Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI iLL¥IÐli 00 ÖFÆRÐ Engin meiðsl á fólki en skemmdir á fasteignum í blindbyl Bj örgunars veitarmenn sinntu tugum beiðna um aðstoð í óveðrinu FJÖLDI björgunarsveitarmanna úr Hjálparsveit skáta á Akureyri og Fiugbjörgunarsveitinni á Akureyri auk lögreglumanna aðstoðuðu fólk við að komast milli staða á Akur- eyri aðfaranótt mánudags og fram undir hádegi, en blindbylur var í Eyjafirði frá því um miðnætti og fram eftir degi í gær, mánudag. Veðrinu tók að slota upp úr hádeg- inu. Engin meiðsl urðu á fólki, en eitthvað var um skemmdir af völd- um óveðursins. Öllum skólum var frestað vegna veðurs, en m.a. áttu nemendur í Menntaskólanum á Akureyri að mæta í fyrsta prófið í gærmorgun. Þá var ekki hægt að senda öldruðu fólki mat heim vegna ófærðar. Glórulaus bylur Björgunarsveitarmenn voru kall- aðir út til aðstoðar lögreglu um kl. 4 í fyrrinótt, en þá var glóru- laus bylur á Akureyri og sást vart út úr augum. Þá fór rafmagn af Glerárhverfi sem gerði mönnum enn erfiðar fyrir. „Við höfum ekki tekið saman fjölda beiðna um aðstoð en þær eru fjölmargar og tugir manna Klemmdist milli fiski- kassa og lestarops VINNUSLYS varð um borð í togaranum Súlnafelli EA 840 í Dalvíkurhöfn í gærmorgun. Verið var að landa úr togaran- um um kl. 9 þegar maður úr löndunarflokki klemmdist á höfði milli lestarops og fiski- kassa, sem var 500-600 kíló að þyngd. Að sögn lögreglu á Dalvík var maðurinn fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en meiðsl hann voru ekki talin alvarleg. Þá tók lögreglan á Dalvík mann fyrir meinta ölvun við akstur vélsleða í bænum. Mað- urinn var auk þess að vera grunaður um ölvun við akstur- inn, réttindalaus. hafa verið að hjálpa fólki úr ógöngum. Við voru með langan lista sem við reyndum eftir bestu getu að aðstoða," sagði Ingimar Skjóldal, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, síðdegis í gær en þá var veðrið gengið niður. Einhveijar skemmdir urðu af völdum óveðursins að sögn Ingi- mars, m.a. brotnuðu rúður í húsum og þá fylltist hæð í hús af snjó eftir að rúða brotnaði eða fauk upp. Enginn bjó á hæðinni, en tjón hlaust af. Fólk flutt í vinnuna Koma þurfti starfsfólki á heil- brigðisstofnunum til og frá vinnu við vaktaskipti og voru miklar ann- ir því samfara. Friðfinnur Guð- mundsson í stjórnstöð Hjálpar- sveitar skáta á Akureyri sagði að frá því björgunarsveitarmenn komu á vettvang um kl. 4 í fyrri- nótt hefðu útköll verið stöðug. Snjóbílar og öflugir jeppar voru á ferðinni m.a. við að flytja fólk á vinnustaði og eins var farið með matvæli fram að Kristnesi í Eyja- firði. FJÓRIR félagar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri náðu í níu manns sem sátu fastir í tveimur jeppum í Bakkaselsbrekku í Öxnadal í gær. Ferðin sóttist seint vegna óveðurs sem þar geisaði en allir komust í bæinn ómeiddir þrátt fyrir hrakn- ingar. í hópnum voru tvö börn. Fólkið hafðist við í bílum sínum á heiðinni frá því í fyrrinótt þegar vegurinn tepptist. Allt svart Örn Arnarson, einn þeirra sem sótti fólkið, sagði að veður hefði verið nokkuð gott þegar lagt var af stað laust fyrir hádegi, en strax þegar komið var að Moldhaugna- hálsi utan Akureyrar hefði veður versnað til muna, „það varð allt svart og við sáum ekki neitt,“ sagði „Það var alveg glórulaust veður á tímabili, menn spiluðu sig á milli húsa og eftir að rafmagnið fór af í. Glerárhverfi sáu menn ekkert, það þurfti að ganga á undan bílun- um,“ sagði Friðfinnur. „Þetta hef- ur verið mikið púl í langan tíma og þeir sem verið hafa að allan tímann eru að þrotum komnir.“ Mikill snjór í utanverðum Eyjafirði í Ólafsfirði er mikill snjór og him- inháir ruðningar í bænum eftir að moksturstæki hafa verið þar á ferðinni að hreinsa götur. Lögregla aðstoðaði þá ökumenn sem festu bíla sína, en eitthvað var um _að menn reyndu að bijótast milli Ól- afsfjarðar og Dalvíkur. Þar voru nokkrir bílar fastir. Að sögn lögreglu á Dalvík voru björgunarsveitarmenn að störfum í bænum til að aðstoða fólk sem lenti í vandræðum í óveðrinu, en annars sagði lögreglumaður þar að Dalvíkingar hefðu sloppið vel, færð væri nokkuð góð og mokað var milli Akureyrar og Dalvíkur í gærmorgun þannig að fólk komst ferða sinn milli þessara staða. Örn. Frá Þelamörk og að Engimýri í Öxnadal gekk vel, enda vegurinn auður að mestu. Mikill snjór hafði safnast saman á veginum í Bakkaselsbrekkunni. Snjóskafl, rúmlega tveggja metra hár, var á miðjum veginum en veg- rið er á þessum kafla og safnast snjórinn saman undan því. „Við lentum í nokkrum vandræðum þama, við komumst ekki á bílunum milli skaflsins og vegriðsins, það var of mjór kafli og þá var heldur ekki hægt að komast yfir skaflinn þó við værum á vel útbúnum bíl- um,“ sagði Örn, en gripið var til þess ráðs að aka utan vegar, á gömlu vegstæði ofan Bakkasels- brekkunnar þar sem því varð við komið en einnig þurftu björgunar- FRIÐFINNUR Guðmundsson í stjórnstöð Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Þaðan var aðgerðum stjórnað. sveitarmenn að bijóta sér leið gegnum skaflinn að hluta. Gangandi síðasta spölinn „Það tók mikinn tíma að komast þennan síðasta spotta að fólkinu," sagði Örn en hjálþarsveitarmenn komust ekki alla leið akandi, þeir gengu síðasta spölinn og fylgdu fólkinu niður brekkuna eftir vegrið- inu að bílum sínum. Allir komust klakklaust í jeppa skátanna en veðrið var afar slæmt á Öxnadals- heiðinni í gærdag. Fólkið lenti í sömu vandræðum við að komast niður af heiðinni og var ekið utan vegar hluta leiðarinnar. Síðdegis birti upp og sóttist ferðin til Akur- eyrar eftir það vel og kom fólkið þangað nokkru fyrir kl. 17 í gær- dag. Mjólkurkýr í ökklasnjó í fjósinu F.yjafjarðarsveit. Morgunblaðið. í EYJAFJARÐARSVEIT gerði mikið hávaðarok af suðvestri að- faranótt mánudags með miklu kófi og skafrenningi því látlaus snjókoma hafði verið á sunnudag. Aðkoma var víða ófögur í úti- húsum þar sem hurðir eða gluggar höfðu spennst upp. Stóðu þá mjólkurkýr í ökklasnjó með kófið yfir sig. Bændur þurftu því víða að hefja morgunverkin með snjómokstri í fjósum og fjárhús- um. Sumir bjuggú svo svo vel að eiga sag sem þeir notuðu til að þurrka upp bleytuna eftir þetta áhlaup. Gera má ráð fyrir að hluti kúnna geldist um stundarsakir í kjölfar þessarar ónotalegu reynslu. Utigönguhross voru afar fann- barin og stórir snjókleprar hang- andi utan á þeim. Margir stóð- bændur eiga það mörg hross að þeir koma ekki nema litlum hiuta þeirra í hús. Björgnnarsveitarmenn náðu í níu manns í Bakkaselsbrekku Gengu síðasta spölinn ;-0- á mögnuðu innkaupsverði. . aðeins til janúarloká

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.