Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 13 Morgunblaðið/Sig. Jóns. Trausti Traustason formaður Tryggva með stýrisstöng úr snjóbílnum. Þarf að endurnýja snjóbíl sinn Selfossi - Öll tæki og búnaður í snjóbíl Björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi er ónýtur eftir að hann valt við Svelgsá í Helgá- fellssveit 18. janúar. Snjóbíll Tryggva var kallaður til af Land- stjórn björgunarsveita að beiðni al- mannavarna í V-Barðastrandar- sýslu vegna þess að hann er léttari en aðrir og fyrirhugað var að flytja hann sjóleiðina frá Stykkishólmi yfir í Reykhólasveit. Þrir björgunarsveitarmenn Tryggva sem önnuðust flutning bílsins vestur þakka sínum sæla fyrir að ekki fór verr en litlu mun- aði að bíll og vagn færu 10 metra niður í Svelgsá. Trausti Traustason formaður Tryggva segir slæmt að. missa bílinn núna því í hönd fari tími þegar óhöpp eru tíð á hálendinu. Snjóbíll- inn var sá eini sem tiltækur var í Árnessýslu. Björgunarsveitarmenn bíða eftir svari um það hvort snjó- bíllinn fæst bættur en hann var ótryggður. Þeir vinna nú að athug- un á því að byggja yfir snjóbílinn og gera hann ökufæran á ný. Einn- ig kanna þeir möguleika á kaupum á nýjum snjóbíl. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir i Bíóstólar keyptir í Hótel Vala- skjálf KEYPTIR hafa verið um 100 bíó- stólar í Hótel Valaskjálf sem festir hafa verið á gólf í efri sal hússins. Undanfarin ár hafa kvikmyndasýn- ingar á Egilsstöðum ekki verið reglulegar en nú hafa þeir feðgar Benedikt Vilhjálmsson og Halldór Benediktsson boðið upp á bíósýn- ingar, bæði bamamyndir og myndir fyrir fullorðna, einu sinni til tvisvar í viku. Aðstaða fyrir bíógesti hefur með þessu batnað til muna. Á myndinni má sjá ánægða bíógesti í nýju stólunum. Islenskir aðalverktakar Yfir 30 starfsmenn á þýskunámskeiði Vogum - Á fjórða tug starfsmanna íslenskra aðalverktaka á Keflavík- urflugvelli eru á námskeiði tvö kvöld í viku og læra þýsku. Þátttakendur koma úr flestum deildum fyrirtækis- ins, en um þriðjungur eru smiðir og koma flestir úr þeirri starfsgrein. Námskeiðinu er skipt í tvo hópa vegna mikillar þátttöku og fær hvor hópur fyrir sig tvær kennslustundir tvisvar í viku, alls 8 vikur. Kennari er Guðbjörg Jónsdóttir, kennari við Pjölbrautaskóla Suðurnesja. Helgi Maronsson hjá gæðastjórn- un Íslenskra aðalverktaka sem stend- ur fyrir námskeiðinu segir ekki ólík- legt að fyrirtækið verði með fleiri námskeið vegna mikils áhuga starfs- manna á að auka þekkingu sína á ýmsum sviðum. Áhuginn fyrir þýsk- unni er til kominn vegna áhuga manna á störfum í Þýskalandi í fram- tíðinni og þá er mikilvægt að hafa öðlast undirstöðu í málinu, sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson STARFSMENN íslenskra aðalverktaka á námskeiðinu í þýsku. 9o| mmm ::íT ■ ' Ingvar Helgason hf. Scevarhöfna 2 . Simi674000 IMISSAIU 3ja dyra Nissan Sunny Toyota Corolla VW Golf Hyundai Accent Rúmtak vélar 1397 cc 1331 cc 1391 cc 1341 cc Hestöfl 89 90 60 84 Hjólahaf /mm 2430 2465 2475 2400 Þyngd 995 1020 1075 960 Veltistýri X X X 0 Bein innspýting X X X X Hljómtæki X 0 0 X Samlæsing X X X 0 Frítt þjón.eftirlit X 0 0 0 ísl. auka ryðvörn X 0 X X Verð: 1.059.000.- 1.199.000.- 1.149.000.- 949.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.