Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 53

Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 53 Búðarkona eins og mamma eða leikari eins og pabbi [ ! 1 I I I I I I I I I I I ( ( I lonías stöðu- mæla- vörður Loftur Reynir Eins og klumpur i STJÖRNUR G STé RFLSKAR ARAMÓTASKAUP Ríkis- sjónvarpsins var að vanda á gamlárskvöld. Ein leik- kvennana í skaupinu var Helga Braga Jónsdóttir. Hún kom einnig fyrir augu landsmanna í sjónvarpsleik- ritinu um Jör- und hunda- dagakonung og leikur leiðindapúka í Stundinni okkar. Helga Braga er líka á fjöl- um leikhúsanna, í Kirsubeijagarð- inum með Frú Emilíu og nú síðast í Kabarett í Borgarleikhúsinu. Það er því meira en nóg að gera hjá þessari ungu leikkonu sem útskrif- aðist úr Leiklistarskóla íslands fynr fimm árum. Ég var einhvern veginn aldrei neinn unglingur þannig lagað. Ég var alltaf alveg ofsalega venjuleg og sem barn frekar mikil rola, utan við mig og mikið í mínum heimi. Ég er einkabarn móður minnar og var kannski svolítið í minni eigin draumaveröld. Svo gerist það svona um tólf ára aldur- inn að það koma þessar líka breyt- ingarnar, ég hafði hvorki verið feit eða mjó heldur svona ofur- venjuleg, bara allt í lagi og engin vandamál þar. Svo bara allt í einu gerast þessar þvílíku hormóna- breytingamar ég bara spratt út algjörlega. Það hefði svakaleg andleg áhrif, ég ætlaði bara að drepa mig, ég bara spratt út í orðsins fyllstu merkingu. Ég er í dag næstum því eins og ég var þá. Maður hefur kannski fitnað og farið til baka en ekkert hækkað eða breyst að neinu ráði, þetta var alveg svakalegt að breytast svona. Þetta hafði í för með sér þvílíkt álag, ég var bara hlaupandi með hnífinn alla Brekkubrautina uppi á Skaga, og mamma á eftir. Ég varð ofsalega þunglynd og tók þetta nærri mér. En ég tók þetta svolítið snemma út, svo jafn- aði ég mig og fór að vera í Skaga- leikflokknum, fékk þar útrás fyrir alla orkuna. Fyrsta stóra hlutverk- ið mitt var Lína Langsokkur þegar ég var 15 ára, það var svo gaman °g ég gerði allt, söng, hló, dans- aði og fór flikk flakk og var inni á sviðinu allan tímann. Það að maður væri hræddur við nokkurn skapaðan hlut var ekki til, og eng- inn efi um eitt eða neitt. Eins og unglingar eru þegar þeir eru æðis- legastir, þá er ekki verið að efast um hlutina heldur er bara heimur- inn tekinn inn, gleyptur. Ég fór svo í fjölbraut og þar var leikfélag og ég var voða mikið í því, þannig að ég tók þessa stefnu strax. Pabbi minn er líka leikari og það kom aldrei annað til greina en að verða búðarkona eins og mamma eða leikari eins og pabbi. Ég hafði reyndar meiri áhuga á að verða leikari en það kom smátímabil þegar ég var þriggja ára sem ég efaðist og hugðist verða búðar- kona en svo eftir það varð ég aft- ur harðákveðin. Eg var óþolandi nemandi ég var svo samviskusöm, var látin lesa Gunnarshólma og kennarinn sagði við hina nemend- uma; „Hlustiði nú á Helgu Brögu lesa.“ Ég var rétt á mörkunum að vera með prófessorsstimpil. Ég get varla sagt að ég hafi haft önnur áhugamál en leiklist- ina, ég var reyndar alltaf í dansi, fór í alla dansa sem hægt var. ég ætlaði mér líka einhverntíma að verða ballerína, ég þráði það svo mikið að ég laug í systur mína og vinkonur í Reykjavík að ég væri í ballet, þó konan sem ætlaði að setja upp balletskólann hafí hætt við og ég aldrei fengið neina ballet- tíma. Það voru mér slík vonbrigði að e"kkert yrði úr þessu, ég tók það bara ekki alveg inn svo ég tók á það ráð að ljúga að systur minni og vinum. Það trúir því enginn en ég var oft svo óframfærin, ef ég fór út í búð þá þurfti ég að bíða alveg extra lengi af því ég kom mér ekki að búðarborðinu, þetta er ein- hver rolugangur eða ég var svona utan við mig. Ég er svolítið klofinn persónuleiki að því leyti, pabbi er svona líka, hann dettur út. Svo á ég einhveija aðra hlið sem er hlið- in eins og allir halda að maður sé, en það fer allt eftir því í hvemig skapi maður er og í hvernig stemmningu maður er. Maður tekur upp á alveg geðveik- um hlutum á ungl- ingsár- unum, ég varð voða dramatísk og skapstór Ég hafði alltaf verið svo róleg og svo allt í einu kom eitthvað hrottalegt skap. Ég held að það sé al- gengt hjá ungling- um að skapið breyt- ist eitthvað, enda ganga unglingar í gegnum þvílíkar breytingar. Ef ég hefði ekki fæðst inn í þetta karma að verða leik- kona þá hefði ég sennilega stúder- að miklu meira, mér finnst ég alltaf eiga Ég hefði sennilega farið í frönsku í há- skólanum og guðfræði, ég á nú hreinlega eftir að gera það. Mér fínnst svo skemmtilegt að pæla í hlutum eins og trú, andlegum málefnum, sagnfræði, mér finnst ég eiga þetta allt eftir. Maður er stundum að hugsa um unglinga og hvernig það er að vera unglingur. Ég bjó einn vetur í Hafnarfírði og þurfti stundum að taka strætó, og þá sér maður unglinga. Ég glápti bara á þau því mér finnst þau svo falleg og eitthvað svo björt framtíð að horfa á þetta fólk. Það er svo mikið af skilaboðum í gangi hvemig maður eigi að vera og það sem mér finnst mikilvægt fyrir alla, ekki bara unglinga, er að hlusta á sig sem manneskjy, vera trúr og standa með sjálfum sér. „Zoph Dröfn Gunnar j a> *o c s-i co c Þaö er spurning Hvað var það skemmtileg- asta sem þú gerðir í fyrra? Ragnar 15 ára. Að vinna í unglingadeildinni í leikfélaginu Andri 14 ára Unglingavinnan í sumar Jón Stefán 14 ára Að vera í leikfélaginu Ráðhildur 14 ára Unglingavinnan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.