Morgunblaðið - 17.01.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmenn bænastund í Dómkirkjunni
HALDNAR voru bænastundir í
gærdag víðs vegar um land vegna
snjóflóðsins í Súðavík. Meðal ann-
ars var athöfn í Dómkirkjunni þar
sem flutt voru huggunarorð. Um
400 manns sóttu kirkjuna, að sögn
séra Jakobs Hjálmarssonar dóm-
kirkjuprests. Mikil sorg ríkti í
Dómkirkjunni og komu nokkrir
nánir aðstandendur þeirra sem
saknað er að máli við prestana
að athöfn lokinni að sögn séra
Jakobs.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Islands, var í kirkjunni, auk
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra, Þorsteins Pálssonar dóms-
og kirkjumálaráðherra og Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra. Fjöldi Vestfirðinga
var einnig viðstaddur, þár á með-
al þingmennimir Matthías
Bjarnason og Einar K. Guðfinns-
son.
Herra Ólafur Skúlason biskup
ávarpaði viðstadda en einnig
flutti séra Jakob Ujálmarsson
huggunarorð. Sagði hann meðal
annars: „Við viljum sýna fólkinu
sem er í raunum sínum þar vestur
við Álftafjörð að það sé ekki eitt
um að mæta ósköpunum. Okkur
langar mest til að fara til þeirra
og taka þau til okkar, burt úr
hættunni."
„Nágrannarnir hafa komið en
við emm fjær. Okkur eru engar
leiðir færar að sinni, svo við send-
um þeim þau boð að við viljum
hjálpa og við biðjum til Guðs.
Mannleg hjálparhönd nær svo
ógnarskammt. Hún getur rétt sig
fram með styrk en hún getur
ekki skapað líf að nýju sem dáið
er. Hún getur ekki fært hin burt-
hrifnu til ástvina sinna aftur.
Aðeins faðmað og stutt.“
Séra Jakob, sem var sóknar-
prestur á ísafirði til 1989, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að meðal kirkjugesta hefðu verið
margir brottfluttir Súðvíkingar og
ættingjar þeirra sem lentu í snjó-
flóðinu. Að athöfninni lokinni var
aðstandendum boðið að ræða við
prestana og sagði séra Jakob að
margir hefðu átt um sárt að binda.
Meðal annars hefðu náin skyld-
menni bama og fullorðinna sem
saknað er tekið sig tali.
Biskup segir mikla þörf fyrir sálgæslu
Þjóðin á eina
sál þegar eitt-
hvað kemur upp
MIKIL þörf er fyrir sálgæslu á hamfarasvæðinu við Súðavík, fyrir
aðstandendur fórnarlamba snjóflóðanna og einnig fyrir björgunarmenn
á staðnum, að sögn herra Olafs Skúlasonar biskups. Tveir prestar
eru nú á leið til Súðavíkur og fleiri eru tilbúnir til farar þegar veður
gengur niður. Ólafur segir að þegar eitthvað komi upp á eigi þjóðin
eina sál. Það sjáist m.a. af ijölmörgum upphringingum til biskups
þar sem almenningur hefur boðið fram aðstoð sína.
Ólafur segir að biskupsembættið
hafi verið í sambandi við séra Magn-
ús Erlingsson á ísafirði og séra
Agnesi Sigurðardóttur í Bolungar-
vík. Um borð í varðskipinu Tý var
séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkra-
húsprestur.
Að auki er um borð í Tý séra
Kristján Björnsson prestur á
Hvammstanga, en hann er jafn-
framt félagi í Landsbjörg. Séra Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson dómkirkju-
prestur mun einnig fara vestur um
leið og fært verður til flugs. Hann
var áður sóknarprestur í Súðavík
og verður hann séra Magnúsi til
aðstoðar eins lengi og þörf krefur,
að sögn Ólafs Skúlasonar. Þá er
séra Karl Matthíasson prestur á
Tálknafirði um borð í togaranum
Júlíusi Geirmundssyni á leið til
Súðavíkur ásamt hópi björgunar-
sveitarmanna.
„Heimamenn voru orðnir ör-
magna í morgun [gæmorgun] þegar
Fagranesið kom með fólkið frá
ísafirði og nú er sá mannskapur
einnig orðinn uppgefinn. Aðstæður
eru það erfiðar. Mikið mæðir á
prestinum á staðnum þannig að það
var mjög nauðsynlegt að koma að-
stoð til hans og fyrst og fremst til
aðstandenda og sjúkra. Björgunar-
mennirnir sjálfir þurfa á ákveðinni
sálgæslu að halda og styrk,“ segir
biskup.
Fjölmargir hafa boðið
fram aðstoð sína
Ólafur segir að síminn hafi ekki
stöðvast á Biskupsstofu. „Fólk hef-
ur hringt og fjöldi presta og al-
menningur héðan úr borginni og
utan af landi hefur boðið fram hjálp
sína og vill vita hvort það geti kom-
ið að einhveijum notum.“
Bænastund var í Dómkirkjunni í
gær sem var útvarpað beint og
önnur í Landakirkju í Vestmanna-
eyjum en biskup sagði að Vest-
mannaeyingar þekktu hörmungar
náttúruhamfara af eigin raun.
vHvað sem sagt verður um okkur
Islendinga, einstaklingshyggju-
menn eins og við oft erum, þegar
eitthvað kemur upp þá á þjóðin eina
sál. Það er enginn vafi á því að það
er að gerast núna,“ sagði Ólafur.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
um náttúruhamfarirnar í Súðavík
Snj óflóðavarnir
á þessum slóðum
endurmetnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BÆNASTUNDINA sóttu m.a. frú Vigdís Finnbogadóttir, Ebba
Sigurðardóttir, eiginkona biskups, Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Forseti íslands
„Missir eins,
missir allra“
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir náttúruhamfarirnar í Súðavík
í gærmorgun verða til þess að snjó-
flóðavarnir á þessum slóðum verði
endurmetnar. Segir hann fjölgun
snjóflóða á svæðinu áhyggjuefni
en ríkisstjórnin fjallar um frekari
aðgerðir á fundi sínum í dag. Legg-
ur rikisstjómin áherslu á að ekkert
verði til sparað og hafa formenn
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags lýst stuðningi við
sjónarmið hennar, að sögn Davíðs.
Eitt versta slys
aldarinnar
„Meðan nokkur von er munu
menn leita í þaula. Aðstæður eru
náttúrlega afskaplega erfiðar og
það er ljóst að þetta er orðið eitt
af hinum verri slysum hér á þess-
ari öld. Þjóðin er samstiga í því
að vilja beija í þessa bresti og
gera eins gott úr þessu og hægt
er, með mikilli hlýju og samúð til
þeirra sem eiga um sárt að binda
í þessu litla samfélagi.“
„Á sama tíma hefur allt lagst á
eitt, veðrið verið með versta móti
og aðstæður til að koma aðstoð
við um langan veg nánast ekki
verið fyrir hendi. Þannig að þetta
hefur reynt gríðarlega á fólk og
sem betur fer hafa heimamenn í
næsta nágrenni sýnt mikla þraut-
seigju."
Davíð sagði aðspurður hvert
næsta skref yrði að teknar yrðu
frekari ákvarðanir á ríkisstjómar-
fundi í dag.
„Það verður farið yfir nýjustu
upplýsingar, sem liggja fyrir. Það
er allt gert af hálfu almannavama
ríkisins og svæðisins sem hægt er,
viljinn er fyrir hendi en aðstaðan
afskaplega takmörkuð vegna óveð-
ursins. Aðalatriðið er að þetta hef-
ur gengið alveg samkvæmt því
skipulagi sem Almannavarnir rík-
isins starfa eftir og mest áríðandi
að hafa ekki truflandi áhrif á gang
málá' meðan svo er.“
Mikið áhyggjuefni
Aðspurður hvort ekki væri
áhyggjuefni að svæðið þar sem
snjóflóðið féll í gærmorgun væri
utan kortlagðra hættusvæða á
þessum slóðum sagði forsætisráð-
herra: ,,-Þetta er mikið áhyggjuefni
og einnig hvað snjóflóð hafa auk-
ist mikið að undanförnu. Eg held
að menn hafi reynt að sýna ár-
vekni en þegar náttúran fer slíkum
hamförum og þarna gerðist vill
margt bresta, líka sú þekking sem
menn hafa búið yfir. Það er hins
vegar enginn vafi á því að þessir
atburðir verða til þess að menn
munu endurmeta þessa hluti. Snjó-
flóðavarnir heyra undir umhverfis-
ráðuneytið en það munu öll ráðu-
neyti koma að því máli,“ sagði
forsætisráðherra.
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir for-
seti íslands flutti þjóðinni
ávarpsorð í gær vegna atburð-
anna í Súðavík og var einnig við-
stödd bænastund í Dómkirkj-
unni. Kvaðst hún i samtali við
Morgunblaðið hafa orðið djúpt
snortin.
„Þetta var mjög falleg athöfn
og snerti mig djúpt. Það er
þjóðarharmur þegar heilt byggð-
arlag á íslandi verður fyrir slík-
um náttúruhamförum. Land og
þjóð eru samofin á ættjörð okkar
og atburðir af þessu tagi snerta
okkur 311. Eg grét í hjarta mínu
með þeim landsmönnum sem eiga
um sárt að binda. Á slíkum stund-
um bið ég Guð að veita öllum
styrk sem þurfa að horfast í augu
við það sem orðið er og ekkert
fær breytt,“ sagði forseti íslands.
Forsetinn fylgist að eigin sögn
með framvindunni fyrir vestan
frá stundu til stundar og sendi
frá sér eftirfarandi ávarpsorð
síðdegis í gær:
„Á stundum sem þeim, sem við
höfum gengið til móts við í dag,
finnum við svo vel, íslendingar,
hve mikil ítök við eigum í hjörtum
hver annars og hve samstaða
okkar og samhugur er einlægur
á raunastundum. Því hvort sem
við erum nær eða fjær því svæði
sem orðið hefur fyrir miskunnar-
lausum náttúruhamförum, dvelur
hugur okkar hjá öllum þeim sem
að hefur verið höggvið. Missir
eins er missir okkar allra. Við
lifum í von um að enn verði
mannslífum bjargað og ég bið
blessunar öllum þeim sem um
sárt eiga að binda.“
Veita fórn-
arlömbum
sálræna
áfallahjálp
MEÐAL hjálparliðs sem fór með
varðskipinu Tý til Súðavíkur í gær
var sérþjálfað hjúkrunarlið og
björgunarsveitarmenn, auk presta,
sem eiga að veita sálræna áfalla-
hjálp þeim sem lentu í snjóflóðinu
í Súðavík í gærmorgun.
Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunar-
fræðingur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hlutverk hópsins
yrði að veita Súðvíkingum sálfræði-
lega skyndihjálp og undirbúa þann
stuðning sem veita þyrfti fórn-
arlömbum snjóflóðsins og ættingj-
um þeirra þegar frá líður.
Rúdolf og Tómas Zoega geð-
læknir sögðu að vænta mætti þess
að eðlileg viðbrögð fólks sem lenti
í lífsreynslu af þessu tagi brytust
fram með tvennum hætti. Hjá sum-
um mætti vænta líkamlegra kvíða-
einkenna og eirðarleysis og jafnvel
ýmissa einkenna sem minnt gætu
á líkamlega sjúkdóma en aðrir yrðu
ótrúlega sinnulitlir og virtust mjög
rólegir. Rúdolf sagði að þótt við-
brögð fólks, sem gengið hefði í
gegnum hörmungar af þessu tagi,
virtust oft lítil mætti ekki láta
blekkjast. Næstu einn til þrjá sólar-
hringana þyrfti að aðstoða fólk við
að vinna úr fyrsta áfallinu.
Tómas Zoega sagði að læknar
og hjúkrunarfólk myndu við með-
ferð fórnarlamba snjóflóðanna
leggja áherslu á að bijóta upp
venjulega _ deildaskiptingu sjúkra-
stofnana. í stað þess að skipa kon-
um sér og körlum sér í stofur yrði
lögð höfuðáhersla á að fjölskyldur
gætu verið sem mest saman á stof-
um, sé þess nokkur kostur og ef
heilsa viðkomandi leyfir slíka með-
höndlun.