Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reglugerð um verðjöfnunargjöld á unnar vörur úr landbúnaðarhráefni Verðjöfnunar- gjöld geta orð- ið allt að 60% LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um verðjöfnunar- gjöld sem leggjast eiga við út- og innflutning á unnum vörum sem inni- halda landbúnaðarhráefni, og geta gjöldin orðið að hámarki 60%. Annars vegar er um að ræða þann vörulista sem ísland hefur gert fríverslunar- samninga um. Þar er um að ræða vörur sem eru fijálsar í innflutningi með verðjöfnunargjöldum, en undir þetta falla t.d. íblandaðar jógúrttegund- ir, sósur, súpur, deigvara með kjötinnihaldi o.fl. íslenskir framleiðendur fá samskonar greiðslu á sambærilegar vörur við útflutning. Hins vegar er um að ræða unnar vörur sem ekki eru á fríverslunarlist- anum, þ.e. fullunna eða forsoðna kjötrétti, t.d. pylsur, fiskrctti sem inni- halda t.d. smjör, undanrennuduft eða ost. Hvað þessar vörur varðar nema verðjöfnunargreiðslumar að hámarki sem svarar til 60% af þunga endan- legu vörunnar, en miðað er við verðjöfnun á hráefninu. Arekstur í Hvalfirði DRÁTTARBÍLL með aftanívagn, á suðurleið, lenti í árekstri við 20 manna hópferðabíl sem var á Ieið norður í brekkunni ofan við hval- stöðina í Hvalfirði um kl. 10 í gær- morgun. Tíu farþegar voru í hópferðabíln- um og var ein kona flutt til læknis- skoðunar en talið var að um minni- háttar meiðsli væri að ræða. Mjög mikil hálka var á veginum sem lok- aðist fyrir umferð stórra bifreiða á annan klukkutíma vegna áreksturs- ins. Dráttarbíllinn var ökufær eftir áreksturinn en töluverðar skemmdir urðu á hópferðabílnum og þurfti að draga hann burtu. Halldór Blöndal sagði reglugerð- ina vera sjálfsagða þar sem nú væri meira frjálsræði í innflutningi en verið hefði, m.a. vegna þátttöku í GATT og fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið. „Það hefur verið töluvert beðið eftir þessari reglugerð meðal ann- ars vegna þess að ýmis matvælafyr- irtæki hafa verið að hasla sér völl á erlendum samkeppnismarkaði og hafa þurft á samsvarandi stuðningi að halda eins og samkeppnisaðilar þeirra njóta erlendis. Þetta er því stuðningur við matvælaiðnaðinn hérlendis, en það er mikilvægt að innlendur matvælaiðnaður búi að þessu leyti við sambærileg kjör og eru I nágrannalöndum okkar. Það má ekki gleyma því að landbúnað- arvörur sérstaklega til útflutnings njóta gífurlegra styrkja erlendis, og þar eru líka hömlur og þröskuld- ar við innflutningi," sagði Halldór. Morgunblaðið/Björn Blöndal HALLDÓR Gíslason ásamt Þór Magnússyni, fulltrúa björgunardeildar Slysavarnafélags íslands, ásamt labradorhvolpunum og Dimmu á kveðjustund í Höfnum í gær. Gáfu Slysavarnafélaginu þrjá hvolpa Verða þjálfaðir á Höfnum. Morgunblaðið. „VIÐ ERUM innilega þakklátir fyrir þessa gjöf og nútekur al- varan við þjá þeim. Hvolparnir fara allir vestur þar sem þeir verða þjálfaðir sem leitarhundar. Það er þegar búið að fá heimili fyrir tvo, í Hnífsdal og á Patreks- firði — og vonumst við til að þriðji hvolpurinn fari til Súðavík- ur,“ sagði Þór Magnússon, full- trúi björgunardeildar Slysa- varnafélags Islands, þegar hann tók við þrem labradorhvolpum sem félaginu voru gefnir af fjöl- skyldu í Höfnum í gær. Eigandi hvolpanna, sem eru fjögurra mánaða, er Halldór Gíslason, átta ára Hafnabúi sem komst í fréttir í desember 1993 eftir að hann hafði sloppið á ævintýralegan hátt eftir að hafa orðið undir bíl og dregist með honum um 70 metra vegalengd. Móðir hvolpanna heitir Dimma, hún er fjögurra ára og eignaðist tíu hvolpa í október sl., þar af voru sjö tíkur og þrír hundar sem nú fá væntanlega nýtt hlut- verk. Gísli Hjálmarsson faðir Halldórs sagði að Dimma væri bæði skynsöm og dugleg. Hún hefði mikla hæfileika og þá sér- staklega til leitar þó hún hefði ekki fengið neina sérstaka þjálf- un. Eftir að Þór Magnússon hafði tekið við hvolpunum í gær lá leið þeirra til Reykjavíkur þar sem þeir áttu að fara í nákvæma læknisskoðun hjá dýralækni og í dag var fyrirhugað að senda tvo þeirra vestur og verður fyrsti áfangastaður þeirra ísa- fjörður. Sjúkrahúsið á Akranesi Vongóðir um lausn FORSVARSMENN hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu á Akranesi funduðu í gærkvöldi með stjóm sjúkrahússins og að fundinum loknum voru báðir aðilar vongóðir um að lausn væri í sjónmáli. Þessar stéttir hafa litið svo á að með uppsögn ráðníngarsamnings þeirra hafi þeim verið sagt upp störf- um frá og með 1. febrúar. Guðrún Hróðmarsdóttir, forsvarsmaður hópsins, sagði eftir fundinn í gær- kvöldi að þeim hefði verið boðið að vinna áfram á óbreyttum kjörum, en ráðningarsamningurinn yrði ekki endumýjaður. Hún sagði að hópurinn myndi funda í hádeginu í dag og þá myndi niðurstaðan ráðast, en hún væri vongóð um að deilan væri leyst. Um 200 sérfræðingar skila inn uppsögnum á samningi við TR „ígildi þess að sérfræð- ingar leggi niður störf “ SÉRFRÆÐINGAR í Læknafélagi Reykjavíkur, sem starfa eftir samningi félagsins við Tryggingastofnun ríkisins, gáfu í fyrradag stjórn félagsins heimild til að segja upp samningnum, setji heilbrigðisráðherra á tilvísana- skyldu að nýju. Einnig skilaði þorri fundarmanna, á milli 160 og 170 manns, einstaklingsbundnum uppsögnum á samningnum við TR til samn- inganefndar félagsins og var nefndinni falið að meta hvort hún legði fram þessar uppsagnir nú eða síðar. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra segir að staðfesti sérfræðingar í Læknafélagi Reykjavíkur ein- staklingsbundnar uppsagnir á samningi sínum við Tryggingastofnun ríkis- ins, séu þeir að segja sig frá öllum viðskiptum við stofnunina. Verslunarráð mótmælir breytingn á prentfrelsi VERSLUNARRÁÐ íslands telur að ákvæði frumvarps um breytingu á stjórnarskrá íslands þar sem fjallað er um prentfrelsi feli í sér tilræði við grundvallarmannrétti í lýðræðisríki. Með frumvarpsgreininni sé verið að opna fyrir ritskoðun bakdyramegin. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 73. grein stjórnarskrárinnar verði breytt. Núgildandi grein hljóðar svona: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Formenn þingflokkanna leggja til að greininni verði breytt og hún hljóði þannig: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í Ijós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambæri- legar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í Iög leiða. Framangreind ákvæði standa ekki í vegi því að með lögum má setja tjáningarfrelsi skorður 1 þágu alls- heijarreglu eða öryggis ríkis, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs Verslunarráð leggst mjög hart gegn þessari síðustu málsgrein í umsögn sinni um frumvarpið. Ráðið segir að ákvæðið sé of víðtækt, opið og óljóst. Hægt sé að túlka hugtökin „allsheijarregla", „öryggi ríkis“, „heilsa“, „siðgæði", „réttindi ann- arra“ og „mannorð annarra" á ýmsa vegu. ' Verslunarráð leggst einnig gegn því að í stjórnarskrá sé veitt heimild til þess að takmarka erlenda eignar- aðild að erlendum atvinnufyrirtækj- um. Fagnað er hins vegar ákvæðum frumvarpsins um félagafrelsi. Sighvatur sagði að þá greiði stofnunin ekki neitt það sem sérfræð- ingar framkvæmi, svo sem ávísun á lyf, rannsóknir, röntgenmyndatökur o.s.frv. Komi til staðfestingar, telji hann það ígildi þess að sérfræðingar leggi niður störf, þ.e. efni til verk- falls í íslensku heilbrigðiskerfi. Lokasvar sérfræðinga Sérfræðingar sem skila inn reikn- ingum til TR eru um 350 á landinu öllu og kveðst Gestur Þorgeirsson, formaður LR, reikna með að mikill meirihluti þeirra eða nánast allir segi samningnum upp. Gestur segir þessa niðurstöðu fundarins lokasvar sér- fræðinga til að mótmæla áformum heilbrigðisráðherra um upptöku til- vfsanakerfisins. Komi uppsögn til framkvæmda, reikni hann með að flestir sérfræðingar muni eftir sem áður taka við sjúklingum. „Sjúklingar þyrftu þá að greiða fullt gjald, en síðan kæmi í Ijós hvort menn njóta sjúkratrygginga í landinu eða ekki. Við erum að vona að ráð- herra sjái að sér og setji málið í frek- ari skoðun. Yfirlýst markmið hans eru að spara fé annars vegar og auka samskipti lækna hins vegar. Við teljum að óvíst sé að þessi mark- mið náist með tilvísanaskyldu og gagnrýnum harkalega að ekki hefur verið gerð hagkvæmniathugun á kerfinu, áður en ráðist var í jafnrót- tækar breytingar á því og nú er lag til,“ segir Gestur. Heilbrigðisráðherra segir að þai skilaboð sem felast í heimild sérfræð inga til samninganefndar, sýni hnotskurn um hvað deilan snýst „Verði tekið upp tilvísanakerfí, viljí þeir ekki vinna fyrir íslenska hei! brigðiskerfið, sem þýðir einfaldlegí að þeir vilja ekki að sjúklingar þeirri njóti nokkurrar fyrirgreiðslu hjá TR Menn sjá þá í hendi sér hvort velferi og hagsmunir sjúklinga búa þar a< baki. Það er í sjálfu sér allt í lag að þeir starfi án TR við vitjanir sín ar, en kostnaður við rannsóknir of annað slíkt getur oltið á tugum þús unda króna. Þeir eru einfaldlega a< segja við sína sjúklinga; vegna þesi að við fáum ekki að starfa áfran eins og okkur dettur í hug, ætlun við að láta ykkur um að borga þetti aljt saman sjálfa. Ég sé ekki hvernþ séffræðingur með stofurekstur getu: starfað við þær aðstæður að geti ekki vísað sjúklingum sínum á þjón ustu tryggingakerfísins, hvorki hjí öðrum læknum né rannsóknir of skoðanir," segir Sighvatur. Heilbrigðisráðherra segir að þess viðbrögð sérfræðinga breyti engu un áform ráðuneytisins um tilvísana kerfið. Þá yrðu íslensk heilbrigðis yfirvöld orðin varnarlaus gegn að gerðum af slíku tagi, og gætu át von á að aðrir sem starfa fyrir TI grípi til sömu úrræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.