Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 21
30 þúsundasti áhorfandinn heiðraður SÖNGLEIKJALÖG Hólmfríður Benediktsdóttir sópr- an, Karl Olgeirsson píanó, Jón Rafnsson bassi, Karí Petersen trommur: Söngleikjalög eftir Weill, Kern, Kander, Bernstein, Lloyd Webber og Gershwin. Fimmtudag- inn 27. janúar. ÞAÐ VERSTA var fnykurinn. Um allt húsnæði Söngsmiðjunnar í Skipholti 25 og lengst út á götu lagði stæka lím- eða lakkstybbu, svo manni lá við köfnun. Annars voru söngleikjalagatónleikar Hólmfríðar Ben & Combó hinir ánægjulegustu, enda þótt tónlistin hefði, úr því að leiksvið og búning- ar voru ekki tiltæk, vafalaust not- ið sín betur við kabarettlegri að- sætður (stök borð og rauðvínsglös) en í nöktum kennslusal með svarta plaststóla í röðum. Fyrri hluti tónleikanna var helg- aður Kurt Weill (1900-1950), e.t.v. eina Þjóðveijanum sem ekki aðeins tileinkaði sér Broadway- stílinn, heldur sló í gegn vestan- hafs á forsendum innfæddra. Eins og Hólmfríður fræddi hlustendur um, dó hann frá ókláruðum söng- leik um Stikilsbeija-Finn, og var það fleirum en unnendum Marks Twains mikill skaði. Hlustendur fengu sýnishorn af hvoru tveggja, ameríska Weill og hinum evrópska samstarfsmanni Bertolts Brechts, en síðarnefndur Weill er eflaust meiri áhrifavaldur í leikhústónlist Norðurálfu en sá ameríski; alltjent þekkist kabarett-„mars“-stíll hans eins og skot, hvort sem er í lögum eftir hann sjálfan eða aðra höf- unda, enda svipsterkur með ólík- indum. Það kom undirrituðum satt að segja á óvart, hvað báðar hliðarn- ar á Weill léku vel við Hólmfríði - og það þrátt fyrir að röddin var auðheyrilega klassískt skóluð í sí- gildri hefð Gamla heimsins. Því hvort sem tekin voru fyrir lög á þýzku eins og Surabaya-Johnny eða á ensku eins og September Songúr „Knickerbocker Holiday“, var útkoman ljómandi góð. Hólmfríður sýndi skínandi til- þrif sem „beltari" í hæð og styrk, sem eru ábyggilega fáheyrð í sí- gildum söng, enda þótt nokkuð vantaði upp á sannfærandi croon; söngstíl, er útheimtir þéttan bijósttón og mikið úthald („susta- in“) á löngum tónum á neðra sviði. Þó að kæmi í ljós í Can’t Help Loving That Man úr „Show Boat“ eftir Jerome Kern, og enn meir í hraðari lögunum eftir Gershwin, að bilið frá klassíkinni yfir í vestur- heimska sveiflu væri ekki fullbrú- að, þá mátti glöggt heyra, að hér fór bláupplagt efni í stjörnuhlut- verk á músíkleikhússviði - að við- bættri fínpússningu á swing-til- finningu og leikrænni tjáningu. Cabaret, söngur Sallyar Bowles úr samnefndum söngleik Kanders, fór þannig að mestu í vaskinn, því þar vantaði einmitt leikrænan tal- söng á köflum; söngmáta sem að vísu hentar betur fyrir ráma alt- rödd en lýrískan sópran eins og Hólmfríði. This World og einkum hið spænskuskotna númer Gömlu frú- arinnar I Am Easily Assimilated, bæði úr Birtingi Leonards Ber- steins, heppnuðust mjög vel hjá Hólfríði. Lögin tvö úr Operudraugi Lloyds Webbers þörfnuðust aftur á móti heldur meira „krúns“ en Hólmfríður átti til að svo stöddu, auk þess sem söngurinn hefði þurft að liggja „aftar í bítinu“, eins og sagt er, en það er nokkuð sem klassískt menntaðir söngvar- ar eru upp tit hópa gersneyddir tilfinningu fyrir. Fyrir vikið verður í lokin var komið að George Gershwin. Eins og fyrr var ýjað að, tókust hægustu lögin hans bezt: The Man I Love, They Cant Take That Away From Me og Foggy Day. Fascinating Rhythm og I Gót Rhythm skiluðu sér ekki alveg eins vel, en svo var reyndar einnig „kombóinu“ að kenna, því gruna mátti, að piltarnir hefðu enn ekki öðlast þá áratuga sjóun sem þarf í sveiflu fyrir lengra komna, þó að furðu margt slyppi fyrir horn. Helzt saknaði maður kannski lagrænna athugasemda frá píanóleikaranum og „drop-ins“ milli sönghendinga til að rúnna af heildarhljóðmyndina. Þrátt fyrir heldur hlutlaust hljómaundirspil var píanóið þar að auki oftast ívið of sterkt. Söngvar- anum var því ekki vanþörf á að geta stillt á „brass canto“ röddina, eins og Hólmfríður orðaði það svo hnyttilega. 67. SÝNING á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson í Þjóðleik- húsinu verður miðvikudags- kvöldið 1. febrúar og áþeirri sýningu verða áhorfendur orðnir yfir 30 þúsund talsins. Af því til- efni verður 30 þúsundasti gestur sýningarinnar leystur út með gjöfum það kvöld. Gauragangur var frumsýndur 11. febrúar á síðasta ári og hefur nú verið á fjölunum í tæpt ár. Sýningum fer þó að ljúka innan skamms því eftir að söngleikur- inn West Side Story hefur verið frumsýndur í byrjun mars, verð- ur verkið að víkja vegna þrengsla. Ríkarður Ö. Pálsson. SUZUKI SWIFT Verulega góður kostur Suzuki Swift er bíll, sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður, eins og mikill fjöldi ánægðra eigenda getur vitnað um. Rekstrarkostnaður er sérstaklega lágur vegna lítillar bilanatíðni og sparneytni er í algjörum sérflokki, frá 4.0 lítrum á hundraðið. Endursöluverð á Suzuki Swift er einnig óvenju hátt. Nú getum við boðið Suzuki Swift á ákaflega hagstæðu verði: Verð: Suzuki Swift, beinskiptur, frá kr. 939.000 Sjálfskiptur frá kl". 1.029.000 Handhafar ökutækjastyrks TVyggingastofnunar ríkisins athugið! Við tökum loforð um ökutækjastyrk strax sem útborgun í nýjum Suzuki Swift. Eftirstöðvar má greiða með upptökubíl og/eða láni til allt að 60 mánaða. • $ SUZUKI iWF ........... SUZUKI BÍLAR HF SKEIFAN 17, SÍMI 568 5100 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 21 LISTIR „Brass Canto“ Gauragangur í Þi’óðleikhúsinu TONT IST túlkun þeirra-á flestum afsprengj- ---------------------------- um R&B-stíls alltaf meira eða S ö n g s m i ð j a n minna stressuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.