Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 37 BRÉFTIL BLAÐSINS Dagmæður og frjáls samkeppni Frá Amal Rún Qase: í FRÉTTUM RÚV hinn 8. desember 1994 ræddi fréttamaður við for- mann Samtaka dagmæðra. Tilefnið var að formaður samtakanna hafa lýst opinberlega yfir andstöðu við nýlega reglugerð þar sem dag- mæðrum er óheimilt að sam- ræma gjaldskrár sínar. Aðspurð um hvetjar væru ástæður fyrir andstöðu hennar við þessa reglu- gerð svaraði hún á þá leið að nú væru dagmæður að keppa við hvetja aðra. Skelfingin leyndi sér ekki í svip hennar um leið og hún bætti við að þetta þýddi lægri dagvistar- gjöld og atvinnuieysi hjá dagmæðr- um. Ætla mætti að formaðurinn telji að foreldrum standi nokkuð á sama um það hjá hveijum böm þeirra dvelja í dagvistun svo fremi sem gjaldið sé í lágmarki. Ég vænti þess að fáum sé það ljósara en einmitt dagmæðmm að foreldra skiptir það meginmáli að vel sé hugsað um böm þeirra þær dagsstundir sem þau þurfa að koma þeim í fóstur. Það getur vel verið að sumar dagmæður snúi sér eitthvert annað við aukna samkeppni en hitt er víst að bestu dagmæðumar verða eftir á markaðnum. Aukin samkeppni er aðeins til góðs á þessu sviði sem öðrum. Ég óska öllum dagmæðrum, fóstmm og starfsfólki leikskóla landsins gleðilegs nýs árs. AMALRÚN QASE, foreldri. » » ------ Hirðisbréf Njarðar P. Njarðvík Frá Jóni Á. Gissurarsyni: ÞANN 15. desember sl. birti Njörð- ur P. Njarðvík grein í Morgunblað- inu. Heitir hún Blaðamennska. Um þær mundir dvaldist Njörður á Eng- landi. I grein sinni teflir Njörður fram sex völdum breskum blöðum gegn íslenskum fjölmiðlum og ber saman efnistök og málfar beggja. Skiptir þar í tvö hom: Bretar dæmast snill- ingar en íslendingar bögubósar án undantekningar. Orðrétt segir: „Hér standast íslenskir fjölmiðlar engan samanburð. Því miður er svo komið, að maður opnar ekki svo blað á ís- landi eða hlustar á útvarp eða sjón- varp, að þar særi ekki málvillur af ýmsu tagi, ambögur og jafnvel bein- ar beygingarvillur...“ Nú hefði mátt ætla, að höfundur styddi fullyrðingar sínar dæmum, sem rekja mætti til réttra aðila. Aðeins einni ambögu em gerð skil og því aðeins, að hún tengdist fyrri grein hans sjálfs. Vegna ávirðingar eins blaðamanns er stétt fjölmiðla- manna dæmd og léttvæg fundin. Er það í anda hinna fornu kenning- ar: betra að saklaus líði en sekur sleppi, því að Drottinn þekkir sína. I pistlum sínum, íslensku máli, gagnrýnir Gísli Jónsson gjarnan málfar ijölmiðlamanna. Hann finnur orðum sínum ætíð stað, svo að rekja má til réttra aðila. Hann sýnir og með ljósum dæmum, hvernig breyta má brengluðum texta og ambögum í vandað mál. Slík vinnubrögð eru vænlegri til árangurs en Blaða- mennsku-grein Njarðar. Hún missir marks og er höfundi til vansa. JÓN Á. GISSURARSON, Sjafnargötu 9, Reykjavík. Siðferði fjölmiðlafólks Frá Ásthildi Cecil Þórðardóttur: GUÐNÝ Halldórsdóttir og Edda Björgvinsdóttir sátu fyrir svörum um áramótaskaup sjónvarpsins þriðjudaginn 3. janúar sl. Þetta viðtal hlýtur að hafa verið ein- hvers konar nýársskaup. Mér fannst þær verða sér til háborinn- ar skammar, og ég fór þá að hugsa um, á hvaða leið við erum eigin- lega. Það er mikið rætt um sið- ferði (siðleysi) stjórnmálamanna - en hvar er siðferði fjölmiðla- manna? Eftir viðtalið við þessar tvær konur, ætla ég að vona að þær séu ekki dæmigerðir fulltrúar þess hóps. Erum við virkilega svona grimm að okkur finnist gaman að sjá meðbræður okkar ataða auri og jafnvel börn þeirra 9 SMÁ HJEM Vlka í Kaupmannahöfn með eigin baöherbergi og salerni, sjónvarpi, bar, ísskáp og morgunmat, sameigin- legu nýtísku eldhúsi og þvottahúsi. Allt innréttaö í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu veröi viö Osterport st. Viö byggjum á því aö leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verö fyrir herbergi: Eins manns.......2.058 dkr. á viku. Elns manns.........385 dkr. á dag. Tveggja manna....2.765 dkr. á viku. Tveggja manna......485 dkr. á dag. Morgunverður er innifalinn i verðinu. Hótel— íbúöir meö séreldhúsi, baðherbergi og salerni og aögangi aö þvottahúsi. Eins herbergis ibúö, sem rúmar einn, 2.058 dkr. á viku. Eins herbergis íbúö, sem rúmar tvo, 2.765 dkr. á viku. Eins manns íbúö m/eldunaraðstööu, sem rúmar tvo, 2.989 dkr. á viku. Tveggja herbergja íbúö. Verö á viku 3.486 dkr. Tveggja herbergja íbúö. Hótel-íbúö sem rúmar fjóra. Verö á viku 3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. I okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kobenhavn N, 2ja herbergja hótel—íbúöir sem rúma þrjá. Með sturtuklefa...2.198 dkr. 3ja herbergja.....3.990 dkr. HOTEL 9 SMÁ HJEM, Classengade 40, DK-2100 Kobenhavn O. Sími (00 45) 35 26 16 47. Fax (00 45) 35 43 17 84. og makar dregnir með, og það á vettvangi þar sem menn geta ekki varið sig. Finnst okkur þessi lág- kúra fyndin? Er allt í lagi hvað sagt er í svona þætti af því að „það er svo mikill heiður að fá að vera með?“ Forsvarsmönnum sjón- varpsins finnst það örugglega, allavega eru þeir búnir að fá Guðnýju til að endurtaka leikinn næsta ár, eftir því sem hún sagði sjálf í viðtalinu. Mitt svar verður að næsta gamlárskvöld verði ein- ungis stillt á Stöð 2. Að mínu áliti átti skaupið ekkert skylt við létt grín, heldur í flestum tilfellum argasta rógburð og illmælgi. Fólki sem er fengið til þátta- gerðar á opinberum vettvangi hlýtur að bera skylda til að gæta velsæmis gagnvart samborgurun- um og vera ekki særandi í umfjöll- un sinni. Þeir sem ekki geta látið vera að nota tækifærið og ná sér niðri á fólki sem þeim er illa við eða ósammála, eiga ekkert erindi í fjölmiðla sem þáttagerðarmenn. Ég hef heyrt að kommúnistar haldi því fram að tilgangurinn helgi meðalið. Eigum við ekki bara að sleppa áramótaskaupinu næst og nota peningana okkar í eitthvað uppbyggilegt eins og hlutlausa úttekt á meðhöndlun frétta-, þáttagerðar- og pistlahöfunda ríkisútvarps og sjónvarps á frétt- um og skemmtiefni, eftir pólitísk- um skoðunum þeirra. Það væri mjög fróðlegt - og gæti komið skemmtilega á óvart. ÁSTHILDUR CECIL ÞÓRÐARDÓTTIR, ísafirði. C lœsilegt Kanarítiibofo 1. februar 3 vikur Aöe\ns \bub\í Viö höfum nú fengiö viöbótar- gistingu á Sonora golf smáhýsa- garöinum, einum fegursta smáhýsagaröinum í Maspalomas. Snyrtilega innréttuö smáhýsi meö einu svefnherbergi, baöi, eldhúsi og stofu. Hvert smáhýsi hefur afar fallegan garð og góð sameiginleg aöstaða er á hótelinu, gób sundlaug, bar, veitingastabur og móttaka opin allan sólarhringinn. Veribkr. 77300 pr. mann m.v. 2 í smáhýsi.____________________ Verbkr. 73.500 pr. mann m.v, 3 ísmáhýsi.____________________ Ekki innifalið í verbi ferbar flugvallarskattur og forfallagjöld kr. 3.660. BRASILIA - 22. febrúar Abeins 4 sæli laus. Ver& frá kr. 109.200 tkLj mnlfaliö I v»föt ferö»r ftugvallarskíttur og forfallagjöW kr. 4.860. fen HEIMSFERÐIR ,..L JJ-j Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600. KÆLISKÁPATILBOÐ FAGOR ^ KÆUSKÁPAR ÞÚ GETUR TREYST FAGOR FAGOR S-30N FAGOR D-27R FAGOR C31R 2-Pressur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 Kælir 265 I Frystir: 25I HxBxD140x60x57 Kr: 39.900stg Kælir 212 I Frystir: 78I HxBxD147x60x57 Kr: 46.900stg Kælir 270 I Frystir: 1101 HxBxD 175x60x57 Kr: 64.900stg W-JLUV'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.