Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÍT ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 39 ♦ Óviðráðanleg riddara- fórn Hannesar Lendir í gjörtöp- uðu endatafli, en 29. - Dxf7 30. Rxf7 - Hxf7 31. h3 - Rf6 32. e5 var einnig von- laust. 30. Hxd7 - Hbl + 31. Dfl — Hxfl+ 32. Kxfl - Hf8+ 33. Rf5 - h5 34. h3 - Re3+ 35. Kf2 - Rxf5 36. exf5 — Hxf5+ 37. Kg3 - Hg5+ 38. Kh2 - Hc5 39. h4 - Kc8 40. Hd4 - Hxc2 41. Hd5 - Hc4 42. g3 - Ha4 43. Hxh5 - 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Db6 Sjaldséð afbrigði, enda kemur leikurinn ekki öðru til leiðar en því að svartur lendir úti í venjulegri Sikileyjarstöðu þar sem hann hefur eytt tveimur leikjum í drottninguna. 6. Rb3 - e6 7. Bd3 - a6 8. Be3 - Dc7 9. f4 - d6 10. Df3 - b5 11. 0-0 - Bb7 12. Dh3 - Be7 13. Hannes Hlífar Stefánsson SKAK Landsbanka — VISA mótíð, Atskákmót íslands 1995. IIANNES Hlífar Stefánsson varð íslandsmeistari í atskák er hann sigraði Jóhann Hjartarson í spennandi sjónvarpseinvígi á sunnudag. Hermann Gunnarsson stjómaði útsendingunni og Helgi Ólafsson sá um skákskýringar en þeir tveir hafa verið fmmkvöðlar að sjónvarpsmótum í atskák. Það kom fram hjá Hermanni að sjálfur Gary Kasparov, PCA heimsmeist- ari og stigahæsti skákmaður heims, muni væntanlega tefla í sjónvarpinu í mars við íslenska skákmenn. Hannes Hlífar var vel að sigrin- um kominn. Úrslitum réð glæsileg riddarafórn hans í fyrri úrslita- skákinni. í þeirri seinni átti Jó- hann góða möguleika á að jafna metin, en í tímahraki lék hann vænlegu endatafli niður í jafntefli. Úrslitakeppnin gekk þannig fyrir sig: Fyrsta umferð: Margeir Pétursson - Guðmundur Daðason 2-0 Helgi Ólafsson - Ólafur B. Þórsson 2-0 Jóhann Hjartarson - Rúnar Sigurpálsson 2-0 Hannes H. Stefánss. - Magnús Sólmundss. 1 ’/z-'A Karl Þorsteins - Andri Áss Grétarsson 2-0 Þröstur Þórhallsson - Dan Hansson Vh-'h Helgi Áss Grétarsson - Bragi Halldórsson 1-2 JónGarðarViðarsson-DavíðÓlafsson 1-2 Fj órðung^súrslit: Margeir Pétursson - Davíð Ólafsson 2'h-Vh Helgi Ólafsson - Bragi Halldórsson 2-0 Jðhann Hjartarson - Þröstur Þórhallsson 2-1 Hannes H. Stefánsson - Karl Þorsteins Vh-'h Undanúrslit: MargeirPétursson - Hannes H. Stefánsson 1-2 Jóhann Hjartarson—Helgi Ólafsson 2-0 Úrslit: Hannes H. Stefánss. - Jóhann Hjartars. Vh-'h Sjónvarpseinvígið Fyrri skákin: Hvítt: Hannes H. Stefánsson Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn f5!? - Bc8 14. a3 - Re5 15. Rd4 - Reg4? Nauðsynlegt var 15. — Rxd3 16. cxd3 — e5 eða þá að drepa með biskup á e6 í næsta leik. 16. fxe6 — fxe6 17. Rcxb5!! — axb5 18. Bxb5+ - Bd7 19. Rxe6 - Db7 20. Bxd7+ - Dxd7 21. Rxg7+ - Kd8 Hvítur hefur fengið fjögur peð fyrir manninn sem er of mikið og svartur á í vandræðum með kóng- inn. 22. Hadl — Rxe3 23. Dxe3 — Rg4? Eftir þessi mistök verður brátt um svartan. 24. Db6+ - Kc8 25. Rf5 - Hb8 26. Da6+ - Hb7 27. Hxd6!? - Bxd6 28. Rxd6+ - Kb8 29. Hf7 - Hxb2!? Kd7 44. He5 - Hxa3 45. Kh3 - Kd6 46. Hel - Ha5 47. He3 - Hb5 48. g4 og svartur gafst upp. Seinni skákin: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Hannes H. Stefánsson Drottningarindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. Dc2 — Be7 7. cxd5 — exd5 8. Bf4 - 0-0 9. e3 - c5 10. Bd3 - Rc6 Það kemur einnig vel til greina að leika Rbd7 til að setja auka- vald á c5. í framhaldinu fær Hannes svonefnd „hangandi peð“ á c5 og d5 og á í nokkrum erfið- leikum með að valda þau. II. dxc5 — bxc5 12. 0-0 — h6 13. Hfdl - Db6 14. Hacl - c4 111 nauðsyn. Eftir þetta ætti hvítur að standa betur. Nú virðist 15. Bf5 sjáifsagt, en næstu leikir Jóhanns duga ekki til að halda frumkvæðinu. 15. Be2 - Hfd8 16. Re5 - Ra5 17. Bf3 - Hac8 18. Re2 - Re4 19. h3 - Bh4 20. Hfl - Bf6 21. Hcdl - Rc6 Hannes teflir skiljanlega uppá jafntefli, en sterkast var 21. — He8 og hvítur verður að fórna peði. Eftir 22. Rd7 - Dxb2 23. Bxe4 — dxe4 24. Hd2! fær hann þó einhveijar bætur. 22. Rxc4 - Ra5? Betra var 22. — dxc4 23. Bxe4 - Dxb2. 23. Rxb6 - Hxc2 24. Ra4! - Rd2 25. Hxd2 - Hxd2 26. Bc7 - Rc4 27. Bxd8 - Bxd8 28. Rc5?! Rétt var 28. Rd4! og hvítur er sælu peði yfir með mikla vinnings- möguleika. 28. — Rxb2? gengur þá ekki vegna 29. Hbl! — Rxa4 30. Hxb7 með of mörgum hótun- um. Skást virðist 28. — Re5 en eftir 29. Be2 hefur hvítur allt sitt á þurru. 28. - Bc8 29. Rd4 - Hxb2 30. Bxd5 — Rxa3 31. Rc6? Hvítur gat unnið peð og skapað sér góða vinningsmöguleika með 31. Rd3! því ef 31. - Hb6 þá 32. Hcl og öll spjót standa á svörtum. Nú átti Hannes að leika 31. — Hd2! sem forðar peðstapi. 31. - Bf6?! 32. Re4 Eftir 32. Rxa7 — Bf5 er jafn- tefli líklegasta niðurstaðan, jafn- vel þótt hvítur sé peði yfir. 32. - Bb7 33. Rxf6+ Vel reynandi var 33. Hcl, því 33. - Hbl? 34. Hxbl - Rxbl 35. Bxf7+! vinnur peð. Nú fær Jóhann ekki fleiri tækifæri. 33. - gxf6 34. e4 - Bxc6 35. Bxc6 - Kf8 36. Hal - Hbl+ 37. Hxbl - Rxbl 38. Kfl - Ke7 39. Ke2 - Kd6 40. Ba8 - Rc3+ 41. Kd3 og eftir talsverðan klukkubarning lauk skákinni með jafntefli. í lokastöðunni hafði Hannes riddara og kóng, en Jó- hann kónginn einan. í skákþættinum á föstudag var hallað á Helga Áss Grétarsson stórmeistara með ónákvæmu orðalagi, er sagt var að „stór- meistaramir fjórir“ gætu ekki lent saman fyrr en í undanúrslitum. Þarna var átt við þá sem höfðu rásnúmer frá 1—4, en það tefldu auðvitað fimm stórmeistarar á mótinu. Margeir Pétursson FRETTIR Rannsóknir í tannlækn- ingum BOÐAÐ er til sjöttu árlegu ráð- stefnunnar um rannsóknir í tann- lækningum. Fundarstaður er í Tanngarði, kennsluhúsnæði tann- lækningadeildar, á Vatnsmýrar- vegi 16, fyrirlestrasal við aðalinn- gang, suðurenda, laugardaginn 4. febrúar kl. 10 stundvíslega. í tilefni af 50 ára afmæli tann- læknadeildar 31. janúar 1995 hef- ur verið ákveðið að tannlækna- deild og íslandsdeild NOF-IADíT haldi sameiginlega ráðstefnu um rannsóknir í tannlækningum þar sem höfuðáhersla verður lögð á rannsóknir kennara tannlækna- deildar. Auk félagsmanna NOF og kennara deildarinnar verður tann- læknanemum og starfandi tann- læknum gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna. ♦ ♦ ♦---- Þröstur í forystu í NÍUNDU umferð á Skákþingi Reykjavíkur vann Þröstur Þóiír- hallsson sigur í skák sinni gegn Agnari Þórarinssyni. Staða efstu manna er nú þessi: 1. Þröstur Þórhallsson, 8 vinn- ingar af 9, 2. Arnar E. Gunnars- son, 7V2, 3.-4. Hörður Garðars- son, 7, 3.-4. Jóhann Helgi Sigurðs- son með 7 vinninga af 9. Næsta umferð verður tefld mið- vikudaginn 1. febrúar nk. kl. 19.30. -----♦ ♦ ♦---- ■ FÉLAG íslenskra skólasál- fræðinga gengst fyrir eins dags námskeiði laugardaginn 4. febr- úar. Námskeiðið ber yfírskriftina: Barnið og skólinn og er ætlað starfsmönnum skóla svo og öðrum sem áhuga hafa á vanda bama í skólum og vinnu sálfræðinga að bættum hag þeirra. Námskeiðið verður haldið á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Túngötu 14 (Hallveigarstöðum). Nánari upplýsingar fást í síma 621550 og þar fer skráning einnig fram. skóBar/námskeið handavinna ■ Silkimálun Ýmsar aðferðar kenndar. Gufufestir litir. Kvöld- og dagtímar. Upplýsingar f síma 74439. ■ Ódýr saumanámskeið Sparið og saumið fðtin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar f síma 17356. ýmisiegt ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeiðið Markviss málflutningur. Upplýsingar: Sigríður Jóhanns- dóttir f sfmum 682750 og 681753. Fræðslumiðstöð NLFl’, s. 5514742 og 5528190. ■ Um svefn og svefnleysi Fyrirlestur verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Hvað er eðlilegur svefn og hvernig breytist hann með aldrinum? Talað um algengustu svefnkvillana, lang- varandi svefnleysi og aðgerðir til úrbóta. Fyrirlesari: Júlíus Björnsson, sálfræðing- ur. Aðgangseyrir kr. 500. tölvur ■ Tölvunámskeið á næstunni: Word. 15 klst. fjölbreytt ritvinnslunám- skeið. 6.-10. febrúar kl. 16-19. Stgr. 16.200. FileMaker. 15 klst. námskeið um þenn- an vinsæla gagnagrunn. 6.-10. febrúar kl. 16-19. Stgr. 16.200. Windows og PC grunnur. 9 klst. um grunnatriði tölvunotkunar. 13.-15. febrúar kl. 9-12. Stgr. 10.400. Windows, Word og Excel. 15 klst. námskeið um Windows og grunnatriði Word og Excel. 13.-17. febrúar kl. 9-12. Stgr. 16.200. Excel. 15 klst. fjölbreytt töflureiknis- námskeið. 13.-17. febrúar kl. 9-12. Stgr. 16.200. Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. skemmtilegt og gagnlegt námskeið um tölvuna, stýrikerfið og ritvinnsiu. 6.-10. febrúar kl. 9-12. Stgr. 16.200. Visual Basic. 15 klst. námskeið um þetta öfluga forritunarmál. 13.-17. febrúar kl. 16-19. Stgr. 18.900. Forritun fyrir unglinga. 24 klst. forrit- unarnámskeið 10-16 ára hefst laugar- daginn 4. febrúar kl. 15.15. Stgr. 14.900. Umsjón tölvuneta. 48 klst. hagnýtt námskeið um rekstur netkerfa. Einu sinni í viku í 16 vikur á laugardags- morgnum. Námskeiðið hefst 4. febrúar kl. 9. Stgr. 49.900. Access. 15 klst. námskeið um þennan öfluga gagnagrunn. 6.-10. febrúar kl. 9-12. Stgr. 18.900. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. ■ Námskeiðstilboð fyrir stéttarfé- lög, hópa, fyrirtæki og einstaklinga Öll tölvunámskeið í boði. Riflegur afsláttur. Leitið nánari upplýsinga s. 568 8090. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16. ■ Forritun í Visual Basic fyrir 10-16 ára Frábært 24 kist. námskeið sem veitir þátttakendum forskot. Námskeið hefst laugardaginn 4. febrúar kl. 15.15. 12 skipti, 2 klukkustundir í senn. Verð aðeins 14.900. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 62 1 □ 66 <Q> NÝHERJI ■ Tölvuskóli í fararbroddi Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect fyrir Windows. - Excel fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker fyrir Windows/ Macintosh. - Paradox fyrir Windows. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel framhaldsnámskeið. - Bamanám. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699. Tölvuskóli Revkíavíkur i.j Borgartúni 28. slmi 616699 tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám viö einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Jóna María Júlfusdóttir og Helgi Þórsson, Núpasfðu 10F, 603 Akureyri, í sfma 96-23625, frá kl. 18.00. myndmennt ■ Keramiknámskeið hefst í febrúar. Skráning í síma 15997 eöa á kvöldin 642642. Gallerf kerið, Laugavegi 32. ■ Keramiknámskeið Námskeiðin á Hulduhólum, Mosfellsbæ, hefjast 12. febrúar. Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið. Upplýsingar í sima 666194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Bréfaskólanám í myndmennt Fjórtánda starfsár skólans. Fáið sent kynningarrit án kostnaðar. Pantanir í síma 562-7644 eða í HMÍ, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. tónlist ■ Píanókennsla Get bætt við mig nemendum. Upplýsingar í síma 619125. Sigrfður Kolbeins. ■ Tónskóli Guðmundar Enn er hægt að bæta við nokkrum nem- endum í hljómborðs-, orgel- eða píanó- nám. Tónlistarkynningar og samspil fyr- ir alla. Skemmtilegt tónlistamám. Tónskóli Guðmundar, Hagaseli 15, sími 5678150.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.