Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Framkvæmda- stjómiii ræðir gagnrýni þingsins Brussel. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, boðaði í gær verðandi framkvæmdastjórn til aukafundar, vegna gagnrýni Evr- ópuþingsins á hana. Eftir yfir- heyrslur yfir tilnefndum fram- kvæmdastjórnarmeðlimum komust Evrópuþingmenn að þeirri niður- stöðu að fimm af tuttugu væru vart hæfir í starfið. Þeirra á meðal eru allir fulltrúar Norðurlandanna. Evrópuþingið greiðir atkvæði um nýju framkvæmdastjórnina á morg- un. Það getur ekki hafnað einstaka fulltrúum í henni heldur verður að samþykkja eða hafna fram- kvæmdastjórninni i heild. Ef Santer neitar að gera þær breytingar sem þingið fer fram á er talin hætta á að framkvæmda- stjórninni verði hafnað, sem myndi valda upplausn innan ESB. Ef hann aftur á móti lætur undan þrýstingi þingsins gæti hann virst veikur og áhrifalaus. Samstarfsnefndir þings og framkvæmdastj órnar? Sérfræðingar telja líkiegt að Santer muni því reyna að semja við þingið um að það fái að fylgjast náið með störfum framkvæmda- stjórnarinnar og jafnvel að stofnað- ar verði samstarfsnefndir á ákveðn- um sviðum. Þá muni hann reyna að sannfæra þingmenn um að nýju fulltrúarnir muni reynast starfi sínu vaxnir, þegar upp er staðið. Reuter Fj ármálaráðherrar ræða atvinnuleysi FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja ESB funduðu í gær og voru atvinnumál efst á baugi. Frakkar, sem nú fara með for- mennsku ráðherraráðsins, hafa gert baráttuna gegn atvinnu- leysi að helsta stefnumálinu og var fátt annað rætt á fundin- um. Ráðherrarnir gerðu lítið úr þeim vanda, sem spænski peset- inn og portúgíski escúdóinn hafa átt við að stríða á gjaldeyris- mörkuðum síðustu daga, og sögðu málið vart hafa verið rætt á fundinum. Ekki væri nein hætta á nýrri kreppu evrópska gengissamstarfsins. Fjármálaráðherra Spánar sagði Spánverja staðráðna í að standa við skuldbindingar sínar og Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdasljórn- inni, sagði bætt efnahagsástand í heiminum auðvelda öllum ríkjum auðvelda að bæta stöðu ríkisfjármála. Hér ræða þeir Iiro Viiranen frá Finnlandi og Þjóðverjinn Theo Waigel málin. Pólveijar stefna enn á ESB og NATO • WALDEMAR Pawlak, for- sætisráðherra Póllands, ítrekaði um helgina þá stefnu stjórnar sinnar að koma Póllandi eins fljótt og auðið væri í hóp aðild- arrikja Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Pawl- ak var að svara gagnrýni Andrzej Olechowski, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem sagði af sér á föstudag. Olec- howski hafði sagt að vegna deilna innan stjórnarinnar væri ekki unnið nógu hratt að aðild Pólverja að þessum vestrænu samtökum. • EUROPOL, evrópska lög- reglustofnunin, ætlar að setja á fót gagnabanka með upplýsing- um um sakaskrár i öllum Evr- ópusambandsríkjunum. Samtök, sem kenna sig við vernd borg- aralegra réttinda, hafa látið í ljós áhyggjur af þessum áform- um og telja friðhelgi einkalífs í hættu. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur gefið út skýrslu, þar sem því er spáð að eftir 25 ár muni Evrópusambandið þurfa að flytja inn 70% af þeirri orku, sem aðildarríkin nota, í stað 20% nú. • FORSETI sjálfstjórnar- svæðisins Galisíu á Spáni fer síðar í vikunni til Brussel og mun leggja fyrir framkvæmda- stjórnina tillögur um það hvern- ig útfæra megi „nálægðarregl- una“ (subsidiarity) við stjórn héraðsins. Héraðsstjórnir víða um Evrópu hafa bundið vonir við nálægðarregluna, sem skráð er i Maastricht-sáttmálann og kveður á um að ákvarðanir skuli taka á sem lægstu stjórnstigi. Ríkissljórnir flestra ESB-ríkja lita aftur á móti á hana sem reglu um valdskiptingu milli miðstjórnar Evrópusambands- ins og aðildarríkjanna. UTSALA -fierra- GARÐURINN Kringlunni Sértilboð á helgarferðum Vei 2-F,'U)0 kt. a mann i tvsbyii * tvær uætur L Ú X U S MffSAS Vei 20.000 kf. á maun > unby' fjorar nætur AMSTERDAM ***** Innifalið: Flug gisting og flugvallarskattar. Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um land allt, ferðaskrifstofurnar eða í slma 690300 (svarað mánudaga til föstudaga kl. 8-19 og laugardaga kl. 8-16). Fimm stjörnu lúxushótel á besta stað í miðbænum. Frægustu söfnin og bestu verslunargöturnar í göngufæri. ★ ★ ★ ★ ★ FLUGLEIDIR Traustur t'slenskur ferðafélagi l ífebrúar til i Ainsterdam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.