Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðuflokkurinn hefur siglt krappann sió síðustu mánuðina Morgunblaðið/Sverrir ÉG MUN BERJAST TIL ÞRAUTAR Alþýðuflokkurínn hefur búið við mikinn andbyr undanfar- in misserí og átt undir högg að sækja í skoðanakönn- unum. Það er hins vegar engan bilbug að finna á Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins, sem segist í samtali við Ómar Friðriksson og Hjálmar Jóns- son sannfærður um að flokkurínn eigi eftir að bæta stöðu sína fram að kosningum. EGAR Jón Baldvin Hannibalsson bauð sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum fyrir rúmum tíu árum sagði hann að skipstjóri sem ekki fískaði væri- látinn taka pokann sinn. Er „karlinn í brúnni" hættur að fiska? „Karlinn er ekki hættur. Skipstjóri hleypur ekki frá borði þegar skipið lendir í andbyr eða ágjöf. Ég vísa til þess að undir minni forystu hefur Alþýðuflokkurinn náð viðun- andi kjörfylgi sem tryggt hefur honum meiri völd og áhrif í okkar þjóðfélagi heldur en lengst af í sögu sinni. Hann verður ekki dæmdur af skoðanakönnunum. Hlutverk skipstjórnarmannsins er að skila skipi sínu heilu í höfn. Kosningarnar eru hinn endan- legi dómur um hvernig til tekst og þegar þau kosningaúrslit liggja fyrir mun ég meta þau en ekki fyrirfram. En þeir eru fleiri en ætla má af skoðanakönnunum, sem mega ekki tii þess hugsa, þegar á reynir, að Alþýðuflokkur- inn verði áhrifslaus í íslenskum stjórnmálum. Það fólk verður senn að gera upp hug sinn. En þeir sem halda að ég muni gefast upp baráttulaust þekkja mig illa. Ég mun berjast til þrautar í þessari kosningabaráttu." Þannig að orðrómur um að þú munir hugsanlega láta af störfum á aukaflokksþingi er ekki á rökum reistur? „Það er bara venjulegt slúður. Við höfum ákveðið að efna til þessa aukaflokksþings 4. febrúar. Það er ákvörðun seinasta flokksþings. Ég geri ráð fyrir því að fyrir þann tíma verði Alþýðuflokkurinn búinn að stilla upp í öllum kjördæmum. A þessu flokksþingi munum við birta kosningastefnuskrá okkar og leggja höfuðlínumar í kosningabaráttunni sem fram- undan er. Fiokksþingið verður til þess að þétta raðimar og efla samstöðuna. Frá því munum við fara með allt sjóklárt og leggja okkar verk, okkar framtíðarsýn og okkar stefnu í dóm þjóð- arinnar eins og okkur ber að gera. En við munum ekki gefast upp fyrirfram." Ertu að segja að ef þið komið illa út úr kosningunum þá munir þú víkja úr formanns- stólnum? „Spyijum að leikslokum. Ég hef í dag átt tvo fundi með baráttusveit flokksins, bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Það er engan bil- bug að finna á mínu fólki. Það er einfaldlega ótímabært að afskrifa áhrif okkar jafnaðar- manna fyrirfram. Andstæðingum okkar vil ég ráðleggja að vanmeta ekki andstæðinginn. Kosningaúrslitin munu koma ýmsum á óvart sem nú hyggja gott til glóðarinnar.“ Kosningaúrslitin munu koma óóvart Nú eru kosningar framundan og prófkjör. Muntu gefa kost á þér ífyrsta sæti framboðs- listans / Reykjavík? „Já. Ég á von á því að við munum taka ákvarðanir núna næstu daga um það hvernig við stöndum að vali framboðslista. Við munum hraða því verki. Fundur fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna verður á þriðjudagskvöld. Það er á hreinu að ég mun gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista okkar jafnaðar- manna hér í Reykjavík, Það er hins vegar félaga minna að taka um það endanlegar ákvarðanir." Attu von á því að það verði átök um fyrsta sætið? „Satt að segja á ég ekki von á því. Ég held að það sé ríkjandi skoðun meðal alþýðu- flokksfólks í ijósi þess, hvernig að flokknum hefur verið sótt, að nú sé honum lífsnauðsyn að menn snúi bökum saman og efli samstöðu og samheldni flokksmanna, þannig að flokkur- inn leggi út í þessa kosningabaráttu sem sam- hent og baráttuglöð sveit. Ég er sannfærður um að sá tónn verður sleginn á aukaflokks- þinginu enda eru engin vandamál sem við þurfum að leysa innbyrðis í flokknum nema ef vera skyldi að bregðast við klofningshætt- unni með því að slá skjaldborg um einingu flokksins og samstöðu flokksmanna.“ Alþýðuflokkurinn stendur mjög illa sam- kvæmt skoðanakönnunum. Er ekki ljóst að hann er í alvarlegri kreppu? „Það neitar því enginn að Alþýðuflokkurinn siglir krappan sjó og hefur hreppt mikinn mótbyr. Skýringarnar á því eru margvísleg- ar. Eftirlætisskýring andstæðinganna er að herma upp á formanninn ummælin gömlu um karlinn í brúnni sem er hættur að fiska og á þá samkvæmt lögmálinu að taka pokann sinn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekki ósann- gjarnt að skoða formannsferil rninn, sem er orðinn á ellefta ár, í samhengi. Á stjórnarand- stöðuárunum frá 1984-1987 tókst mér að gera Alþýðuflokkinn að sóknarafli í íslenskum stjórnmálum. Fyrir kosningarnar 1987 mæld- ist hann í skoðanakönnunum með upp undir 30% fylgi en yfirleitt á bilinu 20-25%. Ég átti frumkvæði að því að setja flokknum skýr stefnumið. Oft er til þess vitnað að það hafi verið gráglettni örlaganna að brottrekstur Alberts Guðmundssonar úr ríkisstjórn og stofnun Borgaraflokks hafi tekið vind úr segl- um okkar seinustu vikurnar fyrir kosningar þannig að niðurstaðan varð ekki nema 15%. Flokkurinn hélt því kjörfylgi eða rúmlega það í kosningunum 1991. Eg held að það sé mælikvarði á styrk Alþýðuflokksins að hann hefur þótt vera eftirsóknarverður samstarfs- aðili í ríkisstjórnum þessi tæpu átta ár. Þing- flokkurinn hefur að mínu mati verið öflugur og traustvekjandi og stefnan skýr, þannig að Alþýðuflokkurinn náði að mínu mati póli- tísku frumkvæði. Satt að segja hefur Alþýðu- flokkurinn verið gerandinn í íslenskri pólitík síðastliðinn áratug. Sé á þetta litið í sam- hengi við langa sögu Alþýðuflokksiris hefur hann ekki verið áhrifameiri í annan tíma eða jafn lengi nema ef vera skyldi á Viðreisnarár- unum. * Það hafa hins vegar verið örlög flokksins að karlinn í brúnni hefur oft hreppt mótvind. íslenskt þjóðfélag hefur á þessum stjórnartíma okkar farið í gegnum einhveija dýpstu lægð sem um getur frá því á kreppuárunum og það hefur brotið á fleyinu oftar en einu sinni. Sá skipstjórnarmaður er ekki til á norðlægum slóðum a.m.k. að hann geti búist við ljúfu leiði allan tímann. Kannski reynir fyrst og fremst á þegar menn sigla krappan sjó. Víst hefur gustað um okkur, en þegar ég lít til baka tel ég að alþýðuflokksmenn geti borið höfuðið hátt. Flokkurinn hefur verið áræðinn, ekki brostið kjark og haft innri styrk til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir þótt þær væru ekki til skyndivinsælda fallnar." Reynir ó innviðina Hvernig má það vera að stuðningur við flokkinn mælist svona lítill ef hann hefur stað- ið sig svona vel? Nýtur hann ekki sannmælis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.