Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ásættanlegt frumvarp um mannr éttindi ÞAU TÍÐINDI hafa nú orðið á Alþingi, að formenn allra þing- flokka hafa flutt sameiginlega frumvarp um breytingar á mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar. Að mínum dómi er hér um afar merkilegt þingmál að ræða og verður ekki betur séð en að nokkuð vel hafi tékist til við gerð frum- varpsins. Verður þá að hafa í huga að frumvarpið felur í sér samkomu- lag milli stjórnmálaflokkanna, sem hafa mismunandi sjónarmið og áherslur í einstökum atriðum. I frumvarpinu eru ýmis nýmæli um vernd manna gegn misbeitingu rík- isvaldsins. Einnig eru í frumvarp- inu ákvæði um rétt manna til að- stoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis og sambærilegra at- vika, ákvæði um rétt manna til að hljóta almenna menntun við sitt hæfi og ákvæði um vernd barna. Mörgum, þar á meðal mér, finnst það vera mikið álitamál, hvort setja eigi ákvæði af þessum síðast- nefnda toga í stjómarskrá, þó að Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? Pantaðu tímanlega svo þú missir ekki af tilboðinu okkar. í öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndast. Barna og fj.myndir sími:887 644 Ljósmyndastofa Kópavogs , sími: 4 30 20 3 Ódýrastir þeir séu út af fyrir sig sammála um markm- iðin sem slík. Benda menn þá á að ákvæðin séu ómarkviss og tryggi ekki rétt sem unnt sé að sækja til dómstóla. Eðli málsins samkvæmt hljóti póli- tískur meirihluti á Al- þingi á hveijum tíma að ákveða hve miklu fé skuli varið til þess- ara þarfa. Óheppilegt sé að hafa ómarkviSs- ar stefnuyfirlýsingar í stjórnarskrá, þar sem tilvist þeirra sé til þess fallin að draga úr slag- krafti þeirra frelsisákvæða sem tryggja mönnum raunverulegan rétt sem sóttur verði fyrir dómi. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þessi ákvæði eru til komin í frumvarpinu til þess að unnt sé að ná víðtækri pólitískri samstöðu um það. Slík samstaða er þýðingar- mikil, þegar stjórnarskráin á í hlut. Þess vegna er þetta ásættanlegt. Eftir að frumvarpið var flutt í desember sl. hafa komið fram raddir sem gagnrýna það. Þetta Jón Steinar Gunnlaugsson er ekki óeðlilegt þegar um mál af þessum toga ræðir. Hitt er undarlegra, að sumum sem hafa tjáð sig hef- ur verið mikið niðri fyrir og hafa þeir jafn- vel notað ljót orð. Það er þeim mun undar- legra fyrir þá sök, að þeir hinir sömu hafa ekki á marktækan hátt bent á neina raunverulega ann- marka á frumvarpinu. Og sumt sem sagt hefur verið virðist hreinlega byggjast á misskilningi. Mér hef- ur sýnst að þessi gagnrýni lúti aðallega að þremur atriðum. Verð- ur vikið að þeim stuttlega hér á eftir. Jafnréttisregla í fyrsta lagi hefur mér virst að einhverjir vilji gagnrýna 3. gr. frumvarpsins, þar sem kveðið er á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppr- una, kynþáttar, litarháttar, efna- Mér finnst að það ætti að vernda menn gegn þeirri þvingun til aðildar að verkalýðsfélögum sem felst í þessum for- gangsréttarákvæðum kjarasamninga, segir Jón Steinar Gunn- laugsson. En þess vemd er ekki veitt í fmmvarpinu. Það er því torskilið, hvers vegna verkalýðshreyfingin leggst gegn þessu ákvæði. hags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hefur einhver sagt, að þetta geti ekki talist vera almenn jafn- ræðisregla vegna þess að hún tak- markist við jafnrétti fyrir lögum. í þessari gagnrýni hlýtur að felast krafa um að í stjórnarskrána beri ekki aðeins að setja reglu um jafn- an rétt fyrir lögum, heldur eigi þar líka að vera regla um jöfnuð milli manna í efnahagslegu tilliti. Slík krafa er vel þekkt úr stjórnmála- baráttunni. Vinstrisinnar hafa vilj- að beita ríkisvaldinu til að ná fram þessu markmiði. Hægrisinnar hafna því. Þeir vilja leggja áherslu á betri kjör fyrir alia og telja ríkis- afskipti af þessu tagi hamla gegn því markmiði. Þess vegna getur ekki orðið nokkurt samkomulag um að setja svona ákvæði í stjóm- arskrána. Allir eru hins vegar sam- mála um að jafnrétti manna fyrir lögunum sé grundvallarkrafa í réttarríki. Þess vegna er reglan bæði sjálfsögð og þýðingarmikil í þeim búningi sem frumvarpið greinir. Réttarlegt gildi I öðru lagi hafa komið fram raddir, sem vilja bæta í frumvarpið ýmsum svonefndum efnahagsleg- um og félagslegum réttindum. Eg hef ekki séð neinar'ákveðnar tillög- ur um þetta aðra en þá að í frum- varpið eigi að setja reglu um að allir menn skuli eiga rétt á vinnu að fijálsu vali. Allir sjá að regla af þessu tagi í stjómarskrá er merkingarlaus. Hún getur aldrei öðlast neina réttarlega þýðingu. Eða hvern á að fá dæmdan til að tryggja þeim manni réttinn, sem ekki fær þá atvinnu sem hann kýs? Á hann að fara í mál við vinnuveitandann sem synjaði hon- um um starfið? Eða á hann að stefna ríkinu? Aðrar hugmyndir Nokkrar athugasemdír við sti órnarskrárfrumvarp ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem felur í ser allnokkrar breyting- ar á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar. Margar breytingarnar eru til bóta, en aðrar ekki. í sumum atriðum er aðeins verið að stað- festa núverandi réttarástand, en í öðmm kann jafnvel að felast aftur- för frá því sem nú er. Takmarkanir á tjáningarfrelsi í 11. grein fmmvarpsins felst almenn vernd fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi. Hún á að koma í stað 72. greinar stjórnarskrárinnar, sem samkvæmt orðanna hljóðan verndar aðeins rétt manna til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti, þó með þeim fyrirvara að þeir verði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Hið breytta orðalag væri í þessu tilviki til bóta, ef ekki fylgdi nokkur bögg- ull skammrifi. Aftan við hina sjálf- sögðu meginreglu um tjáningar- frelsi er skeytt viðbót, sem felur í sér afar víðtækar heimildir fyrir löggjafann til að setja þessu frelsi skorður „í þágu allsheijarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna rétt- inda eða mannorðs annarra“, eins og segir í ákvæðinu. Hér er um að ræða alltof opið orðalag, enda er ljóst að æði mörg tilvik geta fallið undir hin tilvitnuðu orð ákvæðisins. Vegna þessarar viðbótar mun greinin, verði hún samþykkt, veita borgurunum harla litla vörn gegn því að bannað verði með lögum að láta í ljós hinar og þessarar skoðanir eða hugsanir, sem kunna að vera meirihluta al- þingismanna á móti skapi. Má jafn- vel halda því fram, að frelsi manna til að láta í Ijós skoðun sína á prenti muni njóta minni verndar hér á landi ef þetta ákvæði kemst inn í stjórnarskrána heldur en nú er, ef miðað er við túlkun dómstóla á prentfrelsisákvæðinu. Er verið að þrengja að félagafrelsinu? Annað ákvæði stjórnarskrárfrum- varpsins, sem rétt að víkja að nokkrum orð- um, er félagafrelsis- ákvæðið í 12. grein. Þar er sett fram sú meginregla, að engan mann megi skylda til að vera í félagi, en jafnframt bætt við, að með lögum megi ákveða skylduaðild „ef það er nauð- synlegt til að félag geti sinnt lög- mæltu hlutverki vegna almanna- hagsmuna eða réttinda annarra". Birgi Ármannsson ekki verið sammála þessari túlkun og hafa skýrt stjórnarskrárá- kvæðið eftir orðanna hljóðan, þannig að það verndaði aðeins réttinn til að stofna félög. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hins veg- ar talið að túlka bæri 11. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu á þá leið, að óheimilt væri að skylda menn til aðildar að félögum. Er vandséð að íslenskir dómstólar geti gengið fram hjá þeirri túlkun í framtíðinni, ekki síst í ljósi þess að Mannréttindasáttmál- inn hefur nú nýverið verið lögfestur hér á landi og hefur því fullt gildi að íslenskum landsrétti. Má því í þessu tilviki má einnig rökstyðja . með veigamiklum rökum segja, að þá niðurstöðu, að verið sé að tak- marka frelsi borgaranna frá því sem nú er, þótt það hafi örugglega ekki verið ætlun' flutningsmanna frumvarpsins. í núgildandi stjórnarskrá er íjall- að um félagafrelsi í 73. grein. Þar er kveðið á um að rétt eigi menn til að stofna félög í sérhverjum lög- legum tilgangi. Um það hefur verið deilt, hvort ákvæði þetta tryggi jafnframt rétt manna til að standa utan félaga. Því hefur verið haldið fram með gildum rökum að svo hljóti að vera, enda geti mönnum verið alveg jafn þungbært að vera skyldaðir til aðildar að félagi sem gengur gegn skoðunum þeirra og hagsmunum, eins og að vera mein- að að stofna félag til að vinna að framgangi áhugamála sinna. Þann- ig sé rétturinn til að standa utan félaga nokkurs konar spegilmynd réttarins til að stofna félög. ís- lenskir dómstólar hafa til þessa i dag njóti Islendingar frelsis til að standa utan félaga, en með stjórnarskrárfrumvarpinu sé verið að opna fyrir þann möguleika, að almenni löggjafinn takmarki það frelsi með ýmsum hætti. Of mikið svigrúm til undantekninga Ef orðalag 12. greinar frum- varpsins er skoðað má sjá tvær meginástæður sem taldar eru geta réttlætt lögbundna skylduaðild; annars vegar hlutverk félags í þágu almannahagsmuna og hins vegar réttindi annarra. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að þegar rætt sé um réttindi annarra sé átt við félög eins og veiðifélög og húsfé- lög í fjöleignarhúsum, þar sem hagsmunir eigenda fasteignar eða veiðiréttar séu svo nátengdir, að nauðsynlegt sé að þeir standi saman að félagi. Þarna er með öðrum orð- um einkum ætlunin að tryggja að Það er varhugavert, að mati Birgis Ármanns- sonar, að þynna út mannréttindaákvæði með víðtækum undan- tekningarheimildum. menn virði svokallaðan nábýlisrétt, og rétt sameigenda, og má fullyrða að því markmiði hljóti að vera hægt að ná án þess að ganga gegn félaga- frelsi. Varðandi almannahagsmunina er viðurkennt í greinargerðinni að það hugtak geti verið nokkuð teygj- anlegt, og eru það orð að sönnu. Ef þessi undantekningarregla nær fram að ganga mun löggjafinn því hafa afar mikið svigrúm til að skylda menn til félagsaðildar og má ætla að talið verði nægjanlegt að vísa með óljósum hætti til ein- hverra óskilgreindra almannahags- muna því til réttlætingar. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að afar mörg og margvísleg félög telja sig hafa mikilsverðu hlutverki að gegna með tilliti til almanna- hagsmuna og hætt er við að sum þeirra að minnsta kosti geti náð að sannfæra meirihluta alþingis- manna um að það hlutverk þeirra réttlæti skylduaðild. Gegn slíku veitir ákvæðið í stjórnarskrárfrum- varpinu litla vernd. Verður því að telja að 12. greinin veiti alltof mikl- ar heimildir til undantekninga frá meginreglunni um félagafrelsi. Hlutverk mannréttindaákvæðanna Mannréttindaákvæðum stjórnar- skrárinnar er fyrst og fremst ætlað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.