Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Það er spurning Hvernig veðurfar finnst þér best? & m Þóranna 13 ára. Heitt sumar Valur 14 ára. Sól, hiti og sumar Freydís 13 ára. Rigning og rok. Karen 13 ára. Sól og hiti Heimsendir klukkan 16.00 á laugardögum EG VAR eiginlega nörd sem unglingur, segir Siguijón Kjartansson tónlistarmaður. Hann hefur komið víða við og annars leikið í kvikmyndum Oskars Jónassonar, nú síðast í þið munið hann Jörund sem Rík issjónvarpið sýndi í desember. Ég hafði rosalegan áhuga á tón list og,þann áhuga hef ég enn- þá. Eg átti nokkrar uppá- halds hljómsveitir og var að klippa allskon- ar út úr blöðum um þær. Ég var safn- ari, svona skrif- borðsskúffusafnari. Ég var alltaf með eitthvað dútl í gangi, var að stofna hljómsveitir og þess hátt- ar. Ég var, nota bene, á Isafirði sem unglingur, flutti suður þegar ég var sautján ára. Það var ekkert geggjað að vera fyrir vestan. Ég hef oft spáð í það hvemig ég hefði veri ef ég hefði verið unglingur héma, ég veit það ekki. En ég held samt að ég hefði ekki orðið neinn vandræðaunglingur, sama hvar ég hefði verið. Mér fanrist alltaf eins og það væri meira að gerast í Reykjavík en fyrir vestan, og fleiri tæki- færi til að gera hluti og má vera að ég hefði gert meira hér. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman í skóla, var frekar Jatur. Ég var meira fyrir að gera eitthvað utan skóla, var voðalega pönk og grúpp gæi og allskonar svoleiðis. Ur Ham Ég var í nokkrum hljómsveitum, en engri í alvöru fyrr en í Ham. Við stofnuðum hana 1988, þegar ég var tvítugur. Ég var í hljómsveitabrans- anum frá 13 til 16 en svo hætti ég alveg að spá í hljómsveitir í ein íjögur ár. Ég ætlaði eiginlega að fara í kvikmyndagerð, eða hafði meiri áhuga á því frekar en að fara í músík. En það var bara eitthvað tímabil, síðan bara var það ekki nógu sniðugt, mér fannst miklu einfaldara að vera í mússík. Þetta var bara spurning um það að maður var 19 ára eða tvítugur og langaði að gera eitthvað og þá var rokkið og hljómsveita- bransinn miklu fljótlegri leið. Ham starfaði öðruvísi en aðrar hljómsveitir, við sömdum aldrei neitt saman, ég samdi músíkina og ég og Óttar gerðum textana. Við vorum ekki eins og svo margar hljóm- eitir sem gera allt unnum þar af leið- andi eftir öðrum forsendum en þær og kannski þess vegna entumst við lengur en margar aðrar hljómsveitir. Þegar við hættum þá gerðum við það vegna þess að okkur fannst komið nóg, ég vildi starfa öðruvísi, mér fannst ég vera búinn að klára þenn- an pakka. Mér fannst við vera komnir á ákveðinn topp sem við gátum eiginlega ekki toppað, það má segja að þetta hafi verið ein- stigi og okkur vantaði „challenge". Maður vinn- ur alltaf út á „challenge" ég geri það allavega, ég er alltaf að „challengera“ sjálfan mig og vill fá eitthvað nýtt viðfangsefni. (challenge = áskorun) í Ólympíu Ég var ákveðinn í að stofna eins manns hljóm- sveit eins og Ólympía er, ég fæ síðan spilara til að spila með mér þegar ég held tónleika. Þetta gæti verið sóló eitthvað Siguijón Kjartansson, STJÖHgWft jG STóRFJSKAR mér finnst nafnið bara ekki það flott að ég valdi að nota Ólympíu. Ég setti nafnið ekki í samband við undirfatabúðina með sama nafni, heldur tengdi ég það Ólympíuhugsjóninni. Ég ætla að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Helst ætla ég að gera nýja plötu á þessu ári og láta hlutina svolítið vinda upp á sig. Ég var að ljúka við að gera kvikmyndatónlist við stuttmynd eftir Ingu Lísu Middleton sem heitir „I draumi sérhvers manns“ og verður frumsýnd 11. febrúar. Kvikmyndaleikur Óskar Jónasson hefur kallað í mig til að leika í nokkrum myndum, en ég ætlaði mér ekki að verða leikari. Með því að leika í þessum myndum hef ég séð hvernig það er og ég myndi alls ekki vilja vera leikari. Það er kannsi bara vegna þess að tónlistin gefur mér miklu meira en leiklist, en það er gaman að leika og fínt að gera það inn á milli, en ekki gera það að ævistarfi. Útvarpsþátturinn Ég er með þátt á Rás tvö á hveijum laugar- degi, við Magga Stína sem er með þáttinn með mér, fengum hugmynd að þessum viðtalsþætti. Við fáum alltaf einn gest og erum líka með fram- haldsleikrit. Jón Gnarr vinur minn og ég höfum verið að skrifa saman, djók allskonar og það varð að þessu framhaldsleikriti. Þátturinn heitir Heimsendir ... endir. Algjör steypa. Álög Simpson fj ölskyldunnar á stórsljörnur HOLLYWOOD stjörnur eiga bágt með að hlægja að hinum vinsælu sjón- varpsþáttum um Simpson fjölskyld- una, en einkennilegt ólán hefur heij- að á fjölda dægurstjarna eftir að þær hafa ver- ið gestaleikarar með hinum orðhnyttna Bart og hans undarlegu fjölskyldu. Dægurstjörnur eins og Michael Jackson, Eliza- beth Taylor, Kelsey Grammer, Dustin Hoffman og James Brown hafa orðið fyrir áföllum, bæði í vinnu og í einkalífí, eftir að hafa ljáð rödd sína í þætti Simpson íjölskyldunnar. Álögin spottuð Sumar stjörnur spotta hugmyndina um „álög Simpson fjölskyldunnar" en margir taka hana alvarlega. Hér á eftir er skrá yfír þá sem hafa þjáðst eftir að hafa leikið gestahlutverk í Simp- son þáttunum. Michael Jackson - 1992 lék hann geðsjúkling sem deildi sjúkrahúsherbergi með Homer. Síðan þá hefur allt farið í hund og kött hjá þeim han- skaklædda. Frami hans hlaut brotlendingu vegna ákæru um kynferðislega misnotkun og Pepsí sleit stórum samningi um auglýsingar. Michael giftist Lisu Marie Presley 1994 en sagt er að hjónabandið sé í molum og rætt um skilnað. Kelsey Grammer - Stjarnan úr sjónvarpsþátt- unum um Fraiser (sálfræðingnum úr Staupa- steini) lenti í vandræðum eftir að hafa leikið Auka-Bjössa (Sideshow Bob) í Simpsons. Skömmu eftir að þátturinn var sýndur var hann handtekinn fyrir ölvunarakstur og að hafa kóka- ín í fórum sínum. En nú veður hann leðju Qg verst ásökunum um að hann hafí átt í kynferðis- sambandi við kornunga barnapíu. Elizabeth Taylor - 1992 varð hún þess heið- urs aðnjótandi að ljá smábarninu Möggu hennar fyrsta orð. Nokkrum stundum eftir hljóðupptök- una var henni ekið með flýti á sjúkrahús nær dauða en lífi vegna öndunartruflana. Slæm heilsa hefir plagað hana alla tíð síðan. Dustin Hoffman - Ekkert hefur gengið upp hjá honum eftir að hann lék nefmæltan afleys- ingakennara Lisu í þætti árið 1991. Síðustu myndir hans, t.d. Billy Bathgate og Krókur, hafa floppað hrikalega. James Brown - „Guðfaðir sálartónlistarinnar“ lék sjálfan sig í Simpson þætti, syngjandi með lúðrasveit Springfieldbæjar. En nú er hann aft- ur komin í kast við lögin, ákærður fyrir heimilis- ofbeldi gegn spúsu sinni. Þýtt og cnduraagt úr alúðurritinu Thc Sun. Eiturlyfja- neysla unglinga NU Á dögum eru eiturlyf ekki sama bannorð- ið og áður fyrr. Foreldrar mega prísa sig sæla ef börnin þeirra halda sig við áfengi og tóbak, en láti eiturlyfin fara veg allrar veraldar, þó að áfengi og tóbak séu ekki til fyrirmyndar. Eiturlyfín eru orðin stór partur af skemmtana- lífi unglinga og fer hlutur þeirra ört vaxandi. Til þess að hamla á móti þessari þróun teljum við undirritaðir að best sé að gefa áfengisneyslu unglinga aðeins lausari tauminn. Teljum við að með þessu móti megi stórlega minnka landa- og eiturlyfjaneyslu unglinga, sem sagt að þeir haldi sig þá frekar við vínið fyrst það er ekki bannað. Einig er gott að nota fé, sem sett er í forvamarstarf gegn áfengis- og tóbaksneyslu, í meira mæli til forvarnarstarfs gegn eiturlyfja- neyslu. Erum við þó alls ekki að gefa í skyn að leggja ætti annað forvamarstarf niður, aðeins að auka eiturlyfjaforvarnir þar sem eiturlyfin eru miklu hættulegri en áfengið og tóbakið. Þar að auki ættu eiturlyfjasalar að fá þeim mun lengri dóma fyrir afbrot sín. En forvarnarstarfið ætti ekki eingöngu að fara fram í skólunum, foreldrar þyrftu að vera meira á varðbergi gagnvart þessu böli og fræða börn sín um hættur eiturlyfja. Þeir ættu þó að forðast að nefna eigin afrek á sínum yngri ámm í tengslum við fíkniefni, því að engin afsökun er betri en þessi: „Þú ættir ekki að segja mikið, þú varst nú bara ekkert skárri á þínum æskuá- rum.“ Betra er fyrir foreldrana að segjast hafa ver- ið bamanna bestir, en hafa þó þekkt mann sem fór illa út úr eiturlyfjaneyslu. Það skaðar ekkert að hagræða sannleikanum aðeins, ef málstaður- inn er góður. Við undirritaðir vonum að grein þessi geti komið einhveijum til góða og stuðli að minnk- aðri eiturlyfjaneyslu unglinga á fögru landi voru. Lifið heil. Við skomm á Menntaskólann á Laugarvatni, að skrifa um eyðingu regnskóga í Suður-Amer- íku. Andrés Ingason, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Skógaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.