Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 37

Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 37
• MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 37 MIIMIMINGAR þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu aupabliki. Katrín, Jóhanna og Elínborg. Nú þegar nýja árið gekk í garð, lauk Mjöllin okkar baráttu sinni við erfiðan sjúkdóm. Við sem höfum verið henni sam- ferða í hartnær 40 ár, höfum svo margs að minnast. Árin okkar þegar börnin voru ung og við fórum saman í útilegur, oft með lélegan búnað eins og títt var í þá daga. Við minnumst daganna okkar á Þingvöllum, Laug- arvatni og ótal fleiri stöðum. Með árunum urðu ferðimar æ fleiri, utan- lands og innan, og ætíð jafn ánægju- legar. En bestu stundir okkar saman eru eflaust árin í Kjósinni. Það verð- ur erfitt að sitja við gluggann og sjá ekki litlu konuna okkar trítla yfir brána sína, ýmist að huga að blómun- um eða bamabömunum, sem sóttu til hennar og hún naut að fá í heim- sókn. Eða kannske að koma eftir fjör- unni til að fá tíu dropa og spjall. Síðasta kveðjan frá henni og Ragnari voru rósir sem þau sendu okkur á nýárdag og við náðum að þakka kvöldið áður en hún kvaddi. Nú þegar Mjöll er horfin okkur, hugsum við til hennar sem dýrmæts vinar er færði ætíð gleði og hjálp- semi. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú er glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ka- hlil Gibran) Megi Mjöll hvíla í friði, blessuð sé minning hennar. Við vottum Ragnari, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Hrafnhildur og Gunnar. Nú þjáist Mjöll ekki lengur, en við sem þekktum hana emm full af sökn- uði. Mjöll giftist föðurbróður mínum, Ragnari Jóhannessyni, þegar ég var lítil stelpa. Hún minntist oft á okkur fyrstu kynni, þar sem ég hafði horft á hana og sagt: „Þú ert svo falleg." Og í mínum augum hefur Mjöll alltaf verið ein fallegasta manneskja sem ég hef þekkt. Ég hef oft sagt um hana að hún væri ein af þessum fáu mannverum sem virtust ekki einu sinni hugsa ljótt. Þolinmæði, hlýtt viðmót og falleg orð til allra voru hennar einkenni. Ég hef verið búsett í Bandaríkjunum í yfir 17 ár, og þau eru ófá bréfín frá Mjöll sem hafa yljað mér um hjartarætumar í gegn- um árin, góðmennskan og hlýheitin skinu í gegnum orðin. Hún sendi mér fjögurra blaðsíðna bréf núna fyrir jólin, með sömu umhyggju fyrir mér og áður, þar sem hún var helsjúk og notaði líklega þess dags kraft til að skrifa mér. Móðir mín Sigríður Guð- mundsdóttir, sem lézt um aldur fram fyrir rúmum 14 árum, og Mjöll vom svilkonur og vinkonur og mér þykir vænt um hvað ég fékk að njóta hlýju Mjallar eftir að móðir mín lézt. í síð- asta bréfinu sagði Mjöll mér að hún og Raggi og vinafólk þeirra ætluðu að koma til Flórída 16. janúar og var ég farin að hlakka til að fá þau í heimsókn. Þegar Raggi frændi hringdi í mig að kveldi 4. janúar, sagði ég: „Eruð þig nú á leiðinni?" En hann tjáði mér að það yrði ekki því Mjöll hefði dáið þann dag. Raggi og Mjöll voru einstaklega samrýnd hjón, þau unnu á sama vinnustað og nutu þess að ferðast saman innanlands og utan. Síðasta ár Mjallar var hún mikið veik, en Raggi og börnin þeirra önnuðust hana af ást og umhyggju. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð í söknuði þeirra og veit að minningin um þessa yndislegu konu lifir áfram með okkur sem nutum návistar hennar. Guð blessi minningu þína, Mjöll mín. Jóna Ingvadóttir Ferrante. Flcirí mimingargreinar um Mjöll Bergþóru Sigurðardóttur bíða bii-tingar og nnmu birtast næstu daga. t Útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og fraenku, SIGRÚNAR STURLAUGSDÓTTUR, Ásvallagötu 39, Reykjavfk, fór fram í kyrrþey að hennar ósk þann 10. janúar sl. Þökkum innilega samúð og hlýhug. Sigríður L. Kester, Hjördís Sturlaugsdóttir, Ása Sturlaugsdóttir, Edda Sturlaugsdóttir, Anna S. Ackerman, Sigríður Ólafsdóttir og systkinabörn. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA EINARSDÓTTIR LÖVDAHL, verður jarðsungin frá Fossvogskikju miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Einar Lövdahl, Inga Dóra Gústafsdóttir, Karen Lövdahl, Þórður Júlíusson, Bergþóra Lövdahl, Einar Eyjólfsson. t Elskulegur eiginmaður minn, EINAR VAGN BÆRINGSSON pípulagningameistari, Miðbraut 19, Seltjarnarnesi, sem lést 11. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju á morgun, mið- vikudaginn 18. janúar, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Ásta Árnadóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdamóðir, BJÖRK THOMSEN kerfisfræðingur, Tunguvegi 20, sem lést þann 6. janúar sl., verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Auðun Sæmundsson, Arndís Hulda Auðunsdóttir, Dögg Baldursdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Bragi Björnsson. t Móðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Háaleitisbraut 153, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Orgelsjóð Langholtskirkju. Guðmundur M. Jónsson, Jakobína Þ. Pálmadóttir, Valgerður H. Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR TÓMASDÓTTUR frá Litlu-Heiði. Erla Pálsdóttir, Kjartan Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Elsa Pálsdóttir, Tómas Jens Pálsson, Áslaug Pálsdóttir, Guðlaug I. Pálsdóttir, Páll Rúnar Pálsson, Jón Sveinsson, Ingibjörg l'varsdóttir, Einar Kjartansson, Jakob Ólafsson, Steinunn Þorbergsdóttir, Brynjólfur Gfslason, Vigfús Þ. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Krókatúni 15, Akranesi, er lést 10. janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSI’ kl. 11.45. Helgi Jónsson, Björg Karlsdóttir, Sveinn Jónsson, Maria Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Vilhjálmur Þór Guðmundsson, Rósa Jónsdóttir, Óskar Þórðarson, barnábörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN EIRÍKSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Engihlíð 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Svanhildur Ólafsdóttir, Haraldur Jónasson, Guðrún Ólafsdóttir, Guðmundur Jóhann Ólafsson, Brynja Pétursdóttir, barnabörn dg barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir kveðjur, samúð, vinarhug og ómetanlega aðstoð vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, REIMARS ÁGÚSTS STEFÁNSSONAR leigubifreiðastjóra, Hörðalandi 12, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Oddný Guðnadóttir. t Þökkum innilega vinarhug og samúð við andlát og útför KRISTÍNAR D. THORARENSEN. Erla E. Thorarensen, Ólafur Sveinsson, Jónína G. Thorarensen, Gunnar Pálsson, Benedikt Thorarensen, Guðbjörg M. Thorarensen, Bryndís G. Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við aldlát og útför ástkærrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐMUNDU J. BÆRINGSDÓTTUR, Austurgötu 36, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks, lækna og hjúkrunarfólks á annarri hæð Sól- vangs, Hafnarfirði, fyrir góða og kærleiksríka umönnun í veikind- um hennar. Marinó Sigurðsson, Jóhanna Jensdóttir, Baldur Sigurðsson, Sigriður Ingvarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Böðvar Daníelsson, Kristin Sigurðardóttir, Hergeir á Myrini, Ragnheiður Jónsdóttir, Þorvaidur Örn Árnason, Kristrún Þorsteinsdóttir, Yngvi Harðarson, Gréta Jónsdóttir, Hulda Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HERMANNS JÓNSSONAR, Amtmannsstfg 4. Fyrir hönd aðstandenda, GuðnýTh. Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.