Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 11.TBL.83.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR17. JANÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Átta látnir í Súðavík og- sjö enn saknað eftir snjóflóð • Um 500 manns á Vestfjörðum rýma hús sín • Fjöl- mennar björgunarsveitir leita við erfiðar aðstæður Morgunblaðið/Guðjón Þorsteinsson SLASAÐIR, sem björguðust úr snjóflóðinu á Súðavík, fluttir úr Fagranesinu um borð í sjúkrabíla við ísafjarðarhöfn. Fagranesið er nú sfjórnstöð hjörgunaraðgerða. Fjórtán ára stúlka fannst á lífi eftir 15 tíma leit ÁTTA manns fórust og sjö var enn saknað klukkan 2 í nótt eftir að tvö hundruð metra breitt snjóflóð féll á Súðavík við ísafjarðar- djúp snemma í gærmorgun og tók með. sér fimmtán hús í miðju þorpinu.Húsin voru flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, en fyrr um nótt- ina höfðu hús í grennd við Traðargil verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Tuttugu og sex manns voru í húsunum sem fyrir flóðinu urðu, þar af mörg börn. Strax um morgun- inn tókst að bjarga tíu manns og voru sjö slasaðir fluttir á sjúkrahúsið á ísafirði. í gærkvöldi fannst 14 ára gömul stúlka á lífi. Björgunar- og leitarstörf stóðu yfir í allan gærdag og var haldið áfram í nótt við gífur- lega erfiðar aðstæður vegna ofsaveðurs sem geisaði á þessum slóðum. Björgunarmenn frá Isafirði og annars staðar af Vestfjörðum fóru sjóveg til Súðavíkur til að vinna að leit- arstörfum og varðskipið Týr fór frá Reykja- vík um miðjan dag í gær með lækna, hjúkrun- arfólk, björgunarsveitarmenn og hjálpargögn innanborðs. Um 500 manns urðu að flýja hús sín vegna snjóflóðahættu í mörgum þorpum á Vest- fjörðum og fengu flestir inni hjá ættingjum og vinum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var 14 ára stúlkan sem fannst í gærkvöldi óslösuð og þokkalega á sig komin er hún fannst eftir að hafa verið um 15 tíma undir snjónum, en foreldrar hennar höfðu fundist heilir á húfi fyrr um daginn. Ætlaði að leita barna sinna I einu húsi við Túngötu var húsmóðirin í fastasvefni í svefnherbergi sínu ásamt yngsta barni sínu, tveggja ára gömlum dreng, þegar flóðið féll og lagði húsið í rúst. Eldri börn hennar, sjö ára stúlka og fjögurra ára gam- all drengur, voru sofandi annars staðar í húsinu. Móðir barnanna komst út úr húsinu og var á meðal þeirra fyrstu sem bjargað var í gærmorgun. Hún hafði þá farið úr axlarlið en ætlaði að ráðast til atlögu við snjófargið til að leita barna sinna þegar að henni var komið. Nokkru síðar fannst yngsta barnið með lífsmarki, en það lést skömmu síðar. Eldri börnin tvö voru ófundin seint í gærkvöldi. Móðirin var flutt sjóleiðis á Sjúkrahús ísa- fjarðar þar sem hún lá í gærkvöldi. Maður á fertugsaldri var einn þeirra sem sluppu ómeiddir úr snjóflóðinu. Þegar flóðið reið yfir var hann sofandi í húsi efst í þorp- inu ásamt tengdaforeldrum og 12 ára syni þeirra. Hann svaf í herbergi sem sneri upp að hlíðinni þaðan sem snjóflóðið kom, í her- bergi við hlið tengdaforeldra sinna. Hann vissi ekki af sér fyrr en hann vaknaði úti í snjónum á nærklæðunum. Um leið og hann rankaði við sér og áttaði sig á því hvað hafði gerst, heyrði hann grát- hljóð skammt frá sér. Hann hófst strax handa, gróf sig niður á hljóðið og fann þar drenginn heilan á húfi. Hann kom honum í öruggt skjól áður en hann fór að leita tengda- foreldra sinna, en án árangurs. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hvernig hann komst út úr húsinu, segir það kraftaverk og þakkar Guði að hafa bjargast svo giftusamlega því húsið, sem var múrsteinshlaðið einingahús á einni hæð, splundraðist í snjóflóðinu. Annað snjóflóð í gærkvöldi Annað snjóflóð féll á Súðavík í gærkveldi úr svonefndu Traðargili og skemmdi húseign- ir, þar á meðal kaupfélagið, en fólki varð ekki meint af. Snjóflóð úr Traðargili eyði- lagði bæinn Saura fyrir tæplega mánuði. Mjög slæmt veður var á Vestfjörðum í gær, mikið hvassviðri, ofankoma og skaf- renningur og er áfram spáð slæmu veðri í dag og næstu daga. Ríkisstjórnin kom saman á neyðarfundi í forsætisráðuneytinu í gærmorgun þar sem ákveðnar voru aðgerðir vegna hamfaranna í Súðavík. Að fundi loknum lýsti forsætisráð- herra, sem verður í beinu sambandi við fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins meðan neyðarástandið varir í Súðavík, því yfir að ekkert yrði til sparað svo bjarga mætti fólki úr snjóflóðinu og bættur sá skaði sem bætt- ur yrði. • ■ Siýóflóð og ilIviðri/2/4/6/12-15/28-29/56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.