Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 42

Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk IT's 60INS TO 0E COL0 T0NI6HT 50 MAVBE y’OU'P 8ETTER COME ANP SLEEP INSIPE.. Það verður kalt í nótt, svo það er eins gott fyrir þig að koma og sofa innandyra.. Við hvern ertu að tala? BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Þér veitist innsýn Frá Gunnari Kvaran: EITT HIÐ allra eftirsóknarverð- asta í lífinu að mínum dómi er sálar- eða hugarró. Þetta ástand á ekkert skylt við sljóleika, leti eða athafnaleysi, því eðli lífsins er hreyfing og sífelldar breytingar. Til þess að nálgast þessa hugarró þurfum við að hafa okkur öll við, ekki síst í vestrænu nútíma þjóðfé- lagi þar sem hraði og spenna eru svo einkennandi. í þvílíkum hraða og slíkri spennu er auðvelt að tapa áttum, verða rótlaus, eirðarlaus, spenntur og ráðvilltur. Eitt af því sem róar hugann og getur þroskað manneksjuna er lestur góðra bóka. Þessu greinarkorni er ætlað að vekja athygli lesanda á einni slíkri bók. Hún heitir á íslensku „Þér veitist innsýn“ í lögmál lífsins og þýðingin var gerð úr ensku sem ber titilinn „Unto thee I grant“. Hér er á ferðinni mikil lífsspeki um fjölbreytilegustu hliðar mann- legs lífs. Talið er að Ammendhetop IV. Faraó Egyptalands, öðru nafni Akhnaton, sem var uppi fyrir umþ.b. 3300 árum, hafi samið þetta rit, en hann var mjög merki- legur hugsuður og talinn höfundur fyrstu eingyðistrúarbragða mann- kynsins. Bókin er í tveim hlutum sem skiptast í tólf bækur. Það hefur ekki verið auðvelt verk að þýða þessa bók yfir á íslensku. Efnið allt er mjög vandmeðfarið og framsetningin bæði háleit og oft og tíðum skáldleg. Islenski textinn kemur mjög vel út og er greinilegt að þýðandinn Sveinn Ólafsson hefur lagt í verk sitt ómælda vinnu, smekkvísi og vandvirkni. Bókin var fyrst gefin út árið 1979 af Bókaútgáfunni Þjóðsögu, en hefur nú verið endur- útgefin af Bókaútgáfunni Hörpu á Akranesi. Við lestur þessarar bók- ar er maður sífellt minntur á grundvallaratriði mannlegs lífs og enda þótt stöku sinnum finnist fyrir aldarhætti og sérstökum þjóð- félagslegum aðstæðum höfundar, sem ekki eiga við okkur þjóðfélags- gerð, þá er þetta rit sígillt og stór- merkilegt í sinni innblásnu leiðsögn til fegurra og betra lífs. Ég mæli sterklega með þessari bók, sem þarf að lesa hægt og íhuga gaumgæfilega Þetta er bók sem hægt er að nálgast aftur og aftur á ýmsum æviskeiðum sér til uppbyggingar og hvatningar. GUNNARKVARAN, sellóleikari. Jólagjafir R-listans til Reykvíkinga liggja gegnum holræsin Frá Sigrúnu Halldórsdóttur: ÞAÐ VAR að vonum að R-listinn sýndi sína réttu ásjónu. „Fátt er ’svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott.“ Þarna er sýnt í hnot- skum hvað koma skal. Hærri álög- ur á borgarbúa. Það er eigi nokkur von til þess, að þeir, sem sitja í filabeinstumunum, og eru ekki í nokkmm tengslum við hinn al- menna borgara skilji þessa hluti. Auknar álögur á þegna þessa lands þ.e.a.s. þeirra er minnst mega sín. Álögur á miðlungstekjur eru of háar. Ráðstöfunartekjur of litlar. Ungt fólk á ekki neinar fúlgur af sparifé er það lýkur námi. Það er varla mögulegt fyrir þetta fólk að eignast íbúðir á frjáls- um markaði. Það er njörvað niður af skuldaklafanum, sem orsakaðist af löngu háskólanámi. Það er þrautalendingin að leita á náðir hins félagslega kerfis. Það hefur sína annmarka fyrir ungt fólk. Það hefði átt að byggja upp öðruvísi lánastofnanir, önnur lánsform sem hentað hefði betur til kaupa á fijálsum markaði. Það ætti að vera keppikefli stjórnvalda á hveijum tíma að búa sem best að æsku þessa lands. Gera henni kleift að feta sig áfram án íhlutunar. At- vinnuleysisvofan er miklu nær, en tölur og stöðluð súlurit gefa til kynna. Lítil atvinnuauglýsing leiddi til 100 hringinga. Það blæddi mörgum manninum, að hafa ekk- ert að starfa. Þetta er alvarlegt ástand, sem verður að breyta. Stjórnvöld verða að taka á þessum málum með festu. Hér duga engin vettlingatök! Hér þarf að huga langt fram í tímann. Þetta er ástand sem ekki er hægt að þola! Vinnan er lífið, iðjuleysið er dauð- inn. Nauðsynlegt er að hugsa um þá, sem lægstu launin hafa. Þeirra vandi er brýnastur. Stjórnmálamönnum er hollt, að hafa það í huga að þarna eru at- kvæðin. Þau munu láta til sín taka á kjördag. Stjórnmálaflokkar ættu að huga að því að hér á landi nægir tveggja flokka kerfi. Það nægir þjóðum með milljónum íbúa. Það er mál til komið að minnka yfirbyggingu þessa lands. Sterkir flokkar áorka miklu, dreifðir kraft- ar litlu. Þjóðin er ekki lengur þö- gull áhorfandi. Tímamir hafa breyst og fólkið líka. Það heldur um slagæð stjómmálanna. SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Erluhólum 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.