Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
CHRISTMA5 "THANK YOU'
LETTER5 ARE IMPORTANT.
THEY 5HOULD ALWAVS
BE WRITTEN PROMPTLV...
'U'
ijok, tfafinjtttíf.doVL
uoiL-OjitfiZtfne.. TooJjoxL-
jJi ^>íl!L jÚrt-thlÞ AMH/L.
Það er mjög áríðandi að senda
jólaþakkarbréf... þau ætti alltaf
að senda fljótt.
Elsku amma, þakka þér fyrir
fallegu brúðuna sem þú sendir
mér. Verst að hún skyldi detta í
ána.
Og með tilfinningu ... Vitaskuld.
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími569 1100 • Símbréf 5691329
Varðandi Ósk-
arsverðlaun
Frá Þorsteini Jónssyni:
KÆRA Stöð 2 (varla RÚV).
Ég skrifa þetta bréf til að koma
á framfæri ósk minni (og örugglega
annarra) um að sjá Oskarsverð-
launaafhendinguna í beinni útsend-
ingu (líkt og gert var þegar Friðrik
var útnefndur og Sylvester Stallone
bögglaði nafninu hans sæmilega
rétt út úr sér við upplestur út-
nefndra).
Ég skrifaði fyrir tæpu ári með
sömu ósk en hún birtist ekki nógu
snemma til að geta haft einhver
áhrif. Mér þætti því gaman að sjá
hvort Stöð 2 sjái sér fært um að
svara þessu bréfi. Það er líka
ástæða fyrir því að ég skrifa þetta
bréf í Morgunblaðið en hringi ekki
í Stöð 2 eða skrifa beint þangað:
til að aðrir geti séð þessa ósk og
kannski tekið undir hana (og til að
pressa meira á Stöð 2).
Mér skilst að svona útsending
kosti mikinn pening og býst fast-
lega við því að það sé meginástæð-
an fyrir að sýna þetta ekki, en aft-
ur á móti hafa verið sýndir hér á
landi í beinni útsendingu útslitaleik-
irnir í NBA-körfunni. Eins og allir
vita koma þeir frá sömu paradís
(Bandaríkjunum), og eru sendir út
á u.þ.b. sama tíma (já, á næturn-
ar). Útsending hvers leiks tekur tvo
og hálfan tíma (gróft meðaltal) og
alls eru leikirnir 6-7. Óskarsverð-
launin taka rúmlega þrjá tíma og
eru aðeins einu sinni. Auglýsinga-
hlé eru kannski fleiri á NBA-leikjum
en þau eru samt ansi mörg á „Ósk-
arnum“. Ég efast mjög um að aðdá-
endur NBA séu sex til sjö sinnum
fleiri en kvikmyndaaðdáendur hér.
Þess vegna get ég ekki skilið af
hveiju íslenskir kvikmyndaaðdá-
endur geti ekki verið hluti af meira
en milljarði jarðarbúa sem horfa á
athöfnina beint! Er samvinna milli
kvikmyndahúsa og Stöðvar 2
ómöguleg (upp á kostnaðinn)? Er
virkilega svona mikill munur á
kostnaði á NBA og Óskamum?
Umdeild verðlaun
Við á íslandi erum alltaf að fá
nýjustu myndirnar og getum því
betur og betur fylgst með þeim er
nær dregur athöfninni. Flestar hafa
verið sýndar þegar að henni kemur
og margar komu strax á sl.
sumri/hausti (Forrest Gump, Pulp
Fiction, Four Weddings..., The Lion
King o.fl., o.fl.). Og nú þegar Gold-
en Globe eru afstaðin, þá er maður
enn spenntari fyrir Óskamum.
Það má alltaf deila um gæði/gildi
Óskarsins og þetta em mjög um-
deild verðlaun, en staðreyndin er
samt sem áður sú, að þetta em þau
verðlaun sem flestir leikarar sækj-
ast eftir, þetta em verðlaunin frá
höfuðborg kvikmyndanna, þetta em
verðlaun sem hafa mikil áhrif á
aðsókn og auðvitað er Óskarsverð-
launahafhendingin mikið „show“
og stórkostleg á að horfa (dansar,
söngvar, afhendingar, kynningar,
brot úr myndum og margt fleira).
Ég bið því forráðamenn Stöðvar
2 um að íhuga þetta vel. Ef svarið
um beina útsendingu er algjört nei,
þá vildi ég gjaman fá það skrifað
frá þeim „hvers vegna ekki“ og
ástæðurnar verða að vera góðar!
Plús til Moggans
Að lokum vil ég þakka Morgun-
blaðinu fyrir sína kvikmyndaum-
fjöllun á sunnudögum (og öðmm
dögum) og hrósa þeim Amaldi og
Sæbirni sérstaklega fyrir skemmti-
lega og marktæka gagnrýni, og líka
ársyfirlit 1994 (sem önnur blöð virð-
ast ekki hafa tekið saman). Einnig
fær Mogginn stóran plús fyrir að
hafa birt góða frétt frá Golden
Globe afhendingunni.
Með kvikmyndaþökk,
ÞORSTEINN JÓNSSON,
kvikmyndafíkill,
Breiðvangi 56, Hafnarfirði.
Atvinnulausir álykta
ATVINNULAUSIR staddir á nám-
skeiðum MFA (Menningar- og
fræðslusambands alþýðu), í gamla
Stýrimannaskólanum, dagana
23.-27. janúar 1995, álykta eftir-
farandi:
Þar sem atvinnuleysi er greini-
lega komið til að vera hér á landi,
fínnst okkur að meðferð þeirra
mála þurfi algjöra uppstokkun.
Um árabil hefur lítil sem engin
reynsla verið af atvinnuleysi hér
og kemur það ekki síst fram í verk-
lagi þeirra stofnana sem á þeim
málum taka.
Að okkar áliti er því tími til
kominn að aflétta ýmsum höftum
og kvöðum sem eru lögð á atvinnu-
leysisbótaþega, eins og takmörkun
ferðafrelsis, og í leiðinni gefa þeim
elstu kost á að halda óslitnum
bótagreiðslum án setu á námskeið-
um.
Reynslan sýnir að heppilegast
væri að sníða stakkinn eftir bestu
fyrirmyndum erlendis frá.
Eftir umsögnum að dæma eiga
atvinnulausir ekki upp á pallborðið
hjá viðkomandi stéttarfélögum, svo
ekki sé talað um þar þar sem for-
ystusauðimir sitja beggja megin
við borðið, sem í sjálfu sér er lítt
skiljanleg staða. Því vaknar sú
spuming, hvort ekki sé tími til
kominn að hinn stóri hópur at-
vinnulausra bindist öflugum sam-
tökum um sín vandamál?
Er hér með vakin athygli á því.
Fyrir hönd hópsins.
STEFÁN VILHELMSSON.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.