Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 ERLENT Fjórar milljón- ir á messu páfa Skemmti hundruðum þúsunda ung- linga á bænafundi á laugardagskvöld Manila. Reuter, The Daily Telegraph. íhalds- menn í fjar- kröggum BRESKI íhaldsflokkurinn, sem á í fjárhagserfiðleikum, varð fyrir nokkru áfalli í gær þegar stórfyrirtækið United Biscuits tilkynnti, að það hefði hætt stuðningi sínum við hann og hefði ekkert látið af hendi rakna á síðasta ári. 1993 studdi það flokkinn með rúm- lega fjórum miiljónum kr. en næstum 18 millj. 1992. Yfir- drátturinn á reikningum íhaldsflokksins nemur nú nærri 1,6 milljörðum kr. Verkamannaflokkurinn vill setja lög, sem gerðu skylt að skýra frá framlögum til stjórn- málaflokka, og setja takmörk við fjárútlátum í kosningum. Kvennalisti í Þýskalandi HÓPUR þýskra kvenna hyggst stofna sérstakan stjómmálaflokk fyrir konur í júní í sumar. Verður megin- markmið hans að auka áhrif kvenna í landsmálum en kon- urnar segja, að nú séu flokk- amir allir í höndum karla og konur fái því aðeins tækifæri, að þær séu körlunum þægar. Verður flokknum gefið nafnið Femínistaflokkurinn — kon- urnar. Breytingar hjá The Fin- ancial Times TALSMENN breska dagblaðs- ins The Financial Times sögðu í gær, að alþjóðleg útgáfa þess yrði endurskipulögð til þess að auka söluna. Verður efnið miðað meira við lesendur er- lendis en gert hefur verið og laugardags- og mánudagsút- gáfan verður alþjóðleg en hún hefur verið sú sama og í Bret- landi. JOHANNES Páll páfi kom til Papúa Nýju Guineu í gær eftir vel heppnaða heimsókn til Filippseyja, þar sem metfjöldi, fjórar milljónir manna, kom saman á sunnudag til að hlýða á messu hans. Embættismenn Páfagarðs sögðu þetta fjölmennustu messu páfa, jafnvel fjölmennari en þegar hann heimsótti heimaland sitt, Pólland, í fyrsta sinn sem páfi árið 1979. Messan var í Rizal-garði í miðju Manila og allir vegir að garðinum voru svo fullir af fólki að hætt var við áform um að aka páfa í bifreið í garðinn. Fólk stóð upp á bílum og umferðarljósum í von um að sjá páfa í bifreiðinni. Hann var þess í stað fluttur með þyrlu á hátt svið í garðinum. Tugir manna hnigu í ómegin í mannhafinu og rútur, sem fluttu klerka og biskupa í garðinn, stöðv- uðust. Biskupunum tókst þó að mjaka sér að sætum sínum á svið- BÚIST er við að Lamberto Dini, sem útnefndur var forsætisráð- herra Ítalíu í síðustu viku, muni kynna ríkisstjórn sína í dag. Dini, sem gegndi embætti fjárlagaráð- herra, var beðinn um að láta hend- ur standa frammi úr ermum til að binda endir á rúmlega tuttugu daga stjórnarkreppu, sem hófst er Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði af sér. Erfitt verkefni Talið er að Dini muni skipa óflokksbundna sérfræðinga til að skipa svokallaða griðastjóm. Hennar bíða erfið verkefni. Stjórn- in verður að taka í gegn lífeyris- sjóðakerfið sem rambar á barmi inu með því ganga í röð að sviðinu og halda í skikkjur hvers annars. Þúsundir manna höfðu tjaldað í garðinum í nokkra daga til að geta séð páfa sem best. Páfi var augljóslega í sjöunda himni yfir móttökunum á Filipps- eyjum þótt hann virtist stundum þreyttur. Hann skemmti jafnvel hundruðum þúsunda ungmenna á bænafundi á laugardagskvöld með því að sveifla göngustaf sínum eins og Charles Chaplin. Ávarp til Kína Páfi átti fund með filippeyskum biskupum og vék þar að deilu þeirra við stjórn Fidels Ramos um þá stefnu hennar að beita sér fyrir aukinni notkun getnaðarvarna til að draga úr barnsfæðingum. Hann sagði að þeir mættu hvergi hvika í andstöðunni við „aðgerðir sem á einhvern hátt er ætlað að stuðla að fóstureyðingum, ófijósemi og gjaldþrots. Hún verður að koma saman fjárlagafrumvarpi sem dregur úr fjárlagahallanum um 3300 milljarða kr. í stað 2100 milljarða kr. Ennfremur verður ný stjórn að láta gera breytingar á kosningareglum í sveitarstjórnar- kosningum og að veita öllum flokkum jafnan aðgang að sjón- varpi. 15-20 í stjórn Búist er við að 15-20 manns verði í stjórn Dinis en ráðherrar Berlusconis voru 31. Antonio di Pietro, fyrrum rannsóknardómari í Mílanó, mun ekki eiga sæti í ríkis- stjórn Dinis. Búist við stjórn óflokks- bundinna sérfræðinga Róm. Reuter. Utsalan hefst kl 8.00 Kringlunni sími 33300 MORGUNBLAÐIÐ Reuter JÖHANNES Páll páfi á leið frá flugvellinum til Port Moresby, höfuðborgar Papúa Nýju Guineu. Tugþúsundir þorpsbúa söfnuð- ust saman á veginum til að fagna komu páfa. einnig getnaðarvörnum". Sendinefnd frá kaþólsku kirkj- unni í Kína tók í fyrsta sinn þátt í bænafundi með páfa og var það álitið til marks um batnandi sam- skipti Páfagarðs við kaþólsku kirkj- una í Kína, sem hlýðir kínversku stjórninni en viðurkennir ekki æðsta vald Páfagarðs. Páfi flutti útvarpsávarp til kínverskra kaþó- likka á laugardag þar sem hann sagði að þeir yrðu að viðurkenna vald Páfagarðs til að geta talist raunverulegir kaþólikkar. Kínverska sendiráðið í Manila sagði í gær að ekki kæmi til greina að hefja viðræður um formleg tengsl við Páfagarð nema hann rifti sambandinu við Tævan. Lögreglan í Papúa Nýju Guineu hófu í gær viðamikla ieit að tveim- ur mönnum frá íran sem grunaðir eru um aðild að meintu samsæri um að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum. Tveir menn voru handtekn- ir í Manila áður en páfí hélt þaðan og sakaðir um aðild að múslimskum öfgahópi sem hygðist myrða hann. Karl miður sín vegna svika einkaþjónsins Sakaður um framhjáhald und- ir berum himni Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. KARL Bretaprins er miður sín eftir að einkaþjónn hans sveik hann og skýrði frá meintum leyndarmálum um samband hans við hjákonu hans, Camillu Parker Bowles, að sögn breskra dagblaða í gær. Ken Stronach, sem hafði verið einkaþjónn prinsins í 15 ár, var vikið frá á sunnudag en hann heldur launum sínum meðan blaðafulltrúi prinsins rannsakar frétt sem birt var í dagblaðinu IVews of the World á sunnudag. Þar var haft eftir Stronach að hann hefði þurft að þvo moldug náttföt Karls eftir að prinsinn hefði laumast út úr sveitasetri sínu að næturlagi til að liggja hjákonu sína undir berum himni meðan kona hans, Díana prins- essa, svaf í húsinu. „Hann er augljóslega særður. Hann hefði aldrei trúað því að Ken, af öllum mönnum, myndi gera þetta,“ hafði dagblaðið Daily Mirror eftir embættis- manni í Buckingham-höll. „Þeg- ar Karl bannaði honum að koma í Balmoral-kastala mun hann hafa verið miður sín eftir að hafa komist að því að helsti einkaþjónn hans hafi gerst svik- ari,“ sagði Daily Express. News of the World hafði eftir Stronach að þegar Díana hefði ekki verið á sveitasetrinu hefði Camilla laumast inn í svefnher- bergi hans úr gestaherberginu. „Okkur var sagt að koma fram við hana sem húsfreyjuna. Það var eins og prinsessan væri ekki til,“ var haft eftir einkaþjónin- um. The Sun birti í gær frétt um nýja útgáfu af bókinni „Camilla, hjákona konungsins" þar sem fjallað er um „næturheimsóknir Karls í himinsæng Camillu". Samkvæmt fréttinni hittust Karl og Camilla reglulega í sveita- setri hennar. Karl hefði laumast inn til hennar að næturlagi, nokkrum mínútum eftir að eig- inmaðurinn hefði haldið að heiman til Lundúna. „Karl var þekktur sem „Myrkrahöfðing- inn“ vegna þess að hann kom aldrei að degi til,“ sagði blaðið. Karli hafnað í tveimur skoðanakönnunum, sem birtar voru um helgina, kemur fram mikil andstaða með- al Breta við þá hugmynd að Karl kvænist Camillu, sem til- kynnti nýlega að hún og eigin- maður hennar hygðust skilja. í könnun Sunday Express sögðust aðeins 22% aðspurfðra geta sætt sig við Camillu sem drottningu. 54% aðspurðra sögð- ust vilja að Vilhjálmur prins, 12 ára sonur Karls og Díönu, yrði næsti konungur ef hann næði 18 ára aldri áður en Elísabet drotning fellur frá. 42% vildu Karl sem næsta konung. Meiri- hluti aðspurðra var einnig þeirr- ar skoðunar að Anna prinsessa, systir Karls, væri betri kostur sem ríkisarfi. Samkvæmt könnun The Sunday Times eru 47% Breta andvíg því að Karl verði krýndur konungur ef hann kvænist Cam- illu. Könnun um framtíð konungdæmisins Embættismenn Buckingham- hallar hafa óskað eftir áliti opin- berra fulltrúa drottningar í hverri sýslu á stöðu og framtíð konungdæmisins í kjölfar deil- unnar um framlijáhald Karls og skilnaðar hans við Díönu. Emb- ættismennirnir leggja áherslu á að þetta sé óformleg könnun, en hún þykir samt sem áður endur- spegla áhyggjur þeirra af ímynd konungsfjölskyldunnar frá því Karl skýrði frá því í sjónvarps- viðtali að hann hefði haldið framhjá konu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.