum hér hefur svarið hingað til aðeins verið það eitt að á meðan Evrópusambandið gerir kröfu til veiði- heimilda í íslenskri lögsögu kæmi slíkt ekki til greina. Þetta er ekkert svar og er út í hött vegna þess að það er enginn ágreiningur um hvért ætti að vera okkar samningsmark- mið. Það er að við höldum hundrað prósent forræði yfir auðlindinni. Og það eru engin frambærileg rök fyrir því að það markmið útiloki að við getum náð samningum. Evrópu- sambandið hefur uppi kröfur í samningum við önnur ríki utan þess um aðgang að auðlind í staðinn fyrir markað. Það reyndi að setja fram slíkar kröfur í EES-samningunum en tók þær út af borðinu. í aðildarsamningum er það ein- faldlega svo að Evrópusambandið getur ekki byggt neinar kröfur um veiðiheimildir í að- greindri lögsögu Islands nema á grundvelli veiðireynslu, en hún er nákvæmlega engin í íslenskri lögsögu. Og út frá grundvallarregl- unni um að Island byggi efnahagslega afkomu sína á nýtingu þessarar auðlindar verður að telja afar ósennilegt að slíkar kröfur verði gerðar. Það er því ekkert svar að þetta sé útilokað." Er ekki Ijóst vegna andstöðu annarra flokka og afleiðinga þess að Norðmenn höfnuðu að- ild í þjóðaratkvæðagreiðslu að þetta mál getur ekki orðið kosningamál á íslandi í vor? „Hvernig má það vera að úrslit í þjóðarat- kvæðagreiðslu í Noregi svari því að íslending- ar þurfi ekki lengur að leggja sjálfstætt mat á sína eigin hagsmuni? Kusu Norðmenn fyrir okkur? Mig minnir að við höfum yfirgefið gamla landið fyrir rneir en 11 öldum?" En er aðild að ESB kosningamál? „Samskipti okkar við Evrópusambandið eru augljóslega stærsta málið sem er á dagskrá í íslenskri þjóðmálaumræðu nú og á næstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.