Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 23 A vegnm franskra virtúósa TONLIST Ilallgrímskirkju ORGELLEIKUR BJÖRN STEINAR SÓL- BERGSSON Höf. L. Boéllmann, Ch.M. Widor og L. Viérne. Laugardagur 28. janúar. BJÖRN Steinar er einn okkar efni- legustu ungu orgelleikara og um leið nær því sá eini sem æfir stöðugt með það fyrir augum að halda orgel- tónleika og með krefjandi verkefn- um. Vonandi fellur Björn aldrei i þá gryfju, sem svo alltof margir orgel- leikarar falla í, þ.e. að láta nægja að vera messu- og jarðarfaraorgan- istar. Björn er of efnilegur konsertor- gelleikari til að slík freisting megi ná tökum á honum. Víst kostar það fórnir - peningafórnir - sem skila sér þó síðar í annarri mynt. Listvina- félag Hallgrímskirkju stóð fyrir tón- leikunum og er það einmitt formið sem þarf að komast á við allar þær kirkjur sem boðið geta fram konsert- orgel, og Jjær kirkjur eru orðnar margar á íslandi. Þau hljóðfæri ber að nýta og nær því að það sé skylda sóknamefnda að skapa þá mögu- leika. Ef nota ætti hljóðfærin ein- göngu við guðsþjónustur, hefðu nægt miklum mun minni og ódýrari hljóð- færi, og hver segir að ekki komi ein- hveijir staðgenglar orgelsins að guðsþjónustum framtíðarinnar. Björn valdi til flutnings, að þessu sinni, verkefni eftir þijá franska or- gelleika'ra, allir eiginlega fulltrúar ákveðins fransks orgelstíls, afsprengi improvisasjóns-tækninnar, sem lengi blómstraði í Frakklandi og gerir vafalaust enn. A.m.k. þeim, sem ekki eru aldir upp við þessa tónlist finnst hún oft og tíðum yfirborðskennd og grunnt skoðuð, byggð á sykursætum laglínum, kaffihúsa-hljómauppbygg- ingu og fingraspili, sem sjaldan er mikill fingurbijótur. En oft skilar þetta sér glæsilega til áheyrandans og barn er þetta síns tíma og marg- ar em vistarverurnar. En margir þola ekki miklu meira en 60 mín. hlustun á þessa tegund tónlistar ein- göngu. Eitt virtasta tónskáld okkar í dag sagði við undirritaðan fyrir mörgum árum: „Ef þú spilar oftar þessa Boéllmann-svítu á tónleikum, mæti ég ekki.“ Nú fannst mér þessi svítá alls ekki það ódýrasta á efnis- skránni, og Bjöm spilaði svítuna að mörgu leyti vel. Hvers vegna þó að nota alltaf allan þennan hljómstyrk, t.d. í menúettinum, þar sem engin þörf er á öllu þessu hljómmagni og getur orðið þreytandi. A sama hátt hefði ég kosið innganginn aðeins hægari og meira maestoso, óvenju- legt, en fór ekki illa á að byija menú- ettinn „attacca", eins og Björn gerði. Sólóröddin í bæninni var of veik og sagði því of lítið. Allegroið úr g-moll Orgelsinfóníu Widors byijaði á sama fff og Boéll- mann-svítan endaði á (kannske ekki heppilegasta uppröðun efnisskrár). Allegroið er heldur gagnsæ tónsmíð og skilur ekki mikið eftir og sama má segja um andante úr F-dúr Sinf- óníu Widors, sem minnir á franskt- bæheimskt þjóðlag. Fjórir þættir úr „Pieces de fantasi", eftir hinn blinda orgelleikara og tónskáld Louis Vi- érne, hvers fæðingar- og dánardæg- ur hefur misritast í efnisskrá, var síðast á efnisskránni. Hér bætti Björn spænsku trompetunum við og sérlega ágætlega spilaði hann tvo síðustu þættina, Impromtúið, sem er góð tónsmíð og ekki auðveld, svo og þáttinn vinsæla um klukkurnar í Westminster, sem hljómaði glæsilega frá Björns hendi. Björn nam sinn orgelleik síðast í Frakklandi og þvi eðlilegt að hann sæki verkefnin þangað. En franskir áttu tónskáld, mjög góð, kannske ekki eins „popul- ar“, en mjög krefjandi, mættum við fá að heyra þau næst. Ragnar Björnsson Hótel Saga er rétti staðurinn til að eiga góða stund saman og fagna brúðkaupsafmælinu, stórafmælinu eða öðrum skemmtilegum tímamótum. Nú býður Hótel Saga til ógleymanlegrar veislu fyrir tvo sem stendur fram á næsta dag. Hið ljúfa líf hefst um leið og dyrnar opnast að svítunni og er upplagt að slaka vel á fyrir kvöld- ið með heimsókn í heilsuræktina. Sjálf veislan hefst með kampavínsfordrykk og þá tekur við kvöldverður í Grillinu sérstaklega samsettur í tilefni kvöldsins. Eftir góða nótt er síðan borinn fram ljúffengur morgunverður í svítunni. Allt þetta kostar einungis 13.800 kr. fyrir tvo og er þetta tilvalin gjöf fyrir maka, vini, starfsfélaga, ættingja eða aðra þá sem vilja koma skemmtilega á óvart. Upplýsingar og pantanir eru í síma 91-29900. Njóttu rómantiskrar stemningar á Hótel Sögu, hún gerist hvergi betri! KWA' - pín saga! SAGA fyrir 2 Sigurvegarar LEIKUST U ng 1 i nga<1 ei 1 d Lcik- fclags Hafnarfjaröar LEIÐIN TIL HÁSÆTIS Leiðin til hásætis eftir sögn Jan Teriouw. Leikstjórar: Gunnar Gunn- steinson, Sóley Elíasdóttir. Aðalleik- endur: Þórir Sæmundsson, Jón Stef- án Sigurðsson, Laufey Elíasdóttir, Ragnar Unnarsson, Ragnhildur Ág- ústsdóttir, Amar Viðarsson, Bára Þórðardóttir, Iris Jónsdóttir. Sýnt í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Frumsýning föstudaginn 27.1. LEIKRITIÐ Leiðin til hásætis er byggt á sögunni Barist til sigurs eftir Jan Terlouw. Þetta er verk þar sem sígildar kröfur um skemmtun og fróðleik í bland eru hafðar í heiðri. Ekki spillir fyrir að stuðst er við rótgrónar hefðir til að flytja áhorf- andanum boðskap sem er í senn gamall og alltaf nýr. Pilturinn ungi, Starkaður, þarf að leysa sex erfiðar þrautir til þess að komast á konungsstól. Það þarf sem- sagt að leggja eitthvað á sig til að ná settu marki. Ekki sakar heldur að vera glöggskyggn og úrræðagóð- ur. Starkaður er hvort tveggja. Hann er í senn æðrulaus og hugdjarfur. Hann fær áð launum allt sem hug- urinn gimist, stúlkuna sína líka. Nammi namm. Svo er það náttúrlega skraut ofan á tertuna þegar hlegið er að hroka, valdníðslu, mannlegum brestum og vakin athygli á umhverfis- vernd og ecumeniu (sameiningu kirkjudeilda) svo til í sömu andránni. Og yndislegt er að heyra Bach og Vivaldi umlykja þetta unga fólk eins og ekkert sé. Þeir þurfa nefnilega hvorki stífan flibba né kristalglös til að njóta sín, gömlu mennimir. Eigin- lega passa þeir best við Rebock. Þórir Sæmundsson fer með hlut- verk Starkaðar og gerir það ákaflega vel. Framsögnin er skýr, látbragð óþvingað. Þórir er kankvís á sviðinu og kann vel að höfða til áhorfenda. Jón Stefán Sigurðsson er ágætur sem Geir frændi, bakveiki þjónninn. Ráð- herragengið er hið furðulegasta lið sem vakti margan hláturinn. En hér eiga allir hrós skilið. Því það er sér- hver einstaklingur í unglingadeild- inni allri sem leggur af stað í leit að sínu eigin hásæti og er þar með sigurvegarinn í þessari sýningu. Leikstjórarnir Gunnar Gunnsteins- son og Sóley Elíasdóttir hafa unnið gott verk. Þarft verk. Hafnfirðingar mega vera stoltir af þessum krökkum og (hér kemur rammpólitísk áskor- un) og þeir verða að sjá til þess að Unglingadeildin leggist ekki af fyrir einhvem sparnaðarmisskilning. Því krakkarnir í unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar em alveg eins og FH og Haukar og ekkert síðri. Þau em sigurvegarar. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.