Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKT hugvit er i sókn ó erlendum mörkuóum. HIJGVIT Á HEIMSVÍSIJ Ýmsir aðilar innan hug- búnaðariðnaðarins hafa sóst eftir styrkjum eða aðstoð frá hinu opin- bera án þess að hljóta hljómgrunn. Þrátt fyrir þetta hefur atvinnu- greinin náð að blómstra eins og síhækkandi út- flutningstekjur bera með sér. Marta K. Hreiðarsdóttir og Sindri Skúlason kynntu sér þessi mál og þær aðstæður sem íslenskir hugbúnaðar- framleiðendur búa við. NÝSKÖPUN hefur löngum verið lausnarorð á tímum samdrátt- ar og atvinnuleysis. Opinberir aðilar hafa oft lagt nýjum atvinnugreinum lið í von um að koma fótum undir efnahag þjóðarinnar. Hver man ekki eftir loðdýrarækt, fískeldi og stór- iðjudraumum? En uppskeran varð ekki eins og ætlast var til — og urðu þessar áðgerðir hvorki til að auka gjaldeyristekjur né atvinnu. Pjár- magnið gufaði upp án þess að nokk- uð kæmi í staðinn nema auknar skuldir. En það sitja ekki allir við sama borð hvað stuðning stjómvalda áhrærir. Ýmsir aðilar innan hugbún- aðariðnaðarins hafa sóst eftir styrkj- um eða aðstoð frá hinu opinbera án þess að hljóta hljómgmnn. Þrátt fyr- ir þetta hefur atvinnugreinin náð að blómstra eins og síhækkandi útflutn- ingstekjur bera með sér . En við hvaða aðstæður búa íslenskir hug- búnaðarframleiðendur? Vaxandi tekjur Útflutningstekjur af sölu hugbún- aðarverka erlendis hafa aukist á síð- astliðnum fjómm árum úr tæpum 7 milljónum árið 1990 í 144 milljónir króna árið 1993. Útlit er fyrir áfram- haldandi vöxt og er reiknað með að útflutningstekjur verði hátt á þriðja hundrað milljónir króna á árinu 1994. Þó þetta sé ekki hátt hlutfall af heild- arútflutningstekjum okkar Islend- inga er upphæðin vemleg þegar tek- ið er tillit til þess hve ung iðngreinin er og hversu fáir standa í útflutningi á hugbúnaði. Þessar upplýsingar koma fram í könnun sem Seðlabank- inn vann í samvinnu við Samtök ís- lenskra hugbúnaðarframleiðenda, SÍH. Könnunin byggðist á upplýsing- um frá 16 hugbúnaðarfyrirtækjum en rétt er að geta þess að ekki vom teknar inn tölur frá fyrirtækjum sem hafa óbeinar tekjur af sölu hugbún- aðarverka eins og Kögun hf. og Marel hf. Þessar tölur staðfesta að íslenskur hugbúnaður er í sókn ásamt þeirri staðreynd að ýmis íslensk forrit hafa hlotið góða dóma í erlendum fag- tímaritum. í aprílhefti breska tíma- ritsins PC Direct er lofsamlegum orðum farið um vírusleitarforrit Frið- riks Skúlasonar, F-Prot eða Lykla- Pétur eins og það er nefnt á ís- lensku. í greininni segir meðal ann- ars „... F-Prot er eitt hraðvirkasta og áhrifaríkasta vímsleitarforritið á markaðnum ..." Annað dæmi af svip- uðum toga er dómur um forritið Skjáfax sem fyrirtækið Tölvusam- skipti hefur þróað. Fagtímaritið Computer Shopper lýsti því svo í októberhefti sínu: „Fyrir faxsending- ar á stórum netkerfum þar sem ör- yggi, áreiðanleiki, þægindi í notkun og sjálfvirkni em mikilvæg, slær ekkert Skjáfaxi við.“ Þetta em ein- ungis tvö dæmi af mörgum sem gefa vísbendingar um að íslenskur hug- búnaður sé fylliiega samkeppnisfær við erlendan og eigi erindi inn á al- þjóðlegan markað. Starfsumhverfi En er það raunhæft markmið mið- að við þær aðstæður sem íslenskur hugbúnaður býr við í dag? Aðilar sem tengjast hugbúnaðargerð á íslandi eru að mestu sammála um hvernig aðstæður til hugbúnaðarframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.