Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 16

Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 EGLA t • -ROÐ OG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SlBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi: UmsjónTölvuneta VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell KJARTAN Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar, afhendir Tryggva Sveinbjörnssyni, framkvæmdastjóra Össurar, viðurkenn- ingfu um að fyrirtækið hafi hlotið vottun skv. ISO 9001-stöðlunum. • • Ossur fær vottun á gæðakerfi ÖSSUR hf. stoðtækjaverkstæði veitti nýlega viðtöku viðurkenn- ingarskjali því til staðfestingar að fyrirtækið starfrækir gæða- kerfi sem samræmist kröfum ISO 9001 staðlanna. ISO 9001 tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins eða hönnunar, viðgerða og smíði stoðtækja og íhluta í stoðtæki ásamt endursölu á vörum ann- arra framleiðenda. Vottunin tek- ur einnig til framleiðslu stoð- tækja og ihluta í stoðtæki. Undir- búningur fyrir vottunina hefur tekið um eitt ár og verið unninn í samvinnu við Ráðgarð, segir í frétt frá Össuri. Með vottun á starfsemi fyrir- tækisins og þar með talið hönn- unar- eða þróunarferlið er Össur hf. betur búið undir samkeppni innanlands jafnt sem utan. Vöru- þróunin hefur spilað stórt hlut- verk í velgengni fyrirtækisins og skiptir gríðarlega miklu máli að allt sé unnið eftir vottuðum al- þjóðlegum stöðlum. Sérstaklega þykir vottunin koma sér vel vegna þeirra ströngu reglna sem heilbrigði- skerfi hinna mismunandi landa selja þeim fyrirtækjum sem selja vörur inn á þann markað. Össur hf. hefur stofnað dóttur- fyrirtæki í Ameríku og hófst framleiðsla þar á silikonhulsu í byrjun þessa mánaðar. Sú starf- semi mun einnig verða sam- kvæmt gæðakerfi ISO 9001. Verslun Þyrping kaupir Vöruhúsið Eiðistorgi NÝLEGA var gengið frá samning- um um kaup Þyrpingar hf., dóttur- fyrirtækis Hofs sf., á Vöruhúsinu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi sem áður var í eigu eignarleigufyrirtæk- isins Lýsingar hf. Hof er jafnframt eigandi Hagkaups sem rekur versl- un í þessu húsnæði. Þyrping keypti þtjár hæðir í hús- inu, þ.e. fyrstu hæð þar sem verslun Hagkaups er til húsa, aðra og þriðju hæð. Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, segir að tilgangurinn með kaupunum hafi verið sá að tryggja hagsmuni Hagkaups í þessu húsnæði, en fyrir- tækið hefði einungis haft leigu- samning um húsnæðið til næstu tveggja til þriggja ára. Jón Pálmi sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvernig húsnæðinu á ann- arri og þriðju hæð yrði ráðstafað. Annars vegar kæmi til greina að halda áfram með verslunarrekstur þar en þá þyrfti að gera viðeigandi breytingar á aðgengi að því. Hins vegar kæmi til greina að hætta með verslun í húsnæðinu og nýta það undir aðra starfsemi. ÁTVR keypti í sumar kjallara hússins en auk þess hafa verið þarna til húsa nokkrar smærri verslanir. Þeim hefur hins vegar farið fækkandi og um næstu mán- aðamót verða einungis eftir Bóka- verslun Eymundssonar og snyrti- vöruverslunin Evita. TBS ogNBC sömdu ekki Atlanta. Reuter. VIÐRÆÐUR kapalsjónvarpsins Turner Broadcasting System í Atl- anta við General Electric um hugs- anlegan samruna TBS og NBC hafa farið út um þúfur vegna ágreinings um hver eigi að stjórna fyrirtæki því sem fyrirhugað er að koma á fót. TBS, sem er fyrirtæki Teds Turn- ers og eigandi CNN (Cable News Network), sagði í tilkynningu að fyrirtækið mundi halda áfram að kanna tækifæri, sem kynnu að bjóð- ast, til þess að hlutabréf þess hækk- uðu í verði. NBC í New York er í eigu General Electric. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum snerust viðræðurnar fremur Ted Turner heldur samningaumleit- unum áfram um að TBS og NBC sameinuðust en að Turner hreinlega keypti NBC. En aðilum kom ekki saman um hvort GE eða TBS ætti að eiga meirihluta í sameinuðu fyrirtæki. Fyrri viðræður NBC hefur átt í viðræðum við Turner um að draga úr kostnaði og samvinnu í dreifíngu frétta-, íþrótta- og annars efnis. GE hefur sagt að samruni NBC og fyrirtækja hafi verið ræddur á fundi 16. desember. Engin tilkynn- ing var gefin út, en talið að GE hefði því aðeins áhuga á samkomu- lagi að það mundi auka verðmæti NBC. Það benti til þess að GE setti það skilyrði að eiga meirihluta í nýju fyrirtæki. Turner hefur reynt um eins árs skeið að kaupa sjónvarpsnetkerfi til þess að treysta stöðu CNN, skemmtisjónvarpsins TNT, teikni- myndasjónvarpsins Cartoon Netw- ork og TBS-risastöðvarinnar. Hann hefur nokkrum sinnum áður leitað hófanna hjá NBC og CBS. Hollywood Nýja kvik- myndaverið færnafn Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForritun hk 95012 Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta! 48 klst námskeið, kr. 49.900,-stgr. Dagskrá: • Windows 3.1 kerfistjómun • Novell 3.12 netstjómun • Tengingar við önnur tölvukerfi • Innkaup og val á búnaði Námskeið á þriðjudögum og laugardögum Tolvu- og verkfræðiþjonustan Tölvuráðgjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 RaðgreiÖslur Euro/VISA VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 60 klst námskeið, kr. 69.900,- stgr. Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic • Access og notkun hans við forritagerð • VisualBasic í Excel, Access og Word hk 95011 Námskeið á fimmtudögum og laugardögum Tolvu- og verkfræðiþjonustan Tölvuráögjöf • námskelð • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 RaðgreiÖslur Euro/VISA Los Angeles, Reuter/Variety. ÞRÍSTIRNIÐ Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Gef- fen í Hollywood hafa gefið kvik- myndaveri því sem þeir komu á fót í október nafnið Draumverkið eða DreamWorks SKG. Nafngiftin var auglýst í fagritunum Hollywood Reporter og Daily Vari- ety undir slagorðinu „Framtíð tæki- færa.“ , Síðan Spielberg kvikmyndagerð- armaður, Katzenberg, fyrrum einn æðsti maður Disney-fyrirtækisins, og tónlistarjöfurinn Geffen kunn- gerðu stofnun kvikmyndavers síns 12. október hafa þeir komið á fót sameignarfyrirtæki ásamt Capital Cities/ABC til framleiðslu á sjón- varpsefni til sýninga í stöðvum ABC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.