Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 EGLA t • -ROÐ OG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SlBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi: UmsjónTölvuneta VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell KJARTAN Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar, afhendir Tryggva Sveinbjörnssyni, framkvæmdastjóra Össurar, viðurkenn- ingfu um að fyrirtækið hafi hlotið vottun skv. ISO 9001-stöðlunum. • • Ossur fær vottun á gæðakerfi ÖSSUR hf. stoðtækjaverkstæði veitti nýlega viðtöku viðurkenn- ingarskjali því til staðfestingar að fyrirtækið starfrækir gæða- kerfi sem samræmist kröfum ISO 9001 staðlanna. ISO 9001 tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins eða hönnunar, viðgerða og smíði stoðtækja og íhluta í stoðtæki ásamt endursölu á vörum ann- arra framleiðenda. Vottunin tek- ur einnig til framleiðslu stoð- tækja og ihluta í stoðtæki. Undir- búningur fyrir vottunina hefur tekið um eitt ár og verið unninn í samvinnu við Ráðgarð, segir í frétt frá Össuri. Með vottun á starfsemi fyrir- tækisins og þar með talið hönn- unar- eða þróunarferlið er Össur hf. betur búið undir samkeppni innanlands jafnt sem utan. Vöru- þróunin hefur spilað stórt hlut- verk í velgengni fyrirtækisins og skiptir gríðarlega miklu máli að allt sé unnið eftir vottuðum al- þjóðlegum stöðlum. Sérstaklega þykir vottunin koma sér vel vegna þeirra ströngu reglna sem heilbrigði- skerfi hinna mismunandi landa selja þeim fyrirtækjum sem selja vörur inn á þann markað. Össur hf. hefur stofnað dóttur- fyrirtæki í Ameríku og hófst framleiðsla þar á silikonhulsu í byrjun þessa mánaðar. Sú starf- semi mun einnig verða sam- kvæmt gæðakerfi ISO 9001. Verslun Þyrping kaupir Vöruhúsið Eiðistorgi NÝLEGA var gengið frá samning- um um kaup Þyrpingar hf., dóttur- fyrirtækis Hofs sf., á Vöruhúsinu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi sem áður var í eigu eignarleigufyrirtæk- isins Lýsingar hf. Hof er jafnframt eigandi Hagkaups sem rekur versl- un í þessu húsnæði. Þyrping keypti þtjár hæðir í hús- inu, þ.e. fyrstu hæð þar sem verslun Hagkaups er til húsa, aðra og þriðju hæð. Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, segir að tilgangurinn með kaupunum hafi verið sá að tryggja hagsmuni Hagkaups í þessu húsnæði, en fyrir- tækið hefði einungis haft leigu- samning um húsnæðið til næstu tveggja til þriggja ára. Jón Pálmi sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvernig húsnæðinu á ann- arri og þriðju hæð yrði ráðstafað. Annars vegar kæmi til greina að halda áfram með verslunarrekstur þar en þá þyrfti að gera viðeigandi breytingar á aðgengi að því. Hins vegar kæmi til greina að hætta með verslun í húsnæðinu og nýta það undir aðra starfsemi. ÁTVR keypti í sumar kjallara hússins en auk þess hafa verið þarna til húsa nokkrar smærri verslanir. Þeim hefur hins vegar farið fækkandi og um næstu mán- aðamót verða einungis eftir Bóka- verslun Eymundssonar og snyrti- vöruverslunin Evita. TBS ogNBC sömdu ekki Atlanta. Reuter. VIÐRÆÐUR kapalsjónvarpsins Turner Broadcasting System í Atl- anta við General Electric um hugs- anlegan samruna TBS og NBC hafa farið út um þúfur vegna ágreinings um hver eigi að stjórna fyrirtæki því sem fyrirhugað er að koma á fót. TBS, sem er fyrirtæki Teds Turn- ers og eigandi CNN (Cable News Network), sagði í tilkynningu að fyrirtækið mundi halda áfram að kanna tækifæri, sem kynnu að bjóð- ast, til þess að hlutabréf þess hækk- uðu í verði. NBC í New York er í eigu General Electric. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum snerust viðræðurnar fremur Ted Turner heldur samningaumleit- unum áfram um að TBS og NBC sameinuðust en að Turner hreinlega keypti NBC. En aðilum kom ekki saman um hvort GE eða TBS ætti að eiga meirihluta í sameinuðu fyrirtæki. Fyrri viðræður NBC hefur átt í viðræðum við Turner um að draga úr kostnaði og samvinnu í dreifíngu frétta-, íþrótta- og annars efnis. GE hefur sagt að samruni NBC og fyrirtækja hafi verið ræddur á fundi 16. desember. Engin tilkynn- ing var gefin út, en talið að GE hefði því aðeins áhuga á samkomu- lagi að það mundi auka verðmæti NBC. Það benti til þess að GE setti það skilyrði að eiga meirihluta í nýju fyrirtæki. Turner hefur reynt um eins árs skeið að kaupa sjónvarpsnetkerfi til þess að treysta stöðu CNN, skemmtisjónvarpsins TNT, teikni- myndasjónvarpsins Cartoon Netw- ork og TBS-risastöðvarinnar. Hann hefur nokkrum sinnum áður leitað hófanna hjá NBC og CBS. Hollywood Nýja kvik- myndaverið færnafn Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForritun hk 95012 Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta! 48 klst námskeið, kr. 49.900,-stgr. Dagskrá: • Windows 3.1 kerfistjómun • Novell 3.12 netstjómun • Tengingar við önnur tölvukerfi • Innkaup og val á búnaði Námskeið á þriðjudögum og laugardögum Tolvu- og verkfræðiþjonustan Tölvuráðgjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 RaðgreiÖslur Euro/VISA VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 60 klst námskeið, kr. 69.900,- stgr. Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic • Access og notkun hans við forritagerð • VisualBasic í Excel, Access og Word hk 95011 Námskeið á fimmtudögum og laugardögum Tolvu- og verkfræðiþjonustan Tölvuráögjöf • námskelð • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 RaðgreiÖslur Euro/VISA Los Angeles, Reuter/Variety. ÞRÍSTIRNIÐ Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Gef- fen í Hollywood hafa gefið kvik- myndaveri því sem þeir komu á fót í október nafnið Draumverkið eða DreamWorks SKG. Nafngiftin var auglýst í fagritunum Hollywood Reporter og Daily Vari- ety undir slagorðinu „Framtíð tæki- færa.“ , Síðan Spielberg kvikmyndagerð- armaður, Katzenberg, fyrrum einn æðsti maður Disney-fyrirtækisins, og tónlistarjöfurinn Geffen kunn- gerðu stofnun kvikmyndavers síns 12. október hafa þeir komið á fót sameignarfyrirtæki ásamt Capital Cities/ABC til framleiðslu á sjón- varpsefni til sýninga í stöðvum ABC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.