Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 13
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Trausti Traustason formaður
Tryggva með stýrisstöng úr
snjóbílnum.
Þarf að
endurnýja
snjóbíl sinn
Selfossi - Öll tæki og búnaður í
snjóbíl Björgunarsveitarinnar
Tryggva á Selfossi er ónýtur eftir
að hann valt við Svelgsá í Helgá-
fellssveit 18. janúar. Snjóbíll
Tryggva var kallaður til af Land-
stjórn björgunarsveita að beiðni al-
mannavarna í V-Barðastrandar-
sýslu vegna þess að hann er léttari
en aðrir og fyrirhugað var að flytja
hann sjóleiðina frá Stykkishólmi
yfir í Reykhólasveit.
Þrir björgunarsveitarmenn
Tryggva sem önnuðust flutning
bílsins vestur þakka sínum sæla
fyrir að ekki fór verr en litlu mun-
aði að bíll og vagn færu 10 metra
niður í Svelgsá.
Trausti Traustason formaður
Tryggva segir slæmt að. missa bílinn
núna því í hönd fari tími þegar
óhöpp eru tíð á hálendinu. Snjóbíll-
inn var sá eini sem tiltækur var í
Árnessýslu. Björgunarsveitarmenn
bíða eftir svari um það hvort snjó-
bíllinn fæst bættur en hann var
ótryggður. Þeir vinna nú að athug-
un á því að byggja yfir snjóbílinn
og gera hann ökufæran á ný. Einn-
ig kanna þeir möguleika á kaupum
á nýjum snjóbíl.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir i
Bíóstólar
keyptir í
Hótel Vala-
skjálf
KEYPTIR hafa verið um 100 bíó-
stólar í Hótel Valaskjálf sem festir
hafa verið á gólf í efri sal hússins.
Undanfarin ár hafa kvikmyndasýn-
ingar á Egilsstöðum ekki verið
reglulegar en nú hafa þeir feðgar
Benedikt Vilhjálmsson og Halldór
Benediktsson boðið upp á bíósýn-
ingar, bæði bamamyndir og myndir
fyrir fullorðna, einu sinni til tvisvar
í viku. Aðstaða fyrir bíógesti hefur
með þessu batnað til muna. Á
myndinni má sjá ánægða bíógesti
í nýju stólunum.
Islenskir aðalverktakar
Yfir 30 starfsmenn
á þýskunámskeiði
Vogum - Á fjórða tug starfsmanna
íslenskra aðalverktaka á Keflavík-
urflugvelli eru á námskeiði tvö kvöld
í viku og læra þýsku. Þátttakendur
koma úr flestum deildum fyrirtækis-
ins, en um þriðjungur eru smiðir og
koma flestir úr þeirri starfsgrein.
Námskeiðinu er skipt í tvo hópa
vegna mikillar þátttöku og fær hvor
hópur fyrir sig tvær kennslustundir
tvisvar í viku, alls 8 vikur. Kennari
er Guðbjörg Jónsdóttir, kennari við
Pjölbrautaskóla Suðurnesja.
Helgi Maronsson hjá gæðastjórn-
un Íslenskra aðalverktaka sem stend-
ur fyrir námskeiðinu segir ekki ólík-
legt að fyrirtækið verði með fleiri
námskeið vegna mikils áhuga starfs-
manna á að auka þekkingu sína á
ýmsum sviðum. Áhuginn fyrir þýsk-
unni er til kominn vegna áhuga
manna á störfum í Þýskalandi í fram-
tíðinni og þá er mikilvægt að hafa
öðlast undirstöðu í málinu, sagði
Helgi í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
STARFSMENN íslenskra aðalverktaka á námskeiðinu í þýsku.
9o|
mmm
::íT ■ '
Ingvar
Helgason hf.
Scevarhöfna 2 .
Simi674000
IMISSAIU
3ja dyra Nissan Sunny Toyota Corolla VW Golf Hyundai Accent
Rúmtak vélar 1397 cc 1331 cc 1391 cc 1341 cc
Hestöfl 89 90 60 84
Hjólahaf /mm 2430 2465 2475 2400
Þyngd 995 1020 1075 960
Veltistýri X X X 0
Bein innspýting X X X X
Hljómtæki X 0 0 X
Samlæsing X X X 0
Frítt þjón.eftirlit X 0 0 0
ísl. auka ryðvörn X 0 X X
Verð: 1.059.000.- 1.199.000.- 1.149.000.- 949.000.-