Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Ræða Jacques Santers í Davos Stefnir að sameig- inlegum vömum o g myntbandalagi Davos, Sviss. Reuter. JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í ræðu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss um seinustu helgi, að hann væri ákveðinn í að stefna áfram að sameiginíegum vörnum ESB-ríkja og hvika hvergi frá markmiðinu um sameiginlegan gjaldmiðil. Santer sagði afar aðkallandi að stíga fleiri skref í átt til sameiginlegra varna og skilgreina betur hlutverk Vestur-Evr- Ópusambandsins á ríkjaráðstefnunni um framtíðarþróun ESB, sem á að hefjast á næsta ári. „Maas- tricht-sáttmálinn kveður á um að sam- bandinu beri að hafa sameiginlega stefnu í öryggismálum og stefna í fyllingu tímans að sameiginlegum vörn- um,“ sagði Santer. „Ég er ákveð- inn í því að stefna beri að umtals- verðum árangri í þeim efnum.“ Forsetinn sagði að markmið Evrópuríkja hlyti að vera „kerfi, sem tryggir stöðugleika og frið um alla Evrópu, í endurskipulögðu samstarfi við heimsveldin.“ Framkvæmdastjórnin sölsar ekki undir sig meiri völd Hann vísaði því hins vegar á bug að Evrópusambandið ætlaði að fara að sýna mátt sinn og megin með því að taka sér stærra hlutverk í varnar- og utanríkismál- um. Santer hafnaði því jafnframt að fram- kvæmdastjórnin hygðist nota ríkjaráð- stefnuna til að auka eigin hlut í stjórnkerfi ESB. „Framkvæmda- stjómin hefur ekki hug á að sölsa undir sig aukin völd á ráð- stefnunni, hvað sem illa upplýstir áhorf- endur kunna að halda,“ sagði hann. „Hins vegar þurfum við að auka skilvirkni stofnana okkar, án þess þó að eyðileggja hið nauðsyn- lega jafnvægi milli valdaaðila.“ Santer lagði ríka áherzlu á að ekki bæri að hvika frá því mark- miði, sem ákveðið hefði verið í Maastricht-samkomulaginu, að koma á efnahags- og myntbanda- lagi aðildarríkjanna fyrir aldamót- in. „Stefna mín á þessu sviði er skýr. Við eigum hvergi að víkja út af brautinni til efnahags- og myntbandalags .. . Það er að sjálfsögðu ekki aðeins til þess fall- ið að auka trúverðugleika sameig- inlegu Evrópumyntarinnar, heldur einnig til þess að við getum til lengri tíma hagnazt á lægri vöxt- um um allt sambandið." Jacques Santers Breska stjórnin lýsir andstöðu við frekari samruna London. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjórnin ákvað á fundi á laugardag að leggjast gegn áformum Evrópusambandsins um að koma á sameiginlegum gjald- miðli árið 1997. Malcolm Rifkind varnarmálaráðherra greindi einnig frá því á alþjóðlegu efnahagsráð- stefnunni í Davos í Sviss að Bret- ar myndu ekki láta af hendi yfir- ráðin yfir her sínum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC á sunnudag að áhugi á auknum Evrópusamruna færi nú dvínandi í Evrópu og að í framtíðinni yrði samstarfið laustengdara. „Það er víðtækur stuðningur fyrir því inn- an ESB að ákvarðanataka verði færð á ný til þjóðríkjanna. Ég tel að sambandið muni í framtíðinni ekki þróast í að verða miðstýrð heild,“ sagði Major. Portillo ánægður Michael Portillo, atvinnumála- ráðherra og einn helsti Evrópu- andstæðingurinn í bresku stjórn- inni, fagnaði hinni nýju afstöðu Majors. „Það er búið að skýra málin. Það er ekki neinn ágrein- ingur á milli mín og annarra ráð- herra í þessum efnum. Það er enginn munur á skoðunum mínum og meirihluta íhaldsmanna," sagði Portillo í viðtali við breska sjón- varpið. Hann sagði ekki hægt að neyða Breta inn í pólitískt samstarf, sem þeir hefðu ekki áhuga á. Portillo sagði í viðtali við Sky- sjónvarpsstöðina að stjórnin gæti séð fyrir þijú tilvik þar sem Bretar myndu nota neitunarvald sitt á ríkjaráðstefnunni, sem hefst á næsta ári. í fyrsta lagi ef reynt yrði að afnema neitunarvald að- ildarríkja, í öðru lagi ef reynt yrði að breyta reglum um atkvæða- vægi þannig að erfiðara yrði fyrir Breta að stöðva mál og í þriðja lagi til að koma í veg fyrir að Evrópuþingið fengi aukin völd. Kemur ekki til greina! Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði að ekki kæmi til greina að eitt aðildarríki kæmi í veg fyrir fram- kvæmd Maastricht-sáttmálans. Öll ríki hefðu þegar skuldbundið sig til þess sem þar væri kveðið á um, s.s. að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Mikill ágreiningur er þó enn innan íhaldsflokksins um Évrópu- málin og sagði Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra, í samtali við sjónvarpsmanninn David Frost að breska stjórnin væri að ráðast á allar samstarfsþjóðir sínar í Evrópu. „Sumir trúa því að við getum breytt samstarfinu í það að vera einungis einhvers konar rabbfundir. Það mun ekki gerast og ef við reynum að knýja slíkt í gegn mun það einungis skaða okkur sjálfa,“ sagði Heath. fimmtudaginn 2.febrúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vdnska Einleikari: Elmar Oliveira Efnisskrá Ludvig van Beethoven: Fiðlukonsert Osmo Vánska Igor Stravinskíj: Vorblót Elmar Oliveira Miðasala áxskrifetofutítha og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. I 31. janúar fagna Kínverjar nýju ári, - ári svínsins. Kínversk stjömuspeki segir að svín séu tryggir, áreiðanlegir og mjög örlátir vinir, án þess að láta mikið á því bera. Starfsfólk Sjanghæ óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á liðnum árum. í tilefni af nýju ári bjóðum við tvö gimileg tilboð á matseðli Þessi tilboð gilda íyrir tvo eða fleiri: Krabbasúpa Kjúklingur Sapor, gufusoðinn í kínversku víni Smokkflskur með eplum og chillisósu Svínarif á kantónska vísu Súrsætt svínakjöt að hætti Malasíumanna Djúpsteiktir ávextir með þeyttum rjóma NYARSFAGNAÐUR Kínaklúbbur Unnar og Sjanghœ fagna ári svínsins með veislumat og skemmtidagskrá í Sjanghœ í kvöld, 31■ janúar, kl. 18:00. Unnur segir frá fyrirhugaðri Kínaferð í maí nk. Borðapantanir hjá Sjanghæ. Verð kr. 1390 á mann. Allir velkomnir! Verð 1390 kr. á mann Kínversk sveppasúpa Humar með chilli og árstíðasósu Pekingönd með ostrusósu Kantónskt svínakjöt með grænmeti Lambakjöt Satay, að hætti Malasíumanna Peking steikt hrísgrjón Djúpsteikt epli með ís Verð 1590 kr. á mann Ókeypis heimsendingarþjónusta fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 18:00 alla daga. -KÍNlfERfKtt veitingahúsið á íslandi Lougavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fox 624762

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.