Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 19 Reuter Afhenda landsvæði MOHAMED Malakawi, yfirmaður jórdanska hersins, og hinn ísra- elski starfsbróðir hans Yousef Michlab, takast í hendur við athfön í Ar Rish við landamæri ríkjanna í gær. Var verið að halda upp á að Israelar afhentu Jórdönum landsvæði, sem hernumin voru í sexdagastríðinu, í samræmi við friðarsáttmála ríkjanna frá í októ- ber á síðasta ári. Listagagnrýnandi The Times hrifinn Minnt á íslenskt faðerni Thorvaldsens BRESKA blaðið The Times birti nýlega grein undir fyrir- sögninni „Danskur snillingur hylitur" um 150 ára ártíð Bert- els Thorvaldsens sem haldið var upp á í Kaupmannahöfn í fyrra með mikilli viðhöfn.. Gagnrýnandinn, John Russel Taylor, lýsir hrifningu sinni á verkum Thorvaldsens sem hafi óvírætt verið meðal fremstu myndhöggvara Evr- ópu á síðari tímum og segir frá íslensku faðerni lista- mannsins. Taylor minnir á að íslenska lýðveldið hafi átt 50 ára af- mæli í fyrra og segir að ekki sé fjarri sannleikanum að kalla Thorvaldsen mesta lista- mann íslendinga frá upphafi. „Það er ekki á allra vitorði en Thorvaldsen var af íslensk- um ættum og hélt uppi tryggu sambandi við ísland allt sitt líf. Afi hans var prestur sem smiðaði og skreytti sjálfur at- hyglisverða viðarkirkju á Is- landi. Faðirinn var skipasmið- ur sem hélt til Kaupmanna- hafnar til að starfa í skipa- smíðastöð, þar skar hann út stafnslíkön og aðrar skreyt- ingar. Ferill Thorvaldsens hófst er hann aðstoðaði föður sinn við að teikna drög að viðar- skurði. Er Thorvaldsen hreppti styrk til að fara til JASON með gullna reifið, eitt af verkum Bertells Thorvaldsens. ítaliu 1793 var sagt að verkum föðurins hefði strax hrakað n\jög.“ Taylor ber saman verk Thorvaldsens og Canova, seg- ir að dálítið hijúf áferð á marmara hins fyrrnefnda valdi því að verkin hafi í sér „innri glóð“ og séu mun að- gengilegri en fægður Carr- ara-marmari Canova: Hjá Canova nái birtan ekki inn í steininn, hann sé svo gljáfægð- ur að verkin virðist oft vera mótuð í sápu. Thorvaldsen sé vissulega tígulegur í list sinni en hann glati aldrei tengslun- um við almenning. Elísabet drottning hætt komin 1960 London. Reuter. EKKI munaði nema 15 metrum, að tvær vestur-þýskar herþotur flygju á breska flugvél með Elísa- betu Englandsdrottningu innan- borðs árið 1960. Átti þetta sér stað innan vestur-þýskrar lofthelgi en frá þessum atburði hefur ekki verið skýrt fyrr en nú. Breska dagblaðið The Observer skýrði frá þessu um helgina og sagði, að breska stjórnin á þessum tíma hefði ákveðið að hafa ekki hátt um atburðinn til að glata ekki stuðningi Vestur-Þjóðveija við um- sókn Breta um aðild að Efnahags- bandalaginu, sem þá var, síðar Evrópusambandinu. Af aðildinni varð þó ekki fyrr en síðar vegna þess, að De Gaulle, forseti Frakk- lands, beitt neitunarvaldi gegn henni 1963. The Observer sló þessari meira en 30 ára gömlu frétt upp á forsíðu og þykir það sýna vel hvað sam- skipti Breta og Þjóðvetja eru enn viðkvæm hálfri öld eftir stríðslok. Elísabet drottning var á heimleið frá Danmörku með Comet-flugvél þegar aðstoðarflugmaðurinn sá allt í einu tvær herþotur nálgast rétt hægra megin við vélina. Kvað hann engan tíma hafa verið til að bregð- ast við en hann sá svarta krossa vestur-þýska flughersins á þotun- um þegar þær geystust hjá. Bresk og v-þýsk yfirvöld könn- uðu málið í kjölfarið en flugmenn- imir sögðust ekki hafa farið jafn nærri vél drottningar og aðstoðar- flugmaður hennar staðhæfði. V- þýska stjórnin neitaði að bera fram formlega afsökun vegna atviksins. ERLENT Franskir sjómenn undirbúa aðgerðir gegn innfluttum sjávarafurðum Óeirðarlögregla fylgdi norskum flutninga- bílum til Boulogne Ósló. Morgunblaðið. ÁTJÁN norskir flutningabílur óku í gær til borgarinnar Boulogne í Frakklandi í fylgd lögreglu. Rúmlega hundrað sérþjálfaðir lögreglu- menn höfðu verið kallaðir út þar sem talin var hætta á að norskir sjómenn myndu reyna að hindra för flutningabílanna. Af aðgerðum varð þó ekki. „Ég var vissulega smeykur þeg- ar ég fór yfir frönsku landamærin. Þegar lögreglan stöðVaði mig nokkrum kílómetrum fyrir utan Boulogne var ég viss um að eitt- hvað myndi gerast. Sem betur fer fór allt vel,“ sagði bílstjórinn Jan •Jorum í samtali við blaðið Aften- posten. Klukkan níu um morguninn var hann búinn að afhenda frönsku kaupendunum fiskinn. Lögreglumennirnir, sem fylgdu flutningabílunum inní borgina, voru úr sérsveitum óeirðalögregl- unnar CRS (Compagnie Republique de Securite). Þegar blaðamaður Aftenposten kom á staðinn þar sem flutningabílstjór- arnir söfnuðust saman höfðu lög- reglumennirnir fengið upplýsingar um að franskir sjómenn væru að undirbúa aðgerðir. Bílalestin ók inn í borginna í fylgd lögreglubifreiða en lögreglurútur og ökutæki sérs- veitanna voru í viðbragðsstöðu á meðan. „Við ákváðum að fylgja flutn- ingabílunum vegna upplýsinga frá flugumönnum okkar og vegna þess að í tvígang var ráðist á hollenska flutningabíla sl. miðvikudag," sagði yfirmaður lögreglusveitanna. Hann vildi ekki gefa upp nafn sitt og bannaði ljósmyndurum að taka myndir af viðbúnaði lögreglunnar. Sagði hann það vera í samræmi við samkomulag sem CRS hefði gert við ákveðinn stjórnarerin- dreka í norska sendiráðinu í París. Heimildir í Boulogne herma að togarafloti sé nú á leið frá Bretagneskaga að Boulogne og að þegar séu 22 togarar komnir til borgarinnar fullir af sjómönnum sem eru mjög æstir vegna lélegra aflabragða að undanförnu og lágu verði á innfluttum sjávarafurðum. Sjómennirnir krefjast þess með- al annars að ákvörðun Evrópusam- bandsins um lágmarksverð, sem rann úr gildi um áramótin, verði látin gilda áfram. Er búist við að þeir muni á næstunni hefja aðgerð- ir til að þrýsta á stjómvöld en kosningabaráttan fyrir forseta- kosningarnar er nú að hefjast. ToPPlooo G Ó L F E F N 1 Iðnaðarqólf e' •? • <7. • __ n/. * * * * . * *<* • * * * O' <á • . 4* * s ^* .* ^. * ** * X7 • . T .♦'* *<>'*<\ *. •-•r; 50.000 m2 reynsla Á síðustu þremur árum höfum við lagt yfir 50.000 m2 af fúgulausum iðnaðargólfum. Viðskiptavinir hafa verið mörg helstu fyrirtæki landsins á sviði matvæla- og þjónustuiðnaðar. Leitið til fagmanna sem bjóða fyrsta flokks þjónustu.Veitum ráögjöf og gerum tilboð. 1. Steypa 2. Topp 4000 eða 4060 grunnur 3. Topp 4000 gólfefni 4. Topp 4000 toppfylling IÐNAÐARGÓLfl Smiðjuvegur 70 • 200 Kópavogur Símar 989 24170 og 564 1740 • Bréfasfmi 554 1769
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.