Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Veishieldhús Harðar
ÞÓRSGÖTU 17 - SÍMI 623495
Sjáutn um:
Arshátíðir —fermingarveislur —
brúðkaup — þorrablót
- afmœlisveislur — erfisdrykkjur
og hvers kyns mannfagnaði.
® Heimsendingarþjónusta
^ Vistlegir veislusalir fyrir
20-250 manns
Veislueldhús Harðar
Þórsgötu 17 — sínii 623495
Klukkan 17:00 föstudaginn 20. janúar
eru síðustu forvöð að panta auglýsingu
í Símaskrá 1995.
Forðist biðraðir og gangið frá
auglýsingapöntunum tímanlega.
ÚRVERINU
Fiskverðsdeilan á Eskifirði
SSÍ líklega í mál
við Hólma hf.
LÍÚ segir aðgerðir skipverja ólögmætar
SJÓMANNASAMBAND íslands
mun að líkindum höfða mál gegn
útgerðarfélaginu Hólma hf. vegna
fiskverðsdeilunnar á Eskifirði.
Hólmgeir Jónsson hjá sambandinu
segir að fiskverð eigi að vera frjálst
sem þýði að seljendum og kaupend-
um beri að koma sér saman um
verðið. „í þessu tilviki er það því
forkastanlegt að kaupandinn skuli
ákveða einhliða hvað hann ætli að
borga fyrir fiskinn. Þarna er því
um samningsbrot að ræða því það
segir skýrt að útgerðarmaður eigi
að tryggja sjómönnum hæsta
gangverð fyrir aflann og við lítum
svo á að það sé ekki gert í þessu
tilviki og því engin ástæða til ann-
ars en að láta á það reyna.“
Báðir togararnir
farnir út
Allir úr áhöfn togarans Hólma-
tinds mættu til skips á laugardags-
kvöld en fýrr um daginn hafði
Hólmanes látið í haf án tveggja
skipverja. Áhafnirnar voru boðaðar
til skips á grundvelli fiskverðstil-
boðs útgerðarinnar frá 9. janúar
síðastliðnum. Emil K. Thorarensen
útgerðarstjóri hjá Hólma hf. segir
að deilan hafi verið komin í óleys-
anlegan hnút sem nauðsynlegt
hafí verið að skera á og að hans
mati var þorri skipverja ánægður
með þessar lyktir.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
deilur af þessu tagi spretta upp á
Eskifirði eftir að fiskverð var gefið
frjálst. „Þetta hefur verið að ger-
ast allsstaðar í kringum landið
enda er hvergi nákvæmlega söma
verð greidd fyrir aflann og þá vilja
þeir sem fá lægra verð fyrir ein-
hveijar tegundir bera sig saman
við staði þar sem hærra verð er
greitt fyrir sömu tegundir,“ segir
Emil. Hann kveðst ekki muna
hversu oft deilur sem þessi hafa
komið upp eystra en segir að það
hafi gerst alltof oft.
Fellur undir
ráðningasamninginn
Emil segir að álit Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna sem
óskað var eftir fyrir helgi hafi flýtt
fyrir lausn deilunnar en sambandið
lýsti því yfir í bréfi til Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar, dagsettu 13. jan-
úar 1995, að vinnustöðvun skip-
veija á Hólmatindi og Hólmanesi
væri ólögmæt og varðaði skipveija
skaðabótum. LIÚ rökstyður mál
sitt meðal annars með þessum
hætti: „Þrátt fyrir að aðilum sé
fijálst að semja um nýtt fiskverð
sín á milli og samningar útrunnir,
þá veitir það hvorúgum rétt til að
knýja fram nýjan samning um
nýtt fiskverð með aðgerðum, nema
þær séu lögmætar. Sú staðreynd
liggur fyrir, sem er miður, að eng-
ar reglur hafa verið settar milli
hagsmunasamtaka þessara aðila,
m.a. um það til hvaða aðgerða
megi grípa til að knýja gagnaðila
til samninga, sem viðkomandi er
þóknanlegt."
í álitinu kemur fram að fiskverð
sé hluti af ráðningarkjörum skip-
veija og teljist falla undir ráðning-
arsamninginn en ekki kjarasamn-
inginn og því hafi sjómenn þann
eina möguleika að segja upp störf-
um með löglégum fyrirvara séu
þeir ekki sáttir við það fiskverð
sem stendur til boða. Samkvæmt
álitinu hafði útgerðin fullan rétt
til að boða skipveija til skips og
má því „með sanni segja að'skip-
veijamir hafi í raun rift ráðningu
sinni með þessum ólögmætu að-
gerðum, sem hófustþann 2. janúar
1995, enda var þeim strax mót-
mælt af hálfu útgerðar.“
198. bindi ICES Marine Symposia series
Ritg’erðir um þorsk-
inn og veðurfarið
198 BINDI vísindaritsins ICES
Marine Symposia series kom nýlega
út á ensku. Rit þetta hefur um ára-
bil verið gefið út af Alþjóðahafrann-
sóknaráðinu og hefur hvert hefti
að geyma erindi og niðurstöður
ráðstefnu á ákveðnu sviði hafrann-
sókna sem ráðið hefur staðið fyrir.
í 198 bindinu birtast ritgerðir sem
kynntar voru á ráðstefnu sem fjall-
aði um þorsk og umhverfisbreyting-
ar í Norður-Atlantshafi (Cod and
Climate Change) og haldin var í
Reykjavík í ágúst 1993.
Ákvörðun um að halda ráðstefn-
una var tekin á ársfundi Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins 1990 og síðan
annaðist tíu manna nefnd sérfræð-
inga frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Færeyjum, Kanada, Þýskalandi og
íslandi undirbúning hennar. Jakob
Jakobsson var förseti ráðstefnunn-
ar og er hann einnig ritstjóri þessa
heftis ICES Marine Symposia seri-
es, ásamt níu öðmm sérfræðingum
á sviði haf- og fiskirannsókna.
í ritinu koma fram allar helstu
niðurstöður víðtækra rannsókna á
þorskinum og stöðu hans í vistkerf-
um Norður-Atlantshafsins. í frétta-
tilkynningu frá Hafrannsókna-
stofnuninni segir að ljóst sé að lang-
tímabreytingar á umhverfisþáttum
hafi haft mikil áhrif á vöxt og við-
gang þorsksins. Þá hafi hörð sókn
tæknivædds fiskiskipaflota valdið
ofveiði á flestum helstu þorskstofn-
um í Norður-Atlantshafi hin síðari
ár.
61 grein um átta efni
Ritið er 693 blaðsíður að stærð
og þar er að fmna 61 grein um átta
efni, sem era: Söguleg yfírlit um
þorskstofna fyrr á öldum, þorskveið-
ar og stofnstærðarbreytingar á hin-
um ýmsu svæðum við Norður Atl-
antshaf á 20. öldinni, hafeðlisfræði-
legir ferlar í Norður Atlantshafi, lík-
ön af hafeðlis- og líffræðilegum ferl-
um sem áhrif kunna að hafa á við-
fang þorsks í Norður-Atlantshafi,
Iíffræði hinna ýmsu þorskstofna, líf-
eðlisfræði og erfðafræði þorsks,
staða þorsks í vistkerfinu og rann-
sóknir á þorski í tilraunastöðvum.
Þá eru í ritinu níu ritgerðir um
stofnstærð, líffræði, fæðu og um-
hverfi þorsks við ísland sem ritaðar
eru af sérfræðingum Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Meðal annars
ritay Jón Jónsson um þorskveiðar
við Ísland á árunum 1600-1900,
Sigfús Schopka um áhrif umhverfis
og veiða á stofnstærð þorsks á 20.
öldinni og Ólafur K. Pálsson um
fæðu þorskstofna við Norður-Atl-
antshaf.
Ritið fæst hjá Hafrannsókna-
stofnun en einnig er hægt að panta
það frá skrifstofu Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins í Kaupmannahöfn.