Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Ræða Jacques Santers í Davos Stefnir að sameig- inlegum vömum o g myntbandalagi Davos, Sviss. Reuter. JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í ræðu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss um seinustu helgi, að hann væri ákveðinn í að stefna áfram að sameiginíegum vörnum ESB-ríkja og hvika hvergi frá markmiðinu um sameiginlegan gjaldmiðil. Santer sagði afar aðkallandi að stíga fleiri skref í átt til sameiginlegra varna og skilgreina betur hlutverk Vestur-Evr- Ópusambandsins á ríkjaráðstefnunni um framtíðarþróun ESB, sem á að hefjast á næsta ári. „Maas- tricht-sáttmálinn kveður á um að sam- bandinu beri að hafa sameiginlega stefnu í öryggismálum og stefna í fyllingu tímans að sameiginlegum vörn- um,“ sagði Santer. „Ég er ákveð- inn í því að stefna beri að umtals- verðum árangri í þeim efnum.“ Forsetinn sagði að markmið Evrópuríkja hlyti að vera „kerfi, sem tryggir stöðugleika og frið um alla Evrópu, í endurskipulögðu samstarfi við heimsveldin.“ Framkvæmdastjórnin sölsar ekki undir sig meiri völd Hann vísaði því hins vegar á bug að Evrópusambandið ætlaði að fara að sýna mátt sinn og megin með því að taka sér stærra hlutverk í varnar- og utanríkismál- um. Santer hafnaði því jafnframt að fram- kvæmdastjórnin hygðist nota ríkjaráð- stefnuna til að auka eigin hlut í stjórnkerfi ESB. „Framkvæmda- stjómin hefur ekki hug á að sölsa undir sig aukin völd á ráð- stefnunni, hvað sem illa upplýstir áhorf- endur kunna að halda,“ sagði hann. „Hins vegar þurfum við að auka skilvirkni stofnana okkar, án þess þó að eyðileggja hið nauðsyn- lega jafnvægi milli valdaaðila.“ Santer lagði ríka áherzlu á að ekki bæri að hvika frá því mark- miði, sem ákveðið hefði verið í Maastricht-samkomulaginu, að koma á efnahags- og myntbanda- lagi aðildarríkjanna fyrir aldamót- in. „Stefna mín á þessu sviði er skýr. Við eigum hvergi að víkja út af brautinni til efnahags- og myntbandalags .. . Það er að sjálfsögðu ekki aðeins til þess fall- ið að auka trúverðugleika sameig- inlegu Evrópumyntarinnar, heldur einnig til þess að við getum til lengri tíma hagnazt á lægri vöxt- um um allt sambandið." Jacques Santers Breska stjórnin lýsir andstöðu við frekari samruna London. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjórnin ákvað á fundi á laugardag að leggjast gegn áformum Evrópusambandsins um að koma á sameiginlegum gjald- miðli árið 1997. Malcolm Rifkind varnarmálaráðherra greindi einnig frá því á alþjóðlegu efnahagsráð- stefnunni í Davos í Sviss að Bret- ar myndu ekki láta af hendi yfir- ráðin yfir her sínum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC á sunnudag að áhugi á auknum Evrópusamruna færi nú dvínandi í Evrópu og að í framtíðinni yrði samstarfið laustengdara. „Það er víðtækur stuðningur fyrir því inn- an ESB að ákvarðanataka verði færð á ný til þjóðríkjanna. Ég tel að sambandið muni í framtíðinni ekki þróast í að verða miðstýrð heild,“ sagði Major. Portillo ánægður Michael Portillo, atvinnumála- ráðherra og einn helsti Evrópu- andstæðingurinn í bresku stjórn- inni, fagnaði hinni nýju afstöðu Majors. „Það er búið að skýra málin. Það er ekki neinn ágrein- ingur á milli mín og annarra ráð- herra í þessum efnum. Það er enginn munur á skoðunum mínum og meirihluta íhaldsmanna," sagði Portillo í viðtali við breska sjón- varpið. Hann sagði ekki hægt að neyða Breta inn í pólitískt samstarf, sem þeir hefðu ekki áhuga á. Portillo sagði í viðtali við Sky- sjónvarpsstöðina að stjórnin gæti séð fyrir þijú tilvik þar sem Bretar myndu nota neitunarvald sitt á ríkjaráðstefnunni, sem hefst á næsta ári. í fyrsta lagi ef reynt yrði að afnema neitunarvald að- ildarríkja, í öðru lagi ef reynt yrði að breyta reglum um atkvæða- vægi þannig að erfiðara yrði fyrir Breta að stöðva mál og í þriðja lagi til að koma í veg fyrir að Evrópuþingið fengi aukin völd. Kemur ekki til greina! Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði að ekki kæmi til greina að eitt aðildarríki kæmi í veg fyrir fram- kvæmd Maastricht-sáttmálans. Öll ríki hefðu þegar skuldbundið sig til þess sem þar væri kveðið á um, s.s. að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Mikill ágreiningur er þó enn innan íhaldsflokksins um Évrópu- málin og sagði Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra, í samtali við sjónvarpsmanninn David Frost að breska stjórnin væri að ráðast á allar samstarfsþjóðir sínar í Evrópu. „Sumir trúa því að við getum breytt samstarfinu í það að vera einungis einhvers konar rabbfundir. Það mun ekki gerast og ef við reynum að knýja slíkt í gegn mun það einungis skaða okkur sjálfa,“ sagði Heath. fimmtudaginn 2.febrúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vdnska Einleikari: Elmar Oliveira Efnisskrá Ludvig van Beethoven: Fiðlukonsert Osmo Vánska Igor Stravinskíj: Vorblót Elmar Oliveira Miðasala áxskrifetofutítha og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. I 31. janúar fagna Kínverjar nýju ári, - ári svínsins. Kínversk stjömuspeki segir að svín séu tryggir, áreiðanlegir og mjög örlátir vinir, án þess að láta mikið á því bera. Starfsfólk Sjanghæ óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á liðnum árum. í tilefni af nýju ári bjóðum við tvö gimileg tilboð á matseðli Þessi tilboð gilda íyrir tvo eða fleiri: Krabbasúpa Kjúklingur Sapor, gufusoðinn í kínversku víni Smokkflskur með eplum og chillisósu Svínarif á kantónska vísu Súrsætt svínakjöt að hætti Malasíumanna Djúpsteiktir ávextir með þeyttum rjóma NYARSFAGNAÐUR Kínaklúbbur Unnar og Sjanghœ fagna ári svínsins með veislumat og skemmtidagskrá í Sjanghœ í kvöld, 31■ janúar, kl. 18:00. Unnur segir frá fyrirhugaðri Kínaferð í maí nk. Borðapantanir hjá Sjanghæ. Verð kr. 1390 á mann. Allir velkomnir! Verð 1390 kr. á mann Kínversk sveppasúpa Humar með chilli og árstíðasósu Pekingönd með ostrusósu Kantónskt svínakjöt með grænmeti Lambakjöt Satay, að hætti Malasíumanna Peking steikt hrísgrjón Djúpsteikt epli með ís Verð 1590 kr. á mann Ókeypis heimsendingarþjónusta fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 18:00 alla daga. -KÍNlfERfKtt veitingahúsið á íslandi Lougavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fox 624762
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.